Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2001, Blaðsíða 24
40
FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001
Tilvera _ DV
Orörómurinn um
óléttu eykst enn
Ekki varð það til að draga úr
orðrómi um óléttu ofurskvísunnar Liz
Hurley þegar til hennar sást fara inn
á sjúkrahús í St John’s Wood hverfinu
í norðurhluta Lundúna um daginn.
FæðingardeOd er á sjúkrahúsinu.
Liz var í fylgd fyrrum elskhuga síns
og sambýlismanns til margra ára,
krúttígæjans Hughs Grants.
Sjónarvottar segja að Liz hafi verið
ósköp þreytuleg þegar hún kom út af
sjúkrahúsinu eftir þriggja tíma vist.
Leikkonan og fyrirsætan hefur ekkert
viljað segja um óléttuorðróminn.
Þessa stundina er hún með margmillj-
óneranum Steve Bing.
DV-MYND HARI
Anægð með netþingið
Ragna Dís Einarsdóttir, Haukur Ármannsson og Agnes Skúladóttir segja þörf á hlutlausum eftirlitsaöila innan framhaldsskólanna.
3
.A
Framhaldsskólaþingmenn funda:
Stundum rifrildi
um einstök mál
Þeir voru ábyrgðarfullir, imgling-
amir 63 sem sátu svokallað „netþing"
á mánudaginn í Salnum og ræddu af
þunga og alvöru um ýmis þjóðþrifamál
- næstum eins og alvöruþingmenn.
Tillögur sem unnar höfðu verið í ýms-
um nefhdum í gegnum Netið voru þar
lagðar fram, ræddar og bomar undir
atkvæði. Þær sem hlutu samþykki
þingheims fóra beint í hendur mennta-
málaráðherra sem lofaði að koma
þeim á framfæri á hinu háa Alþingi ís-
lendinga. DV náði tali af þremur utan-
bæjar-netþingmönnum, þeim Rögnu
Dís Einarsdóttur, Agnesi Skúladóttur
frá Sauðárkróki og Hauki Ármanns-
syni frá Akranesi. Þau vora hæstá-
nægð með þinghaldið en að vísu orðin
svolítið þreytt í rassinum á að sitja
svona heiian dag! „Við fjölluðum með-
al annars um skólamál, mannréttinda-
mál og félagsmál og það voru ansi
fjörugar umræður," segja þau og bæta
því við að samskiptin á Netinu haFi
líka oft verið lífleg. „Stundum enduðu
netfundimir í rifrildi ef átök voru um
einstök mál,“ segja þau.
Hlutlausan eftirlitsmann í
skólana
Það var umboðsmaður bama, Þór-
hildur Líndal, sem kom þessu þing-
haldi öllu á koppinn og stjómaði fundi
í Salnum. Hún hafði í upphafl sam-
band við framhaldsskóla um allt land.
Síðan voru myndaðir umræðuhópar
sem störfuðu á Netinu í einn mánuð
áður en hópurinn hittist. En hvað var
það helst sem brann á unga fólkinu?
Ragna Dís, Agnes og Haukur skiptast á
um að fræða blaðamann um það: „Við
óskum tO dæmis eftir að innan fram-
haldsskólanna verði hlutlaus eftirlits-
aðili sem hægt sé að leita til ef eitthvað
kemur upp á milli kennara og nem-
anda. Hann sæti til dæmis í tímum ef
einhver grunur væri um að kennari
legði nemanda í einelti og legði mat á
ástandið. Svo viljum við skylda kenn-
ara á endurmenntunamámskeið reglu-
lega. í mannréttindamálum var rætt
um einelti og samþykkt tillaga um að
endurskoða námsefni í lífsleikni og
samræma það milli skóla. Þar verði
tjáning fastur liður á dagskránni."
Býóur upp á eftirpartí og
góturölt
Hvernig skyldi svo unga fólkið hafa
afgreitt „heimsmálin"? Þvi svara þre-
menningamir: „Það var nú aðeins
samþykkt ein tillaga af fjórum sem
kom frá heimsmálanefndinni. Það
voru einhveijir kommúnistar í þeim
hópi. Þeir lögðu meðal annars til að
aflétta viðskiptabanni á Kúbu. Okkur
hinum fannst það vera hlutverk ríkis-
stjómarinnar að skipta sér af því, fyr-
ir hönd landsins. Hins vegar létum við
frá okkur tillögu um að málin í
Afganistan yrðu leyst á friðsamlegan
hátt.“ Úr félagsmálapakkanum nefna
þau það baráttumál reykvískra fram-
haldsskólanema að skólaböllin verði
til þrjú að nóttu í stað eitt. „Svoleiðis
er það hjá okkur á landsbyggðinni og
auðvitað eiga krakkamir hér í Reykja-
vík að sitja við sama borð. Enda býður
núverandi fyrirkomulag bara upp á
eftirpartí eða göturölt í miðbænum,“
segja þessi skeleggu ungmenni að lok-
um. -Gun
Árviss selaveisla:
Grillað selkjöt og
súrsaðir hreifar
- meðal góðmetis
Breiðfirski eyjamaðurinn Guð-
mundur Ragnarsson, frá Vesturbúðum
í Flatey, efnir til hinnar árvissu sela-
veislu sinnar næstkomandi laugardag.
Þótt selkjöt og aðrar afurðir selsins,
svo sem hreifar og spik, hafi um aldir
verið eftirsótt til matar þá er nú svo
komið að æði margir þekkja alls ekki
þetta gamla góðmeti. Það hefur verið
erfitt að nálgast selkjöt í verslunum en
þess má geta að Guðmundur býður nú
upp á selkjöt allt árið á veitingastað
sínum, Lauga-Ási í Reykjavík.
Selaveislan verður hins vegar hald-
in í Fáksheimilinu í Víðidal og á mat-
seðlinum er m.a. grillað selkjöt, saltað-
ur og soðinn selur, súrsaðir hreifar,
grillað hvalkjöt, reyktur lundi og sig-
inn fiskur með selspiki, svo eitthvað sé
nefnt. -aþ