Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2001, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2001, Side 13
13 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 DV „Ég geri öllum miska sem ég ann“ íslendingur í útlöndum í nánum tengslum við yfirstétt og ríkidæmi; vafasöm fortíð og yfirvofandi uppgjör í samtím- anum. Engum sem las Slóð flðrildanna eftir Ólaf Jöhann Ólafsson getur dulist að Krist- ján Benediktsson, aðalpersóna Hallar minninganna eftir sama höfund, er náfrændi Ásdísar, aðalpersónu þeirrar sögu. Bækurnar tvær eiga fleira sameiginlegt en þessa drætti í lýsingu aðalpersónanna. Frásagnaraðferð Hallar minninganna er um margt svipuð Slóð fiðr- ildanna. í sögunni eru tvö tímaplön. Sögumaður- inn, Kristján, rifjar upp sitt fyrra líf jafnframt því sem dregur til tíðinda í sögutímanum. Sagt er frá í stuttum köflum sem birta sögu hans í brotum, brotin eru ekki í nákvæmri tfmaröð en raðast sam- an að lokum. Stundum er þó vikið frá þessari að- ferð og við fáum innsýn í það líf sem Kristján hef- ur yfirgefið, og þá harma sem hann hefur kallað yfir aðra. Bókmenntir Sagan er verulega vel fléttuð saman. Ólafur Jó- hann hefur þarna fundið frásagnaraðferð sem læt- ur honum vel og hann öðlast sífellt betri tök á. Og Ólafur er í sífelldri framfór sem höfundur innan þess ramma sem hann hefur mótað sér. Það sem skilur á milli Hallar minninganna og fyrri bóka hans er fyrst og fremst það að harmleikur Krist- jáns Benediktssonar er dýpri en fyrri persóna í sögum Ólafs Jóhanns. Hann er dularfyllri og óskiljanlegri. Kristján Benediktsson er kominn af fátæku fólki. Hann kynnist eiginkonu sinni, Elísabetu, dóttur vel stæðs kaupmanns, í Kaupmannahöfn þar sem hann er þjónn á kaffihúsi og tekur stuttu seinna við fyrirtæki tengdaföður síns. Fyrirtækið blómstrar í höndunum á honum. Allt leikur í Öldin fjórtánda - 1301-1400 - Minnisverð tíðindi: Norska öldin og vaxandi at- vinnugrein á þessum tíma. Þá tekur fisk- ur við af vað- máli sem helsta útflutn- ingsvara þjóð- arinnar og leiddi það til gífurlegra breytinga. Sjáv- arútvegurinn efldi þær höfðingjaættir sem áttu lönd og aðstöðu í námunda við fengsæl mið og gátu komið upp verstöðvum - og stóðu norðlensk- ir höfðingjar þar best aö vígi. Hér er að finna líflega samantekt á átakamikl- um atburðum í sögu þjóðarinnar þar sem margir eftirminnilegir menn marka spor og forvitnilegir lífshættir eru rifjaðir upp. Bókin er að venju sett fram eins og blaðafréttir en í lokin er greinargóð- ur eftirmáli höfundar þar sem hann gefur yfirlit yfir helstu þætti sögunnar. Þetta er fróðleg bók og aðgengileg fyrir fólk á öllum aldri. „Bárður og Loðinn af Bakka fá bágt.“ Á þessari frétt um sneypufór erindreka Hákonar konungs háleggs hefst Öldin fjórtánda, átjánda bindið í hinni sfgildu ritröð Aldimar sem hóf göngu sína fyrir rúmri hátfri öld hjá bókaútgáfunni Iðunni. Óskar Guðmundsson tók bókina saman eins og Öldina fimmtándu sem kom út í fyrra. Það er af sem áður var þegar myndir voru fáar og svart/hvítar - nærri lætur að litmyndir séu á hverri einustu síðu í nýju bókinni. Þetta eru lang- mest ljósmyndir af erlendum listaverkum eða úr myndskreyttum handritum en gefa lesendum góða innsýn í hvemig öldin leit út, ef svo má segja, fatatísku og stíl í listum, húsbúnaði og fleiru. Einnig eru myndir af skarti, vopnum, verjum og öðrum tólum sem varðveitt eru á söfnum. Fjórtánda öldin hefur verið kölluð „norska öld- in“ í sögu íslands því við vorum undir norsku kon- ungsvaldi alla þá öld og Björgvin var höfuðborg ís- lendinga. Ekki var yfirráðum Norðmanna oft mót- mælt; þó urðu átök við norska hirðstjórann 1362 sem lauk með því að hann var drepinn á Grund í Eyjafirði eins og frægt varð. Þjóðin hafði nóg ann- að að gera en berjast við yfirvöld, hún fékk að kenna á óblíðri náttúru og ógurlegri eldgosum en dunið höfðu yfir síðan land byggðist. Heilu héruð- in lögðust í auðn og hungur og sóttir hrjáðu mann- fólkið. Samt reis íslensk menning sjaldan hærra. Norð- lenski skólinn blómstraði í sagnaritun enda stór- býlið á Hólum eitt helsta þéttbýli landsins með sinn skóla og valdamiðstöð. Meðal frægra höfunda má nefna Berg Sokkason, Lárentíus Kálfsson (sem mátti þola myrkrastofuvist og pyntingar en varð síðar biskup) og Arngrím Brandsson. Þó að helstu perlur íslenskra miðaldabókmennta væru samdar á 13. öld eru flestöll elstu handritin að þeim frá 14. öld sem er mesta bókageröaröld i sögu landsins fyrir pappírsbókatíma. Bókagerð var þá meira að segja útflutningsatvinnuvegur. Ekki má þó gleyma að Lilja var ort á öldinni fiórtándu. Sjávarútvegur kemur til sögunnar sem sjálfstæð ÖLAFUR (ÖHANN OLAFSSON Olafur Jóhann Olafsson rithöfundur / skáldsögunni Höll minninganna sem kemur út í dag glímir hann viö erfiöa gátu. DV-MYND PJETUR lyndi, hann elskar konuna sína og börnin, fer i nokkrar viðskiptaferðir á ári og er vel liðinn af viðskiptamönnum heima og erlendis, þótt ættingj- ar Elísabetar hafi horn í síðu hans. En skyndilega hverfur þessi dagfarsprúði maður að heiman án þess að kveðja kóng né prest, og þeg- ar hann rifiar upp sögu sína er hann orðinn þjónn að nýju, einkaþjónn milljónungsins Williams Randolph Hearst. Á yfirborðinu er einfóld ástæða fyrir brotthvarfi Kristjáns sem verður ekki ljóstr- að upp hér, en hún skýrir ekki fyllilega að þessi maður, sem virðist hafa allt til alls og allt sem hann getur óskað sér, skuli taka þetta skref. Það er eitthvað sem togar í hann, einhver þrá eftir því að kasta frá sér öllu sem honum er kært, sem hvorki hann né lesandinn geta skilið til fulls. „Ég geri öll- um miska sem ég ann,“ segir Kristján um sjálfan sig og það er þessi eyðileggingarhvöt, sem um leið er sjálfseyðandi, sem dýpkar hann sem persónu. í Höll minninganna eru dekkri tónar en í fyrri bókum Ólafs Jóhanns og Kristjáni er neitað um þá syndaaflausn sem oftast hefur verið lykilatriði í verkum hans. Aðalpersónan er sjálfum sér og öðr- um ráðgáta, og þetta gerir hana að bestu bók Ólafs Jóhanns hingað til. Jón Yngvi Jóhannsson Ólafur Jóhann Ólafsson: Höll minninganna. Vaka-Helga- fell 2001. Tónlist Jósef, Jónas og Jóhannes Þeir Jósef, Jónas og Jóhannes áttu verkin á tónleikum Tríós Reykjavíkur í Hafnarborg á sunnudagskvöldið. Nánar tiltekið voru þetta Jósef Haydn, Jónas Tómasson og Jóhannes Brahms. Athygl- isverðust var tónsmið Jónasar, Vorvind- ar að vestan íyrir selló og fiðlu, en hún var frumflutt á tónleikunum. Hún hljóm- aði óvenjufallega, að hluta til fiörleg og skýrt mörkuð af ákveðinni hrynjandi, en einnig innhverf og ljóðræn, án nókkurr- ar tilgerðar. Frumhugmyndirnar voru ekkert endilega aðgengilegar, en úr- vinnsla þeirra var svo smekkleg að mað- ur gat ekki annað en hlustað í andakt. Laglínur sellósins og fiðlunnar voru listi- lega samofnar, enda verkið prýðilega skrifað fyrir bæði hljóðfærin. Voru möguleikar þeirra ágætlega nýttir án þess að maður fengi á tilfinninguna að tónskáldið væri eitthvað að sýnast. Tón- listin flæddi áfram án þess að henni væri beint í einhverja ákveðna átt og var útkoman stemning sem ekki verður lýst með orðum. Ef það er ekki al- vöru list þá veit ég ekki hvað er. Þau Gunnar Kvaran sellóleikari og Guðný Guð- mundsdóttir fiðluleikari íluttu Vorvinda að vestan af fullkominni einbeitingu, samspilið var gott og Gunnar, Peter og Guöný Örugg, úthugsuö, mjúk og kraftmikil. túlkunin hástemmd og einlæg. Er tónskáldinu hér með óskað til hamingju með vel heppnaðan frum- flutning. Á tónleikunum var einnig leikið hið svokallaða Sígaunatríó eftir Haydn. Þetta er elskuleg og afslöppuð tónlist, að hluta til í nokkurs konar sígaunastíl sem var lengi í tísku. Þau Gunnar og Guðný og Peter Maté píanóleikari léku verkið af nákvæmni og formfestu, en einnig miklu fiöri þegar við átti. Hraður síðasti kaíli tríósins er erfiðastur en vafð- ist þó ekkert fyrir þremenningúnum, leikur þeirra var hnitmiðaður, hröð tóna- hlaup skýr og jöfn og styrkleikajafnvægi eins og best verður á kosið. Síðast á tónleikunum var c-moll tríóið opus 101 eftir Brahms. Það var samið á svipuðum tíma og A-dúr fiðlusónata tón- skáldsins, sem er eitthvert fegursta verk tónbókmenntanna. C-moll tríóið gefur henni lítið eftir, tónlistin er einstaklega hugmyndarík og grípandi, og þrungin þeirri dulúðugu náttúrustemningu sem einkennir tónlist Brahms. Þau Guðný, Gunnar og Peter fluttu verkið af miklu öryggi, nánast hver einasti tónn strok- hljóðfæranna virtist úthugsaður og ómur slaghörpunnar var sérlega mjúkur - en líka kraftmikill á réttum stöðum. Túlkunin var mögnuð og áhrifarík, meginatriði tónlistarinnar voru skýrt sett fram og smæstu blæbrigði í réttum fókus. í stuttu máli voru þetta frábærir tónleikar og sennilega með þeim betri sem Tríó Reykjavíkur hefur haldið. Jónas Sen ____________________Menning Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir Perlur á tónleikum í kvöld kl. 20.30 fara fram í Kirkju Krists konungs í Landakoti lokatónleikar Tónlist- ardaga Dómkirkjunn- ar árið 2001. Flytjend- ur eru Dómkórinn í Reykjavík, kammer- sveit og einsöngvar- arnir Marta Guðrún Halldórsdóttir, Anna Sigríður Helgadóttir, Finnur Bjarnason og Ólafur Kjartan Sigurðarson. Stjómandi á tónleikunum verður Marteinn H. Frið- riksson dómorganisti. Verkin sem verða flutt eru „Jesús Mariuson" eftir Hjálmar H. Ragnarsson við fallegt kvæði eftir Jóhannes úr Kötl- um. „A doro te“, kórverk eftir Norð- manninn Knut Nystedt sem hann samdi að beiðni Dómkórsins 1986 og er orðið eitt af hans kunnustu verkum, „A Hymn to St. Cecilia" eftir Benjamin Britten og „Kantata nr. 172“ eftir Bach. Það íðil- fagra verk fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit samdi Bach fyrir hvítasunn- una árið 1714, skömmu eftir að honum var veitt staða konsertmeistara í Weim- ar. Ekki er að efa að hún mun óma vel í Kristskirkju, sem er eitt hljómfegursta hús landsins. Miðar eru ekki seldir við innganginn, en hægt að nálgast þá í safnaðarheimili Dómkirkjunnar fram að tónleikum. Rússneskt galdraverk Það ber vel í veiði annað kvöld. Þá verða tveir rússneskir töfra- menn í aðalhlutverki á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitarinnar: Pí- anósnillingurinn Dmitri Alexejev, einn fremsti píanóleikari heims, og hljómsveitar- stjórinn Alexander Anissimov. Áður auglýstur einleikari á tónleikunum for- fallaðist og þykist hjómsveitin hafa him- in höndum tekið að fá Alexejev í stað- inn. Hann hefur komið áður til íslands og vakið gífurlega hrifningu hér á landi sem annars staðar. Ekki eru verkefnin heldur leiðinleg: Hinn sjaldheyrði Píanókonsert nr. 2 í G- dúr op. 44 og Sinfónía nr. 6 í h-moll op. 74, „Pathétique" eftir landa þeirra, Tsja- jkovskíj. Sagt hefur verið að með sjöttu sinfóníunni hafi Tsjajkovskíj verið að semja eigin sálumessu, enda lést hann aðeins níu dögum eftir frumflutninginn. Opinbera skýringin var sú að Tsjajkov- skíj hefði látist ur kóleru, en að öllum líkindum féll hann fyrir eigin hendi til að forðast hneyksli sem tengdist sam- bandi hans við frænda aðalsmanns í St. Pétursborg. Þetta eru aðrir tónleikar Sinfóniunnar i haust sem helgaðir eru verkum Tsjajkovskíjs og óhætt að lofa miklum tilþrifum. Anna Karenina Og meira um Rússa. í næstu viku eða 20. nóv. hefst hjá Endur- menntun HÍ námskeið um eitt af meistara- verkum heimsbók- menntanna, Önnu Kareninu eftir rúss- neska skáldið Leo Tol- stoy. Það er haldið í samstarfi við Þjóðleik- húsið, en leikgerð verksins verður sett upp eftir áramót undir stjórn Kjartans Ragn- arssonar. Það eru splunkunýir Eddu- verðlaunahafar, Mar- grét Vilhjálmsdóttir og Hilmir Snær Guðna- son, sem leika elskendurna, Önnu og Vronskí greifa. Á námskeiðinu verður flallað um Tol- stoy, skáldverkið og leikgerðina, en sag- an hefur löngum verið vinsælt viðfangs- efni leikhúsfólks og kvikmyndagerðar- manna. Þátttakendur fara í heimsókn á æfingu í Þjóðleikhúsinu og sjá svo leik- sýninguna fullbúna skömmu fyrir frum- sýningu. Námskeiðinu lýkur með um- ræðum með aðstandendum sýningarinn- ar. Umsjón hefur Melkorka Tekla Ólafs- dóttir leikhúsráðunautur en aðalkenn- ari er Árni Bergmann, þýðandi leikgerð- arinnar. Frekari upplýsingar eru á slóðinni www.endurmenntun.is. Sofi ueo íiioria Tónfistardagar Dómkirkjunnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.