Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2001, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2001, Blaðsíða 32
 RUSS'bangsarnir eru koinnír til Islands ' v FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREISEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. So'ne!fe Heildverslunin Bji Sími S67 415 550 5555 FIMMTUDAGUR 8. NOVEMBER 2001 Forstöðumaður peningamálasviðs Seðlabankans: Vaxtamunurinn er mjög mikill - en verðbólgan hér hærri en í nágrannalöndum „Við segjum ekkert um það,“ seg- ir Tómas Örn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri peningamálasviðs Seðlabanka íslands, spurður hvort bankinn hyggist lækka vexti í dag, fimmtudag, en síðdegis í dag kemur út ný veröbólguspá frá bankanum í ársfjórðungsriti bankans, Peninga- málum. Margir binda vonir við að þau skilaboð sem koma fram í verð- bólguspánni verði um vaxtalækkun, en bæði íslandsbanki og Kaupþing hafa lýst því yflr að forsendur séu til vaxtalækkunar. Eins og fram kom í DV í gær er vaxtamunurinn milii ís- lands og útlanda orðinn mjög mikill. Nákvæmlega hversu mikill þessi vaxtamunur er fer eftir því hvaða viðmið eru notuð. í blaðinu í gær var bent á að ef miðað er við 3 mánaða millibankavexti kemur í ljós að mun- urinn var í fyrradag tæp 9% (8,65%) Þróun vaxtamunar - Hér má sjá þróun vaxtamunar í 3 mánaða miHibankavöxtum á' "sca ankavöxtum á fslandi og/ REBOR 3M ÍVextlr erlendls REBOR 3M 10/89 01/00 04/00 07/00 1Q/00 01/01 04/01 07/01 10/01 milli íslands og vegins meðaltals sam- bærilegra vaxta í nágrannalöndum. Tómas segir aðra viðmiðun vera 3ja mánaða ríkistryggða skammtíma- víxla, en þar er þessi munur aðeins minni eða 7,61%. Stýrivextir Seðlabanka í ólíkum löndum eru nokkuð mismunandi og eru þeir 10,9% hjá Seðlabanka Islands, 2% hjá Seðlabanka Bandaríkj- anna, 3,75% hjá Evrópusam- bandinu og 0% í Japan, en alla ber þessa mælikvarða að sama brunni, að vaxtamunur- inn milli íslands og útlanda sé orðinn óvenjumikill. „Já það er ljóst að vaxtamunurinn er mjög mikill og ef við horfum til þess sem við nefnum raun- stýrivextir þá hafa þeir verið að hækka, eða eins og það er stundum kallað þá hefur aðhaldið verið aö aukast. En við verðum líka að hafa í huga að við erum með 8% verðbólgu hér á íslandi á meðan við- miðunarlöndin eru með um 2-3% verðbólgu," segir Tómas Örn. -BG í snjónum nyrðra Þaö snjóaöi mikiö á Akureyri í gær svo starfsmenn bæjarins hafa haft mikiö aö gera viö aö ryöja göturnar og var þessi snjómokstursmynd tekin í morg- un. Snjórinn verður þó vísast ekki lengi því um landið allt er spáö hlýnandi veöri og hláku. Í i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i Góð afkoma hjá Norðuráli Norðurál hagnaðist um rúmlega 500 milljónir króna á síðasta ári, og fyrstu níu mánuði yfirstandandi árs hefur fé- lagið verið rekið með 800 milljóna króna hagnaði. Nettóvelta fyrirtækis- ins var 70 milljónir dollara á síðasta ári en fyrstu níu mánuði þessa árs var veltan 62 milljónir dollara. Framleiðsla á áli var 58 þúsund tonn á síðasta ári en þegar hafa verið framleidd 52 þús- und tonn á þessu ári. Við stækkun Norðuráls fjölgaði stöðugildum úr 164 í liðlega 200 á árinu 2001. -JBP Samningaviðræð- ur af stað aftur Samningavið- ræður sjúkraliða og ríkis eru nú komnar af stað aftur. Næsti fund- ur hefur verið boðaður ki. 13 í dag. í gær var unnið í vinnuhópum þar sem tekin voru fyrir samningsat- önnur en launaliðurinn. Frekari sjúkraliða og sjálfseignar- látnar bíða þar til Kristín A. Guömundsdóttir. riði, viðræður stofnana verða samningur hefur komist á við ríkið. Þó hefur verið boðaður fundur með þeim og sjúkraliðum nk. mánudag til að ræða vinnustaðasamninga. -JSS Meginlínur í nýju R-listasamstarfi að skýrast: Samfylking fær þrja, Framsokn og VG tvo Ingibjörg Sólrún utan sviga, Framsókn fær 1. sætið og VG forsetann Meginlínur í samningaviðræðum R-listaflokkanna hafa nú skýrst og er líklegt að samkomulag um bæði mál- efni og uppstillingu geti náðst mjög fljótlega. Samkvæmt þeim samnings- drögum sem nú liggja fyrir verður ekki haldið sameiginlegt prófkjör, en ílokkarnir tilnefna sitt fólk sjálfir. Samfylkingin fengi samkvæmt þessu þrjú sæti á listanum en Framsókn og VG tvö. Vinstri grænir fengju hins vegar forseta borgarstjómar ef R-list- inn vinnur borgina en Framsóknar- ílokkurinn fengi efsta sætið á listan- um og auk þess fyrsta val í nefndir. Hver flokkur fengi þá fimm nefndar- formennskur i sinn hlut. Samkvæmt heimildum DV er þokkaleg sátt um þessar meginlínur í Framsóknar- flokki og hjá Vinstri grænum, en ein- hverra efasemda mun gæta enn í röð- um Samfylkingarinnar. Varðandi stefnumál er ljóst að stærstu hindrun- inni var rutt úr vegi þegar stjórn Páll Halldórsson. Orkuveitu Reykja- víkur ákvað að breyta félaginu f sameignarfélag í stað þess að hluta- félagsvæða það, en VG hafði gert mjög alvarlegar athugasemdir við það að standa að slíku. Erfiðu mál- in hafa snúið að því hvernig útfæra á skiptinguna milli flokkanna þriggja inn á Reykja- víkurlistann og hvernig embætti og áhrif skiptast milli fylkinga. Um nokkurt skeið hefur legið fyrir sam- komulag um að 8. sætið, sæti Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur verði tekið út fyrir sviga og hún ekki talin með í kvótum hinna einstöku flokka. Það þótti þó hvorki framsóknarmönn- um né vinstri grænum sjálfsagt mál, í ljósi þess að hún er yfirlýst samfylk- Armann Jakobsson. Guöjón Olafur Jónsson. ingarkona. Þau sjónarmið hafa verið uppi hjá Samfylkingarmönnum að flokkurinn bæri nokkuð skarðan hlut frá borði með svona skiptingu en í dag sitja 5 fulltrúar Samfylkingarinn- ar í borgarstjórninni, auk Ingibjarnar Sólrúnar. Á móti hafa Vinstri grænir bent á skoðanakannanir og að um nýjan lista sé að ræða með nýjum flokkum. Rétt er að undirstrika að ekki er búið að skrifa undir neitt samkomu- lag milli flokkanna né samþykkja það í viðræðunefndinni. Þær meginlínur sem að ofan greinir munu hins vegar vera niðurstaða undirhóps þar sem situr einn fuUtrúi frá hverjum flokki. Þetta eru þeir Guðjón Ólafur Jónsson frá Framsóknarflokki, Ármann Jak- obsson frá VG og PáU Halldórsson frá Samfylkingunni. Þeir hafa borið þess- ar hugmyndir upp í baklandi sínu í flokkunum tU að kanna viðbrögð og er talið mjög líklegt að þessi eða ein- hver keimlík niðurstaða verði ofan á. FuUtrúar I viðræðunefndinni vUdu ekki tjá sig efnislega um þessi mál þegar DV leitað eftir þvi við þá. „Ég tel að það geti einugis spUlt fyrir að vera að tjá sig um þetta á þessu stigi,“ sagið Ármann Jakobsson. Guðjón Ólafur sagði einfaldlega að viðræður gengju vel en hann teldi ekki ástæðu tU að fjölyrða að svo komnu máli um eina tegund útfærslu umfram aðra. -BG FÆR SJALFSTÆPIS- FLOKKURINN EINN? íslandspóstur: Dreifing hefst í dag Starfsemi póstmiðstöðvar Islands- pósts við Stórhöfða hófst aftur í morgun eftir að ljóst var að duft sem barst i böggli frá Austurlönd- um reyndist skaðlaust. „Þetta eru miklar gleðifréttir og mikUl léttir fyrir alla starfsmenn. Lokun póstmiðstöðvarinnar í gær mun hafa í for með sér einhverja seinkun á dreifingu en nú verður hafist handa við að flokka þann póst sem fyrir er. Við stefnum að því að bera út sem mest af pósti í dag en það er þó ljóst að eitthvað af pósti verður að bíða morguns," sagði Ein- DV-MYND ÞÖK Grunur um miltisbrand Lögregla flytur nokkra starfsmenn á brott eftir atvikiö í gær. ar Þorsteinsson, forstjóri íslands- pósts, í samtali við DV í morgun. Póstmiðstöðinni var lokað siðdeg- is í gær vegna dularfullrar duftsend- ingar. Húsið var innsiglað og þrett- án starfsmenn voru sendir á sjúkra- hús til rannsóknar. Einar segir fyr- irtækið munu vinna áfram sam- kvæmt fyrri öryggisreglum enda hafi viðbragðsáætlun gengið full- komlega upp í gær. „Við erum mjög ánægð með viðbrögð starfsfólks og teljum að það hafi staðið sig vel við þessar aðstæður," sagði Einar Þor- steinsson. -aþ Utiljós Rafkaup Armúla 24 • S. 585 2800 STYÐJU jólakort mAírabbameinsfélagib í starfi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.