Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2001, Blaðsíða 13
13 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001________________________________________________________________________________________ DV Útlönd Talibanar leita bandarískrar herstöðvar: Fjórir synir bin Ladens berjast með hersveitum talibana Samkvæmt fréttum al-Jazeera sjón- varpsstöðvarinnar i Qatar starfa fjórir synir hryðjuverkamannsins Osama bin Ladens nú með hersveitum tali- bana innan Afganistan, en stöðin sendi í gær út myndbandsupptökur sem sýna synina í herbúðum talibana. Synirnir heita Hamza, Mohammad, Khaled og Laden og sjást á myndunum innan um brak úr bandarískri þyrlu, sem talibanar segjast hafa skotið nið- ur á fóstudaginn, en talibanar segjast hafa skotið niður tvær bandarískar herþyrlur tD þessa og drepið um 50 bandaríska hermenn. Bandarikja- menn kannast aftur á móti ekki við að þyrlur hafi verið skotnar niður, held- ur hafi í fyrra tilfeliinu verið um að ræða bilun og sú seinni hafi farist vegna veðurs í fjalllendi Afganistans, þangað sem hún var send til að sækja sjúkan hermann. Að sögn talsmanns hersins var hún sprengd upp eftir að ílugmönnunum hafði verið bjargað. Þeir kannast heldur ekki við að hafa . Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni Einn fjögurra sona Osama bin Ladens sem berjast með hersveit taiibana, sem aö mestu er skipuö sádí-arabískum hermönnum, sem gengiö hafa til liös viö al-Aaeta. misst hermenn í orrustum og segja talibana fara með lygar. Myndirnar eru sagðar teknar við leit hersveitar talibana að bandarískri herbækistöð sem sagt er að þeir hafl sett upp í Ghazni-héraði, nálægt þeim stað þar sem þyrlan hrapaði og munu synir bin Ladens liðsmenn sveitarinn- ar sem er að mestu skipuö Sádum sem gengið hafa til liðs við talibana. „Við höfum leitað um allt svæðið en ekki orðið varir við neitt,“ sagði foringi sveitarinnar. Upptökurnar sýna yngsta soninn, Hamza, fara með lofkvæði um Kabúl, „sem ber höfuðið hátt gegn árásum óvinarins og mun aldrei falla i þeirra hendur," segir Hamza sem einnig lofar Mullah Mohammad Omar, foringja talibana, í hástert. Einn þeirra fuli- orðnu í hópnum heyrist segja á ensku að Bandaríkjamenn séu aðeins hug- hraustir hermenn á hvíta tjaldinu, en ekki þegar á reynir í bardaga. REUTER-MYND Aöalóvinlr talibana Tony Blair og George \N. Bush hitt- ust í Hvíta húsinu í gær og ræddu baráttuna gegn talibönum. Fjendur talibana á hestbaki gegn skriðdrekunum Hersveitir andstæðinga talibana í Afganistan þustu á hestbaki fram til orrustu gegn skriðdrekum óvina sinna í norðanverðu landinu í gær. Bandarikjamenn héldu áfram stórfelldum loftárásum sínum á hella og farartæki og harðir bardag- ar geisuðu nærri hinni hernaðar- lega mikilvægu borg Mazar-i-Sharif. Stjórnarandstæðingar sögðust hafa unnið á í baráttunni um borgina. George W. Bush Bandaríkjafor- seti sagði að talibanastjómin væri að falli komin og að hryðjuverka- maðurinn Osama bin Laden og sam- verkamenn hans væru „á flótta". Talibanar sjálfir sögðu í gær að loftárásir Bandaríkjamanna, sem hafa nú staðið í meira en mánuð, hefðu ekki megnað að veikja bar- áttuþrek þeirra. Skóglendi tekur ekki við eiturguf- unum endalaust Skógar og ræktarland í heimin- um getur ekki tekið endalaust við gróðurhúsalofttegundum sem eru skaðlegar umhverfinu, að því er vís- indamenn greindu frá í gær. í skýrslu sem gæti haft mikil áhrif á loftslagsviðræðurnar sem fara fram í Marokkó þessa dagana segja þrjátíu sérfræðingar í kolefn- um að ekki sé hægt að treysta á skóga og annaö ræktarland til að gleypa koldíoxíð um ókomna tið þar sem eiginleikar þessara svæða til þess muni breytast með tímanum. Ráðherrar og aðrir embættis- menn eru í Marokkó um þessar mundir til að reyna að koma Kyoto- samningnum frá 1997 á koppinn. REUTER-MYND Samstaða með krístnum Julius Salik heitir þessi maöur og gegndi eitt sinn ráöherraembætti í stjórn Pakistans. Nú hefur hann komiö sér fyrir inni í kringlóttu rimlabúri þar sem hann ætlar aö dveija allan föstumánuö múslíma sem hefst um miöjan mánuöinn. Meö uppátæki sínu vill Salik sýna kristna minnihiutanum í Pakistan samstööu sína. Kristin skólabörn fylgast meö. Kosningabaráttan í Danmörku á fullri ferð: Kjósendurnir flykkjast um kratana og íhaldið Þess er nú farið að sjá merki að aðalmennirnir í kosningaslagnum í Danmörku eru Rasmussen-arnir tveir, Poul Nyrup, forsætisráðherra og leiðtogi jafnaðarmanna, og And- ers Fogh, leiðtogi íhaldsílokksins Venstre. Samkvæmt skoðanakönnun sem blaðið Jyllands-Posten lét gera hef- ur fylgi bæði krata og Venstre auk- ist upp á síðkastið, svo og fylgi Danska þjóðarflokksins sem berst gegn veru útlendinga í Danmörku. Fylgi flestra annarra flokka hefur dregist saman. Jafnaðarmenn hafa enn vinning- inn á Venstre, með 32,1 prósents fylgi á móti 28,7 prósentum. „Þetta sýnir að kosningabaráttan er enn REUTER-MYND Betur má ef duga skal Poul Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, eykur fylgi sitt meöal kjósenda. jöfn. Nú er kominn tími til að fá önnur mál á dagskrána en málefni útlendinga. Danski þjóðarflokkur- inn hefur grætt á því en kjósend- umir vilja líka fá að heyra um af- stöðu flokkanna til sígildra velferð- armála," sagði Mogens Lykketoft, utanríkisráðherra krata, við Jyllands-Posten. Enn sem komið er hafa innflytj- endur í Danmörku og afstaðan til þeirra verið helsta kosningamálið. Skoðanakönnun Jyllands-Posten bendir til að samfylking borgara- flokkanna fái meirihluta á danska þinginu, eða 93 menn kjörna. Poul Nyrup og samstarfsflokkar hans geta hins vegar ekki vænst þess að fá fleiri en 82 menn kjörna. REUTER-MYND Nýi borgarstjórinn í New York Michaels Bloombergs bíöur mikiö verkefni viö uppbygginguna. Bloomberg undir- býr valdaskiptin Fjölmiðlakóngurinn Michael Bloomberg, nýkjörinn borgarstjóri i New York, sagði í gær að fyrsta stóra verkefni hans yrði að tryggja að valdaskiptin í janúar færu fram jafnátakalaust og kostur væri. Bloomberg sagðist ætla að leita ráða hjá fyrirrennara sínum, hinum vinsæla Rudolph Giuliani. Bloom- berg hefur aldrei áður gegnt opin- beru embætti. Þá sagði hann ekki ólíklegt að einhverjir úr starfsliði Giulianis myndu þjóna nýja borgar- stjóranum. Bloombergs biður gríðarlegt verkefni við uppbyggingu í kjölfar hryðjuverkaárásanna í september. Talið er að það muni kosta borgina 105 milljarða dollara á næstu tveim- ur fjárhagsárum. Starfsmenn Sabena gráta Margir starfsmenn Delgíska flug- félagsins felldu tár i gær þegar dóm- stóll hafði lýst það gjaldþrota og þeir kenndu stjómendum fyrirtæk- isins um hvernig komið er. „Okkur finnst stjórnendurnir hafa svikið okkur. Við studdum þá ávallt og þetta eru þakkirnar sem við fáum,“ sagði Jean-Pierre Vand- erschueren, sem vann í fragtdeild Sabena, ásamt eiginkonu sinni. Tólf þúsund manns unnu hjá belgíska þjóðarflugfélaginu. Stjómvöld í Brussel tilkynntu í gær að þau hefðu fundið fjárfesta úr einkageiranum sem væru tilbúnir til að leggja fram fé til að stofna nýtt flugfélag á næstu dögum. Selur vió Noregsstrendur Svein Ludvigsen, sjávarútvegsráöherra Noregs, vill selja veiðleyfí á sel til að skapa ný sóknárfæri í feröaþjónustu. Ráðherrann vill selja selveiðileyfi Svein Ludvigsen, sjávarútvegsráð- herra Noregs, hefur viðrað þá skoðun sína að bjóða ferðamönnum upp á sel- veiðar við strendur Noregs og segist hafa trú á að það gæti orðið veruleg lyftistöng fyrir norska ferðaþjónustu. Hann byggir þessa skoðun sína á því að selastofnarnir við Noreg séu van- nýttir þar sem ekki sé veitt upp í leyfi- lega kvóta og að halda verði stofnin- um í skefjum þar sem selurinn éti mun meiri flsk en maðurinn veiði. „Ég veit að fólk í ferðaiðnaði er að leita eftir nýsköpun og þetta er einn af möguleikunum," segir ráðherrann í viðtali við norska blaðið Fiskaren. „Ég sé engin mun á að selja veið- leyfi á sel frekar en á elg og sé fyrir mér að það gæti slegið í gegn. Við megum ekki horfa eingöngu á afstöðu umhverfissinna eins og Brigitte Bar- dot og verðum að stuðla að jafnvægi í náttúrunni," segir Ludvigsen.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.