Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2001, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001
Skoðun ,
Menn bitu á agnið og keyptu
/ biðröö eftir bréfunum.
Trúin á fyrirtækin fyrir bí
Spurning dagsins
Er snjórinn blessun eða bölvun?
(Spurt í vetrarríki á Akureyri)
Ingólfur Sigurðsson, fv. skipstjóri:
Á þessum árstíma er allt í lagi að
hafa snjó.
Freydís Karlsdóttir, nemi:
Bölvun, það er hrollur í mér þegar
snjóar svona.
Atli Hergeirsson, atvinnulaus:
Mikil bölvun, maðurinn er hitabettis-
dýr.
Gústaf Oddsson, leigubílstjóri:
Það er bara gaman að sjá snjóinn,
þetta verður tekið upp um helgi.
Ólöf Guðmundsdóttir, húsmóðir:
Þegar snjórinn er lýsist upp skamm-
degið. Eg horfi alltaf á björtu hlið-
arnar.
Jón Davíösson, rafvirki:
Hann er bölvun, en samt hluti af iífs-
ins gangi.
Stefán Halldórsson
skrifar:
Það eru ekki nema nokkur misseri
liðin, segjum svona fjögur eða fimm, í
mesta lagi, frá því að ungir menn og
snyrtilegir, íkiæddir svörtum jakka-
fötum birtust á skjá sjónvarpstækj-
anna og töldu landsmenn á að kaupa
hlutabréf í hinum og þessum fyrir-
tækjum. Menn bitu á agnið og keyptu.
Sumir stórt og mikið, tóku jafnvel lán
hér og þar, sóttu þau meira að segja á
erlendan lánamarkað, með það fyrir
augum að koma sér vel fyrir eins og
það er kallað.
Ég minnist sjónvarpsþáttar á Skjá
einum, sem hét Skotsilfur, þar sem
tveir eða fleiri af þessum ungu
snyrtipinnum reifuðu stöðu fyrir-
tækja. Þeir skiptu þeim niður í flokka,
sem þeir kölluðu „Bola“ og „Birni“,
og veðjuðu sín á milli um hver þeirra
tilheyrðu þeim sem væru á uppléið og
hver á niðurleið. íslendingar eru við-
kvæmir fyrir því sem þeim er „bent
á“ af einhverjum sem þeir telja að
hafi sérmenntað sig á þvi sviði sem til
umræðu er hverju sinni. Þeir kok-
Þorsteinn Sigurðsson
skrifar:
Alltof lengi hafa menn haldið að
verðbólga sé hækkun á vöruverði. Hið
rétta er að verðbólga er verðfall á
gjaldmiðli og þess vegna þarf að
hækka vöruverð. Gjaldmiðlar falla í
verði vegna þess að það er offramboð
af þeim. Mér sýnist peningamagn i
umferð (kallað M3) hafi stóraukist hér
á árunum 1998-2000 og það sé ástæðan
fyrir verðbólgunni. Það voru auðvitað
mistök hjá Seðlabankanum að láta
peningamagnið aukast umfram vöxt í
hagkerfinu. Bankinn hefði átt að
hækka vexti miklu meira og miklu
fyrr til að draga úr peningamagninu
en ef til vill átti hann óhægt um vik á
meðan svonefnd fastgengisstefna var
„Eftir svo mikla kollsteypu sem
jyrirtœki hérlend hafa tekið á
undanfömum misserum er til-
gangslaust að halda að almenn-
ingur sé tilbúinn að trúa
hverju sem er þótt forsvars-
menn fyrirtækja sé farið að
lengja eftir nýju áhœttufjár-
magni frá álmenningi.“
gleyptu spárnar drengjanna á Skot-
silfri, á vefsíðunum og í bönkutjium,
og bókuðu sig fyrir hlutabréfum í bak
og fyrir.
Flestir töpuðu stórt, aðrir töpuðu
og sér ekki högg á vatni, en margir
töpuðu sér til stórs skaða og sitja uppi
með sárt ennið næstu árin. Einhverj-
ir græddu, en það voru helst þeir sem
létu spárnardiggja milli hluta, keyptu
kannski ríkisskuldabréf eða önnur
verðbréf eða komu ekki nærri neinu
af þessu. Siðan hafa hlutabréf í fyrir-
tækjum ekki verið mjög eftirsótt. Og
era ekki enn.
„Það voru auðvitað mistök
hjá Seðlabankanum að láta
peningamagnið aukast um-
fram vöxt í hagkerfinu. -
Bankinn hefði átt að
hcekka vexti miklu meira
og miklu fyrr til að draga
úrpeningamagninu ..."
við lýði og erlendur gjaldeyrir flæddi
til landsins í lánaformi. Peninga-
magnið minnkar nefnilega þegar vext-
ir eru hækkaðir þar sem menn halda
þá að sér höndum og sjá sér hag í því
að spara. Ef hann hefði hækkað vexti
Nú birtast fréttir um að verðmæti
fyrirtækja í sjávarútvegi rjúki upp.
Þar sé að baki hátt aflaverð, lækkun
olíuverðs o.fl. Og nú sé mikiil verð-
snúningur á verðbréfaþingum. En
hver trúir þessum boðskap? Ég fagna
því ef sjávarútvegsfyrirtæki ganga vel
þessa stundina. Ekki veitir þjóðarbú-
inu af. Ég er samt hræddur um að trú-
in á fyrirtækin séu með veikara móti.
Ég læt a.m.k. verðbólguna hjaðna
verulega áður en ég reiði fram fé til
kaupa á hlutabréfum i fyrirtækjum,
hverju nafni sem nefnast.
Eftir svo mikla kollsteypu sem fyr-
irtæki hérlend hafa tekið á undan-
förnum misserum er tilgangslaust að
halda að almenningur sé tilbúinn að
trúa hverju sem er þótt forsvarsmenn
fyrirtækja sé farið að lengja eftir nýju
áhættuijármagni frá almenningi.
Þátttaka starfsfólks í kaupum á
hlutabréfum í fyrirtækjum sem þeir
vinna hjá og hefur verið boðið með
„sérstökum kjöram" hefur ekki
reynst þeim sérstakur happadráttur. -
Sporin má sjá víðs vegar um þjóðfé-
lagið og þau spor hræða.
í tíma gæti hann verið búinn að
lækka vextina aftur núna þegar
hægist um i hagkerfinu.
En þessi mistök eru ekki ný af nál-
inni. Ástæðan fyrir „Kreppunni
miklu" í Bandaríkjunum var af sama
meiði. Seðlabanki Bandaríkjanna lét
peningamagnið fara úr böndunum á
þriðja áratug aldarinnar með tilheyr-
andi ofþenslu, hlutabréfaverði í hæstu
hæðum og röngum fjárfestingum.
Hann hafði vextina nefnilega of lága.
Þegar tók að kreppa að hækkaði hann
vextina og dýpkaði og lengdi krepp-
una. Bandaríkjamenn hafa lært af
þessu og á meðan uppgangurinn var
sem mestur vestra voru vextir hækk-
aðir en hafa nú lækkað. - Öfugt við
það sem Seðlabanki íslands gerir.
M3 - leynivopn Seðlabankans
íslenski draumurinn
Mikið hefur verið fjallað um ungan íslenskan at-
hafnamann sem ýtt hefur úr vör nýrri póstverslun
undir vinnuheitinu „Costgo". Þessi ungi maður hef-
ur í hyggju að selja íslendingum varning við svo
ódýru verði að annað eins hefur ekki sést hér á
landi fyrr. Era þá meðtalin öll Elkóin og Bónusin
sem skotið hafa upp kollinum í gegnum árin. At-
hafnamaðurinn ungi notaði tækifærið og auglýsti
vaming sinn í Fréttablaðinu. Margir sáu þarna
möguleika á að láta draum sinn um að eignast nýtt
sjónvarp eða önnur heimilistæki rætast. Væntingar
fjöldans höföu verið vaktar og fréttin flaug eins og
eldur í sinu um landið - að nú væri hægt aö eign-
ast 29 tommu sjónvarp fyrir 15 þúsund krónur! Fyr-
ir lífsgæðakapphlaupssjúka þjóð var tilkoma
„Costgo" slíkt lausnarorð að heilu fjölskyldurnar
grétu af einskærri hamingju.
Vafasöm viðskipti
En Adam var ekki lengi í Paradís. Nú hafa fjöl-
miðlar bent á að fyrirtækið Costgo er e.t.v. ekki
eins traust og önnur póstfyrirtæki og allt eins lík-
legt að hér sé á feröinni einhver vafasamur
business. Þannig hafa fjölmiðlar keppst við að flytja
fréttir af þvi að ekki sé hægt að ná tali af forsvars-
manni fyrirtækisins, og að fátt af því sem þessi at-
hafnamaður segi, þegar loksins næst í hann, stand-
ist nánari skoðun. Þá eru Samkeppnisstofnun, lög-
regluyfirvöld, Neytendasamtökin og fleiri í miklum
vafa um gildi þessarar kjarabótar, og telja mjög
ósennilegt aö farið hafi verið eftir lögum og reglum
varðandi stofnun og starfsemi þessa merka fyrir-
tækis. Öllu hefur þessu verið skilmerkilega haldið
til haga í fjölmiðlum og DV bendir í gær á að at-
hafnamaðurinn sjálfur á að baki nokkuð vafasama
fortíð í dómskerfinu hvað svona nokkuð varðar.
Engu að síður berast fréttir af því að landsmenn
gerist áskrifendur að póstlistanum og borgi fyrir
um 5000 krónur.
Stóra fréttin
Samkvæmt síðustu tölum höfðu um 7000 manns
látið fimm þúsund kallinn af hendi rakna til að
geta keypt sér ódýr heimilistæki hjá Costgo. Jafn-
vel þótt sú tala hafi verið tífölduð er ljóst að tugir
og hundruð íslendinga hafa stokkið til og keypt sér
pöntunarlista og látið sér í léttu rúmi liggja þótt
eitthvað vafasamt kynni að vera við viðskiptin. Það
er auðvitað stóra fréttin í málinu! Þetta er fólk sem
vill láta drauminn rætast, íslenska drauminn, að fá
mikið fyrir lítið með auðveldum hætti. Það er á
stundum sem þessari sem Garri sér hve sönn kvik-
myndin „íslenski draumurinn" er. Tóti með Ópalsí-
garetturnar frá Búlgaríu var athafnamaður sem var
fagnað af þeim sem þurftu að kaupa svona vörar.
Rétt eins og Costgo. Og rétt eins og kerfiskarlar
brugðu fæti fyrir Tóta þá virðast kerflskarlar nú
ætla að bregða fæti fyrir Costgo, bara vegna þess
að einhver smáatriði eru ekki í lagi. Já, ísland er
augljóslega ekki land fyrir þá athafnamenn sem
kunna að uppfylla islenska drauminn.
Garri
Dekk til
vetraraksturs
Þórður Pálsson hringdi:
Umræðan um
vetrardekkin er
einkar dæmigerð
um deiluna um
keisarans skegg.
En nú snýst um-
ræðan mest um
mengun, svifryk
eða hávaða frá
nagladekkjunum
gagnstætt öðrum
tegundum dekkja,
t.d. harðkorna- og
loftbóludekkjum. Deiluna má þó rekja
til tryggingafélaganna. Þú ekur í
hálku eða ófærð. Tryggingafélagið
spyr: Hvernig voru dekkin? Sé um
venjuleg dekk að ræða (og þau eru
leyfileg allt árið) þá telst það ekki
gott, heldur ekki önnur gúmmídekk
án nagla. Því eru það nagladekkin ein
sem tryggingafélögin í raun taka góð
og gild. Er nokkur furða þótt þessi
dekk séu tekin fram yfir önnur?
Vetrardekk gróf
og negld
Þau einu sem
duga.
60% vexti strax?
Þóra Jónsdóttir skrifar:
Það er látið eins og svonefnt „mót-
framlag" atvinnurekanda og ríkis í
frjálsum lífeyrissparnaði gefi 60%
ávöxtun strax. Mótframlagið frá at-
vinnurekendum er hins vegar ekkert
annað en umsamin launakjör starfs-
manna. Það kemur auðvitað frá
launagreiðanda eins og aðrar launa-
greiðslur, en er ekki frábrugðið að
öðru leyti en því að menn þurfa að
spara með ákveðnum hætti til að fá
þetta framlag. Þetta er þvi engin 60%
ávöxtun eins og auglýst hefur verið af
kappi undanfarið, aðeins umsamin
laun. Ríkið og hinir víðfrægu miðstýr-
ingarsinnar sem nefnast „aðilar
vinnumarkaðarins" hafa nefnilega
komið sér saman um að það sé best
fyrir alla að leggja sparifé í lífeyris-
sjóði. Helst í lífeyrissjóðina þar sem
fulltrúar aðila vinnumarkaðarins
sitja í stjórn og geta spilað með sparn-
að fólksins.
Sáttatillaga
ríkissáttasemjara
Kristinn Sigurðsson skrifar:
Mér finnst að
ríkissáttasemjari
ætti oftar að koma
fram með sáttatil-
lögu, þótt það sé
kannski um leið
vonlítið að hún
verði samþykkt.
Sáttatillaga hreyfir
við málunum og
því er hún ekki
óþörf eða vonlaus
með öllu. Það er
vissulega vitavert af ríkisvaldinu, eða
borgarstjórn, að slíkur dráttur skuli
verða á samkomulagi milli deiluaðila
eins og nú er raunin með þá tvo hópa
sem eru í verkfalli. Ríkið er t.d. þessa
dagana að leggja stétt sjúkraliða í rúst
og svo er talað um góðæri í sömu
andrá. Það nær a.m.k.ekki til sjúkra-
liða eða verkafólks.
í Karphúsinu
Tíðari tillögur
sáttasemjara.
Nauðgun er glæpur
Tvær stúlkur úr Breióholti SKrifa:
Nauðgun er alvarlegur glæpur. Svo
virðist ekki vera í augum hins opin-
bera. Nauðgunum hérlendis fjölgar á
sama tíma og afbrotamennirnir kom-
ast í flestum tilvikum upp með glæp-
inn. Því miður þekkjum við, og fleiri
konur, mörg dæmi um það. Margar
konur hafa orðið fyrir barðinu á kyn-
ferðisglæpamönnum, orðið fyrir
nauðgun eða kynferðislegri áreitni.
Nauðgararnir sleppa ailtof oft, lögregl-
an neitar að ákæra og þeir eru ekki
sakfelldir fyrir þann hroðalega glæp
sem þeir hafa framið. Þess vegna
spyrjum við: Hvernig verða þessir
menn stöðvaðir ef réttarkerfið tekur
ekki á þeim?
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn f síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangið:
gra@dv.is
Eða sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þverholti 11,105 ReyKjavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar með bréfunum á
sama póstfang.