Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2001, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2001, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 Fréttir DV Kynning tillögu að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur: Borgarlandið ríflega tvöfaldast á fáum árum - gert ráð fyrir byggingu 16.600 nýrra íbúða til 2024 Tillaga að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, sem nú er til sýnis, gerir ráð fyrir umtals- verðum breytingum og vexti borg- arinnar og að íbúum fjölgi um 24 þúsund. Lögsagnarumdæmi Reykjavíkur nær nú yfir 275 fer- kílómetra landsvæði. Hefur það meira en tvöfaldast frá aðalskipu- lagi sem kynnt var 1984, eða úr 114 ferkílómetrum eða 11.400 hekturum í 27.500 hektara nú. Árið 1786 var Reykjavík varla miklu meira en fimm til tíu hekt- arar. Hægt er að skoða helstu áhersluatriði aðalskipulagstillög- unnar á 23 kynningarskiltum í Borgarbókasafninu til 21. desem- ber nk. Þarna er þó ekki um end- anlega kynningu að ræða með til- heyrandi kærufresti. Skipulagið er nú til fyrri umræðu í borgar- stjórn en stefnt er að þvi að aðal- skipulagstillagan verði tekin til seinni umræðu í borgarstjóm 20. desember nk. Að lokinni þeirri umræðu verður skipulagstillagan auglýst og borgarbúum gefinn kostur á að gera athugasemdir innan tilskilins tíma. Ráðgert er að sú kynning fari fram eftir ára- mótin. Aðalskipulagið 2001-2024 er hið fyrsta eftir sameiningu Reykja- víkur og Kjalarneshrepps og inn- siglar endanlega sameiningu þess- ara sveitarfélaga. Við gildistöku nýs skipulags falla úr gildi Aðal- skipulag Reykjavíkur 1996-2016 og Aðalskipulag Kjalamess 1990-2010. Alþjóðleg borg Framtíðarsýn aðalskipulagsins sem nú er kynnt er sú að Reykja- vík styrki ímynd sína sem höfuð- borg og að miðborgin verði efld sem aösetur stjórnsýslu, við- skipta-, atvinnulífs og menningar. Einnig er gert ráð fyrir að Reykja- vík verði efld í vaxandi alþjóð- legri samkeppni borga um fyrir- tæki, vinnuafl og ferðamenn. Þá er gert ráð fyrir að skipulag byggðar og umhverfis stuðli að sjálfbærri þróun með bættum lífs- gæðum. Flugvöllur undir byggð Meginbreyting skipulagsins er að gert er ráð fyrir þéttari byggð en miðað er við í gildandi skipu- lagi. Samkvæmt íbúaspá er áætl- uð þörf fyrir 16.600 nýjar íbúðir í Reykjavík til 2024. Þar af yrðu um 12 þúsund á svæðinu austan Ell- liðaáa en um 4.600 vestan Elliða- áa. Stefnt er að þvi að flugvallar- svæðið í Vatnsmýri verði allt tek- ið undir byggð - fyrst þar sem Aöalskipulag Reykjavlkur 2001 - 2024 Sveitarfélagsuppdráttu Tillaga 12. nóvember2Q01 Vatnsvemd»r»v«öt fjarsvasði A Vatnsverndanvœöi, fjanvaeði B Stofnvegtr Sveitarfélagsmork Aöalskipulag Reykjavtkur 2001-2024 Þessi tillaga veröur væntanlega lögö fram til endanlegrar kynn- ingar eftir áramót. Komdu og njóttu hátíðarstemningarinnar í Smáralind þar sem jólasveinarnir og yfir 70 verslanir og þjónustuaðilar bjóða alla velkomna. Jóladagskráin i Vetrargarðinum í dag! 16:30 og 17:30 JÓlasagan lesin. 17:00 og 18:00 JÓlaSVeínar skemmta. Ævintýraheimur barnanna íJÓlalandÍnii í allan dag. Veröldin okkar er full af lífi og fjöri í dag og það sama á við um göngugötuna þar sem tónlist harmonikku- leikara skapar rétta jólaandann. Smáralind \ -RÉTTI JÓLAANDINN Verslanir opnar f dag milli klukkan 11:00 og 20:00 • www.smaralmd.is Þróun Reykjavíkur Reykjavík 1786, 1900, 1920, 1940, 1960 og 1986. Reykjavík hefur á þess- um tíma breyst frá því aö vera þyrping fáeinna húsa viö noröurenda Tjarnar- innar í þaö aö verða alvöru-höfuöborg. Enn er gert ráö fyrir miklum vexti borg- arinnar. Lögsagnarumdæmi Reykjavíkur nær nú yfir 275 ferkílómetra iand- svæöi. Hefur þaö meira en tvöfaldast frá aðalskipulagi sem kynnt var 1984, úr 114 ferkílómetrum, eöa 11.400 hekturum, í 275 ferkílómetra eöa 27.500 hektara nú. Áriö 1786 var Reykjavík varla miklu meira en fimm til tíu hektarar. Gert er ráö fyrir aö íbúum f/ölgi úr 110 þúsund áriö 2001 í 134 þúsund áriö 2024. , 1920 . 1960 suðvestur-norðausturbrautin ligg- ur nú. Eftir 2016 er gert ráð fyrir að taka einnig svæðið þar sem norður-suðurbrautin er undir byggð. I Gufunesi er gert ráð fyrir að reisa hverfi með blandaöri byggð með bryggjuhverfi. Þar er m.a. gert ráð fyrir göngubrú út í Við- ey. í Geldinganesi er nú gert ráð fyrir að vestan stofnbrautar aust- ast á nesinu verði í stað blandaðr- ar byggðar í núverandi skipulagi reist hafnar- og athafnasvæöi. í Ánanaustum er gert ráð fyrir miklum uppfyllingum þar sem komið yrði fyrir blandaðri byggða íbúða, atvinnustarfsemi og skóla. í Hamrahlíðarlöndum í Úlf- arsárdal við Úlfarsfell, á landa- mörkum Reykjavíkur og Mosfells- bæjar, er gert ráð fyrir blandaðri byggð. í Viðey er gert ráð fyrir tak- markaðri uppbyggingu sérstakrar starfsemi en án fastrar búsetu. Álfsnes kemur ekki til bygging- ar á skipulagstímanum og ekki heldur fyrirhugað íbúðasvæði við Rauðavatn. Það svæði er í nýja skipulaginu skilgreint sem eitt af þremur meginatvinnusvæðum borgarinnar. Hin svæðin eru Geldinganes og Esjumelar á Kjal- arnesi. -HKr. Umsjón: Birgir Guðmundsson netfang: birgir@dv.is Þrýstingur á Arna Brotthvarf Guðjóns Hjörleifs- sonar úr bæjarstjórastóli og úr póli- tík í Vestmannaeyjum veldur ýms- um sjálfstæðismönum í Eyjum áhyggjum. Ýmsir höfðu horft til Guðjóns sem næsta þing- mannsefnis Eyj- anna eftir að Árni Johnsen gekk úr skaftinu fyrr í sumar. í pottinum er talið að við þessa til- kynningu Guðjóns muni nú þrýst- ingur aukast til mikilla muna á Eyjapeyjann Árna Sigfússon um að gefa kost á sér til forustu í Suður- kjördæmi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og tryggja þannig áhrif Vestmanna- eyja á landstjórnina á Alþingi... Sýslumannskapall Gríðarleg umræða á sér nú stað um sýslumannsembættin þrjú sem auglýst hafa verið laus til umsókn- ar. Sem kunnugt er bárust tæplega fimm tugir um- sókna um emb- : ættin, flest um embættið á Hvolsvelli, en álíka margar umsóknir bárust svo um embættin á Selfossi og í Búðardal. í pott- inum heyra menn ýmsar kenningar um þessar veit- ingar, m.a. þær að starfandi sýslu- menn séu í góðri aðstöðu til að fá embætti og þó nokkrir slíkir eru í hópi umsækjenda. En ílokkspóli- tísk sjónarmið skipta ekki síður máli og þótt sýslumennirnir séu flestir eða allir sjálfstæðismenn mun það þykja nokkuð bratt ef ráð- herra skipar þrjá nýja sýslumenn, sem allir eru flokksbræður hans. Því er talið líklegt að a.m.k. einn framsóknarmaður verði skipaður - og berast böndin þá strax aö Leó Löve hrl. sem sótti um öll þrjú embættin. í pottinum minnast menn þess aö á Hvolsvelli hafa jafnan setið framsóknarmenn á sýslumannsstóli og spurning hvort framhald verður þar á? ... Eldhafiö Það fer ekki á milli mála að bruninn í geymsluhúsnæði Síldar- vinnslunar í Neskaupstað, sem varð þegar verið var að ljúka tök- um á myndinni Hafið, var mikið áfall fyrir að- standendur myndarinnar. „Þetta er skelfi- legt áfall. Fyrst komu bara neist- ar en þetta end- aði með því að 10 metra eldtungur stóðu upp í loftið," sagði Baltasar Kormákur, leikstjóri kvikmyndar- innar, í DV í gær og var greinilega brugðið. En engin slys urðu á fólki sem skiptir auðvitað mestu og það er stutt í kímnina hjá Norðfirðing- um, sem í samtölum sin á milli eru nú búnir að breyta nafni myndar- innar úr Hafið yfir í Eldhafið! ... Mild í samanburði við ísland í danska síðdegisblaðinu BT voru vegfarendur á dögunum spurðir álits á málflutningi Anders Fogh Rasmussens, nýs forsætisráðherra Dana. Tveir kunnir ís- lendingar lentu í þessu úr- taki, hjónin Jónatan Þórmunds- son og Sólveig Ólafsdóttir, og eru þau bæði nokkuð ánægð með Rasmussen. Jónatan segir að þótt Fogh Rasmussen hafi sætt gagnrýni fyrir innflytjendastefnu sína þá sé hún nú mild í samanburði við þá innflytjendastefnu sem hægristjómin á íslandi reki!...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.