Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2001, Blaðsíða 29
45
FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001
DV Tilvera
Madonna
Eiginmaðurinn, Guy Ritchie, eiskar
hverja einustu hrukku.
Madonna var
ekki ánægö
með útlitið
Poppdrottningin Madonna fór ný-
lega fram á það við eiginmann sinn,
kvikmyndaleikstjórann Guy Ritchie,
að hann tæki aftur upp nokkur atriöi
nýjustu myndar sinnar, „Love, Sex
and Money“, sem Madonna leikur að-
alhlutverkið í. Madonna var ekki
ánægð með útlitið á sér og segist hafa
litið út eins og „drottningarpoppmóð-
ir“, en hún fer með hlutverk miðaldra
móður tveggja kvikmyndastjarna,
sem verður strandaglópur á eyði-
strönd þar sem hún kynnist myndar-
legum fiskimanni sem kemur henni
til bjargar. „Ég lít skelfiléga út í
myndinni þrátt fyrir alla snyrtinguna
og ég ætlaði varla að trúa mínum eig-
in augum þegar ég kikti aðeins á skot-
in eftir að Guy hafði bannað mér það.
Égleit hreinlega út eins og eldri borg-
ari,“ sagði Madonna, sem eflaust hef-
ur viljað líta vel út við hliðina á Fri-
ends-stjörnunni Jennifer Aniston
sem einnig leikur í myndinni. Eig-
inmaðurinn hefur nú orðið við
beiðni eiginkonunnar, svona til aö
halda friðinn, en sjálfur segist hann
elska hverja hrukku á hinni 43 ára
gömlu eiginkonu sinni.
Nicole Kidman
Ástralska leikkonan viröist eitthvaö
feimin aö ræöa ástarsamband sitt
viö popparann Robbie Williams.
Nicole viU ekki
vera með ís-
landsvininum
Ástralska stjörnuleikkonan Nicole
Kidman brást ókvæða við þegar hún
frétti að breski íslandsvinurinn og
popparinn Robbie Williams átti að
koma fram í sama kjaftaþætti og hún
í áströlsku sjónvarpi. Nicole lét þátta-
stjórnandann þegar í stað vita að ann-
aðhvort myndi hann slaufa Robbie
eða þá að hún mætti ekki sjálf.
Ástæðan fyrir þessum ofsafengnu
viðbrögðum leikkonunnar mun vera
sú að hún óttaðist að þurfa að svara
óþægilegum spurningum um blómstr-
andi ástarsamband þeirra.
Leikkonan fékk sínu framgengt og
enginn Robbie verður í sjónvarpssaln-
um. Að minnsta kosti ekki að þessu
sinni. Nokkrar vikur eru nú liðnar
síðan sást til Robbie yflrgefa hótel-
svítu Nicole í London klukkan þrjú að
morgni, eftir fimm klukkustunda
samvistir.
Guðmundur Franz Jónasson:
Vonast eftir næturgest-
um af hraðbrautinni
- hefur opnað Mótel Best í Vogum
Nýtt mótel að amerískri fyrir-
mynd, Mótel Best, hefur verið opn-
að í Vogum á Vatnsleysuströnd.
„Þetta hefur blundað í mér síðan
ég og félagi minn fórum út til
Bandaríkjanna til að ferðast þar. Þá
fundust mér mótelin góður kostur
sem gististaöur. Núna er ég búinn
að byggja um 400 fermetra af 1.000
fermetra byggingu í Vogum á
Vatnsleysuströnd. í þessum áfanga
verða 14 herbergi," sagði Guðmund-
ur Franz Jónasson sem nýlega opn-
aði vegahótel eða mótel eins og
gistiaðstaða við þjóðvegina nefnist.
Húsið er úr kanadísku tilhöggnu
timbri og byggt á staðnum. Bygging-
in tók um 3 mánuði þar til fyrstu
tvö herbergin voru tekin í notkun.
Síðan bættust við fleiri herbergi og
er ætlunin að auka við húsakostinn.
Fyrir framan hvert mótelherbergi í
Mótel Best er lítil forstofa. Herberg-
in eru rúmgóð og búin sjónvarpi
með tíu stöðvum og þar er að finna
gott baðherbergi.
Mótel þykja kannski heldur ógeð-
felld i amerískum bíómyndum en '
raunveruleikinn er samt annar -
þau eru húsaskjól þreyttra ferða-
langa sem leggja bílnum við úti-
dyrnar og þurfa ekki að klöngrast
með hafurtask sitt í lyftur og upp á
hæðir hótela. „Það er fólk á ferða-
lagi sem notar mótelin, fólk sem
kemur akandi af hraðbrautunum og
ég vonast til að fá ferðafólkið til
mín, meðal annars fólk sem er að
fara í flug frá Leifsstöð eldsnemma
á morgnana," sagði Guðmundur
Franz.
Frá okkur er aðeins 14 mínútna
akstur í flugstöðina - á löglegum
hraða,“ sagði Guðmundur. Gisting
kostar 5.900 krónur fyrir tvo sem er
lægra verð en gisting á hóteli. Ingi-
leif Ingólfsdóttir, eiginkona Guð-
mundar Franz, rekur með honum
mótelið en hann er matreiöslumað-
ur hjá Vamarliðinu á Keflavíkur-
flugvelli. -JBP
Viðskiptin hafin
Nýja móteiiö í Vogum á Vatnsleysuströnd er risiö aö stórum hluta en seinni hluti byggingarinnar mun rísa á næstu
misserum. Viöskiptin eru hafm eins og sjá má. Menn renna á bílunum beint að dyrum herbergja sinna.
Hljomplotukynning
Söngur riddarans - Ragnheiður Ólafsdóttir og Þórarinn Hjartarson ir ir ~ki
Vel farið með góðan efnivið
Ljóð Páls Ólafssonar eru innileg-
ur og oft nokkuð opinskár kveð-
skapur sem hentar afar vel til vísna-
söngs af því tagi sem söngvararnir
Ragnheiður Ólafsdóttir og Þórarinn
Hjartarson færa okkur á geisladisk-
inum Söngur riddarans. Eins og
fram kemur í formála Þórarins ægir
hér saman tækifæriskveðskap, ást-
arljóðum og ýmsu þar til viðbótar.
Augljóst er hve skáldinu hefur ver-
ið létt um stef og það skilar sér í
tónlistinni sem tónsmiðirnir hafa
eflaust haft gaman af að glíma við.
Þeir eru Hróðmar Ingi Sigurbjöms-
Racjnheidur Ólcifsdónir
son, Heimir Sindrason, Ragnheiður
Ólafsdóttir, Hörður Torfason, Eirík-
ur Bóasson og Árni Hjartarson og
ekki má gleyma Inga T. Lárussyni.
Sólskríkjulagið hans er hér og hinn
óopinberi þjóðsöngur Austfirðinga,
Hríslan og lækurinn. Lög Hróðmars
eru sérlega góð þótt mörg hinna séu
ágæt líka.
Af 26 lögum em 7 íslensk þjóðlög og
einn gamall sálmur af þýsku kyni. Vel
er hér farið með efniviðinn og gaum-
gæft hvemig færa skuli upp. Undirspil
er notað sparlega og haft að leiðarljósi
að minna getur stundum gert meira
fyrir músíkina. Stundum er undirspili
sleppt alveg sem á ágætlega við í þeim
tilvikum sem það er gert. Þau Ragn-
heiður og Þórarinn gera söngvunum
prýðisskil og er hiklaust hægt að mæla
með gripnum við alla unnendur visna-
og þjóðlagatónlistar. Fleiri mættu líka
huga að því hversu vel er hægt að fara
með þjóðararf af þessu tagi.
Upptökum stjómaði Eyþór Gunn-
arsson. KK lék á gitar, Birgir Bragason
á bassa, Hjörleifur Valsson á fiðlu og
Reynir Jónasson á harmoniku.
Ingvi Þór Kormáksson
Kristján Hreinsson og hijómsveitin Hans - í stuöi meö Guöi ir ~ki
Fyrirtaks vísnaplata
Kristján Hreinsson er einn af-
kastamesti textasmiður landsins
um þessar mundir og semur þá
væntanlega eftir pöntunum frá
lagasmiðum og söngvurum. En
honum liggur stundum meira á
hjarta og á það til að semja lög við
texta sína og flytja sjálfur. Nýjasti
geisladiskur hans nefnist í stuði
með Guði og víst er skáldið þar í
allnokkru stuði. Innihaldið er
margvíslegt og nokkuð misjafnt
að gæðum en ekki er hægt að
segja að skáldinu sé stirt um stef.
Kveðskapurinn skiptist í heims-
ósómakvæði (Kæri Jónas) og póli-
tískar níðvísur (Við sjálfstæöis-
menn), blautlig kvæði (Víagra-
blús) og brennivínskvæði (Hann
Sigurjón frændi) en fleira er
þarna að finna og af nógu að taka
enda lögin sextán að tölu.
Það verður að segjast að þetta
er fyrirtaks vísnaplata. Kristján
hefur þann háttinn á að hafa rödd
sína ráma í sumum lögum, eflaust
til að leggja áherslu á innihald
textanna en reyndar fer ekki
alltaf vel á því. Hans eiginlega
söngrödd hljómar alveg nógu vel
eins og hún kemur af kúnni (sbr.
Ég ætlaði bara). En segja má að
hin ráma rödd hæfi vel efninu í
Allt í lagi, svo að dæmi sé tekið,
og nokkrum öðrum lögum.
Hvað lagasmíðar varðar hefur
Kristjáni virkilega farið fram frá
síðustu plötu. Sem dæmi um
ágæta vísnamúsík má nefna titil-
lagið ásamt Allt í lagi og Sestu hjá
mér góði Guð. Síðastnefnda lagið
er sálmur og vel heppnað verk
hvað varðar innihald og ekki síst
flutning skáldsins og þeirra
bræðra Magnúsar Kjartanssonar
á harmoníum og Kjartans Más
Kjartanssonar á lágfiðlu. Dettur
eflaust mörgum áheyrendum í
hug maður að nafni Tom Waits
enda auðheyrt að það er með ráð-
um gert. Ásamt vögguvísunni
Fljúga himins englar eru þessi
tvö síðustu lög disksins hápunkt-
ar hans og sýna vel að þaö er ekk-
ert athugavert við það að vera al-
vörugefinn af og til.
Margt ágætra hljómlistar-
manna kemur við sögu á diskin-
um og of langt mál að telja þá alla
upp. Ekki er þó hjá því komist að
minnast á ágætan gítarleik Magn-
úsar Einarssonar. Svo eru þarna
„týpur“ á borð við Birgi Bragason
og Ásgeir Óskarsson og Magga
Stína syngur með í einu lagi.
Kristján blæs svo i munnhörpu
öðru hvoru.
Ingvi Þór Kormáksson
IDAC
MCHAMBORGARI
McOstborgari
aðeins 99,-
'WM
m.
McDonald's
fC
W)
rs
*D
ns
§>
8$
(3 E
ÖJD fS
(31
X3
3 5
CT<D
m
* S>
fD
TJ
3
Austurstræti 20 • Suðurlandsbraut 56 • Kringlan