Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2001, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________PV Græðgin leiddi auðmanninn á veg glötunar Wiseguys var uppáhaldskvikmynd ástralska milljarðaerfmgjans sem var upptekinn af óþverrabrögðum mafl- unnar og sá sjálfan sig í hlutverki við- skiptajöfurs sem hafði í fullu tré við bófana og varði eignir og auð fóður síns fyrir ásælni þeirra. En þegar hann fór til Miami á Flórída til að hitta mann sem hann hélt að ætlaði að plata milljónir út úr öldruðum fóður sínum var ofurefli að mæta. Verndari Versace Enrico Forti var ríkur kaupsýslumaö- ur sem enginn vissi né spurði um hvernig auður hans varð til. Heima i Sydney starfaði Anthony Pike við fyrirtæki fóður síns sem átti og rak fasteignir og hótel víða um lönd. Allt frá unglingsaldri langaði hann mest af öllu til að sanna fyrir fóður sín- um að hann væri fær um að hafa um- sjón með fjölskylduauðnum og hefði fulla burði til að vera gjaldgengur í hörðum heimi alþjóðaviðskipta. Pike yngri var margfaldur milljóna- mæringur en meinið var að hann var miklu fremur iðjulaus svallari en við- skiptafrömuður. Til að ganga í augu fóður sins þurfti Anthony að breiða yfir það orð sem af honum fór, að hann væri lauslátur, drykkfelldur og flkni- efnaneytandi. Prettir og morö Þegar Anthony Pike, sem náði 42 ára aldri, flaug til Miami mánudaginn 16. febrúar 1998, áleit hann sig hafa full- komið tækifæri til að sanna getu sína og fæmi fyrir fóður sínum. Hann hafði verið að líta eftir hótelum toður síns í Madríd þegar símbréf barst frá ítölsk- um kaupsýslumanni, Enrico Forti, sem hafði bækistöðvar í Flórída, þess efnis að hann væri að yflrtaka hótel og aðr- ar eignir ijölskyldunnar á Ibiza. Vitað var að Forti ágimtist eigur Pi- kefjölskyldunnar og nú hélt Antony að hann hygðist ná eigunum á Ibiza með svikum. En hann ákvað að fljúga til Flórída og hafa tal af manninum og komast að því hvort hann væri svika- hrappur eða aðeins ósvífmn kaupsýslu- maður. Þegar flugvélin sem Pike var með lenti á alþjóðaflugvellinum við Miami tók Enrico Forti á móti honum eins og þeir voru búnir að sammælast um og gætu þeir þá þegar farið að ræða mál- in. Það síðasta sem sást af Pike á lífi var þegar þeir kaupsýslumennimir óku á brott í bíl Fortis. Viku síðar var ítalinn handtekinn og ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu, sem er af yfirlögðu ráði. Finn félagsskapur Lífsferill Enricos Fortis var skraut- legur. Hann var 41 árs að aldri þegar hann var handtekinn, en þá var hann þegar þekktur fyrir athafnasemi. Hann gaf sig út fyrir að bera greifatitil og vera kvikmyndaframleiðandi og sigl- ingakappi. En í raun og veru var hann tengdur mjög varasömum klíkum sem ekki vom beinlínis þekktar fyrir lög- hlýðni. Hann var mjög fær á sjóskíðum og seglbrettasiglingum og bjó á eftirsóttri eyju við Miami. Enginn vissi hvaðan ríkidæmi hans kom og hann var ekki sá maður að það þætti við hæfl að spyrja um slíka hluti. Hann missti ekki af tækifæmm til að þéna peninga og var þá ekki vandur að virðingu sinni. Þegar tískukóngur- inn Gianni Versace var myrtur reyndi Fortis að kaupa bátinn sem morðing- inn, Andrew Cunanan, framdi sjálfs- morð í eftir verknaðinn. En hann var einn mest eftirlýsti morðingi í Banda- ríkjunum og hafði deytt nokkra lands- fræga homma á undan Versace. Bátinn ætlaði Forte að gera að eftirsóttu safni og selja ferðamönnum aðgang. En þeim sem höfðu yfirráð bátsins féll hug- myndin ekki í geð og var fleyið eyði- lagt, og tengdist enda viðbjóðslegum minningum. Einkaspæjarinn Frank Monte, sem fylgdist með morðrannsókninni þegar Versace var veginn, telur, eins og margir aðrir, að morð tískufrömuöar- ins tengist mafíunni og hafi Enrico Forte átt þar einhverja hlutdeild að. Var jafnvel talið að morðið á Pike gæti Meinid var að Pike yngri var miklu fremur iðju- laus svallari en við- skiptafrömuður. Til að ganga í augu föður síns þurfti Anthony að hreiða yfir það orð sem af hon- um fór, að hann vœri lauslátur, drykkfelldur og fíkniefnaneytandi. orðið til að rannsókn á dauða Versace yrði tekin upp aftur. Mafíutengsl Monte segir að Forte hafi verið eins konar verndari Versace og séð um að leysa úr erfiðum málum fyrir tísku- kónginn og systkini hans, Santo og Donatellu. Hann segir að nokkrum dög- um fyrir dauða Versace hafi Forte haft samband við sig og boðið 25 þúsund dollara fyrir að hitta sig og systkinin til ráðagerða. Einkaspæjarinn segir sig hafa grunað að einhver hefði óhreint mjöl í pokahorninu og taldi ráðlegast að fara hvergi. Enda grunar hann alltaf að mafian hafi haft hönd í bagga með morðinu á Versace, hvort sem Cunan- an var morðinginn eða einhver annar. Pike fór tO Miami til að hafa tal af einhverjum sem voru að sölsa eigur fóður hans undir sig, segir Monte, og hann ætlaði að koma hlutunum á hreint. En hann hitti fyrir oflarla sina og endaði líf sitt með byssukúlu í heil- anum. Erfitt aö fyrirgefa Eftirfarandi upplýsingar eru sóttar í frásögn Miami-blaða um réttarhöldin yfir Forti, sem fóru fram í maímánuði árið 2000. Verjendur héldu því fram að kvikmyndaframleiðandinn hefði keypt hluti í hóteli Pikes á Ibiza og tvær lúxusíbúðir búnar húsgögnum fyrir Auðugur morðingi Forti var frægur tískujöfur. 200 þúsund dollara. Verjandinn sagði að gamli Pike hefði verið ánægður með viðskiptin og talið þau eðlileg. Tekið var fram að sá gamli væri með fullu viti þegar kaupin voru gerð. En eign- imar á Ibiza voru metnar á 5 milljónir dollara áður en svokölluð kaup voru gerð. í fyrstu var Forti ákærður fyrir sviksamlegt athæfi og að hafa beitt brögðum til að kaupa eignirnar langt undir verði. En þeim ákæruefnum var sleppt þegar hann var kærðúr fyrir að myrða son gamla Pikes. Vörnin hrundi þegar Forte varð margsaga um atburðarásina þegar hann náði í Pike á flugvöllinn. Lög- reglan fann sand i bíl Franks sem var frá sama stað og lfk Pikes fannst og við rannsókn fannst hár af Pike i bíl Forte, en hann var búinn að neita því að hafa nokkru sinni tekið hann upp í bíl sinn og ekið honum á brott frá flugvellinum. Eftir að dómur féll sagði gamli Pike að nú gæti hann sagt sonarsyni sínum að búið væri að ná mannin- um sem myrti fóður hans. Strákur, sem var fjögurra ára þegar morðing- inn var handsamaður, sagði að hann vonaði að hann yrði drepinn. Afinn segist hafa sagt drengnum að svona ætti ekki að tala óg að þegar hann stækkaði mundi hann læra að fyrirgefa. En bætti við að sjálfur mundi hann aldrei fyrirgefa morð- ingja sonar síns, svo lengi sem hann drægi andann. Enrico Forti slapp við dauðadóm, en hann mun eyða því sem hann á ólifað á bak við lás og rimla, því hann fékk lífstíðardóm og mun aldrei geta notið þeirrar ævi auðkýf- ingsins sem hann lagði allt í sölum- ar fyrir. En Forti var ríkur maður en græðgin leiddi hann lengra út á glæpabrautina en hann réð við. Faöir og sonur Pike var myrtur þegar hann ætlaði að ganga úr skugga um hvort verið væri að svíkja fjölskylduauðinn út úr föð- ur hans. Hér er hann á mynd með syni sínum og var hún tekin sama árið og hann dó. EEBHglg Forn múmía reyndist vera nýlega myrt stúlka Merkilegt milliríkjamál reis ekki alls fyrir löngu milli Pakist- an, íran og talibana í Afganistan vegna eignarhalds á 2.600 ára gamalli múmíu sem fannst í gröf í héraðinu Kahan, sem er í Pakistan nærri landamærum írans og Afganistan. Það var ætt- arhöfðingi á staðnum sem átti kistuna. Hann lét þau boð út ganga að gripurinn væri til sölu og vildi fá 35 milljónir sterl- ingspunda fyrir. Kistan með múmíunni var send í þjóðminjasafnið í Karachi þar sem fornleifafræðingar töldu þetta hinn merkasta fund og var haldin sérstök sýning á múmí- unni á liðnu ári og var hún álitin vera þjóðargersemi. En nú hefur forstjóri safnsins, Asma Ibrahim, gert heyrinkunn- ugt að múmínan sé fölsuð. 1 ellefu síðna skýrslu um fundinn segir að líkið sé af 21 árs gamalli stúlku og hafi hún verið myrt ný- verið. Mikill skurður var þvert yfir magann neðanverðan og inn- yflin tekin út. Eru þeir áverkar taldir vera dauðaorsökin. Múmían reyndist ný Á myndinni eru þeir önnum kafnir við að mynda 2.600 ára gamla múmíu, sem síðar sannaðist að er lík af 21 árs gamalli stúlku sem myrt var nýlega, en ekki af fornri prinsessu eins og álitið var í fyrstu eftir að gersemin kom í leitirnar og ættarhöfðingi ætlaði aö selja fyrir 35 milljónir punda. Hann situr nú í fangelsi grunaður um morð. Kistan utan um múmíuna var úr gulli slengum viði, sem aftur var í steinþró og var umbúnaður allur hinn vandaðasti. Kistan var varðveitt á heimili ættarhöfðingj- ans og sagði hann að hún hafi fundist í raski eftir jarðskjálfta þá á staðnum. En nú er búið að handtaka höfðingjann og alla fjölskyldu hans og lögreglan rannsakar morðmál. Ríkin þrjú sem gerðu tilkall til gerseminnar hafa dregið kröfur sínar til baka og fornleifa- fræðingarnir vilja helst gleyma öllu málinu. Þegar upp komst var múmían drifin út úr safninu og sett í lík- hús og er hætt að vera forngripur en er orðin sönnunargagn í morð- máli. Fyrst lá fyrir að komast að því hver myrta stúlkan var og hver framdi verknaðinn. Ættar- höfðinginn er sterklega grunaður um að eiga hlutdeild að málinu og bendir handtaka hans og fjöl- skyldunnar til aö hann sé sekur um fleira en að hafa reynt að hafa stórfé af væntanlegum kaup- anda fornrar múmíu. Yfirvöldum í Pakistan er illa við að láta hafa sig að fiflurn og eftir sýninguna á nýmyrtri stúlku er þjóðarstoltið sært. Má því bú- ast við þungum dómum yfir fólk- inu sem gerði tilraun til að hagn- ast óheyrilega á skelfilegum glæp sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.