Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2001, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2001, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 Fréttir DV Eigendur erótískra staða segja borgina hrekja sig á brott: Sækjast eftir „rauðu hverfi" í Kópavogi Eigendur svo- kallaðra súlu- staða í Reykjavlk horfa nú vonar- augum til Kópa- vogs vegna yfir- lýstrar stefnu borgaryfirvalda að losna við þessa Þór starfsemi. Hefur Ostensen. m.a. verið rædd sú hugmynd að í Kópavogi verði sett upp eins konar „rautt hverfi" fyrir höfuðborgar- svæðið. Þór Ostensen, annar eigenda eró- tíska skemmtistaðarins Vegas við Laugaveg, segist hafa verið að skoða málið. „Ég hef líka heyrt að menn séu að gera fyrirspurnir og sækja um leyfí í Kópavogi. Það hefur verið orð- að að það sé verið að stefna að rauðu hverfl þarna.“ Á undaníornum árum hefur komið til ítrekaðra árekstra eigenda og borgaryfirvalda og síðast hefur verið deilt um afgreiðslutíma. Við efri hluta Laugavegar hefur ekki verið leyft að hafa opið lengur en til eitt á nóttunni virka daga og til þrjú um helgar. Gildir þaö m.a. um Veg- as. Á sama- tíma fær t.d. Gold- fmger í Kópavogi, staður Ásgeirs Þórs Jónssonar, sem gjarnan er kenndur við Maxim’s, að hafa opið til klukkan sex að morgni. Borgin sjálf í erótískum rekstri „Það er því sérkennilegt þegar út- lendingar eru að koma hér inn á næturklúbb rétt eftir miðnætti að maður verði síðan að vísa þeim út klukkan eitt. Það er ákaflega mikill tvískinnungur í gangi. Um leið og borgaryfirvöld vilja banna erótík og súlustaði stendur borgin sjálf í slík- um rekstri. í gegnum fyrirtæki sitt, Línu.Net, senda þeir út „Næturrás- ina“ sem auglýst er sem alvöru eró- tík. Það er sko enginn sakleysislegur súludans. Það eru dökkbláar myndir - með öllu! Því er engu líkara en for- svarsmenn Reykjavíkurborgar vilji sitja einir að erótíkinni í höfuðborg- inni,“ segir Þór Ostensen og íhugar mjög að útvíkka starfsemina til Kópavogs. Ólafur Arnfjörð Guðmundsson, fyrrv. eigandi Club Seven við Hverf- isgötu, segist hættur öllum slíkum rekstri. Hann hafði heyrt af miklum áhuga manna fyrir að flytja til Kópa- vogs. „Það virðist vera að Kópavogs- bær sé eina sveitarfélagið á þessu svæði sem vill heimOa svona starf- semi. Kannski eru þeir bara frjáls- lyndari," sagði Ólafur. Skiptar skoðanir, segir bæjarstjóri „Það eru skiptar skoðanir á þessum málum hér í Kópavogi en þó finnst mér sem menn séu almennt frekar á móti svona stöðum," segir Sigurður Geirdal, bæjar- stjóri í Kópavogi, aðspurður um stefnu bæjarins varðandi erótíska staði. Hann segist hafa heyrt að menn í þessum bransa renni hýru auga til bæjarins en engin umsókn um slíka starfsemi hafi þó borist. Eini erótíski staður bæjarins, Goldfinger, sem er til húsa í Smiðjuhverfi, fékk bráðabirgðaleyfi á sinum tíma fyrir starfsemi sinni í til- raunaskyni. Staðurinn hefur nú sótt um framlengingu og að sögn bæjar- stjórans kemur innan skamms í ljós hvort leyflð verður endurnýjað. „Ef svo fer að leyfið verði endurnýjað er viðbúið að aðrir líti Kópavog hýru auga fyrir slíka starfsemi en það er ekki þar með sagt að við viljum fleiri slíka staði hingað. Það verður bara at- hugað þegar þar að kemur," segir Sig- urður. -HKr./snæ. ASÍ með könnun á verði lyfja um land allt: Verðmunurinn allt að 352% - minnsti munur á sama lyfi í ólíkum búðum var 25% Mesti munur milli lyfjabúða í verði á sams konar lyfjum er 352%. Minnsti munur milli búða á verði tiltekins lyfs er 25%. í sumum til- vikum er greiðsluhlutur sjúklings 0 krónur. Þetta kemur fram í könnun sem Alþýðusamband íslands gerði á lyfjaverði í lyíjaverslunum nýverið. Samkvæmt könnuninni er meiri verðmunur á milli hæsta og lægsta verðs hjá örorku- og ellilifeyrisþeg- um en hjá almennum sjúklingum. Könnunin var gerð í nóvember og náði til lyfjaverðs i lyfjaverslunum í Reykjavík og á landsbyggðinni þar sem hún var unnin í samvinnu við stéttarfélög á hverjum stað. Kannað var verð á 25 tegundum lyfseðils- skyldra lyfja, Mesti verðmunur í könnuninni er 352% eins og áður segir og var það á Enapríl OF töflum fyrir örorku- og ellilífeyrisþega. Ódýrast er lyfið á 217 kr. hjá Apótekinu Nýkaup. (Eft- ir að könnunin var gerð var Apótek- inu Nýkaup breytt í Lyfju) og Apó- tekinu Akureyri. Það er dýrast í Hafnar Apóteki, 981 kr. Bent skal á að Enapríl er B-merkt lyf en lyf í þeim flokki falla undir mestu niður- greiðslu frá Tryggingastofnun ríkis- ins. Alls er um að ræða átta lyf þar sem verðmunurinn er meiri en 100%. í tveimur tilfellum er um að ræða mikinn verðmun bæöi hjá al- mennum kaupendum og örorku- og ellilífeyrisþegum. Umrædd lyf eru Femanor breytingaskeiðshormón og __________________________________ Misjafnt verö Þaö er betra að hafa augun hjá sér í lyfjabúöum landsins. Imovane svefntöflur. Þess má geta að samheitalyf Imovane, Zopiklon og Sovel, eru töluvert ódýrari en munurinn á hæsta og lægsta verði þessara lyfja var mestur 40% á móti 140% á Imovane. Minnsti verðmunur miUi hæsta og lægsta verðs er 25%. Þar er um að ræða sjö lyf. Athygli vekur að sex þeirra falla undir O-merkt lyf, en í þeim flokki tekur Trygginga- stofnun ekki þátt í kostnaði. í öllum tilfellum eru lyfin ætluð almennum sjúklingum. Má því draga þá álykt- un að verðsamkeppni sé meiri á þeim lyfjum þar sem Trygginga- stofnun tekur stærri þátt og lyfjum til örorku- og ellilífeyrisþega, þ.e. i B- og E-merktum lyfjum. -BG Byggðastofnun: Vinnuferli breytt fyrir flutninginn „Vinnuferlið við lánveitingar Byggðastofnunar hefur verið óbreytt undanfarin tæp tvö ár en því var breytt í framhaldi af lagabreytingu í ársbytjun 2000. Frá þeim tíma hafa lánsumsóknir fyrst verið teknar fyrir í lánanefnd áður en þær komu fyrir stjóm stofnunarinn- ar. Þetta vinnuferli var tekið upp áður en núverandi forstjóri tók til starfa og áður en stofnunin var flutt til Sauðár- króks,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, stjómarformaður Byggðastofhunar, i til- efni af frétt í DV í gær. í fréttinni segir forstjóri Byggðastofnunar, Theódór A. Bjamason, að verið sé að vinna að þvi að efla faglegt yfirbragð stofhunarinnar með því m.a. að byggja upp faglegt vinnuferli, með ákveðinni festu í út- vinnslu erinda sem stofhuninni berast. Þetta vinnulag eigi að vetja stofnunina frá því að lenda í vafasömum eða um- deilanlegum málum og menn séu ekki hrifhir af slysum úr fortíðinni. Kristinn H. kveðst hafa rætt við for- stjóra stofnunarinnar um frétt DV og að forstjórinn kannist ekki við að hafa látið þessi orð falla í samtali við blaða- mann og raunar ekki hafa yfirhöfuð rætt við hann. Þessu vísar DV hins vegar alfarið á bug og fullyrðir að rétt hafi verið eftir Theódóri haft, enda hafi efnislega samhljóða ummælum, sem féllu í sama viðtali og voru unnin fyrir héraðsfréttablaðið Feyki, ekki verið mótmælt. -BG Héraðsdómur Reykjavíkur: Dyravörður dæmdur fyrir hættulega líkamsárás - atlagan þótti tilefnislaus og háskaleg Dyravörður á veitinga- staðnum Sportkaffi við Þingholtsstræti var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í sjö mánaða fangelsi fyrir hættulega líkamsárás. Fullnustu refsingar var frestað og fellur hún niður að þrem- ur árum liðnum haldi hann almennt skilorð og greiði þær bætur sem hann var dæmur til að greiða fórnarlambi sínu. Maðurinn var fundinn sekur um sérlega hættu- lega líkamsárás með því að hafa tekið mann í stimpingum við annan í biðröð hálstaki aftan frá, snúið hann í jörðina og haldið honum þar áfram í hálstaki. Afleiðihgar þess urðu að fórnarlambið missti meðvitund, hlaut yfirborðsáverka I andliti, tognun á hálsvöðvum og blæðingu undir slímhimnur beggja augna og í Héraösdómur Reykjavíkur. vinstri augntóft, aftan og framan við vinstra augað. Maðurinn krafðist sýknu en þótti dómara bersýniiegt af lýsingum vitna að hann hafi haldið takinu þar til maðurinn hafði misst með- vitund. Með þeim aðgerð- um hafi hann farið langt út fyrir það sem aðstæður höfðu kallað á. Þá segir í dómsúrskurði að þrátt fyrir þá staðreynd að atlaga dyravarðarins hafi verið nánast tilefnislaus og mjög háskaleg hafi verið rétt að fresta fullnustu allrar refs- ingarinnar til þriggja ára. Við þá ákvörðun sína tók dómari tillit til þess að hinn ákærði hefur ekki áður sætt refsingum og einnig til ungs aldurs hans, en dyra- vörðurinn var tvítugur að aldri er brotið var framið. Auk miskabóta þarf hann að greiða lögmannskostnað fórnarlambsins og allan sakarkostnað. -MA SjíiAU/fiJJ REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 15.33 14.47 Sólarupprás á morgun 11.11 11.26 Síödegisflóö 15.47 20.20 Árdegisflóö á morgun 04.22 08.55 Veðriö í kvöíd Stormviðvörun Búist er viö stormi vestan til á landinu og á miðhálendinu. Snýst í SV-átt, fyrst vestan til. Viða 13-18 m/s norövestan til en annars 10-15. Skúrir á Suður- og Vesturlandi en skýjað noröaustan-lands. Hiti 4 til 10 stig en lítið eitt svalara í nótt. Veðrið á m iV-iJJJ Súld eða rigning Suðlæg átt, 5-10 m/s og dálítil súld eða rigning síödegis, einkum um landið sunnanvert. Hiti 0-8 stig Fimmtudagur Q Föstudagur Laugardagur 77T Hiti 4“ til 10" 77T Kiti 4° tii 10" ztt Hiti 4" tii 8° Vindur: 5-13 ">/» Vindur: 5-13 "V* Vimfur: 4-12 !«/6 t t t S 5-13 m/s, hvassast vestan til. Úrkoma syöra en bjart nyröra. S 5-13 m/s hvassast vestan til. Úrkoma syöra en bjart nyröra. Suölæg átt meö vætu, einkum sunnan og vestan til. Hlýtt í veöri. awimtær. m/s Logn Andvari 0-0,2 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola Stinningsgola 3.4- 5,4 5.5- 7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviðri Stormur Rok Ofsaveður Fárviðri 17,2-20,7 20,8-24,4 24.5- 28,4 28.5- 32,6 >= 32,7 Veðrið kJ. 6 AKUREYRI skýjað 10 BERGSSTAÐIR skýjaö 9 BOLUNGARVÍK alskýjað 12 EGILSSTAÐIR léttskýjaö 8 KIRKJUBÆJARKL. rigning 7 KEFLAVÍK rigning 9 RAUFARHÖFN alskýjaö 8 REYKJAVÍK rigning 9 STÓRHÖFÐI þokumóöa 8 BERGEN þoka -1 HELSINKI frostúöi -2 KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 3 ÓSLÓ léttskýjaö 0 STOKKHÓLMUR 5 ÞÓRSHÖFN heiðskírt 9 ÞRÁNDHEIMUR alskýjað 6 ALGARVE rigning 14 AMSTERDAM þoka 3 BARCELONA skýjaö 4 BERLÍN súld 4 CHICAGO heiöskírt 1 DUBLIN heiöskírt 5 HALIFAX heiöskírt 4 FRANKFURT skýjaö 1 HAMBORG súld 2 JAN MAYEN þokumóöa 2 L0ND0N þokuruöningur 1 LÚXEMBORG léttskýjaö 0 MALLORCA léttskýjaö 5 MONTREAL heiöskírt -1 NARSSARSSUAQ heiöskírt -11 NEW YORK skýjaö 9 ORLANDO skýjaö 19 PARÍS heiöskirt -1 VÍN snjókoma 0 WASHINGTON rigning 5 WINNIPEG heiöskírt -14 BYGGT A UPPLYStVGUM FRA VE&URSTOFO iSLAKDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.