Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2001, Blaðsíða 16
16
FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001
FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001
33
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aðstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Fréttastjóri: Birgir Guömundsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsirigar: 55Ö 5727-ÍRitstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Gr»n númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.netheimar.is/dv/
Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is
Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverö á mánuöi 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverö 200 kr. m. vsk., Helgarblaö 300 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efrii blaösins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim.
Ónýtar leyniþjónustur
Þótt flest tilvik gruns um miltisbrand hafi reynzt án
innihalds, þar á meðal á íslandi, hafa nokkur raunveruleg
tilvik fundizt í Bandaríkjunum og valdið töluverðum
búsifjum í gangverki hagkerfisins. Til dæmis hefur notk-
un á pósti minnkað niður í brot af fyrra magni.
Bandarikjamenn voru óviðbúnir miltisbrandinum.
Þeim hefur heldur ekki tekizt að rekja hann til uppruna
síns. Ekki er einu sinni vitað, hvort íslamskir hryðju-
verkamenn eru að verki eða geðtruflaðir heimamenn í
Bandaríkjimum. Rannsókn málsins er í molum.
Þetta er ein af ýmsum birtingarmyndum fullkomins
skorts á upplýsingum, sem gætu komið í veg fyrir hryðju-
verk eða rakið þau til upprunans. Yfir þúsund manns hafa
verið í haldi vestanhafs án þess að nokkuð hafi komið í
ljós, sem gæti auðveldað rannsókn hryðjuverka.
Osama bin Laden var alræmdur löngu fyrir hryðjuverk-
in 12. september. Hann hefur árum saman verið efstur á
lista eftirlýstra glæpamanna. Hann hefur hvað eftir annað
fullyrt, að Vesturlönd mættu búast við hryðjuverkum
sinna manna. Samt hefur aldrei náðst í hann.
í tvo mánuði hefur Osama bin Laden dvalizt óáreittur í
felum sínum. Leyniþjónustur Bandaríkjanna og Breta vita
ekki hvar hann er. Þær vita ekki einu sinni, hvort hann
er í Afganistan. Þær eru jafnvel farnar að gera ráðstafan-
ir til að leita að honum í Sómalíu.
Svo utangátta voru Bandaríkin um ríkisstjórn Talibana
i Afganistan, að hún var ekki einu sinni á skrá Banda-
ríkjastjórnar um stuðningsaðila hryðjuverkahópa. Svo
virðist sem leyniþjónustan hafi einfaldlega treyst því, sem
leyniþjónustan í Pakistan sagði um þessa vini sína.
Leyniþjónustur Vesturlanda ættu að vita mikið um
Afganistan, af þvi að lengi hefur verið þekkt, að landið er
mesta uppspretta fíkniefna í heiminum og grefur þannig
undan Vesturlöndum. Samt koma þær af fjöllum, þegar
Bandaríkin þurfa upplýsingar um Afganistan.
Leyniþjónustumenn hafa ekki einu sinni lesið dagblöð-
in. Vitneskja þeirra um þróun og stöðu mála í Afganistan
hefur ekki reynzt vera nein. Ekki hafa rætzt spár þeirra
um sundrungu í liði Talibana og í ættflokki Pashtuna í
kjölfar loftárása Bandaríkjanna.
Talibanar og Pashtunar sitja sem fastast í Afganistan.
Þeir ráða enn 90% landsins. Fikniefnakóngarnir í Norður-
bandalaginu, sem Bandarikin beita fyrir sig, hafa ekki
þorað að hreyfa sig. Þeir hafa ekki náð borginni Mazar-il-
Sarif, sem er þó nánast uppi í fanginu á þeim.
Út um þúfur hafa farið tilraunir Bandaríkjanna til að
senda sérsveitir á vettvang. Fræg er orðin árás þeirra á
aðetur Mullah Mohammed Omar, yfirmanns talibana.
Þær urðu að flýja af vettvangi eftir harða mótspyrnu, af
því að upplýsingar þeirra um aðstæður voru rangar.
Þekkingarleysið er þeim mun athyglisverðara fyrir þá
sök, að Talibanar eru gamlir skjólstæðingar Bandarikj-
anna eins og félagar þeirra í Pakistan. Leyniþjónustur
Bandaríkjanna og Pakistans ólu þá við brjóst sér til að
sigrast á hernámsliði Rússa í Afganistan árið 1996.
Versta afleiðing fáfræðinnar er, að Bandarikin geta
hvorki sótt Osama bin Laden né Mullah Mohammed Om-
ar og kasta í staðinn í reiði sinni sprengjum á almenning,
sem á enga sök á neinum hryðjuverkum. Ekki er vitað til,
að neinir lykilmenn Ladens eða Omars hafi fallið.
Hinar dýru leyniþjónustur tala ekki arabisku og vita
ekkert um heim íslams. Á þessu hausti hefur greinilega
komið í ljós, að þær eru gersamlega gagnslausar.
Jónas Kristjánsson
DV
Skoðun
Kaupmennskan kálar kaupmönnum
A hinum gullnu árum
kalda stríðsins þótti glöggum
sjálfstæðismönnum viturlegt
að segja um sósíalismann:
Byltingin étur börnin sín! En
hið rétta var að óskabörnin,
sem Einar Olgeirsson sendi
til Alþýðulýðveldanna til að
sækja kommúníska eldinn,
komu í mesta lagi með
marxíska munnræpu sem
drap verkalýðshreyfinguna
og vinstrisinnuð stjórnmál
hér á landi.
Guðbergur
Bergsson
rithöfundur
Óskabörn Ólafs og Einars
Nú virðast óskabörn Sjálfstæðis-
flokksins hafa svipuð áhrif á þá sem á
tímum Ólafs Thors voru styrkustu
stuðningsmenn hans: kaupmennina.
Þeir voru hinir traustu hornsteinar
flokksins gegn kommúnistum sem áttu
einkum að vilja kaupmenn feiga.
Reyndin, sem Ólafur og Einar skildu
eftir sig, er önnur en áróður og ósk-
hyggja beggja ætlaði að skapa. Hvorki
hafa kommar kálað kaupmönnum við
Laugaveginn né kaupmenn í Smáran-
um látið kommúnismann bíða ósigur,
heldur hafa óskabörn Ólafs og Einars
eytt hornsteinum flokka sinna með
málæði sem hjá frjálshyggjumönnum
er svipað núna í belgingnum
og það var fyrrum hjá út-
blásnum „marxistum".
Sem útlendlngar á
suðvesturhorninu
Sömu sögu er að segja um
Framsóknarflokkinn sem hef-
ur með þátttöku í ríkisstjórn-
um eytt að mestu bændastétt-
inni og landsbyggðinni meö
aðstoð Sjálfstæðisflokksins
og hinni mjúku kauðsku
kratanna. Þessir þrír flokkar
hafa í sameiningu sópaö íbú-
um landsins á suðvestururhornið. Þar
eru þeir eins konar útlendingar í eigin
landi án þess sem oftast er kallað þjóð-
arvitund. Sú vitund er það að hafa
skilning á sjálfum sér með hliðsjón af
þeim stað þar sem maður fæðist.
Aumir og fúlir...
Meö hnignun sjálfsábyrgðar og al-
þýðlegra viðhorfa til lifs og þjóðar hef-
ur skilningur á manninum, vanda
hans sem einstaklingur í samfélagi,
lent í höndum afskaplega vælulegra
„sérfræðinga“ í límdi þar sem skóla-
ganga og kennsla eru orðinn harmleik-
ur flónskulegrar þekkingar í stað
menntunar og menningar.
„Þrátt fyrir ruglinginn í heilabúi þjóðarlíkamans er
auðsœtt, að ef ennþá er til heil brú í hugsun lands-
manna á sviði stjórnmála, þá er hún leifar af þeirri
sem Ólafur Thors og Einar Olgeirsson byggðu á sínum
tima.
Svo uppi stöndum við, aumir, fúlir
íslendingar eins og tíðum í sögunni
þar sem hægri og vinstri höndin vinna
sama verkið en báðar gera það hvor
gegn annarri í fólskulegu handalög-
máli búksins sem þekkir ekki tilgang
í Washington c59
Heimurinn var að breytast. Greinar-
höfundur var eini íslendingurinn í
NATO-boði í Bandaríkjunum ásamt
nokkrum öðrum frá NATO-löndum í
Evrópu. Þetta var í maí 1959. Eftir að
hafa skoðað þinghúsið Capitol fór hóp-
urinn niður í kjallara hússins. Þar
biðu litlir vagnar á teinum sem óku
gestum um jarðgöng í matsal Öldunga-
deildarinnar. Það þótti öruggara jafn-
vel þarna fyrir um 40 árum að vera í
vissu skjóli.
Gestgjafinn í þessum NATO-hádegis-
verði var enginn annar en einn aðal-
leiðtogi demokrata, Hubert Humphrey
öldungadeildarþingmaður. Hann átti
auðvelt með að tala. Orð hans runnu
fram nánast án fyrirhafnar. Samt var
það svo að nokkurt tómahljóð var í
ræðunni. Öldungadeildarþingmaður-
inn Hubert Humprey hafði ekki náð
kosningu sem forseti Bandaríkjanna.
Fallinn kandidat er oft fljótur að fólna
í Washington. Þar líta allir í átt til ráð-
andi forseta Bandaríkjanna. Þar eru
völdin.
Hádegisverðurinn var látlaus og
virðulegur. En hann opinberaði fyrir
greinarhöfundi að endanleg pólitísk
völd í Bandaríkjunum voru ekki leng-
ur í Minnesota þar sem afkomendur
innflytjenda frá Evrópu og jafnvel
Norðurlöndum réðu miklu. Nýir menn
og nýir siðir voru að ryðjast til valda í
Washington á þessum vordögum 1959.
Ræða Huberts Humpreys öldunga-
deildarmanns í þessum hádegisverði
var því örlítið angurvær og það brá
Kjallari
„Svo talaði John E Kennedy nokkur orð úr borðsalnum
beint í sjónvarpsvélar. Framkoma hans öll ásamt
snjallri og stuttri rœðu gat ekki verið glœsilegri. “ - Frá
Washington, þinghúsið Capitol í forgrunni.
fyrir sorgarblæ þegar hann
talaði yflr gestum sínum.
Hann var að kveðja og þau
gildi sem hann stóð fyrir
voru að verða í minnihluta.
Alla vega í bili og svo er enn.
Óboóinn lyftugestur
í þessari NATO-ferð 1959
var ekki gert ráð fyrir því að
boðsgestir hittu John F.
Kennedy öldungadeildarþing-
mann. Hann var þá að reyna
að ná kjöri sem frambjóðandi
demókrata i næstu forseta-
kosningum sem voru árið 1960. Hann
var með kosningafund í Buffalo N.Y.
um leið og NATO-boðsgestir skoðuðu
Niagarafossana í boði Bandaríkja-
stjórnar.
Nú tók við atburðarás sen var ótrú-
leg. Þau Kennedy-hjón bjuggu á sama
hóteli og NATO-boðsgestir. Greinar-
höfundur var á leið í herbergið sitt en
var þá fyrir tilviljun allt í einu staddur
einn inni í hótellyftu með þeim Kenn-
edy-hjónum og tveim lifvörðum þeirra.
Annar seildist strax eftir byssunni en
hinn hallaði sér að greinarhöfundi tO
að gera honum erfitt með að hreyfa
sig. Staðan var þröng. Höfundur rétti
fram báðar hendur og opnaði þær til
að sýna að þær væru tómar. Líklega
hefði hann verið skotinn í dag án fyr-
irvara.
En sagan er ekki búin. Þarna var
með í ferð fulltrúi frá utanríkisráðu-
neyti Bandarikjanna. Höfundur
bað hann að koma með sér upp í hót-
elið enda ætlaði greinarhöfundur að
biðja þau hjón afsökunar. Frú
Jacqueline Kennedy var t.d. skelfingu
lostin á svip þegar þetta geröist. Allir
hótelgangar uppi voru lokaðir af lög-
Lúdvík
Gizurarson
hæstaréttarlögmaöur
reglu og öryggispassar
dugðu ekki til að komast
áfram. Samt var afsökun
borin fram og lofað að henni
yrði komið til skila.
Morgunverðurinn
Snemma næsta morgun
fékk greinarhöfundur þau
skilaboð hvort hann vildi
borða morgunverð í boði
Johns F. Kennedys öldunga-
deildarþingmanns í stórum
borðsal á neðstu hæð þessa
Hilton-hótels.
Það blasti þama við að ný öld var að
byrja í bandarískum stjórnmálum. Allt
í borðsalnum var skipulagt í smáatrið-
um og hver mínúta notuð. Peningar
augljóslega ótakmarkaðir. Ýmsir leið-
togar demókrata af þessu svæöi voru
mættir. Þeir fengu sitt ávarp. Svo tal-
aði John F. Kennedy nokkur orð úr
borðsalnum beint í sjónvarpsvélar.
Framkoma hans öll ásamt snjallri og
stuttri ræðu gat ekki verið glæsilegri.
Þetta morgunávarp var fyrir heima-
vinnandi húsmæður sem voru búnar á
þessum tíma að koma eiginmanni í
vinnu og bömum í skóla. Þá opna þær
fyrir sjónvarpiö vegna morgunfrétta.
Peningar og völd
Greinarhöfundur stóð vorið 1959
hljóður á gangstéttinni fyrir framan
Hilton-hótelið í Buffalo N.Y. Enginn
tók eftir honum. Allir horfðu á bílalest-
ina og svo á mótorhjólalögregluna
ræsa Harley-Davidson hjól sín með
öðrum fætinum. Lögregluljósin byrj-
uðu að blikka. Greinarhöfundi bauö
samt í grun að þarna færi næsti forseti
Bandaríkjanna. Hann hafði á réttu að
standa. Lúðvík Gizurarson
sinn, enda nennir höfuðið á honum
ekki að hugsa annað en þægilegar
hugsanir.
Það er auðveldast að láta hendur og
munn ganga látlaust í landi þar sem
allir vita allt um aUa en enginn veit
samt neitt.
Flotbrú fyrir flöktandi
kjósendur
Þrátt fyrir ruglinginn í heilabúi
þjóðarlíkamans er auðsætt, að ef ennþá
er til heU brú í hugsun landsmanna á
sviði stjórnmála, þá er hún leifar af
þeirri sem Ólafur Thors og Einar 01-
geirsson byggðu á sínum tíma. Það sést
örlitið enn á gamla brúarsporðinn hjá
Sjálfstæðisflokknum, þess vegna kýs
fólk hann, og fólk sýnir Vinstri græn-
um tryggð og traust af því tuggan er
þar enn úr Einari.
Öðrum flokkum, þar á meðal R-list-
anum, hefur tekist að byggja flotbrú
handa flöktandi kjósendum sem voru á
sínum tíma síðhærðir rokkarar, en
fæddu af sér skaUakynslóðina sem étur
hvorki byltingar né kaupmenn heldur
molana af borði þeirrar velmegunar
sem var áður í hlössum á borðum nú
misvirtra og snarruglaðra eldriborg-
ara.
Guðbergur Bergsson
Ummæli
'.
Lífeyrir og ráðdeild
„Lífeyrissjóðirinir
hafa lýst því yfir að
þeir séu tilbúnir tU
þess að lána fjármuni
tU þess að reisa leigu-
húsnæði gegn því að
tryggingar séu örugg-
ar og eins að þeim séu
tryggðir meðalvextir ... Ef ráðherrar
eða aðrir ætla að gefa út tilskipanir
um að þessar inneignir séu settar í
verkefni sem skila litlum, kannski
engum arði. Jafnvel eignir sem þarf
að greiða með, eins og t.d. félagslegu
íbúðimar, sem eru að setja mörg
sveitarfélögin á hausinn. Þá þýðir það
einfaldlega að ég og hinir 7.000 eigend-
ur fjármagnsins fáum minni lífeyrir
þegar við verðum gamlir og vUjum
fara að hafa það huggulegt og njóta
ráðdeildar okkar að hafa lagt fyrir
10% af launum okkar í um 40 ár.“
Guömundur Gunnarsson
í pistlí á rafis.ls
Sneyptir sjálfstæð-
ismenn
„Já, Davíð fyrrverandi kóngur yfir
Reykjavík byggði sér Mosku á hæð-
inni. Samkvæmt fréttum kostaði
Moskan á núvirði 2.500 mUljónir og
1.000 mUljónir hefur kostað frá upp-
hafi að halda henni opinni fyrir gesti
og gangandi. Þetta em engar smáupp-
hæðir fyrir minnisvarða um einn
mann. Þær stórkostlegu ákvarðanir að
Orkuveitan ætli sér að selja minnis-
varðann hans Davíð liggja fyrir. Það
hljóta að hafa verið sneyptir sjálfstæð-
ismenn sem sátu hjá á stjómarfundi
þegar atkvæði um málið vom greidd.
Siðferðislega gátu þeir ekki verið á
móti, svona korter í kosningar. Þeir
féUu á eigin bragði og íhaldið grætur."
Vigdís Hauksdóttir á grein á Hrifla.is
Spurt og svaraö
Er rétt að viðhalda leynd um hverjir noti sérflugvél Flugmálastjóm
Pétur Blöndál,
þingmadur Sjálfstæðisflokks:
Stjómsýslan
sé opin
„Nei, það tel ég ekki. ÖU opin-
ber stjómsýsla á að vera opin og
ég hef meira að segja lagt tU að
allur kostnaður þingmanna verði
birtur á Netinu, Það er í frumvarpi um þingfarar-
kaup sem ég lagði fram á síðasta þingi. Ég tel að rík-
ið eigi ekki að standa í flugvélarekstri, tU þess eru
mörg fyrirtæki einstaklinga sem gætu rekið þessa
flugvél ódýrar með samnýtingu tU dæmis viðhalds.
TU dæmis að fljúga með ráðherra og annað fólk
gegn greiðslu eðlUegs fargjalds. Ég reikna með því
að menn gefi upp hverjir hafi notað flugvél Flug-
málastjórnar og hafi ekkert að fela. Ráðherrar hafa
ýmsar skyldur um að mæta á alls konar fundi og
samkomur og vélin hafi verið notuð til slíkra ferða-
laga.“
Einar Már Sigurðsson,
þingmaður Samfylkingar:
Minnir á
Watergate
„Að sjálfsögðu á að upplýsa
um notkun einstakra ráða-
manna á flugvél Flugmála-
stjómar og jafnframt er út í
hött að farþegalistunum sé hent. Það eitt
minnir um margt á hin frægu viðbrögð í Wa-
tergate-málinu í Bandaríkjunum, þar sem
Nixon lét starfsfólk sitt eyða öllum pappírum.
ÖU sú leynd sem um notkun vélarinnar hvllir
kaUar eingöngu fram hugrenningar um mis-
notkun á þessari flugvél. í þessu máli sem og
öðrum er ætíö best að birta og segja sem mest,
því það hreinsar andrúmsloftiö. ÖU viðbrögð
ráðamanna í þessu máli eru gjörsamlega úr
öllum takti við upplýsingasamfélag nútím-
ans.“
Þuríðar Bachman,
þingmaður VG:
Farið sé
að reglum
„Það sem mér finnst skipta
meginmáli með notkun á flug-
vél Flugmálastjórnar er að
farið sé eftir öllum settum
reglum þar um, sérstaklega hvað varðar flug-
öryggi og farþegaskráningu. Hvort svo ein-
staka ráðherrar eða embættismenn hafa að-
gang að vélinni þegar hún er laus finnst mér
ástæöulaust að gerar neinar athugasemdir
við. Ráðamönnum ber að nota áætlunarflug-
vélar á ferðalögum, en auðvitað geta aUtaf
komið upp tilvik þar sem nota þarf leiguflug
eða Flugmálastjómarvélina. Ég vU leyfa mér
að trúa því að menn fari eftir þeim reglum
sem gUda um notkun þessarar vélar.“
í góðri sátt við umhverfið
Kristínn H. Gunnarsson,
þipgmaður Framsóknarflokks:
Ottinn er
pólitískt afl
„Ég tel að slíkt sé algjör
óþarfi og að upplýsa eigi
hverjir noti sér flugvélina. Ef
til vUl óttast menn að umræða
um notkun á henni valdi þeim pólitískum
skaða og hafa ber í huga að oft er óttinn býsna
sterkt afl í pólitíkinni. Hins vegar held ég að
óttinn sé þegar aUt kemur tU aUs alveg
ástæöulaus í þessu máli; að þegar upplýsingar
liggja fyrir rriuni fólk vega og meta málsatvik
og sjá að eðlilega hefur verið að málum stað-
ið. Leyndin má hins vegar ekki verða tU þess
að hjálpa ráðamönnum að standa óeðlilega að
hlutunum og að þeir fari á svig við reglur um
notkun á flugvélinni."
Ekki er gefið upp hverjir fljúgi meö flugvél Rugmálastjórnar, né heldur hverjir séu farþegarnir. Farþegalistum hefur hingaö til veriö hent.
Það hefur verið fróðlegt að
fylgjast með viðbrögðum
vissra ráðamanna þjóðfélags-
ins við úrskurði Skipulags-
stofnunar um Kárahnjúka-
virkjun og álver á Reyðar-
firði. Þegar Skipulagsstofnun
í úrskurði sínum lagðist gegn
Kárahnjúkavirkjun, fyrst og
fremst vegna neikvæðra um-
hverfisáhrifa og óljóss ávinn-
ings, þá lýsti Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra
því strax yfir að úrskurður-
inn væri ekki á vísindalegum
rökum reistur og að engu haf-
andi, enda yrði undirbúningi virkjun-
arinnar haldið áfram, hvað sem úr-
skurðinum liði.
Grænt Ijós
Forsætisráðherra, Davíð Oddsson,
bætti um betur og lýsti yfir á blaða-
mannafundi austur á Skriðuklaustri,
þar sem Landsvirkjun hefur nú hreiðr-
að um sig í húsi Gunnars skálds, að lík-
lega væri úrskurðurinn ekki í sam-
ræmi við lög án þess þó að gera tilraun
til aö rökstyðja mál sitt frekar. Ekki
var heldur sjálfur forstjóri Landsvirkj-
unar, Friðrik Sophusson, billegur og
lýsti því yfir að stæði þessi úrskurður,
þá væri úti um allar virkjanir
jökulsáa á Austurlandi um
ókomna framtíð. Ekkert meira né
minna.
Mánuði síðar birtist svo úr-
skurður Skipulagsstofnunar við-
víkjandi álveri á Reyðarfirði þar
sem gefið var grænt ljós á bygg-
ingu álversins með tveim viða-
miklum skilyrðum, að engin bú-
seta verði innan ákveðinna
marka kringum álverið og fyrir-
hugaða rafskauta - verksmiðju,
og í öðru lagi að fylgst verði náið
með styrk mengandi efna í lofti,
jörðu og sjó innan tiltekins svæð-
is.
Annaö hljóö í strokkinn
Nú var úrskurðurinn talinn
eðlilegur og honum fagnað, m.a.
af utanríkis- og iðnaðarráðherra,
og hann talinn jákvætt skref í
málinu.Væntanlega finnst fleir-
um en mér svona málflutningur
eitthvað ekki trúverðugur og vart
sæmandi mönnum í æðstu stöð-
um þjóðfélagsins. Eða hvers
vegna skyldi opinber stofnun eins
og Skipulagsstofnun vinna annan
úrskurðinn faglega en kasta
höndum til hins. Finnst mönnum
þaö trúlegt.
öllum má ljóst vera, sem skoða
úrskurö Skipulagsstofnunar
vegna álversins, að þar er einfald-
lega verið að segja, að veruleg
mengun muni hljótast af álver-
Olafur Þ.
Hallgrímsson,
prestur á Mælifelli í
Skagafiröi
inu, sem verða muni í kring-
um hættumörk á stóru
svæði, jafnvel allt að þéttbýl-
inu í Reyðarfirði, auk þess
sem lífríki fjarðarins kunni
að vera í stórri hættu.
Þetta er álverið, sem á að
geta þrifist „í góðri sátt við
umhverfið", eins og stóriðju-
menn orða það gjaman.
Ekki yrði ég hissa á því,
þótt ónotahrollur fari um ein-
hverja Reyðfirðinga við þessi
tíðindi.
En niðurstaða Skipulags-
stofnunar skiptir hæstvirtan
ráðherra, Halldór Ásgrímsson, vitan-
lega engu máli. Hann heldur áfram að
hamra á því, að álverið sé tiltölulega
vistvænt fyrirtæki og úrskurðurinn
hafi staðfest það, „aö álframleiðsla sé i
fullu samræmi við þá ímynd sem um-
hverfisvænn iðnaður hefur“, eins og
ráðherrann lætur hafa eftir sér í viðtali
í Mbl. 1. sept.
Ráðherrann blæs líka á þá tölulegu
staðreynd, að fyrirhugað 420 þús. tonna
álver í Reyðarfirði ásamt rafskauta-
verksmiðju muni losa strax við fyrsta
áfanga 520 þús. tonn af gróðurhúsalofti
árlega út í andrúmsloftið. Pólitísk
framtíð ráðherrans er að veöi. Það er
„Svo mikið er víst, að œtli ráðherrann
að ganga gegn úrskurði Skipulagsstofn-
unar vegna Kárahnjúkavirkjunar verð-
ur hann að fœra fram sterk fagleg rök
fyrir máli sínu sem fólk skynjar ekki
sem pólitíska geðþóttaákvörðun. “
róinn lífróður fyrir henni og hún er vit-
anlega þýðingarmeiri en mengun and-
rúmslofts jarðar.
Undir tímapressu
Landsvirkjun hefur stært sig af þvi
að hafa lagt fram vandað umhverfismat
vegna Kárahnjúkavirkjunar með að-'
stoð margra sérfræðinga, sem kostað
hefur mikla fjármuni. Ýmsir virkjana-
menn hafa líkað hampað því mjög.
Augljóslega er þó umhverfismati Kára-
hnjúkavirkjunar áfátt í mörgu, þar er
t.d. lítið fjaílaö um áhrif virkjunar á líf-
ríki Héraðsflóa og á vatnsborðshækkun
i Lagarfljóti og aðrar breytingar, sem
verða kunna á Fljótinu, sem geta þó
orðið mjög alvarlegar.
Umhverfismat Landsvirkjunar er
unnið undir nokkurri tímapressu og
ber þess vafalaust merki, svo einkenni-
legt sem það nú er. Ekki eru það traust-
vekjandi vinnubrögð. Fátt staðfestir
það betur en úrskurður Skipulags-
stjóra um virkjunina.
En hvað tekur nú viö, spyrja sjálf-
sagt margir? Frestað hefur verið um 7
mánuði að taka ákvörðun um virkjun
og byggingu álvers. Sagt er að það sé
vegna þess aö gefa þurfi umhverfismál-
um meiri tíma. Betur að satt væri.
Vissulega setti úrskurður Skipulags-
stofnunar stórt strik í reikning-
inn. Fram hjá því verður ekki
gengið.
Sá grunur læðist þó að aö
seinkunin sé ekki veg’na um-
hverfismála fyrst og fremst, held-
ur séu peningamenn, innlendir
og erlendir, svok. fjárfestar, ekki
reiðubúnir til að taka ákvörðun
um fjármögnun verkefnisins, að
þeir þurfi lengri tíma. Og skal
vtst engan undra.
Vandasamt verk bíður úr-
lausnar
Umhverfisráðherra verður nú
að úrskurða um kærur, sem
borist hafa vegna niðurstöðu
Skipulagsstofnunar, m.a. frá
Landsvirkjun. Hans bíður vanda-
samt verk. Auðheyrilega ætlar
Landsvirkjun að bæta við ein-
hverjum viðbótarupplýsingum
til að fegra málstað sinn.
Svo mikið er víst að ætli ráð-
herrann að ganga gegn úrskurði
Skipulagsstofnunar vegna Kára-
hnjúkavirkjunar verður hann að1
færa fram sterk fagleg rök fyrir
máli sínu sem fólk skynjar ekki
sem pólitíska geðþóttaákvörðun.
Það verður erfitt að finna slik
rök. Þaö getur orðiö þrautin
þyngri að sannfæra um það bil
helming þjóðarinnar, sem er
andvígur virkjun við Kára- k
hnjúka, um slíkt.
Ólafur Þ. Hallgrímsson