Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2001, Blaðsíða 28
44
FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001
Tilvera DV
lí f iö
Um helga menn
Kvöldsamkoma verður í
Skálholtsdómkirkju í kvöld. Sr.
Sigurður Sigurðarson flytur
erindi sem hann nefnir: Um
helga menn og tengsl þeirra við
daglegt líf. Hinn færi organisti
Erich Piasetzki frá Berlín leikur
ýmis orgelverk á hljóðfæri
kirkjunnar.
Krár
■ MTV VÉRÐLAUNIN A GÁUKNUM
Sýnt verður beint frá afhendingu
MTV-tónlistarverölaunanna á Gauki
á Stöng. Land og synir leikur.
Leikhús
■ HVER ER HRÆDDUR? Leikritiö
Hver er hræddur við Virginíu Woolf?
eftir Edward Albee verður sýnt í
kvöld kl. 20 á litla sviði Þjóðleik-
hússins.
■ VATN LÍFSINS í kvöld verður Vatn
lífsins eftir Benóný Ægisson sýnt á
stóra sviði Þjóðleikhússins.
■ PAUÐAPANSINN Svninein
Dauðadansinn eftir August
Strindberg veröur á litla sviöi
Borgarlelkhússins í kvöld. Það er
Strindbergshópurinn sem stendur
að sýningunni.
■ BLESSAÐ BARNALÁN Á
Akureyri er sýningin Blessað
barnalán eftir Kjartan Ragnarsson á
vegum Leikfélags Akureyrar.
Fundir og fyrirlestrar
■ uÁPU ÞÉÍM EYRA Unair
höfundar troða upp á Súfistanum,
bókakaffi Máls og menningar í
kvöld. Þar veröur lesiö úr eftirtöldum
bókum: Brotinn taktur eftir Jón Atla
Jónasson, Hótel Kalifornía eftir
Stefán Mána og Sigurvegarinn eftir
Magnús Guömundsson. Dagskráin
hefst kl. 20.00.
■ MILTISBRUNI Á KELPUM
Eggert Gunnarsson dýralæknir flytur
erindið Miltisbruni í bókasafni
Keldna á morgun, kl. 12.30.
Tónlist
■ BLUS I HAFNARFIRÐI
Blústónlelkar verða í kvöld á
Asvöllum í Hafnarfirði. Fram koma
KK, Maggi Eiríks og Þorleifur,
ásamt Biúsþrjótunum á vegum
listahátíðar í Hafnarfiröi.
■ KRISTJANA PJASSAR í K>NP
Kristjana Stefánsdóttir heldur
útgáfutónleika í kvöld í lönó í tilefni
af útkomu fýrstu sólóplötu sinnar.
Þeir hefjast kl. 21.00.
■ LEVNIFÉLAGH) OG RAGGA
Funký-djass veröur á Vídalín í kvöld
með hljómsveitinni Leynifélaginu,
ásamt söngkonunni Röggu Gröndal.
■ PJASS Á MÚLANUM Tríó þeirra
Jóels Pálssonar saxófónleikara,
Hilmars Jenssonar gltarleikara og
Matthíasar Hemstocks
slagverksleikara verður á Múlanum í
kvöld. Leikurinn hefst kl. 21.30.
■ SÁLIN 1 LOFTKASTALANUM
Sálin hans Jóns míns heldur
útgáfutónleika í kvöld í
Loftkastalanum í tilefni af Logandi
Ijósi, hinni nýju plötu sveitarinnar.
Sýningar
■ KRISTINN E. Á ÍSAFIRÐI
Myndlistarmaöurinn Kristinn E.
Hrafnsson sýnir skúlptúra og
teikningar í Slunkaríki á ísafirði.
Sýninguna nefnir hann: Síðasta
stund og nokkur önnur verk.
Sjá nánar: Lífiö eftlr vinnu á Vísi.is
Nýt þingmennskunn-
ar í fyrsta sinn
DV-MYND BRINK
Þykir gaman á þingi
Soffía Gísladóttir kveöst vonast til aö geta unniö landsbyggöinm gagn því ekki veiti af.
„Ég kann mjög vel við mig á Al-
þingi,“ segir Soffía Gísladóttir bros-
andi en hún situr á þingi þessa dag-
ana sem varamaöur Halidórs Blön-
dal samgönguráðherra. Hún kveðst
hafa mjög gaman af að grúska í
mörgum þeirra mála sem komi til
kasta þingsins. „Hér eru hlutirnir
að gerast og maður kemst ekki í
betri tengsl við þjóöfélagið en hér.
Þetta er hringiðan," segir hún. Soff-
ía hefur tvívegis áður komið inn á
þing og kveðst vera að sjóast í
vinnubrögðunum þar. „Eftir því
sem maður kemur oftar verður
maður kjarkaöri að koma fram með
mál, snúast til andsvara og taka
fullan þátt í störfunum."
Alltaf haft munninn fyrir neö-
an nefið
Soffia er frá Húsavík. Flutti þang-
að sem ungbarn og ólst þar upp. Bjó
síðan í Reykjavík og á Ítalíu á
námsárum en flutti aftur heim til
Húsavíkur fyrir sjö árum. Þar er
hún félagsmálastjóri og stýrir stofn-
un sem heitir Félags- og skólaþjón-
usta Þingeyinga er nær yfir 13 sveit-
arfélög í báðum Þingeyjarsýslum.
Hún er því vön að tala opinberlega.
„Ég hef haft munninn fyrir neðan
nefið frá því ég man eftir mér,“ seg-
ir hún hlæjandi og kveðst til dæmis
hafa verið formaður málfundafé-
lagsins í Versló á sínum tíma. „Mér
hefur alltaf liðið vel í ræðustól og ég
verð að segja að pontan niðri á
þingi er þægileg," segir hún og ber
orðið „pontan" fram á hreinni norð-
lensku; „ponntan".
Sendi mjólk úr sér norður
Soffia lætur sig ekki muna um að
skreppa hingað suður til að sinna
landsmálunum þegar með þarf og
skilur þá eiginmann og fjögur böm
eftir fyrir norðan. Eiginmaðurinn
heitir Aðalgeir Sigurðsson og er for-
stöðumaður bókasafnsins á Húsa-
vík. Elsta barnið er 14 ára og það
yngsta er eins árs dóttir. Þegar haft
er orð á að erfitt hljóti að vera að
fara frá þeirri litlu segir hún það
ekki mikið mál núna miðað við fyr-
ir ári er hún var kölluð inn á þing í
þrjár vikur. „Þá var ég nýkomin
Maður llfandi
með dótturina heim af vökudeild,
því hún fæddist þremur mánuðum
fyrir tímann. Ég fór suður með
mjaltavélina með mér og sendi
mjólkina reglulega norður,” rifjar
hún upp. Síðastliðið vor þegar Soff-
ía sat á þingi í fimm vikur kveðst
hún hafa tekið litlu dótturina með
og gefið henni brjóst í fundarhléum.
„Þetta er því i fyrsta sinn sem ég
nýt þingmennskunnar," segir hún
glaðleg og fullyrðir aö dóttirin unga
sé í góðum höndum dagmömmu
þegar faðirinn sé í vinnunni.
„Svona bamastand þarf ekkert að
stoppa mann, ef maður á góða að,“
segir hún og bætir við að eldri böm-
in hafi fullan skilning á þessu brölti
móður sinnar og hafi gaman af að
fylgjast með henni.
Eru byggðarmálin hugleikin
En hver eru helstu baráttumál
Soffiu á þinginu? Því svarar hún
svo: „Ég er mikil landsbyggðar-
manneskja í hjarta mínu og þykir
sorglegt að sjá hver þróunin er viða
um landið. Ég er í fjármálanefnd
núna og legg þar áherslu á ýmis
byggðarmál. Vissulega hef ég sinnt
mínum málaflokki, svo sem barna-
vemd og fleiri slíkum. Þar eð eng-
inn félagsráðgjafi er innan þing-
mannaliðs Sjálfstæðisflokksins
kemur reynsla mín að góðum not-
um þar. Núna er ég með fyrirspurn
til heilbrigðisráðherra um offitu ís-
lendinga. Rannsóknir sýna að þjóð-
in verður þyngri og þyngri með
hverju árinu sem líður og þó nokk-
uð margir einstaklingar sem þjást
af offitu geta ekki tekið þátt í hinu
daglega lifi þess vegna. Ég tel að
þarna sé viss tegund fotlunar á ferð
og stuðnings sé þörf við þetta fólk.
Við sjáum böm sem þjást af offitu.
Þau eru útilokuð frá ýmsu sem önn-
ur böm geta tekið þátt í og verða
fyrir aðkasti og erfiðleikum vegna
síns sköpulags. Síðan er mikil
spenna núna í samgöngumálmn í
mínu kjördæmi, sérstaklega í sam-
bandi við Öxarfjarðarheiði. Ég
fylgist vel með þeim. í raun er mér
ekkert mannlegt óviðkomandi."
-Gun.
Strindberg og stjörnuleikur
Kolbrún
Bergþórsdóttir
skrífar.
- segir Soffía Gísladóttir varaþingmaður
I vor tók ég góðan tíma í að lesa
tveggja binda útgáfu á leikritum
Strindbergs í þýðingu Einars
Braga. Leikritið sem mér fannst
mest til koma var Dauðadansinn.
Þetta heiftúðuga hjónabandsupp-
gjör sló mig hreinlega út af laginu,
hatrið varð stundum svo yfirþyrm-
andi. Þarna voru tvær manneskjur
sem höfðu búið saman í tuttugu og
fimm ár að gera upp málin. Orð
kapteinsins um hjónaband þeirra:
„Víst hefur þetta verið ömurlegt,
kæra Alís“ gefa tóninn.
Um daginn sá ég þetta leikrit í
leikstjóm Ingu Bjarnason. Þrátt
fyrir leikmuni og búninga sem vís-
uðu aftur til 1900 var svo greinilegt
að leikritið á enn erindi við sam-
tímann. Tvær manneskjur sem eru
einangraðar á eyju, hata hvor aðra
en geta samt ekki verið án hvor
annarrar. Tímalaus staða. Textinn
er magnaður, fullur af kaldhæöni
og grimmd. Samt kalla persónum-
ar ekki á andúö, kannski vegna
þess að þær eru svo aumkunar-
verðar.
Ég verð að viðurkerina að ég er
sennilega í hópi erfiðustu leikhús-
gesta. Ég hrífst ekki auðveldlega af
sviðsleik. Mér finnst alltof oft að
„Mér finnst alltof oft að leikarar séu meðvitaðir um
að þeir séu á sviði, frammi fyrir áhorfendum. Leikur-
inn virkar því iðulega á mig sem tilgerð og mér fer að
leiðast. En í Dauðadansinum sá ég einn magnaðasta
leik sem ég hef séð í íslensku leikhúsi. Erlingur Gísla-
son leikur kapteininn af slíkri innlifun að það er
hrein unun á að horfa. “
leikarar séu meðvitaðir um að þeir
séu á sviði, frammi fyrir áhorfend-
um. Leikurinn virkar því iðulega á
mig sem tilgerð og mér fer að leið-
ast. En í Dauðadansinum sá ég
einn magnaðasta leik sem ég hef
séð í íslensku leikhúsi. Erlingur
Gíslason leikur kapteininn af
slíkri innlifun að það er hrein
unun á að horfa. Hann verður að
persónunni, opinberar hroka
hennar, hégómaskap, viðkvæmni
og vamarleysi. Manni fer ósjálfrátt
að þykja vænt um persónuna af
því hún er svo mannleg og brot-
hætt og óhamingjusöm.
Það er gaman að fara í leikhús
og sjá leik sem er á heimsmæli-
kvarða. Nú er það ekki svo að Er-
lingur geri sér far um að skyggja á
meðleikara sína. Hann nær bara
slíkum tökum á persónu sinni að
aðrir leikarar eins og hverfa í
skuggann. Kannski erfitt fyrir þá
en upplifun fyrir áhorfandann.
Góðu og skemmtilegu hjónin sem
sátu við hliðina á mér voru í skýj-
unum alveg eins og ég. Þeim
fannst líka aö þau væru að upplifa
nokkuð stórkostlegt. Þetta er
blanda sem svínvirkar: Erlingur
og texti Strindbergs.