Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2001, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2001, Page 20
24 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 * Sviðsljós DV REUTER-MVND Blómatískan í Kína Kínverski tískuhönnuöurinn Deng Hao sótti innblástur sinn fyrir þessum glæsilega fatnaöi til rómantískrar goösagnar um fyrstu keisaraynju Kína, Wu Zetian, og til blómálfa. Honum tókst svo sannarlega vel upp. Fatnaöur þessi var til sýnis í Peking um liöna helgi. Blaðberar óskast í eftirtaldar götur: Álfaborgir Hraunbraut Dísaborgir Helgubraut Vættaborgir Huldubraut Ásbraut Marbakkabraut ^•[ Upplýsingar í síma 550 5777 Diaz komin á tekju- stall með Roberts Leikkonan Cameron Diaz er að verða ein hæstlaunaða leikkonan í Hollywood, eftir að hafa gert samn- ing við Columbia-kvikmyndafyrir- tækið sem gæti gefið henni 20 millj- ónir dollara i tekjur, en um er að ræða samning um eitt aðalhlutverk- ið í myndinni Charlie's Angels 2, sem ráðgert er að hefja tökur á í sumar. Þar með er Diaz orðin önnur leikkonan sem nær þessu tekjutak- marki, en stórstjarnan Julia Ro- berts, er sú eina sem hingað til hef- ur náð svo hátt, fyrir leik sinn í myndinni um baráttukonuna Erin Brockovich. Diaz hefur verið á mikilli uppleið sem leikkona og eftir að hafa slegið virkilega í gegn í myndinni There’s Something About Mary, hefur leiðin Istöðugt legið upp á við. í kjölfarið fylgdi svo Being John Malkovitch | áður en kom að englamyndinni. Hún sækir ekki aðeins tekjulega að Juliu Roberts, heldur er hún Cameron Diaz Cameron Diaz hefur gert 20 millj- ón dollara samning fyrir hlutverk í myndinni Charlie 's Angels 2. einnig farin aö narta í hælana á karlstjörnum eins og Tom Hanks, Mel Gibson, Tom Cruise og Harri- son Ford, sem hafa verið á svipuðu tekjuróli. Vinsældir hennar hafa tryggt henni í fyrri Charlie's Angels-myndinni, sem halaði inn 125 milljóna tekur, fóru þær Diaz, Drew Barrymore og Lucy Liu með aðalhlutverkin, auk þess sem Barrymore var framleið- andi myndarinnar ásamt Nancy Juvonen. Þær stöllur sem eiga sam- an Flower Films-kvikmyndafyrir- tækið munu einnig framleiða seinni myndina og þar mun Barrymore aft- ur bregða sér í gamla hlutverkið, auk þess sem samningaviðræður eru í gangi við Lucy Liu. Það litur því út fyrir að tríóið endurtaki leik- inn i framhaldsmyndinni, aðdáend- um englanna til mikillar gleði. Þá er það bara spurning hvot Bill Murray verði til í tuskið, en hann fór með hlutverk Bosleys í fyrri myndinni. Faðerniö ekki á hreinu hjá Hurley Kvikmyndaframleiðandinn Steve Bing, fyrrum kærasti leikkonunnar Liz Hurley, segist efast um að hann sé faðir barnsins sem Liz gengur með, vegna þess að samband þeirra hafi verið „galopið". Bing hefur nýlega sent frá sér yfirlýsingu, eftir að fréttir hermdu að hann hefði krafist faðern- isprufu eftir að hafa slitið samband- inu við Liz, þar sem hann hafði hug á að breyta til. „Við Hurley vorum ekki í föstu sambandi þegar hún varð ófrísk og hennar ákvörðun að verða einstæð móðir. Þær aðdróttanir að ég sé óá- byrgur og sé sama um aðra eiga því ekki við rök að styðjast og hafa vald- iö mér og fjölskyldu minni miklu hug- arangri. Ef bamið reynist mitt mun ég auðvitað styðja Liz og gera skyldu mina sem foreldri eftir bestu getu,“ segir í yfirlýsingunni, sem munu vera Liz Hurley. fyrstu viðbrögðin sem Bing sýnir op- inberlega eftir að Hurley tilkynnti í síðasta mánuöi að hún væri ófrísk og ætti von á sér í apríl. Blanchett léttari Ástralska ieikkonan, Cate Blanchett, sem tilnefnd var til ósk- arsverðlauna árið 1998 fyr- ir leik sinn í myndinni "Elizabeth", eignast í vik- unni sitt fyrsta barn, með eigin- manni sín- um, rithöfundinum Andrew Upton. barnið, sem er drengur kom í heim- inn á sjúkrahúsi í London og hefur hann þegar verið nefndur, Dashiell John. Blanchett er ein afkastamesta leikonan í Hollywood á síðustu árum og mun fara með hlutverk í nokkmm myndum sem frumsýndar verða á næstunni. þar má nefna Wamer Bros- myndina, Charlotte Gray og Shipping News, þar sem hún leikur á móti I Kevin Spacey. ÞJONUSTUMBGLVSmGAR 550 5000 NASSAU iðnaðarhurðir Þrautreyndar við íslenskar aðstæður Sala Uppsetning Viðhaldspjónusta Sundaborg 7-9, R.vík Sími 568 8104, fax 568 8672 idex@idex.is Skólphreinsun Er stíflað? Fjarlaegi stiflur úr wc, vöskum, baðkerum og niðurföllum. Nota ný og fullkomin tæki, rafmagnssnigla. Röramyndavél til að mynda frárennslislagnir og staðsetja skemmdir. Ásgeir Halldórsson Sími 567 0530 (D Bílasími 892 7260 “ Mundu 18 %, ’afsláttinn J þegar þú staögreiðir eða borgar með korti VISA DV Skoðaðu smáuglýsingarnar a VÍSÍr.ÍS 550 5000 Geymiö auglýsinguna. Dyrasímaþjónusta Raflagnavinna ALMENN DYRASlMA- OG RAFLAGNAÞJÓNUSTA. Set upp ný dyrasímakerfi og geri við eldri. Endurnýja raflagnir í eldra húsnæði ásamt viðgerðum og nýlögnum. Fljót og góð þjónusta. JÓN JÓNSSON LÖGGILTUR RAFVERKTAKI Sími 562 6645 og 893 1733. FJARLÆGJUM STIFLUR úr vöskum.WC rörum, baökerum og niöurföllum. TBPCE^ RÖRAM YNDAVÉL til aö skoöa og staösetja skemmdir í WC lögnum. i DÆLUBÍLL BILSKURS OG IÐNAÐARHURÐIR Eldvarnar- GLÓFAXIHF. ÁRMÚLA 42 • SÍMI553 4236 hurðir Öryggis- hurðir tífluþjónustaii ej Þorsteinn Garðarsson Kársnesbraut 57 • 200 Kópavogi Sími: 554 2255 • Bíl.s. 896 5800 LOSUM STÍFLUR ÚR Wc Vöskum Niðurföllum O.fl. MEINDÝRAEYÐING VISA/EURO R0RAMYNDAVEL Til að skoða og staðsetja skemmdir í lögnum. 15 ÁRA REYNSLA VÖNDUÐ VINNA Hitamyndavél NYTT - NYTT Fjarlægi stíflur úr w.c. handlaugum baökörum & frárennslislögnum Röramyndavél til að ástandsskoða lagnir Dælubíll til að losa þrær & hreinsa plön VEISLUBRAUÐ A BRAUÐSTOFA SLAUGA R» Búðargerði 7 sími 581 4244 & 568 6933

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.