Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2001, Blaðsíða 9
9 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001___________________________________ I>V Fréttir Framlengingu hafnað á vínveitingaleyfi nektardansstaðar: Rekur staðinn án leyfis - veitingamaðurinn kærir til dómsmálaráðuneytis Akureyrarbær hefur synjað Setr- inu, Sunnuhlíð 12, um endumýjun vínveitingaleyfis en Setrið er annar tveggja nektar- dansstaða á Ak- ureyri. Eigandi staðarins sættir sig ekki við þessa niðurstöðu og heldur uppi fullri starfsemi, án þess að hann hafi leyfí til áfengissölu. Hann hefur kært niðurstöðu bæjar- ráðs til dómsmálaráðuneytisins og telur að brotið hafi verið á sér. Ákvörðun bæjarins var tekin með vísan í 3. mgr. 14. gr. laga nr. 75/1998, þar sem sveitarstjórn er veitt heimild til synjunar áfengis- veitingaleyfis hafi umsækjandi ver- ið dæmdur til refsivistar á tiltekn- um tima vegna brota á tilteknum lögum. Vísað er til að veitingamað- urinn hafi gerst brotlegur við al- menn hegningarlög á si. 5 árum og hafi sérstaklega verið litið til þess að brot kæranda tengdist rekstri hans á þeim stað sem sótt var um áfengisveitingaleyfi fyrir. Veitingamaðurinn var með dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra frá 30. maí sl. dæmdur til refsivistar vegna hylmingar en fullnustu dóms- ins hins vegar frestað. „Það hvort kærandi þurfi að sitja í fangelsi skiptir ekki máli, enda ekki gerð krafa um slíkt í ákvæðinu, heldur aðeins hvort hann hafi verið dæmd- ur til slíkrar refsingar. Frestun á fullnustu dómsins hefur því ekki áhrif þegar metið er hvort skilyrð- um umrædds ákvæðis sé fullnægt," segir í bréfi Hákonar Stefánssonar bæjarlögmanns til úrskurðarnefnd- ar dómsmálaráðuneytisins um áfengismál. Lögmaður veitingamannsins seg- ir hins vegar í kænmni gegn bæn- Úrskurðarnefnd um áfengismál fellir ákvörðun borgaryfirvalda: Kaff i Thomsen fær nýtt vínveitingaleyfi - ánægður með málalok, segir Agnar Lemack Borgarráð hefur fallist á að veit- ingahúsið Kaffi Thomsen við Hafn- arstræti fái nýtt áfengisleyfi en með því verður eigendum frjálst að hafa opið til klukkan 5.30 um helgar. Ákvörðun borg- arráðs kemur í kjölfar þess að úrskurðarnefnd áfengismála felldi úr gildi ákvörðun borgarinnar um að takmarka vín- veitingaleyfi staðarins i ágúst síðastliðnum. Þá var eigendum gert að stytta afgreiðslutimann þannig að opið væri til eitt eftir miðnætti virka daga og til klukkan 3 aðfaranætur laugardaga og sunnudaga. Þessu vildu eigendur Kaffi Thomsen ekki una og kærðu þvi ákvörðunina eins og fyrr segir. í niðurstöðu úrskurðarnefndar kemur fram að rök borgarinnar fyr- ir takmörkun vínveitingaleyfis hafi meðal annars verið vegna þess að Agnar Tr. Lemack. Fær að lengja afgreiöslutímann Úrskurdarnefnd um áfengismál hef- ur fellt úr gildi takmörkun Reykjavík- urborgar á vínveitingaleyfi staöarins. eigendur staðarins hafi orðið upp- visir að því að virða ekki hávaða- mörk, notaður hafi verið stimplað- ur sjússamælir og lögregla hafi oft- sinnis verið kölluð að staðnum, til dæmis vegna ungmenna sem hafði verið hleypt inn án þess að hafa aldur til. I úrskurðinum segir jafnframt að eigendur telji sig hafa gert aUt sem í þeirra valdi hafi staðið til að bæta úr og meðal annars komið upp tækjabúnaði til að tryggja að hljóð- stig staðarins færi ekki yfir leyfileg mörk. Úrskurðamefndin telur að um afmörkuð tilfelli hafi verið að ræða og ekki ítrekun og Reykjavík- urborg hafi ekki gætt meðalhófs- reglu stjómsýsluréttar með ákvörð- un sinni enda hafi skort efni til að beita eigendur staðarins svo íþyngj- andi viðurlögum. Agnar Tryggvi Lemack, einn eig- enda Kaffi Thomsen, kvaðst í sam- tali við DV afar ánægður með mála- lok. Hann sagði staðinn hafa haft slæmt orð á sér áður en hann í fé- lagi við þrjá aðra keypti staðinn fyrir rúmu ári. „Við hófum þegar að hreinsa til og vonumst til að bæta samstarfið við Reykjavíkur- borg á næstunni. Það skiptir okkur öllu að geta haft opið til 5.30 enda staðurinn skemmtistaður sem nær einvörðungu er opinn um helgar," sagði Agnar. -aþ Ásgeir Magnússon. MYND SBS Stórlega ýkt andlát Sögur af andláti Setursins eru stórlega ýktar aö sögn veitingamannsins, þótt nektarstaöurinn hafí veriö sviþtur vínveitingaleyfi. um að með vísan til framangreinds sé um að ræða heimild yfirvalda til synjunar en ekki skyldu. Þá bendir veitingamaðurinn á að hann hafi aðeins fengið skilorðsbundinn dóm og jafnframt hafi Akureyrarbær brotið lög um stjórnsýslurétt þar sem andmælaréttur hafi ekki verið virtur. Þótt fyrrverandi vínveitingaleyfi Setursins hafi runnið út í septem- ber hefur verið óslitin starfsemi á staðnum síðan og auglýsti veitinga- maðurinn nýlega að „sögur af and- láti okkar væru stórlega ýktar“. Einnig sagði í auglýsingunni að nýr hópur meyja væri kominn til starfa. Eftir þvi sem næst verður komist hafa yfirvöld ekki gert athugasemd- ir við þetta. Bæjarfulltrúi sem DV ræddi við bendir á að það hafi áður gerst að veitingaleyfi hafi runnið út og starfsemin haldið áfram í ein- hvern tíma. Hákon Stefánsson bæj- arlögmaður segir það sýslumanns að bregðast við en ekki bæjaryfir- valda ef grunur leikur á áfengissölu án leyfis. „Ég hef aldrei legið á þeirri skoð- un minni að þessir staðir séu til mikillar óþurftar í samfélaginu en hitt er annað mál að bæjaryfirvöld ráða ekki framgangi þessara mála nema að hluta til,“ segir formaður bæjarráðs, Ásgeir Magnússon. Bæjarráð var einróma um synjun leyfisins, fyrir utan Odd Helga Hall- dórsson, Lista fólksins, sem sat hjá. Ráðið mun aftur fjalla um málið að lokinni umsögn úrskurðarnefndar dómsmálaráðuneytisins. -BÞ Vantar bara jólaljósin Mikið hefur snjóað í logni í Neskauþstaö og reyndar víöar á Austfjörðum síö- ustu daga. Haft er á oröi í Neskaupstað að þar vanti bara jólaljósin svo þaö veröi reglulegjólastemning. Annars eru Noröfiröingar vanir aö skreyta hús sin og garöa mikiö og gera þaö snemma og hver veit nema þessi snemm- komni jólasnjórýti á einhvern aö hefjast handa viö uppsetningu jólaljósa. Samfelldur grunnskóli í byggðum landsins: Einangrun frá nútímaþjóðfélagi - að mati Sjálfstæðisflokks Jón Bjarnason (VG) flutti í fyrradag þingsályktunartillögu um að stefnt yrði að 12 ára samfelldu grunnnámi um allt land. Hann sagði mikilvægt í fjölskyldulegu tilliti að þessar breyt- ingar ættu sér stað. Mikið rót væri á unglingum, 15-18 ára gömlum, og þeir væru best komnir heima hjá sér. Þá gat þingmaðurinn þess að mikill nárnskosmaður sem fylgdi ferðalögum væri vaxandi vandamál á landsbyggð- inni. Það væri aukinheldur blóðtaka fyrir heilu byggðarlögin að missa allt ungt fólk frá 15 ára aldri burt í skóla og margir sneru aldrei aftur. Margt er því hins vegar til fyrir- stöðu að þessi stefnumörkun veröi að veruleika að mati stjórnarliða. Kjartan Ólafsson (D) sagði að ef halda ætti landsbyggðarungmenn- unum heima gæti það skapað ein- angrun frá nútímaþjóðfélagi. Hann sagðist óttast að þessar breytingar á skólastarfi yrðu til hins verra. Til- lagan myndi mismuna landsbyggð- arfólki enn frekar þar sem nemend- ur þaðan kæmu verr undirbúnir til náms. Atlkvæðagreiðslu um málið var frestað. -BÞ J. R. BILASALAN www.jrbilar.is TOYOTA HÍLUX D/C DISIL, ^ fyrst skráður 9/94, krókur, 5 gíra, 5 manna, pallhús, ekinn 204.000 km. Verð 790.000. Skipti athugandi. Upplýsingar á JR Bílasölu, Bíldshöfða 3, sími 567-0333 Visa/Euro raðgreiðsiur. 12 c/aaa 10. og 11. nóv. frá kl. 15-18. Innrömmuð olíumálverk. Allar myndir seljast með 40-60% afslætti. ‘JJeiHZ/Jfö&tfuísy Goðatúni 1, Garðabæ. www.artvera.com

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.