Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2001, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001
EW
Fréttir
DV-MYND ÞÖK
Meintir dýrbítar
Tíkin og hvolpurinn sem voru hand-
sömuð á föstudag eru nú i vörslu
Hundahótelsins á Leirum.
Meintir dýrbítar:
Varðhalds-
vist á hunda-
hóteli
- rannsókn ólokið
Meintir dýrbitar af Kjalarnesi
eru nú í varðhaldi og geymslu á
Hundahótelinu á Leirum. Um er
að ræöa tík og hvolp af border-coll-
ie kyni sem voru handsömuð síð-
astliðinn föstudag. Lögreglu barst
tilkynning um að hundamir væru
að hrella fé á Kjalarnesi og var
hundaeftirlitsmaður sendur á stað-
inn. Hann tók hundana og flutti á
Hundahótelið á Leirum þar sem
þeir dvelja nú.
Að sögn forráðamanns hunda-
hótelsins voru báðir hundarnir
illa haldnir og vannærðir við kom-
una. Þeir líti ekki út fyrir að vera
til stórræðanna.
Lögreglan í Reykjavík vinnur að
rannsókn málsins en komið hefur
fram að bóndinn á Sjávarhólum
saknar fjölda fjár. Talið er að tíkin
hafi veriö í vinfengi við tvo aðra
hunda sem bitu fé í sumar. Öðrum
þeirra var lógað en hinn sendur í
Borgarfjörð. Fé var hins vegar bit-
iö á þessum slóðum á föstudag og
sást til tíkurinnar og hvolpsins á
svæðinu.
Meintir dýrbitar, sem eru frá
bænum Esjubergi, verða áfram til
rannsóknar lögreglu en ekki ligg-
ur fyrir hvenær málinu lýkur af
hálfu yflrvalda. -aþ
Flugmálastjórn og glötuð gögn um TF-FMS:
Ætla að geyma far-
þegalista í þrjú ár
- Þjóðskjalasafn heimilaði ekki eyðingu skjala
Samgönguráðuneytið gefur á næst-
unni út reglugerð þar sem flugrek-
endum í farþegaflugi er gert skylt að
geyma farþegalista í þrjú ár eftir að
flugi lýkur. Um er að ræða breytingu
á reglugerð um mannflutninga í loft-
fórum frá árinu 1976. „Farþegalisti
skal geymdur í þrjú ár“, er meðal ný-
mæla sem fram koma.
Eins og fram kom í DV fleygði
Flugmálstjórn öllum farþegalistum og
þvi er engar uþplýsingar að hafa það-
an um leiguflug ráðamanna á undan-
fórnum árum. Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra á íslandsmet í
Gísli S.
Einarsson.
FjárUgaiicfiui bcðin *ó kalia cfttr Umtubnk flugyHar Fluginilasij»>riur
' Farþegalistar flugmála-
; stjórnarvélar eru týndir
- vtmgóngur^Vn-rra hrtur fJogkt fydr 5 mlHiónir það srm af «*r Vjom'maþilinu. FríliaJþk .i bls.
leiguflugi með TF-
FMS en Flugmála-
stjórn er undir
hans ráðuneyti.
Flugmálastjórn
hefur ákveðið að
fylgja nýju reglun-
um. „Reglugerðin
nær ekki yfir okk-
ar rekstur heldur
einungis atvinnu-
flug. Við munum
samt láta þessar reglur um okkur
gilda,“ segir Heimir Már Pétursson,
upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar.
Ríkisendur-
skoðandi hefur
sagt að lögum
samkvæmt eigi
Flugmálastjórn
að geyma
farþegalista og
afhenda
Þjóðskjalasafni.
Heimir Már Sturla
Pétursson. Böövarsson.
Stjórn Þjóðaskjalasafns hefur ekki
gefið undanþágu frá þeirri kvöð.
Heimir Már segir að stofnun hans
muni skoða málið í ljósi álitsgerðar-
innar. „Flugmálastjóm vill fara að
lögum,“ segir hann.
í dag klukkan hálftvö fer fram ut-
andagskrárumræða á Alþingi um
leiguflug með TF-FMS að ósk Gísla S.
Einarssonar alþingismanns. Sturla
Böðvarsson samgönguráðherra verð-
ur til svara. -rt
LÍÚ gefur lítið fyrir ummæli þingflokksformanns Framsóknarflokksins:
Eyði ekki orkunni a
Kristin H. Gunnarsson
- hann á ekkert bakland að mati Friðriks J. Arngrímssonar
„Þetta er ekki svaravert. Hver
tekur mark á Kristni H. Gunnars-
syni? Þetta er fáránlegt. Það borg-
ar sig ekki að eyða orku á Krist-
in,“ segir Friörik J. Arngrímsson,
framkvæmdastjóri Landssam-
bands íslenskra útgerðarmanna, í
samtali við DV frá Lundúnum.
Ummælin sem vekja þessi höröu
viðbrögð Friðriks féllu i DV í gær
þegar Kristinn H. Gunnarsson,
þingflokksformaður Framsóknar-
flokksins, sagði að LÍÚ hefði kosið
stríð í stað friðar. Kristinn sagði
þetta þegar rætt var um sáttaleið-
ir endurskoðunarnefndarinnar í
fiskveiðistjómunarkerfinu. Hann
telur að sjávarútvegsráðherra hafi
ekki beitt sér sem skyldi til að ná
Kristinn H. Friðrik J.
Gunnarsson. Arngrímsson.
sátt um tillögu ólíkra fylkinga inn-
an endurskoðunarnefndarinnar.
Samfylkingin telur að þetta sýni
að ráðherra hafi aldrei ætlað að ná
sátt í málinu heldur hyggist áfram
ganga erinda útgerðarinnar.
Kristinn sagði enn fremur að
niðurstaða endurskoðunarnefnd-
arinnar væri mjög nálægt viðhorf-
um LÍÚ og nær útgerðinni en í
áliti auðlindanefndarinnar. Þetta
segir Friðrik eitt dæmið um rang-
færslur Kristins. Hann minnir á
að LÍÚ hafi ávallt verið gegn veiði-
leyfagjaldi.
Spurður hvort það sé áhyggju-
efni hve stirt er milli þinglokksfor-
manns annars stjórnarflokksins
og útgerðarinnar á sama tíma og
flestir eru sammála um mikilvægi
þess að skapa sátt um sjávarút-
vegsstefnuna segir Friðrik að
Kristinn eigi ekkert bakland inn-
an Framsóknarflokksins. M.a. af
þeim sökum sé málflutningur
hans ekki svaraverður. -BÞ
MYND: -E.ÓL.
Á vettvangi
Slökkviliðsmaður við Sléttuveg í
Reykjavík í gær en þangað barst
vafasöm póstsending.
Miltisbrands-
kostnaður
er ekki mikill
Aukakostnaður slökkviliðs vegna
þeirra miltisbrandsútkalla sem upp
hafa komið síðustu daga er ekki mik-
ill, að sögn Hrólfs Jónssonar, slökkvi-
liðsstjóra i Reykjavík. Hann segir að
slökkvilið hafi ævinlega í startholun-
um sveit manna til að takast á við eit-
urefni. Aftur á móti þurfi eftir hvert
útkall að hreinsa búninga og endur-
hlaða reykköfunartæki. Aukakostnað-
ur sé helst af slíkum ástæðum.
„Aukakostnaður hlýtur helst að
koma til þegar loka þarf Landsbankan-
um eða dreifmgarmiðstöð póstsins,"
segir Hrólfur. Hann segir að slökkvi-
liðið sé að reyna að halda viðbúnaði
sínum vegna miltisbrandsútkalla í lág-
marki, því í flestum tilvikum megi
reikna með að þau séu gabb. Engu að
síður sé ævinlega brugðist með varúð,
til að menn hafi vaðið fyrir neðan sig.
„Það sem er kannski alvarlegast í
þessu er að ef við erum að sinna milt-
isbrandsútkalli sem síðan er aðeins
gabb þá getur komið upp sú staða að á
sama tima verði stórbruni eða annars-
konar útkall þar sem mikil og raun-
verulega hætta sé á ferðum," sagði
Hrólfur. • -sbs
Fimm snjóflóð
fyrir austan
Fimm snjóflóð féllu á Austurlandi i
nótt, tvö þeirra í Vattamesskriðum,
milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarð-
ar, og þijú í Hvalnesskriðum, austan
við Homafjörð.
Vegagerðarmaður á Reyðarfírði
sagði í morgun að verið væri að opna
vegfnn um Vattames enda hefðu flóð-
in ekki verið mjög stór. Hann sagði að
snjóflóð féllu óvenjusnemma vetrar og
ekki væri mikill snjór í fjöllum.
Hjá Vegagerðinni á Homafirði feng-
ust þær upplýsingar að vegurinn um
Hvalnesskriður hefði oröið ófær eftir
að þrjú snjóflóð féllu þar í gærkvöld og
snjóruðningsbíll sem farið hafði vestur
fyrir skriðumar komst ekki til baka.
Snjóflóðin voru ekki stór og var búið
að opna veginn fyrir umferð að nýju í
birtingu í morgun. -gk
Veðrið í kvöld
0 M
&
Gengur í hvassa sunnanátt í nótt
Vestlæg átt, 8 til 13 m/s noröan til en annars
hægari. Dálítil él við norðurströndina, en
léttskýjað SA- og A-lands. Frost 1 til 10 stig,
en hiti 1 til 5 stig vestanlands síðdegis.
Gengur í allhvassa sunnanátt með rigningu S-
og V-lands í nótt.
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld 16.49 16.23
Sólarupprás á morgun 09.37 09.36
Síödegisflób 00.21 04.54
Árdegisflób á morgun 00.21 04.54
Skýringar á veðurtáknum
^^VINDÁTT ^ 4—H,TI -10° ^^VINDSTYRKUR Vconcr í m«trum á sakóndu W ■ HEIÐSKÍRT
LÉTTSKÝJAÐ 0 HÁLF- SKÝJAÐ 0 SKÝJAÐ 0 ALSKÝJAÐ
W ■ Q sW a A Cí;4 Ö
RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA
W ÉUAGANGUR & RRUMU- VEOUR “Ú SKAF- RENNINGUR ROKA
Talsverð hálka víða á vegum
Fært er orðið um Þvottár- og
Hvalnesskriður og fært hefur verið um
Vattarnesskriður frá því um áttaleytið.
Aö ööru leyti eru allir helstu vegir
færir, en talsverö hálka er víðast á
vegum.
irw<aiiis5TOi.,MitiiiiitM<*wjii.»:iiaiai»s
Hlýnandi veður á morgun
Sunnan og suövestan 10 til 15 á morgun en 15 til 20 m/s vestan til
síðdegis. Súld eða rigning, einkum sunnan- og vestanlands. Hlýnandi
veöur, hiti 7 til 12 stig síödegis.
Laugard
Vindur:
imf
18-23 m/s
Hiti 7° tii 0°
Sunnuda
Vindur:
8-15 i«/s
Hiti 3° tii -2°
Manuda
wat
Vindur:
5-8 m/s
Hiti 5° tii 0°
Vestan 18 tll 23 m/s og
smáskúrlr eba él noröan
og vestan tll en annars
bjart vebur. Hltl 0 tll 7
stlg.
Vestlæg eba breytileg átt
og viöa léttskýjab, en
dálitll él vlb norbaustur-
ströndina. Hiti um eba
undir frostmarkl.
Subaustanátt og rlgning
eba slydda. Hlýnand!
vebur.
mm-z
AKUREYRI léttskýjaö -5
BERGSSTAÐIR skýjaö -3
BOLUNGARVÍK
EGILSSTAÐIR hálfskýjaö -7
KIRKJUBÆJARKL. heiöskírt -5
KEFLAVÍK skýjaö -3
RAUFARHÖFN skýjaö -5
REYKJAVÍK skýjaö -5
STÓRHÖFÐI léttskýjaö -4
BERGEN skýjaö 0
HELSINKI skýjað -4
KAUPMANNAHÖFN skúrir 2
ÓSLÓ skýjaö -1
STOKKHÖLMUR þokumóöa -1
ÞÓRSHÖFN snjóél -2
ÞRÁNDHEIMUR skýjaö -5
ALGARVE heiðskírt 17
AMSTERDAM skúrir 10
BARCELONA léttskýjaö 10
BERLÍN alskýjaö 6
CHICAGO léttskýjaö 15
DUBLIN skúrir 4
HALIFAX heiöskírt 3
FRANKFURT rigning 11
HAMBORG rigning 5
JAN MAYEN skafrenningur -7
LONDON skýjaö 9
LÚXEMBORG rigning 8
MALLORCA skýjaö 9
MONTREAL heiöskírt 0
NARSSARSSUAQ rigning 9
NEW YORK heiöskírt 11
ORLANDO heiöskírt 15
PARÍS rigning 11
VÍN rigning 10
WASHINGTON heiöskírt 7
WINNIPEG 0
££3