Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2001, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2001, Síða 11
11 MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2001______________________________________________________________________________________ JOV Útlönd JÍK DUNDUk Indverjar vara við ástandinu í Kasmír: Sjálfsmorðsárás á indverska herstöð Aukinn órói hefur verið í Kasmír- héraði við landamæri Pakistans í kjölfar árása Bandarikjamanna og Breta á Afganistan og hefur harkan færst mjög i aukana síðustu daga. í gær féllu fjórir indverskir her- menn, auk þess sem tveir aðrir særðust alvarlega, þegar þrír liðs- menn Lashkar-e-Taiba skæruliða- samtakanna, sem eru á „svarta lista“ Bandaríkjamanna sem birtist nýlega, gerðu sjálfsmorðsárás á ind- verska herstöð í nágrenni borgar- innar Srinagar. Áður höfðu liðs- menn samtakanna gert eldflauga- og handsprenguárás á aðra herstöð í Anantnag-héraði á laugardagskvöld- ið, en þar hafði ekkert frést um mannfall. Miklir skotbardagar fylgdu í kjölfarið og mun einn skæruliði hafa fallið i þeim. Talsmenn indverska hersins sögðu að barist hafi verið á fleiri stöðum i gær og í Kupwara-héraði hefðu sex skæruliðar falliö í tveimur skotbardögum. Þeir segjast einnig hafa fellt tuttugu múslimska aðskilnaðarsinna í skotbardaga í Poonch-héraði á laugardaginn, um 500 kilómetra suð-vestur af héraðs- höfuðborginni Jeunmu. Að sögn indverskra fjölmiðla var þar um að ræða liðsmenn Mujahed- in og Jehad skæruliðahreyfinganna, sem studdir eru af pakistanska hernum og segja talsmenn ind- verska hersins að pakistanskar her- sveitir hafi aðstoðað þá á flótta eftir skotbardagann, með því að varpa sprengjum á svæðið. Munu þrír skæruliðar að auki hafa særst í sprengjukastinu. Fyrr í vikunni munu fjórir skæruliðar hafa fallið í skotbardaga við indaverska hersveit í Kalaban, um 180 kólómetra norður af Jammu og aðrir þrír í Rajouri-héraði suð- vestur af Srinagar. Talsmaður indverska hersins til- kynnti síðan í gær að pakistanskir hermenn hafu um helgina gert skotárás á indverska gæslustöð í landamærahéraðinu Haji Peer í um 100 kílómetra fjarlægð frá borginni Srinagar. Að sögn talsmannsins svöruðu indverskir hermenn skot- hríðinni og er talið að þrír pakist- anskir hermenn hafi fallið í bardag- anum. Stöðug átök hafa verið á svæðinu síðustu vikuna og hefur einn indverskur hermaður fallið. Fyrr í vikunni varaði háttsettur yfírmaður í indverska hernum við að ástandið í Kasmír-héraði væri orðið mjög slæmt og sagði það mjög svipað því sem var árið 1965, þegar upp úr sauð milli Indverja og Pakistana. Fallinn skæruliöi eftir sjálfsmorösárásina á indversku herstööina í gær. Trimble annað tækifæri Peter Reid, írlandsmálaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar, hefur ákveðið að David Trimble, fái í dag annað tækifæri til að ná endurkjöri sem forsætisráðherra heimastjórnar Norður-írlands, en í kosningu sem fram fór fyrir helgina mistókst Trimble að ná tiiskyldum stuðningi eftir að tveir flokksmenn hans úr Ul- ster-hreyfingu sambandssinna, svik- ust undan merkjum við atkvæða- greiðsluna á föstudaginn. Reid tók þessa ákvörðun eftir að David Ford, formaður Sambands- flokksins, lofaði að flokksmenn hans á þinginu, sem ekki eiga beina aðild að heimastjórninni, myndu styðja kosn- ingu Trimbles, með því að ganga tímabundið í raðir Ulster-hreyfmgar- innar. Harðlínumenn á þinginu eru mjög óhressir með þessa ákvörðum írlands- málaráðherrans og segja hana ólög- lega þar sem lögin segi að leysa hefði upp þingið og boða tO nýrra kosninga ef nýr forsætisráðherra hefði ekki veriö skipaður fyrir 5. nóvember. Reid varði aftur á móti ákvörðun sína með því að segja að um endurtekna koningu sé að ræða sem ákveðin hafi verið fyrir sett tímamörk. * , VETRAR UTSALA,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.