Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2001, Page 25
MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2001
37
DV
EIR á mánudegi
Guðni og Geiri
Ásgeir Davíðs-
son (Geiri í Max-
ím) hefur gengið á
fnnd Guðna
Ágústssonar land-
búnaðarráðherra
og óskað eftir að
sósur sem hann
framleiðir fyrir
Bandaríkjamarkað
verði markaðssett-
ar með íslensku
lambakjöti þar í
landi. Segir Geiri
að ráðherra hafl
tekið þessu vel
enda opinn fyrir
öllum nýjungum.
Sósumar eigi sam-
leið með lambinu
en um er að ræða.
sveppa-, gráðosta-
og rjómasósur sem
Geiri lætur fram-
leiða fyrir sig og
félaga sina í lítilli
verksmiðju í Al-
bany í New York-fylki. Hafa þeir þegar
gert samninga við verslunarkeðjur í
Bandaríkjunum um sölu á sósunum.
Er frekari vöruþróun í burðarliðnum.
Rugstööin
Skemmtilegt bílastæöi.
Bílasjéns
Flugfarþegar sem skilja bíla sína
eftir á bílastæði Flugstöðvar Leifs
Eiríkssonar eiga á hættu að bílar
þeirra verði dregnir á brott á með-
an á dvöl erlendis stendur. Er þá
farið með bilana á langtímastæði
Securitas þar rétt hjá. Þar kostar
vikan 3.240 krónur fyrir öruggt
stæði. Séu menn heppnir kostar
ekkert að láta bilinn standa á bíla-
stæðinu við Flugstöðina. Sé hann
dreginn á brott kostar það 200 krón-
um meira en langtímastæðið eða
3.440 krónur. Menn geta því tekið
sjénsinn, séu þeir i burtu í viku, og
annað tveggja, losnað við bflastæða-
gjald eða greitt fyrir dráttarbílinn -
nær því sama gjald og í gildi er hjá
Securitas. Kemur út á eitt.
Fyrirframpels
Ómar Jóhanns-
son, vídeómaður-
inn sem vann
milljón í Viltu
vinna milljón? á
Stöð 2 á dögun-
um, hefur lagt
vinningsupphæð-
ina inn á banka.
Hyggst hann
bjóða eiginkonu
sinni til útlanda á gamlársdag en þá
hann afmæli.
„Milljón er ekki svo mikið og ég
þarf engan pels,“ segir Guðný Rann-
veig, eiginkona hans, sem stendur
vaktina á vídeóleigunni á móti
bónda sínum. „Ómar er búinn að
gefa mér pels. Gaf mér gervipels fyr-
ir þremur árum og það dugar vel.“
Leiðrétting
Vegna frétta af fyrirhugaðri
einkavæöingu Sturlu Böðvarssonar
samgönguráðherra á háloftunum
skal tekið fram að norðurljósin eru
undanþegin í áætlun hans. Þau
hyggst ráðherrann ekki einkavæða.
Milijónin
Komin í banka.
Guöni
Opinn fyrir
nýjungum.
Geiri
Óskaöi eftir fundi
og fékk.
Kristján Geir og Bára
Voru aö leita aö sumarbústaö en féllu fyrir húsi Margrétar og ætla aö flytja til Stokkseyrar.
Ung hjón á Kópavogsbraut létu slag standa:
Keyptu hús Mar-
Fimm ráð fyrir vikui
ap STURTA ARNALDS -
i Próflð sturtuna hans
jrt.AÉl Ragnars Amalds í
i * jffl Laugardalslauginni.
JL P 'jjy Hún er önnur frá
I - a. ™ vegg hægra megin á
þriðja gangi talið frá bún-
ingsskápum. Aðeins fyrir karl-
menn en Ragnar hefur forgang
sé hann á staðnum. Besta sturt-
an í bænum og Ragnar veit það.
ÓDÝR GISTING -
Eins manns herbergi
hjá Hjálpræðishem-
um í KirRjustræti
kostar ekki nema
3.500 krónur. Upp-
lagt fyrir úthverfa-
fólk sem vill gera sér
dagamun og
skemmta sér í miðbænum án
þess að eyða álika uphæð í leigu-
bíl heim.
SÚLUFERÐ - Drífið ykkur á
súlustað áður
en borgar-
stjóri lokar
þeim öllum.
Frúin er vel-
komin með á
Club Seven en
á Maxím em þeir strangari og
vilja helst karla. Ágæt afþreying
eftir góða máltíð í miðbænum.
grétar á Stokkseyri
- örtröð á sjávarkambinum - allir vildu skoða
„Þetta átti sér
langan aðdrag-
anda. Við höfðum
verið að leita okk-
ur að sumarbú-
stað einhvers stað-
ar við sjóinn á
Suðurlandi en lét-
um slag standa og
keyptum hús Mar-
grétar. Þangað
ætlum við að
flytja og búa allt
árið,“ segir Krist-
ján Geir Amþórs-
son, starfsmaður
hjá Reiknistofu
bankanna, sem
ásamt eiginkonu __________________
sinni, Báru Krist-
jánsdóttur, hefur undirritað bind-
andi kauptilboð í íbúðarhús Mar-
grétar Frlmannsdóttur, varafor-
manns Samfylkingarinnar, og Jón
Gunnars Ottóssonar, eiginmanns
hennar, á Stokkseyri. Kaupverð er
trúnaðarmál en samkvæmt ágætum
heimildum fór verðið ekki yfir 20
milljónir. Sjálf haföi Margrét lýst
því yflr hér á síðunni að hún myndi
aldrei selja húsið á tombóluverði
dreifbýlisins heldur vildi höfuð-
borgarverð fyrir hús sitt. Hún mun
hafa farið nærri þvi í þessum viö-
skiptum. Samkvæmt kauptilboði
verða Margrét og Jón Gunnar að af-
henda húsið fyrir 1. febrúar og
flytja annað. Óvíst hvert.
Sioniðindi i Sfnkkwyrl:
Margrét Frímanns
selur húsiö sitt J-
Frétt um söluna
Hálfgert umsátursástand skapaöist
viö hús Margrétar á Stokkseyri og
þurfti að stýra skoöunarferöum frá
fasteignasölu á Selfossi.
Ekki Selfoss
„Margrét bað
mig ekki að svip-
ast um eftir nýju
húsi handa sér
hér á Selfossi þeg-
ar hún setti húsið
sitt á sölu þannig
að ég geri ekki
ráð fyrir að hún
ætli að flytja
hingað,“ segir
Sigurður Fannar
Guðmundsson hjá
fasteignasölunni
Bakka á Selfossi
sem sá um söluna
og ýtir það síður
__________ en svo undir
orðróm þess efnis
að Margrét stefni í bæjarmálapótli-
tíkina á Selfossi. „Mér skildist á
henni aö hún vildi áfram búa ein-
hvers staðar á Suðurlandi,“ segir
Kristján Geir sem brátt flytur í hús
Margrétar.
Allir vildu sjá
Örtröð var á sjávarkambinum
ofan við hús Margrétar og Jóns
Gunnars eftir umfjöllun sem fast-
eignaviðskipti hennar fengu hér á
síðunni, svo og í innlitsþætti Val-
gerðar Matthíasdóttur á Skjá ein-
um. Bílalestir runnu hjá lóðarmörk-
um með andlit ökumanna og far-
þega klesst viö bílrúður. Allir vildu
sjá húsið og helst að fá að koma inn
án þess þó að hafa kaup í huga.
Furðar Margrét sig á forvitni fólks
en hefur ekki hátt um því allt eru
þetta atkvæði. Þurfti Sigurður
Fannar fasteignasali því að setja
upp áætlun um hverjir og þá hvem-
ig húsið væri skoðað. Var þeirri
áætlun fylgt með þeim árangri sem
fyrr greinir þegar Kristján Geir og
Bára keyptu húsið.
HRESSING - Tak-
ið lýsi og vítamín
á hverjum morgni.
Oft var þörf en nú
er nauðsyn. Haustmyrkrið dreg-
ur sumarorkuna fljótt úr
skrokknum. Lýsið snýr þeirri
þróim við.
” LESIÐ - Bók bar-
áttukonunnar
Waris Dirie er
holl lesning þeim
sem vilja skilja
heiminn. Hún er jafn óhugnan-
leg og Dirie sjálf er fögur. Trygg-
ið ykkur eintak af Eyðimerkur-
blóminu.
Litla Vegas opnar
Boðið var til veislu í spila-
vitinu við Suðurgötu í miö-
bæ Reykjavíkur um helgina
þar sem ný spilaborð voru
vígð og erlendir atvinnugjaf-
arar voru boðnir velkomnir.
Um er að ræða stúlkur sem
eru þjálfaðar í spilagjöf á
spilavítum erlendis en sú list
þykir erfið og ekki á færi
annarra en þeirra sem vel til
þekkja. Stúlkumar verða
klæddar sérstökum búning-
um sem íslendingar þekkja
eingöngu úr kasinóum í kvikmyndum.
(Þetta eru ekki kanínubúningar.)
Deilur hafa staðið á milli byggingar-
fulltrúa Reykjavíkurborgar og fyrrum
eigenda spilavítisins um inngang sem
var í skúr baka tfl við Hjálpræðisher-
inn. Sá skúr hefur nú verið rifinn sam-
kvæmt samþykkt borgarráðs þar um og
nýr inngangur byggður. Byggingarfull-
Nýr inngangur
Skúrinn horfinn og
allt nýtt aö innan.
trúi borgarinnar hefur þó
ekki enn lagt blessun sína
yfir innganginn. Þrátt fyrir
það var opmmarhátíðin
skipulögð og ekkert til spar-
að. Ný spilaborð og nýjar inn-
réttingar prýða klúbbinn sem
hefúr náð vinsældum jafnt
meðal almennings og ráða-
manna í þjóðfélaginu sem
haldnir eru spilagleði. Svo
vel hefur til tekist að helst
minnir á smækkaða útgáfu af
Las Vegas. Spilað er seint og
fram á nótt og hafa lögregluyfirvöld lát-
ið starfsemina óáreitta enda fram hjá
banni um fjárhættuspil farið með lagni.
Áfengi er borið fram án þess að sérstök
greiðsla komi fyrir. Tekjur spilavítisins
felast hins vegar í spilamennskunni
sjálfri þar sem menn hætta oft á tíðum
miklum fjármunum - og tapa og vinna
á víxl.
Skyndikynni viö tjaldstæðið í Ásbyrgi í ágúst:
Pabbi týndur
- auglýst eftir honum í smáauglýsingum
„Mig vantar ættartöluna. Það get-
ur munað helming í verði,“ segir
Guðmundur Baldursson, umsjónar-
maður tjaldstæðisins í þjóðgarðin-
um í Ásbyrgi sem auglýst hefur í
smáauglýsingum DV eftir labrador-
hundi sem heimsótti hann og tík
hans í afgreiðslu tjaldstæðisins 10.
júlí síðastliðinn. Skyndikynni tók-
ust með tík Guðmundar og gestin-
um og nú hefur hún alið eiganda
sínum sjö hvolpa en pabbinn er
týndur. Þvi auglýsir Guðmundur:
„Tíkin mín var bundin hér fyrir
utan og ég og eigandi hins hundsins
vorum að ræða það hér inni hvort
við ættum ekki að leiða þau saman.
Ekkert varð úr því en hundamir
Guðmundur, Blrta og hvolparnir
Öll aö leita aö pabba sem átti leiö
hjá í sumarlok.
hafa hins vegar séð um það sjálfir,“
segir Guðmundur sem þegar hefur
selt þrjá hvolpa sem í heiminn
komu með þessum hætti og á því
fjóra eftir. „Gangverð á þeim er um
35 þúsund krónur en getur orðið 70
þúsund séu þeir ættbókarfærðir.
Eigandi pabbans á einnig rétt á
hvolpatolli sem er einn af þessum
sjö hvolpum. Það er því til mikils að
vinna hjá honum hafi hann sam-
band, sem ég vona að verði.“
Tík Guðmundar heitir Birta en
alls er óvíst um nafn þess sem gat
henni hvolpana. Ólíklegt er að aðrir
hundar komi til greina því
skyndikynnin við tjaldstæðið í Ás-
byrgi áttu sér stað 10. júlí og 63 dög-
um síðar fæddust hvolparnir. Það
er nákvæmlega meðgöngutími
labradortíka.
Rétta myndin
Fyrir hundinn
Skemmtileg regnhlíf fyrir heimilis-
hundinn. Hentar vel í
haustrigningunni.