Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2001, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2001, Side 15
14 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 19 Útgsfufélag: Útgáfufélaglö OV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoóarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreiflng@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverð 200 kr. m. vsk., Helgarblað 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndþirtingar af þeim. Kosningar nœgja ekki Argentína er dæmi um, að frjálsar kosningar nægja ekki til að tryggja landi almenna hagsæld. Svo hart hafa sigurvegarar frjálsra kosninga leikið landið, allt frá Júan Perón til Carlos Menem, að það rambar nú á barmi gjald- þrots, siðan þreyttir alþjóðabankar lokuðu á það. Á Vesturlöndum hefur mótazt ný skilgreining á lýð- ræði, sem stundum er kallað vestrænt lýðræði. Það felur í sér miklu meira en frjálsar kosningar. Þær geta einar út af fyrir sig verið hættulegar, ef ekki fylgja þeim aðrir mik- ilvægir þættir, sem virkja og treysta lýðræðið. Adolf Hitler fékk stuðning i kosningum, ennfremur Sulfikar Ali Bhutto i Pakistan, Júan Luis Chaves í Venezuela og nú síðast Silvio Berlusconi á Ítalíu. Saga síð- ustu aldar var. stanzlaus harmsaga afleiðinga frjálsra kosninga í ríkjum, þar sem jarðveginn skorti. Vestrænt lýðræði byggist á traustri stöðu laga og réttar í þjóðskipulaginu, langri röð mannréttinda að hætti sátt- mála Sameinuðu þjóðanna, dreifingu valdsins á marga staði, gegnsæi í stjórnmálum, stjórnsýslu og viðskiptum, og aðskilnaði ríkisvalds og trúarbragða. Berlusconi hefur valdið og mun valda Ítalíu miklum hremmingum. Hann hefur til dæmis beitt neitunarvaldi Ítalíu í Evrópusambandinu til að hindra innreið samevr- ópskra handtökuheimilda, af þvi að þær eiga að ná til pen- ingaþvættis og höggva nærri hagsmunum hans. Evrópa mun fljótlega ná sinum handtökuheimildum á annan hátt og Ítalía mun um síðir losna við Berlusconi. Með aðildinni að Evrópu hefur Ítalía náð aðild að vest- rænu lýðræði í ofangreindum skilningi og mun lifa af, þótt kjósendur hafi brugðizt í frjálsum kosningum. Einn máttarstólpinn getur bilað í vestrænu lýðræðis- riki, en hinir stólparnir halda kerfinu uppi, unz gert hef- ur verið við bilaða stólpann. Þetta gerir þjóðskipulagið einstaklega öruggt í sessi og vel fallið til traustra sam- skipta, þar á meðal til arðbærra viðskipta. Skortur á aðskilnaði ríkisvalds og trúarbragða er ein helzta forsenda þess, að arftakaríki Múhameðs spámanns eiga erfitt uppdráttar í nútímanum. Tyrkland er aleitt þeirra á jaðri aðildar að vestrænu lýðræði og kostum þess, einmitt vegna markviss aðskilnaðar ríkis og trúar. Indland, Rússland og gervöll rómanska Ameríka eru einnig nálægt skilgreiningu vestræns lýðræðis. Helzt er það spillingin, sem stafar af miðstýringu, litlu gegnsæi í stjómsýslu og tæpri stöðu laga og réttar, sem hindrar þessi lönd í að höndla gæfu vestræns lýðræðis. Vestræn lýðræðisríki hafa hag af útbreiðslu hugmynda- fræði sinnar. Sigurför hennar fækkar kostnaðarsömum styrjöldum, eflir reisn alþýðunnar, magnar almenna hag- sæld og eykur traust í viðskiptum. Samt eru ekki til nein sérstök samtök vestrænna ríkja um þessa þróun. Tímabært er orðið að stofna slik samtök vestrænna lýð- ræðisrikja um að efla lög og rétt í heiminum, gera sátt- mála Sameinuðu þjóðanna virkan á fleiri stöðum, dreifa valdi og auka gegnsæi í hverju þjóðfélagi fyrir sig, svo og að losa veraldlega valdið úr viðjum trúarbragða. Með því að taka i félagið ýmis ríki, sem eru nálægt því að fylla skilyrði vestræns lýðræðis og vilja komast alla leið, er léttara að veita þeim peningalegan, siðferðilegan og pólitískan stuðning og gefa þeim betri aðgang en öðrum að viðskiptum við auðríki Vesturlanda. Þannig má smám saman stækka svigrúm vestræns lýð- ræðis, friðar og hagsældar. Og þannig má minnka svig- rúm hörmunga, styrjalda og hryðjuverka. Jónas Kristjánsson I>V Skoðun Afrek Kára Stefánssonar Afrek Kára Stefánssonar minnir um margt á Einar Benediktsson á fyrri hluta síðustu aldar. Kára hefur þó tekist að koma fleiri hug- myndum sínum í fram- kvæmd en Einari tókst með sínar. Ekki er að öllu leyti sanngjamt að leggja aðstæð- ur þessara manna að jöfnu. Einar var þó meira skáld en Kári enda hefur Kári ekki beitt sér á því sviði svo kunnugt sé þótt hann liggi undir grun um að þekkja rit Shakespears vel. Fyrirtæki á heimsmælikvarða Framlag Kára með stofnun ís- lenskrar Erfðagreiningar er einstakt í íslensku þjóðlífi og gríðarlega mik- ilvægt okkar landi. Kári kemur hing- að heim erlendis frá og stofnar þekk- ingarfyrirtæki á heimsmælikvarða meö hugmyndir sínar, hugarflug og snilli að vopni. Fyrirtæki sem nú er með milli 550 og 600 manns í vinnu, þar af líklega 2/3 háskólamenntaða. Grunnur fyrir visindi á sviði nátt- úrufræði er myndaður, frjór jarðveg- ur sem upp úr sprettur margt annað. Fljótlega á eftir kom hér Urður, Verðandi, Skuld og ekki er óliklegt að samn- ingar Hjartaverndar teng- ist að einhverju leyti því orðspori sem ísland hefur nú á þessu sviði rannsókna og Kári hefur lagt grunn- inn að. Það er óvenjulegt að saman fari í einum manni frábær fræðimaður, frábær rannsakandi, íjár- málaskipuleggjandi með frumkvaéði til uppbygging- ar fyrirtækis á heimsmælikvarða og einstaka hæfileika til þess að kynna fyrirtæki sitt. Maður með hæfileik- ann til að skynja dularafl augna- bliksins, grípa tækifæri sem aðrir eru vart famir að greina. Islensk erfðagreining er oröin ævintýri sem enginn sá fyrir nema e.t.v. Kári. í fréttum um þetta leyti er fyrirtækið metið á 50 milljarða ísl. króna og margir telja að það eigi enn eftir að vaxa að verðmæti. Mikilvægur vísindalegur árangur íslensk erfðagreining hefur kort- lagt yfir 20 svæði meingena í tengsl- Guömundur G. Þórarinsson verkfræöingur „Islensk Erfðagreining er orðin œvintýri sem enginn sá fyrir nema e.t.v. Kári. í fréttum um þetta leyti er fyrirtœkið met- ið á 50 milljarða ísl. króna og margir telja að það eigi enn eftir að vaxa að verðmœti. “ Fyrirtækið hefur kortlagt yfir 20 svœði meingena í tengslum við yfir 20 sjúkdóma. um við yfir 20 sjúkdóma. Fyrirtækið þátt i geðklofa, útæðasjúkdómi og hefur einangrað nokkur meingen á heilablóðfalli og nú berast fréttir af þessum svæðum, meingen sem eiga mikilvægum sigrum á sviði liðagigt- Steingrímur, fúll á móti Steingrímur J. Sigfússon felldi grímuna eftirminnilega dagana eftir landsfund Samfylkingarinnar. Glæsilegur landsfundur flokksins sem fól í sér markverð tímamót í bæði Evrópu- og lýðræðismálum var í munni Steingríms J. orðinn að þokkalega velheppnuðu hópefli. Það sem stakk mig þó sárast er einstak- lega ósæmileg sending frá fonnanni VG vegna fjármála Samfylkingarinn- ar. Þar heggur sá er hlifa skyldi. Steingrímur J. Sigfússon veit bet- ur en flestir aðrir hversu miklar skuldir Samfylkingin tók í arf, með- al annars frá honum, eftir að hann kaus að kljúfa flokkinn. Hann veit að Samfylkingin er að greiða niður skuldir sem meðal annars hann stofnaði til í framboði og störfum fyrir Alþýðubandalagið. Högg hans var þess vegna ódrengilegt og undir beltisstað. Fúll á móti eigin skuldum Á sama hátt var sérstaða flokks- ins í sjávarútvegsmálum orðin að kjaftæði, og gamli sægreifasósialistinn Stein- grímur J. orðinn að bar- áttumanni gegn kvótakerf- inu. Já, Steingrímur hefur ástæðu til að vera fúll á móti þessa daga. Misserum saman sat Steingrímur í kjöltu Davíðs og hlustaði hugfanginn á hann mæra VG og níöa skóinn af Sam- fylkingunni. Allt f einu er Samfylkingin sem Stein- grímur og Davíð reyndu saman að rægja pólitískt út af sviðinu orðið að peppuðum stjórnmálaflokki sem stýrir umræð- unni í pólitíkinni hvort sem er um að ræða afnám gjafakvóta, Evrópu- sambandið eða nýja og ferska tóna í lýðræðismálum. Hinn glæsilegi og velheppnaði landsfundur, sem greinilega hefur sett taugakerfi Steingríms í skelfi- legt uppnám, leiddi í ljós það atgervi sem Samfylkingin býr yflr. Þarna sá Steingrímur allt í einu samankomin í einum og sama flokknum allt aflið úr verkalýðshreyfingunni, kvenna- hreyfingunni, blóma unga fólksins af vinstri kantinum og allt aflið úr gömlu A-flokkunum. Fúll á móti Samfylkingunni Landsfundur Samfylkingarinnar sýndi afl flokksins með afar eftir- minnilegum hætti. Sérstaða flokks- ins í öllum stærstu málum samfé- lagsins er mikil. Evrópumálum, lýð- ræðismálum og auðlindamálum, svo eitthvað sé nefnt. Auðvitað er það sjokk fyrir fúl á móti að upplifa þetta með svo ótvíræðum hætti. Og átta sig á því að þjóðin gerði það líka. í Samfylkingunni er samankomið afl sem getur borið slíka hreyfingu til sigurs. Það verður aldrei sagt um hálftóman kofann hjá VG. Það kom því ekki á óvart þegar Steingrímur felldi grimuna og varð sami „gamli fúll á móti“ og hann varð eftir að hafa tap- að formannskjörinu fyrir Margréti Frimannsdóttur í Alþýðubandalaginu hér um árið. En þannig er það, sannleikurinn kemur alltaf i ljós að lokum. Um stjórnmál gildir sama og önnur svið mannlífsins, að menn verða að leika af drengskap. Það gerði Steingrímur ekki þegar hann réðst að Samfylkingunni vegna fjár- hagsstöðu sem hann ber meiri ábyrgð á en flestir Samfylkingar- menn. Fúll á móti Palestínu Viðbrögð Steingríms við þingsá- lyktunartillögu Samfylkingarinnar um sjálfstæða Palestínu eru í sama dúr. Ekki var fyrr búið að dreifa þess- ari góðu og tímabæru ályktun um mannréttindi hinnar kúguðu þjóðar en að Steingrímur vatt sér í ræðustól- inn. Ekki til að taka undir merka ályktun, heldur til að fýlast yfir þvi hvað hún væri vond í öðru orðinu, en í hinu til að væla yfir því að fá ekki að vera með á henni sjálfur. Steingrímur J. á að muna að menn slá ekki undir beltisstað. Ekki í blaki, ekki boxi, ekki pólitík. Hvergi. Katrín Júliusdóttir „Um stjórnmál gildir sama og önnur svið mannlífsins, að menn verða að leika af drengskap. Það gerði Stein- grímur ekki þegar hann réðst að Samfylkingunni vegna fjárhagsstöðu sem hann ber meiri ábyrgð á en flestir Samfylkingarmenn.“ - Steingrímur J.Sigfússon, form. Vinstrí hreyfingarinnar - grœns framboðs. Katrín Júlíusdóttir /' framkvæmdastjóm Samfylkingarirmar ar. Heimsathygli vekur þegar fyrir- tækið er fyrst til að ljúka gerð erfða- korts. Þessi meingen eru sjálfsagt ekki ein um að valda umræddum sjúkdómum heldur koma þar til einnig önnur gen og umhverfisþættir. Ættfræðigrunnur fyrirtækisins, íslendingabók, er gríðarlega merki- legt framtak. Vöxtur fyrirtækisins er ævintýri líkastur, auk umfangsmik- illar starfsemi á höfuðborgarsvæð- inu starfar upplýsingatæknideild á Akureyri og nú verður senn tekin í notkun nýbygging í Vatnsmýrinni, ca 15.000 fm sem vel getur verið stofnkostnaður upp á 3 milljarða króna. Fyrirtækið braut isinn með því að verða fyrst íslenskra fyrir- tækja til þess að hasla sér völl á verðbréfamarkaði í Bandaríkjunum. Ævintýrið er að gerast. Hér er ekki staður til þess að ræða deilurnar um gagnagrunninn. En ég held að ekki sé á neinn hallað þó sagt sé að framtak Kára hrjóti blað í íslenskri atvinnu- sögu, nýr kafli er haflnn sem vel gæti orðið enn umfangsmeiri á komandi árum. Fleiri gætu fetað eitthvað áfram í sömuátt og Kári þó þeir fylgi honum ekki á mesta brattann. Guðmundur G. Þórarinsson Forsjárhyggja og skuldsetning „Forsjárhyggja vinstri manna hefur því miður verið leið- arljós við stjórn borg- arinnar á imdanförn- um árum. Þannig er ekki fyrst spurt hvað er hægt að hafa mikla peninga milli handanna, hvað er eðlilegt að leggja háa skatta og álögur á íbúa borgar- innar. Nei, það er fyrst spurt hvað viljum við gera, hvað langar okkur að gera, og svo eru sóttir peningar í vasa almennings, annaðhvort í dag eða í framtíðinni. Ef ekki er hægt að sækja nægilega peninga í dag þá er skuld- sett og treyst á að aðrir komi til og greiði í framtíðinni. R-listinn hefur sýnt staðfestu í einu - hann hefur staðfastlega skuldsett Reykvíkinga." Inga Jóna Þóröardóttir á reykjavik2002.is Hamlað gegn Jóni? „Maður bíður samt eftir skýringu á því hvers vegna útvarps- og sjónvarpsrekstur ætti að vera undanþeg- inn einkavæðingu fremur en til dæmis skipaútgerö, símaþjónusta, orkuveita eða bankarekstur? Hvers vegna á ríkið að keppa á þeim markaði og njóta al- gjörra yfirburða? Ekki man ég til þess að frjálshyggjumennirnir sem eru feikn áhrifamiklir innan Ríkisútvarps- ins hafi útskýrt það svo trúverðugt sé. Nema ástæðan sé sú, eins og marga er farið að gruna, að áframhaldandi ríkis- rekstur sé eina leiðin sem þeir sjá til að hamla gegn áhrifum Jóns Ólafsson- ar á fjölmiðlasviðinu?" Egill Helgason á strik.is Spurt og svarað______Verða þetta góð bókajól? Jón Hjáltason, Bókaútgáfunni Hölum: Sagnfrœði sífellt vinsœlli „Efalaust verða þetta góð bókajól. Gjarnan þegar kreppir að efnahagn- um leitar fólk enn frekar til bókanna, bæði sem gjafa og eins tii afþreyingar. Það er ævinlega látið mikið með skáldsöguna af einstökum bókaflokkum og ekki vil ég vanmeta þær en ég trúi því að sagnfræðibækur sem sameina fróðleik og skemmtun séu að veröa sífellt vinsælli. I okkar útgáfu er einmitt vaxandi sala í slíkum bókum. Angi af þessu eru síðan ýmiss konar handbækur sem eru líka í sókn. Barna- bækur standa líka alltaf fyrir sínu og þær seljast allt árið. Þegar síðan eru að koma fram á sjónarsviöið bóka- flokkar sem heilla börn upp úr skónum læðist líka að mér sú hugsun að lestur meðal þeirra fari vaxandi." Jóhann Páll Valdimarsson, JPV-forlagi: Bestu bókajól í 30 ár „Sala liðinnar helgar staðfestir fyrir mér að þetta ætla að verða ein- hver bestu bókajól á þrjátíu ára út- gáfuferli mínum. Nú fór sala mun fyrr af stað en áður. Margt kann aö valda þessu. Bæði er mikill fjöldi áhuga- verðra bóka að koma út fyrir þessi jól. Eins er fólk heldur að spara viö sig núna en samt stendur bókin alltaf fyrir sínu sem gjöf. Þróun í bókaáhuga þjóðarinn- ar er á þann veg nú að almennir lesendur og útgefend- ur leggja sífellt meira upp úr gæðum bókanna. Afþrey- ingarbækur hafa hins vegar heldur átt undir högg að sækja með sjónvarpi og tölvum í nánast hverju her- bergi á heimilum landsmanna. Þannig að í raun hefur sú bylting haft góð áhrif á bókmenntir þjóðarinnar." Hildur Hermóðsdóttir, Bókaútgáfunni Sölku: Stemning fyrir bókum „Ég er viss um að svo verður. Þar kemur til að fyrir þessi jól er geflnn út fjöldi úrvalsgóðra bóka og einnig skynja ég aö um þessar mundir er al- menn stemning fyrir bókum meðal þjóðarinnar. Ég treysti mér ekki til þess að dæma um hvað skapar þessa stemningu, nema það sé sú mikla breidd sem er í allri útgáfunni um þessar mund- ir. Nú kemur út fjölbreytt flóra skáldsagna og fyr- ir þeim er alltaf mikill áhugi fyrir jólin þótt hann sé kannski ekki jafn mikill í annan tíma. Þá er einnig verið að gefa út fjölda vandaðra handbóka og ævisagna fyrir þessi jólin - þannig að margt leggst á eitt þannig að þetta verða góð bókajól." Snœbjöm Amgrímsson, Bókaútgáfunni Bjarti: Harry Potter í 18 þúsund „Þetta verða fin bókajól. Við höfum þegar sent hér úr húsi frá okkur 13.400 eintök af fjórðu bók- inni um Harry Potter - og sjálfsagt endar hún í 18.000 eintökum. Þá eru bækurnar eftir Braga Ólafs- son, Sigfús Bjartmarsson og Rakel Pálsdóttur einnig að seljast mjög, vel. Það er sem sagt allt á fullri sveiflu. Hvað varðar almenna tilhneigingu í bók- menntasmell þjóðarinnar þá standa íslenskar skáld- sögur alltaf fyrir sínu og svo vandaðar ævisögur, rétt eins og ævisögur Einars Benediktssonar og Jónasar Hallgrímssonar sem komu út fyrir síðustu jól og á síðustu árum. Af sama toga er ævisaga Bjargar C. Þorláksson sem nú er að koma út.“ Hundruð bókatitla koma út fyrir þessi jól - og fjölbreytnin meiri en oft áður. VNAAOeP/VAN ©•011*6 BoiTONOUoSE pttt-5‘1 TpWCMEPlXSEWCEí Eg vom að hann sé ekki brjálaður morðingi Araba félag Ameríku Er hnattvæðing? Vesturlandamenn tala mikið um hnattvæðingu þessi árin, heimurinn sé allur að verða eins, allir búi i sama heimsþorpinu og vafri á sama Netinu. Ég held að þetta sé versta sjálfsblekking okkar tíma. Asískt sjónvarpstæki búið til í Bretlandi Sameiningarþróun Evrópu er eitt af því sem talið er til hnattvæðingar. Það minnir mig á samtal sem ég átti við sjónvarpssölumann í Japis fyrir nokkrum árum þegar þurfti að kaupa nýtt sjónvarpstæki á heimili mitt. Okkur hjónum leist vel á eitt tæki og spurðum hvaðan það kæmi. Afgreiðslumaðurinn (sem ég þekki og treysti vel) sagði að það væri asískt, frá Tælandi ef ég man rétt. Tækin sem hér væru til sölu væru samt framleidd í Bretlandi til þess að komast fram hjá verndartollum Evrópusambandsins. Án þess að ég hafi á móti Evrópu- sambandinu verðum við að fallast á að það er klúbbur ríkra og eyðslu- samra samfélaga sem geta ekki framleitt vörur eins ódýrt og Asíu- þjóðir en vernda sig með tollum gegn samkeppni þeirra. Þetta er bakhlið frelsisins sem ríkir í við- skiptum innan sambandsins. Ný nýlendupólitik Ekki verður alheimsþorpið eins- leitara ef litið er til þeirra hluta heims sem við köllum i yfirlæti okk- ar þróunarlönd. Svo til allur heimurinn hefur fengið yfir sig örþunnt lag af yfir- stétt sem semur sig að vestrænum siðum, gengur í bláum jakka- fótum með bindi og talar ensku við vest- ræna fréttamenn. Þessi yfirstétt ræður víðast yfir ríkisvald- inu og hernum í heimalöndum sínum, líka flármagninu ef amerísk fyrirtæki eiga það ekki, og hún hefur lært hernaðartækni og kúgunaraðferðir af Bandaríkjamönnum og Rússum. Þannig varir nýlenduástandið, þótt víðast hafi skipt um hörundslit stjórnendanna. Neðan við þetta yfirstéttarlag er margfalt þykkara lag alþýðu sem fer aldrei á Netið og hefði ekki efni á að kauþa einfóldustu lyf, jafnvel þótt það vissi að þau væri tfl. Við heyr- um oft tölur um hvað þetta fólk, þessi yfirgnæfandi meirihluti jarð- arbúa, hafi í árstekjur. í bók sem ég hef fyrir tilviljun við höndina segir að árið 1992 hafi Kínverjar lifað á 470 dollurum á ári að meðaltali; það gerir um 50.000 íslenskar krónur nú eða 4.000 á mánuði. Þetta er auðvit- að bull og segir okkur umfram allt að Kínverjar lifa ekki á peningum eins og við höldum að við gerum. Og það lifa margfalt fleiri eins og Kínverjar en eins og við. Þetta sama ár mat Alþjóðabank- inn það svo að um 60% mann- kyns byggju við lágtekjur, 15% við hátekjur (eitthvað líkt og við), 25% væru þar á milli. Hlut- föllin hafa varla breyst mikið síðan þá. Við erum undantekn- ingin, þau eru reglan. Hvernig á að hnattvæða? Stendur þetta ekki allt til bóta samt, einmitt vegna hnattvæð- ingarinnar? Erum við ekki alltaf að þróa heiminn? Ég veit ekki. Einhver varpaði fram því spakmæli að færu Kínverjar almennt að nota klósettpappir hyrfu allir skógar heimsins umsvifalaust. Ég hef heyrt fólk segja að þetta sé bara brandari, en engan hef ég séð reikna út hvað það tæki mikið af skógum, landi til skógarframleiðslu og orku til áburð- arframleiðslu, að sjá hverjum Kín- verja fyrir sama magni af klósett- pappír og við notum. Fyrir nokkrum árum fór forsætis- ráðherra okkar til Kína og sagði ráðamönnum að þeir ættu að taka upp mannréttindi því að þau væru alþjóðleg og sammannleg. Ég tók ekki eftir að hann byðist til að deila með þeim klósettpappírnum okkar. Ekki eftirlaunasjóðunum heldur. Hvers vegna skyldu þeir ekki vera sammannlegir líka? Gunnar Karlsson Gunnar Karlsson prófessor f 1 gfeiL. j."'- r f f ÆÉÆBm i / WM m Hk" Æ . , y/lKúl ■ M i „Ekki verður alheimsþorpið einsleitara ef litið er til þeirra hluta heims sem við köll- um í yfirlœti okkar þróunarlönd. - Svo til allur heimurínn hefur fengið yfir sig ör- þunnt lag af yfirstétt sem semur sig að vestrœnum siðum, gengur í bláum jakkaföt- um með bindi og talar ensku við vestrœna fréttamenn. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.