Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2001, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 Útlönd REUTER-MYND Ráöherrar spjalla Utanríkisráöherrar Rússlands og Bandaríkjanna, ígor ívanov og Colin Powell, hittust í Moskvu í gær og ræddu afvopnun og fleirí mál. Vonast eftir nýj- um samningi um afvopnun 2002 Stjórnvöld í Rússlandi og Banda- rikjunum sögðu í gær að þau byndu vonir við að geta gengið frá nýjum samningi um fækkun kjarnorku- vopna áður en George W. Bush Bandaríkjaforseti kemur i heim- sókn til Moskvu um mitt næsta ár. Colin Powell, utanrikisráðherra Bandaríkjanna, hitti Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í gær og sagði að þeim fundi loknum að löndin tvö væru nær því en áður að koma sér saman um hversu mik- ið þyrfti að fækka kjarnaoddum í vopnabúri þeirra. Samskipti landanna eru með besta móti um þessar mundir þar sem þau hafa ákveðið að snúa bök- um saman í baráttunni við hryðju- verkamenn og samtök þeirra. Motzfeldt mynd- ar nýja stjórn Jonathan Motzfeldt og jafnaðar- mannaflokkur hans mynduðu um helgina nýja heimastjórn á Græn- landi með helsta andstæðingi sín- um, hægri flokknum Atassut. Flokkamir ákváðu að mynda stjórn saman til að koma í veg fyrir að þurfa að boða til kosninga. Helsta málið í þeirri kosningabar- áttu hefði orðið gífurleg launahækk- un sem grænlenskir þingmenn skömmtuðu sér en urðu að aftur- kalla vegna mikilla mótmæla al- mennings. Tíu þúsund manns skrif- uðu meðal annars undir kröfu um að boðað yrði til nýrra kosninga. Óvist þykir að stjórnin sitji lengi þar sem varaformaður Atassut hef- ur gagnrýnt stjórnarsáttmálann. REUTER-MYND Silvio Berlusconi ítalski forsætisráðherrann ætlar að ná sáttum við félaga sína í ESB um handtökuheimildir. Handtökudeilan leyst fyrir helgi ítölsk stjórnvöld sögðu í gær að deila þeirra við félaga sína innan Evrópusambandsins um að heimilt verði að gefa út handtökuheimildir sem gildi um allt sambandið verði leyst fyrir leiðtogafund um helgina. ESB vill fá þessa heimild til að berjast gegn hryðjuverkum og öðr- um alvarlegum glæpum, meðal ann- ars glæpum sem SUvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið sakaður um. En ítalir segja að með því fái útlendingar of mikil áhrif til að blanda sér í málefni þeirra. Gjöreyðingarsprengjunni „Daisy Cutter“ beitt í Tora Bora: Leitin að bin gæti staðið Mohammed Amin, talsmaður her- sveita Norðurbandalagsins á Tora Bora-svæðinu, sagði í morgun að her- sveitir þeirra hefðu í gær hertekið helstu birgðastöð hersveita bin Ladens í Uallabirgjum Tora Bora. Það mun hafa gerst í kjölfar öflugra loft- árása Bandaríkjamanna á svæðið í gærmorgun en þá varpaði B-52 sprengjuvél bandaríska hersins svo- kallaðri „Daisy Cutter“ sprengju á svæðið en hún veldur miklum skaða á yfirborðinu og eyðir svo að segja öllu lífi á svæði sem hefur sex hundruð metra radíus, með því að éta upp allt súrefni úr andrúmsloftinu. Þessum sprengjum hefur aðeins tvisvar eða þrisvar sinnum áður verið beitt i Afganistan og var í þetta skipti varp- að að aðalhellasvæðinu í Tora Bora. „Við höfum náð á okkar vald helstu birgðastöð þeirra í hellabirgjunum og einnig tveimur aðalbækistöðvum al- Qaeda í flöllunum," sagði Mohammed sem var bjartsýnn á að hersveitum Osama bin Laden Bin Laden er sagður hafa sést á Tora Bora svæðinu fyrir fjórum dögum. Laden lengi Norðurbandalagsins tækist að ná öllu svæðinu fyrir miðja vikuna. „Við er- um þegar búnir að ná á okkar vald hernaðarlega mikilvægum svæðum hæst í fjöllunum auk þess sem héruð- in Melawa Palanai og Anzare Sar eru nú á okkar valdi. Við höfum líka áreiðanlegar heimildir fyrir því að bin Laden hafl verið hér á svæðinu fyrir íjórum dögum og því munum við halda stöðugt áfram þar til við náum honum,“ sagði Mohammed. Paul Wolfawitz, aðstoðarvarna- málaráðherra Bandaríkjanna, vildi þó ekkert staðfesta um hugsanlegan verustað bin Ladens og bætti við að leitin að honum ætti hugsanlega eftir að standa lengi. „Það gæti tekið vikur eða mánuði að uppræta al-Qaeda sam- tökin við þessar aðstæður í íjöllunum. Bin Laden er á flótta og margir sem vilja klófesta hann fyrir það gjald sem sett er honum til höfuðs. Hann mun því örugglega láta lítið fyrir sér fara,“ sagði Wolfowitz. REUTER-MYND Jólastemning í Hvíta húsinu George W. Bush Bandaríkjaforseti og Laura, eiginkona hans, eru að komast í jólaskap þótt ástandið í heimsmálunum sé ekki beint hátíðlegt um þessar mundir. Forsetinn gaf sér þó tíma frá önnum dagsins i gær og fylgdist með þegar Laura las fyrir um fimmtíu börn úr grunnskóla í Arlington í Virginíu sem heimsóttu Hvíta húsið. Bókin sem Laura Bush las úr fjallar um mús sem fer í bíó. Nýtt myndband sannar að bin Laden er sekur - segir George W. Bush Bandaríkjaforseti George W. Bush Bandaríkjafor- seti sagöi á fréttamannafundi i gær að fjörutíu mínútna myndbandsupp- taka með Osama bin Laden, sem ný- lega fannst í Jalalabad í Afganistan, sanni það að bin Laden hafi staðið á bak við hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum þann 11. september sl. Upptökumar hafa ekki enn verið sýndar opinberlega en að sögn tals- manna Hvíta hússins mun það hugsanlega verða gert síðar í vik- unni, eftir að Bush hefur ráðfært sig við ráðgjafa sína. „Þeir sem sjá þessa upptöku sannfærast ekki aðeins um það að bin Laden sé sekur um hræðilega glæpi heldur líka að hann sé algjör- lega samvisku- og sálarlaus og full- trúi þess versta sem þekkist i heim- inum,“ sagði Bush,. Dick Cheney lýsti bin Laden eins George W. Bush Bush Bandarikjaforseti segir myndband- ið sanna að bin Laden sé sekur um hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum. og manni sem stendur yflr líki með rjúkandi byssu þar sem enginn vafi sé á að hann sé sekur um hryðju- verkin. Bin Laden hefur ítrekað neitað því að vera viðriöinn hryðjuverka- árásirnar á Bandaríkin, þó svo að hann hafi lofað þær. Að sögn banda- rískra embættismanna kemur fram í máli hans á upptökunum hve ánægður hann hafi verið með ár- angurinn af árásunum og hann gorti jafnvel af því að hafa varað við þeim löngu áður. Einnig komi fram að hann hafi sagt þeim sem sátu með honum og fylgdust með beinni útsendingu frá atburðunum að meira ætti eftir að gerast eftir að fyrsta vélin hafði lent á World Tra- de Center. Þar komi einnig fram að sumir flugræningjanna hafi aðeins vitað aö fremja ætti flugrán. Bretar móttækilegir Jack Straw, utan- ríkisráðherra Bret- lands, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að hægt væri að fá breskan al- menning, sem er fullur efasemda um Evrópusambandið, til að skipta um skoðun og sjá ágæti þess að vera í hjarta valdablokkar- innar sem er við þrep hans. Göng opnuð fyrir jól Til stendur að opna Sankti Gott- hards-jarðgöngin undir Alpafjöllin 21. desember. Ellefu fórust í elds- voða í göngunum í október og hafa þau verið lokið síðan. Ebóla-svæði einangrað Stjórnvöld í Afríkuríkinu Gabon hafa einangrað afskekkt þorp til að stöðva útbreiðslu hinnar banvænu ebóla-veiru sem er talin hafa orðið tiu manns að bana. Gengu út af þingi Nýkjörið þing allra þjóðarbrota í Kosovo hélt fyrsta fund sinn í gær en það varpaði skugga á gleðina að þingmenn næststærsta flokksins gengu af fundi og tafir urðu á kosn- ingu forseta. Sendinefnd til Kúrda Bandarísk stjórnvöld hafa sent nefnd fulltrúa sinna til héraða Kúrda í norðurhluta fraks til við- ræðna við hópa Kúrda, að sögn yflr- valda vestra. Ráðherrar segja af sér Ríkisstjórn Sýr- lands sagði af sér í gær og er það talið til marks um að Bashar al-Assad forseti ætli að hrinda í fram- kvæmd umbótum á efnahagslífi lands- ins með myndun nýrrar ríkisstjórn- ar. Fráfarandi forsætisráðherra, Nustafa Mero, var beðinn um að mynda nýju stjórnina. Níu voru Tyrkir írska lögreglan sagði í gær að niu af þrettán flóttamönnum sem fund- ust í gámi um helgina hefðu verið Tyrkir. Átta flóttamannanna voru látnir þegar þeir fundust. Frakkar hughreysta Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, full- vissaði leiðtoga Pól- lands og Ungverja- lands í París í gær um að Frakkar styddu tilraunir þeirra til að ganga í Evrópusambandið. Þá vísaði Jospin á bug fréttum um að Frakkar reyndu að tefja fyrir stækkun ESB til austurs. Bretar skipuleggja lið Bretar hafa fallist á að skipu- leggja og leiða fjölþjóðlegt gæslulið í Afganistan sem búist er við að SÞ samþykki í vikulok. . CIA-liði jarðsettur Bandaríski leyniþjónustumaður- inn sem lét lífið í uppreisn fanga úr röðum talibana og hryðjuverka- manna í Afganistan var jarðsettur i gær og kallaður hetja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.