Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2001, Blaðsíða 28
 28 1 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 r LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 37 * Helgarblað DV DV Helgarblað Um skapferli Þórunnar og geðslag segja þeir sem þekkja hana að hún hafi fjörugt ímyndunarafl, sé góður leikari, „trúi því sjálf þegar hún segir ósatt“ en sé jafnframt talsvert skapstór og það birtist einkum í tor- tryggni og mikilli afbrýðisemi. Þórunn Sigurveig Aðalsteins- dóttir er ómenntuð sveita- stúlka sem fór ung að heiman til að vinna fyrir sér i vist á skárri heimilum í Reykjavík. Hún er 66 ára ógift móðir átta uppkominna bama, á 17 bamaböm og 4 barna- barnabörn. Þegar Þórunn var dæmd í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykja- víkur 29. október sl. fyrir að hafa með skipulögðum blekkingum feng- ið sjö karlmenn til þess að lána sér tæpar þrjátíu milljónir fannst mörg- um það hljóma eins og upp úr ein- hverjum reyfara og spurðu sig hvernig þetta hefði getað gerst og hvaða fortöluhæfileikum þessi full- orðna kona væri eiginlega gædd. Við skulum líta aðeins nánar á upp- runa og æviferil þessarar tungulipru skúringakonu og reyna að átta okkur á því hvernig hún er skapi farin. Þórunn frá Skútum Þórunn fæddist og ólst upp á bænum Skútum í Kræklingahlíð, rétt utan við Akureyri, í byrjun jan- úar 1934 og var meðal yngri systk- ina í nokkrum hópi hjónanna þar sem fengust við búskap og ólu börn sín upp við fremur kröpp kjör á þeirra tíma mælikvarða. Skútur eru nú orðnar langt innan bæjarmarka Akureyrar, ekki langt utan við Glerá. Þórunn hleypti heimdraganum aðeins ríflega sextán ára gömul og réðst í vist á finu heimili í Reykja- vík rétt eftir 1950 og var í húsi við Kvisthaga. Þaðan réðst hún árið 1953 á heimili við Mjóuhlíð. Þar bjó alþingismaður sem átti son á líku reki og Þórunn sem Ólafur hét og með þeim tókust góðar ástir og þau rugluðu saman reytum sínum. Þeg- ar Þórunn var orðin ólétt að fyrsta barninu tóku ungu hjónin saman fóggur sinar og sigldu vestur á Pat- reksfjörð með Heklunni þar sem þau settust að. Hann var ættaður að vestan og kunni aldrei reglulega vel við sig í Reykjavík. Á Patreksfirði bjó Þórunn næstu fimm árin og eignaðist fjögur börn af átta. Eiginmaðurinn starfaði hjá Kaupfélaginu sem bókari, reisti hús yfir fjölskylduna og allt virtist leika í lyndi. En óyndi sótti á þessa ungu íslendinga og enn tóku þau sig upp 1960 og fluttu aftur i bæinn og hús- bóndinn fór að starfa í dósaverk- smiðju i Borgartúni en Þórunn sinnti heimilishaldi og barneignum. Þótti góður leikari Ekki tolldu þau í borginni nema fjögur ár því 1964 fara þau enn og nú vestur í Króksfjarðames sem er örlítið sveitaþorp á nesinu norðan Gilsfjaröar og lítið meira en kaupfé- lag, sláturhús, bensíntankur og fé- lagsheimili. Þarna undu þau hag sínum vel og börnin voru orðin sjö. Húsbóndinn ók vörubíl fyrir Kaup- félagið og vann eitt og annað og Þór- unn greip meira að segja í störf utan heimilis þegar hún vann í slát- urhúsinu á haustin. Þau tóku þátt í félagslífi í sveit- inni, sérstaklega hún sem átti alltaf gott með mannleg samskipti. Þór- unn hafði áhuga á leiklist og þótti góður leikari og lék meðal annars burðarhlutverk þegar hið sígilda gamanleikrit Frænka Charleys var sett á svið í Króksfjarðamesi. Hún þótti góð húsmóðir, bjó til góðan mat og börnin voru alltaf vel og snyrtilega klædd. Skilnaður í aðsigi Þjóðhátíðarárið 1974 fluttu hjónin með börnin sjö og það áttunda á leiðinni burt úr Króksfjarðarnesi og enn til Reykjavíkur. Hann fór að vinna í Landsbankanum á daginn og í sjoppu við Einholt á kvöldin til að framfleyta hinu barnmarga heimili. Hún sinnti húsi og börnum sem fyrr og áttunda barnið fæddist árið 1975 en hjónin bjuggu í Hafnar- flrði og í Hlíðunum. Á árunum milli 1975 og 1980 fór að bresta í innviðum hjónabandsins og árið 1980 fékk Þórunn lögskilnað frá eiginmanni sínum eftir að þau höfðu verið skilin að borði og sæng tilskilinn tíma. Hún bjó á ýmsum stöðum næstu árin, bæði við Grett- isgötu, Barmahlíð og Úthlíð. Hún sinnti ýmsum láglaunastörfum hér og þar, starfaði við ræstingar og þvotta en þrjú yngstu börnin fylgdu henni lengst af eftir skilnaðinn enda á aldrinum 5 til 16 ára gömul þegar móðir þeirra varð einstæð. Það vakti athygli aðstandenda Þórunnar á árunum eftir 1990 þegar hún flutti í Úthlið 9 að hún lét gera verulegar endurbætur á húsnæðinu og keypti mikið af nýjum húsgögn- um. Þetta var fólki nokkur ráðgáta, í ljósi þess að hún hafði lágar tekj- ur. Eftir vistina í Úthlið flutti Þór- unn upp í Erluhóla þar sem hún býr enn. Blekktir bændur Þórunn var sakfelld fyrir að hafa á tímabilinu frá mars 1992 til loka júlí 2000 fengið sjö karlmenn til þess að lána sér samtals tæpar 30 millj- ónir þótt henni hafi hlotið að vera ljóst að hún hefði enga möguleika á að endurgreiða þeim lánin. Hún var talin hafa notað sér ranga hugmynd þeirra um greiðslugetu hennar og eignir en þeir vissu ekki hver af annars lánveitingum til hennar né þekktu skuldastöðu hennar við aðra. Þórunn hafði að fyrra bragði samband við alla karlmennina gegnum sima og bað þá að lána sér peninga. Flest bendir til þess að svikin hafi verið vel undirbúin og hver og einn hafi verið beittur þeirri tækni sem þurfti til að hann léti fé af hendi rakna. Þórunn hafði samband við Bændasamtök Islands og óskaði eft- ir upplýsingum um roskna einstæða bændur undir því yfirskini að hún hefði áhuga á því að komast sem ráðskona i sveit. Aidraðir einstæðingar Lítum aðeins nánar á fórnar- lömbin en nefnum ekki nöfn þeirra. A er 74 ára gamall einbúi, búsett- ur í Vopnafirði. Hann lánaði Þór- unni samtals 14,9 milljónir króna á átta árum. Mest lagði hann fram rúmar sex milljónir árið 1999. B er 62 ára gamall bóndi í Borg- arbyggð sem lánaði Þórunni 150 þúsund krónur árið 2000. C er 77 ára gamall einbúi í sveit í Austur-Húnavatnssýslu. Hann lét Þórunni hafa samtals 8,3 milljónir króna á fjórum árum, mest 3,4 milljónir árið 1999. D er 83 ára gamall einbúi á Húsa- vík sem afhenti Þórunni samtals 1,1 milljón króna í tveimur greiðsl- um, 1996 og 1998. E er 67 ára gamall einbúi á Skagaströnd sem lét Þórunni hafa samtals 3,2 milljónir á átta árum, mest 1,2 milljónir árið 2000. DV-MYND GVA Engar myndir, takk! Þórunn vildi að réttarhöldin yfir henni væru lokuö og foröaöist myndatökur eins og heitan eldinn við umfjöllun málsins. Börn hennar veittust að Ijósmyndara DV viö réttarhöldin. Amman glapti þá gömlu Þórunn Aðalsteinsdóttir viröist hafa haft alveg sérstakt lag á því aö vekja samúö í hjörtum einstæöra atdraöra bænda og fá þá til aö opna veskiö. Nokkrir þeirra sitja eftir slyþþir og snauðir og hafa misst nær aleiguna. Blekkinga- meistarinn - saga Þórunnar Aðalsteinsdóttur sem náði að svíkja 55 milljónir út úr átta öldruðum einstæðingum F er 44 ára gamall, búsettur í Ár- nessýslu, en hann lét Þórunni hafa 1,7 milljónir i einni greiðslu árið 2000. G er 68 ára gamall einbúi í Bárð- ardal í Þingeyjarsýslu sem lét Þór- unni hafa 1,4 milljónir samtals á rúmum þremur árum. Hann hefur þá sérstöðu meðal fórnarlambanna að Þórunn endurgreiddi honum tæpa milljón. Af þessu má ráða að fórnarlömb- in dreifðust jafnt um landið og má segja að hvert kjördæmi hafl fengið sinn skerf. Kosturinn við þessa dreifingu er óneitanlega sá að það dregur stórlega úr líkunum á að fórnarlömbin þekki hvert annað. Enn er ótalið það fómar- lambanna sem má segja að hafi ver- ið fulltrúi Reykjavikur í þessu sér- stæða sakamáli en það var jafn- framt sá karlanna sem lét mest af hendi rakna. Hér er um að ræða 73 ára gamlan einstæðing sem býr í vesturbæ Reykjavíkur. Hann lét Þórunni í té samtals 23,6 milljónir á Þórunn fœddist og ólst upp á bænum Skútum í Kræklingahlíð, rétt utan við Akureyri, í byrjun janúar 1934 og var meðal yngri systkina í nokkrum hópi hjónanna þar sem fengust við bú- skap og ólu böm sín upp við fremur kröpp kjör á þeirra tíma mœlikvarða. fjögurra ára tímabili, frá 1996 til 2000, með nokkuð jöfnum greiðsl- um. Þess utan lánaði hann bæði Þórunni og tveimur börnum hennar veð í fasteign sinni til tryggingar lánum. Við þetta bætist einnig að sl. sum- ar fékk Þórunn 76 ára gamlan Reyk- víking til þess að lána sér 1,5 millj- ónir króna sem hún kvaðst myndu endurgreiða við sölu íbúðar sinnar sem þegar hafði verið kyrrsett vegna yfirstandandi málareksturs. Að auki voru Þórunn og sonur hennar ákærð fyrir að hafa nýtt sér bágindi, einfeldni og fákunnáttu tæplega níræðs einstæðings sem þau fengu til að veðsetja íbúðarher- bergi sitt á Seltjarnarnesi til trygg- ingar skuldabréfaláni að upphæð 1,250 þúsund. Rúmar sex milljónir á ári Samtals eru hér um 55 milljónir undir sem Þórunni hefur tekist að fá að láni á níu ára tímabili, að mestu í beinhörðum peningum en stöku sinnum með veðsetningu á lánum. Það gerir að jafnaði rúmar sex milljónir á ári. Upphaflega var kæra á hendur henni lögð fram í mars 2001 en ým- islegt varð til þess að tefja réttar- höldin fram á haust. í fyrsta lagi neitaði Þórunn aö tjá sig um sakar- efnin fyrir dómi í vor og fór auk þess fram á að réttarhöldin yrðu lokuð. Þeirri kröfu var hafnað en þá þegar varð vart mikillar tregðu hjá ýmsum fórnarlambanna til að bera vitni í málinu og einnig virtust þeir vera tilbúnir til að falla frá skaða- bótakröfum sínum. Þegar málið var síðan tekið fyrir að nýju í haust, og dæmt í því í lok október, kom fram að nokkur fórn- arlambanna voru fallin frá bótakröf- um sínum eftir þrábeiðni Þórunnar. Niðurstaða dómsins varð því sú að Þórunn var dæmd í tveggja ára fangelsi, að frádregnu gæsluvarð- haldi. Hún var og dæmd til að greiða fjórum fórnarlambanna bæt- ur en þær ásamt málsvarnarlaun- um nema 3,8 milljónum samanlagt. Allir þeir sem höfðu greitt henni hæstu upphæðirnar féllu frá kröf- um sínum fyrir dómnum. Átakanlegar sögur Hvernig fór Þórunn að þessu? Samkvæmt því sem kom fram í réttarhöldunum virðist Þórunn einkum hafa höfðað til meðaumkun- ar mannanna og einstæðingsskapar. Hún sagði þeim ýmsar sögur af veik- indum barna sinna, dýrum aðgerð- um á sjúkrahúsum erlendis og kostnaði vegna þeirra. Hún kvaðst hafa misst börn úr veikindum, hún kvaðst vera sárfátækur einstæðing- ur á götunni sem þyrfti lítils háttar fjárhagsaðstoö til þess að koma sér þaki yfir höfuðið og hún sagðist ætla að koma sér upp verkamannaíbúð. Allnokkur fómarlambanna hitti Þórunn aldrei eftir því sem best verður séð. Hún heimsótti fórnar- lambið á Húsavík þó einu sinni og var tíður gestur á heimili mannsins í vesturbæ sem hún sveik nærri 30 milljónir af. Hún hélt því fram að hún hefði lagt fram umtalsverða vinnu viö þrif og matseld á heimili hans en það mun hafa verið í skipti sem teljast í fáeinum tugum á nokk- urra ára tímabili sem hún annaðist þrif og matseld á heimili hans. Eitt vitnanna sem kom fyrir rétt- inn bar að umræddur maðm- væri aösjálasti maður sem hann hefði kynnst og fjármunir hans væru af- rakstur nurls og ótrúlegrar spar- semi ævilangt. Engar skýringar komu þó fram fyrir dómnum á því Húsavík Hér bjó eitt fórnarlamba Þórunnar. Hann var eitt fárra „viöfangsefna“ hennar sem hún heimsótti og hitti hana því í eigin persónu. Vopnafjörður Aldraöur einbúi í Vopnafiröi iánaöi Þórunni 15 milljónir og bar vitni í málinu símleiöis af sjúkrabeöi. DV er kunnugt um annan Voþnfirðing sem hún féfletti en kaus aö leggja ekki fram kæru. Erluhólarnir / þessu húsi í Breiðholti býr Þórunn. Henni tókst í sumar aö fá aldraöan Reykvíking til þess aö lána sér 1,5 milljónir sem hún sagöist greiöa þegar ibúö hennaryröi seld. Þá var þegar búiö aö kyrrsetja íbúöina vegna sakamála Þórunnar. hvemig Þórunni tókst að fá þennan aðsjála einbúa til að borga sér nær 30 milljónir og hann féll frá bóta- kröfu. Sonurinn sýknaður Sonur Þórunnar var ákærður með henni fyrir að hafa átt þátt í misneytingu og yfirhylmingu en var sýknaður af ákærum. Það kom fram fyrir dómnum að bæði hann og systir hans tóku bankalán með veði í eignum mannanna sem móð- ir þeirra var dæmd fyrir að svíkja. Systirin var samt ekki ákærð. Það kom og fram fyrir dómnum að ýmsum systkinanna þótti nóg um það hve móðir þeirra hafði mikla peninga handa á milli í ljósi þess að mánaðarlaun hennar voru 77 þúsund krónur. Málið kom fyrst til kasta yfir- valda þegar athygli þeirra var vak- in á því að aldraður maður í Ólafs- vík væri að greiöa Þórunni háar fjárhæðir. Hann var þó ekki meðal þeirra sem kærðu hana og DV er kunnugt um annan einbúa í Vopna- firði en þann sem kærði sem varð einnig fyrir barðinu á Þórunni og lét hana hafa nokkur hundruð þús- und krónur í peningum. DV hefur eftir öruggum heimildum að fórnar- lömb Þórunnar hafi verið allmiklu fleiri en þau sem komust á blað í umræddum réttarhöldum en mönn- um þyki bæði mikil skömm að því að hafa látið tungulipra aldraða konu véla út úr sér stórfé og telji einnig vonlaust að fá nokkuð af fénu til baka. Sækir í sviðsljósið Þórunn vildi að réttarhöldin yfir henni væru lokuð og forðaðist myndatökur eins og heitan eldinn við umfjöllun málsins. Sonur henn- ar sem ákærður var með henni og sú dætranna sem kom við sögu veittust að ljósmyndara við Héraðs- dóm Reykjavíkur til þess að koma í veg fyrir að andlit móður þeirra sæ- ist vel á síðum blaða. Þetta fólk forðast þó ekki alltaf sviðsljósið. Yngsta dóttir Þórunnar, sem kemur ekki við sögu í þessum réttarhöldum, keppti i hinum vin- sæla þætti Viltu vinna milljón? á Stöð 2 fyrir fáeinum vikum, um svipað leyti og réttarhöld yfir móð- ur hennar stóðu yfir. Þar var Þór- unn mætt í sjónvarpssal með syn- inum sem var ákærður með henni en þau voru í stuðningsliði dóttur- innar sem vann_ reyndar 200 þús- und í þættinum. í kjölfarið hringdu nokkrir aðstandendur fórnarlamba Þórunnar í Stöð 2 og fannst þetta á jaðri þess smekklega. Fyrir tveimur vikum kom svo umræddur sonur Þórunnar fram í þætti Önnu Kristine Magnúsdótt- ur, Milli mjalta og messu á Bylgj- unni, þar sem fjallað var um fram- hjáhald. Þar fjallaöi hann um sið- blindu sína, lygaáráttu og tvöfalt líf í fjögur ár samfellt á hjartnæman hátt. Hann fór síðan í viðtal í Vik- unni, sem kemur út eftir nokkra daga, um sama efni þar sem hann telur að erfið æska sín eigi mestan þátt í að hann eigi erfitt með að vera heiðarlegur í samskiptum við konur. Ekki í fyrsta sinn Þórunn Aðalsteinsdóttir fékk sinn fyrsta dóm árið 1987 þegar hún var dæmd skilorðsbundiö fyr- ir aðild að skjalafalsi. Hér mun, samkvæmt heimildum DV, hafa verið um folsun undirskriftar á skuldabréf að ræða. Það var hins vegar áriö 1991 sem Þórunn var dæmd í sakadómi Reykjavíkur í sex mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir mál sem er í öllum meginatriðum eins og það sem er tilefni þessarar greinar. Þar var hún sökuð um að hafa árið 1988 notfært sér bágindi, einfeldni og einstæöingsskap sjötugs manns í Reykjavík til þess að hafa af hon- um fé og fengið hann til þess að skrifa nafn sitt á fjárhagsskuld- bindingar. Samtals var um að ræða rétt rúmar tvær milljónir króna og maðurinn gekkst auk þess í ábyrgð fyrir skuldabréf að upphæð rúm- lega 600 þúsund króna. Bæði sonur Þórunnar sem ákærður var með henni vorið 2001 og dóttir sú sem kemur nokkuð við sögu nú voru talsvert riðin þetta mál. Um var að ræða einstæðing sem átti viö geðræna kvilla að stríða en ekki þó svo að hömluðu dómgreind hans að ráði. Þórunn setti sig í samband við hann og kvaðst ný- lega hafa komist á snoðir um skyldleika þeirra og tókst meö þeim nokkur kunningsskapur. Þór- unn vandi komur sínar til hans, tók stundum til hjá honum og gaf honum eitt sinn kaffibrauð í poka. Það var síöan sonur gamla mcmnsins sem komst að raun um þaö að Þórunn hafði á skömmum tíma fengið hann til að „lána“ sér aleiguna sem var afrakstur af ævi- starfi hans hjá Mjólkursamsölunni i 33 ár. Á þessu gekk um tveggja ára skeið og Þórunn beitti hann áþekkum fortölum og seinni fóm- arlömb. Hún þuldi sögur um hús- næðisleysi, skuldir og bágan fjár- hag og gamli maðurinn var alltaf tilbúinn að reiða fram fé henni til hjálpar. Sólarlönd og gervitennur Þórunn bar fyrir réttinum árið 1991 að sumt af fénu hefði farið til að greiða skuldir, annað til að standa straum af utanlandsferð fjölskyldunnar en einnig viöur- kenndi hún að hafa keypt m.a. falskar tennur og gleraugu fyrir hluta fjárins og kvaðst einnig hafa staöið straum af menntun sonar síns. í dóminum frá 1991 kemur fram Þau tóku þátt í félagslífi í sveitinni, sérstáklega hún sem átti alltaf gott með mannleg samskipti. Þórunn hafði áhuga á leiklist og þótti góður leikari og lék meðal ann- ars burðarhlutverk þegar hið sígilda gamanleikrit Frærika Charleys var sett á svið í Króksfjarðamesi. að 1986, sex árum eftir lögskilnað, er bú Þórunnar tekið til gjaldþrota- skipta og reynist eignalaust. Af gögnum málanna beggja má því ráða að Þórunn hafi eftir umrætt gjaldþrot komist upp á lag með að svíkja fé út úr einstæðingum og færst stöðugt meira í fang eftir því sem árin liðu. Um skapferli Þórunnar og geðslag segja þeir sem þekkja hana að hún hafi fjörugt ímyndunarafl, sé góður leikari, „trúi því sjálf þeg- ar hún segir ósatt“ en sé jafnframt talsvert skapstór og það birtist einkum í tortryggni og mikilli af- brýðisemi. Hvar hæfileikar hennar nákvæmlega liggja er erfitt að dæma fyrir þann sem ekki hefur fengið að njóta þeirra en ljóst er af upphæðum málsins að þeir eru , umtalsverðir. -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.