Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2001, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2001, Blaðsíða 40
48 Helgarblað LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 DV Stórfelldar náttúru- hamfarir í vændum - segir Edda Sigurðardóttir sem sér inn í framtíðina ugt og að það hafi birst henni bæði innan dyra og utan. „Þetta var fólk al- veg eins og ég og þú en átti oft eitthvað erfitt. Það birtist mér á sama hátt og ég sé þig sitja fyrir framan mig. Stund- um kom það gangandi inn heima eða að ég vaknaði með það við rúmstokkinn. Það fer ekki á milli mála þegar þér birt- ist manneskja sem síðan leysist upp fyrir augum þér að hún er framlið- in eða að minnsta kosti ekki eins og fólk er flest.“ '1 leitt i kringum þrítugt og sí- ungt eftir að það yfirgefur þennan heim. Klæðnaður fólksins fer eftir því hvar það er statt í þroskaferlinu. Pabbi var til dæmis í fótum sem ég man eftir en ég hef líka séð fólk í hvítum kyrtlum. Ég hef sjálf upplifað það að deyja út frá barnsburði. Mér var að blæða út og skildi við eins og ég vil kalla dauðann. Það er eins og mað- ur fari á leifturhraða í gegnum dimm göng i áttina að ljósi sem er allt öðruvísi en ljósið í mannheim- um. Mín stund var ekki komin og mér var því snarlega kippt til baka og sett i líkamann aftur. Það eina sem við gerum þegar viö deyjum er að yfirgefa likamann. Sálin flyst annað og likaminn endurholdgast á öðru tilverustigi. Ég vil endilega að fólk átti sig á því að það er ekkert að hræðast eft- ir viöskilnaðinn við líkamann. Okk- ar bíður mun betri áfangastaður og betra líf.“ Sálnaflakk „Einu sinni var ég sótt og flutt yfir á annað tilverusvið. Ungur fé- lagi minn hafði drukknað skömmu áður. Hann var mjög ósáttur og ég var sótt til aö hjálpa honum. Ég var flutt á stóran spítala þar sem fólki er hjálpaö til að átta sig á því að það sé komið yfir á annað tilverustig. Okkur er öllum hjálpað þegar við komum hinum megin en það geng- ur misvel vegna þess að fólk sættir sig ekki alltaf við það.“ Edda segist hafa setið hjá félaga sínum, haldið utan um hann og talað við hann um stund áður en hún var send til baka. „Þegar svona lagað gerist finn ég þegar sálin yfirgefur líkamann, hann verður eftir og ég sé hann liggja í rúminu. Sálin er alltaf til staðar, mín sál mun fylgja mér allar götur. Þegar við deyjum rotnar jarð- líkaminn en endurholdgast að nýju hinum megin og sálin sameinast honum aftur. „Hann verður hraust- ur og heilbrigður því þar þekkjast engir sjúkdómar. Líkami og sál eru í raun eitt.“ Sitjari með Hafsteini miöli „Ég var á sínum tíma sitjari hjá Hafsteini Björnssyni miðli en það felst í því að vera eins konar tengiliður miðilsins og framliðinna. Ég gerði það meðal annars til að fá hjálp vegna þess að ásóknirnar voru svo miklar á timabili að ég hafði engan frið og réöi ekki við neitt.“ Edda lítur svo á aö hún sé í góðu sambandi við Jesú Krist og með hans hjálp hafi hún náð sér. „Ég hef séð Krist og hann hefur lagt yfir mig hendur, hann er minn besti vinur." Sér fyrir náttúruhamfarir Edda segir að amma sín sem hét Jóhanna Linnet hafi verið skyggn og að hún birtist sér stundum og leyfi henni að sjá fyrir stóra at- burði. „Það er svo margt sem ég hef séð. Ég sá til dæmis fyrir jarðskjálft- ann í fyrra tæpu ári áður en hann átti sér stað. Mér var líka leyft að sjá fyrir um gosið í Vestmannaeyj- um á sínum tíma og margt fleira. Ég sé almennt fyrir náttúruham- farir og hef oft sagt vinum mínum og fjölskyldu frá atburðum sem ræt- ast seinna og þeir sem þekkja mig fara eftir ráðum mínum hvað það varðar." Af skiljanlegum ástæðum renna nú tvær grímur á blaðamann DV og hann veit ekki hvort hann á að hlæja eða hvá, hann grípur því til þess ráðs að gera hvoru tveggja í senn. „Það er mikill tímamunur á okk- ar heimi og heiminum hinum meg- in þannig að tímasetningar eru ekki Sltjari með mlöll Þegar Edda var um tvítugt var hún sitjari hjá Hafsteini Björnssyni miöli en sitjari er eins konar tengiliöur milli miöilsins og framliöinna. Þaó er ekki á hverjum degi sem fólk kemur fram opinberlega og seg- ir frá dulrœnni reynslu sinni, hvaö þá viöurkenni aó geta skyggnst inn í framtíóina. Edda Sigurðardóttir segist hafa séð og haft samskipti viö framliöna frá því aö hún var barn og oft feng- iö að sjá fyrir um óoröna atburöi. Edda er fimmtug, glœsileg fimm barna móðir og aó sögn þeirra sem þekktu til hennar var hún ein falleg- asta kona landsins á Glaumbœjarár- unum. Hún var á sinum tíma vinsœl söngkona og söng í nokkur ár meö Ragga Bjarna á Hótel Sögu. Sér fyrir náttúruhamfarir „Ég sá fyrir jaröskjálftann í fyrra tæpu ári áöur en hann átti sér staö. Mér var líka leyft aö sjá fyrir gosiö í Vestmannaeyjum á sínum tíma." Fólk sem leysist upp „Þegar ég var bam sá ég oft lítinn en skæran ljósgeisla inni í herberg- inu mínu sem leið hægt yfir. Ég minnist þess ekki að hafa velt þessu mikið fyrir mér en fimm ára gömul var ég farin að tala við fólk sem aðr- ir sáu ekki.“ Edda segir að fólkið hafl í flestum tilfellum verið ókunn- Skildi viö „Fólkið sem ég sé er allt á besta aldri, manneskja sem deyr fullorðin endurfæðist hinum megin mun yngri og börn eldast. Það er til dæmis stutt síðan ég sá föður minn sem er látinn og hann er ungur þar sem hann er í dag.“ Edda segist halda að fólk hinum megin sé yfir- Sér meira en aðrir Edda Siguröardóttir ásamt syni sínum, Styrmi Árnasyni. Myndin er tekin fyrir nokkrum árum þegar Styrmir var sex ára. alltaf nákvæmar. Þetta er eins kon- ar vitrun, mér er sagt frá eða sýnd- ir atburðir af manneskju sem vinn- ur í gegnum mig en ég get ekki út- skýrt það frekar. Ég er í sambandi við margar manneskjur en amma mín hefur sýnt mér flest.“ Miklar hamfarir fram undan Þegar Edda er spurð hvort við megum búast viö náttúruhamforum á næstunni svarar hún því játandi ar á Suðurlandi. Þegar gengið er á hana og hún beðin að vera nákvæm- ari segist hún eiga við „feikilegar hamfarir sem ná yflr stór-Reykja- vikursvæðið". Skrítna fólkið í lokin er freistandi að spyrja Eddu hvort hún hafi velt þvi fyrir sér hvort hún sé ekki bara einfald- lega biluð og þurfi á hjálp sálfræð- ings að halda. Hún hlær og segir að Söngkonan Edda var vinsæl söngkona í nokkur ár og söng meöai annars meö Ragnari Bjarnasyni á Hótel Sögu um tíma. og þagnar um stund áður en hún heldur áfram. „Framtíðin er óljós en um leiö fyrirsjáanleg og ég veit að það eru margir sammála mér um það að við séum á leiö inn í rosalegt ferli. Það koma til með að verða miklar náttúruhamfarir hér á landi og annars staðar i heiminum i nán- ustu framtíð, eldgos og mikið hraunrennsli." Að sögn Eddu er tiltölulega stutt í ósköpin og hamfarimar verða mest- það hafi aldrei hvarflað að sér að hún sé biluð. „Það er mikill munur á því að vera veikur á geði og að upplifa svona lagaö, það vita allir sem sjá meira en gengur og gerist. Þegar ég sat miðilsfundi í gamla daga kom stundum maður að hand- an sem kallaði sig Runki. Hann var mjög gamansamur og skemmtilegur og hann kallaði okkur sem sjáum alltaf skritna fólkið.“ -kip@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.