Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2002, Síða 2
2
FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002
Fréttir DV
Byggðastofnun veitti byggðakvóta gegn vilja hreppsnefndar á Fáskrúðsfirði:
Samningur um byggða-
kvóta sagður brotinn
- óskiljanlegt, segir oddviti. Jaðrar við ofsóknir, segir þiggjandi kvótans
Eigendur fisk-
vinnslufyrirtækis-
ins Vaðhoms ehf.
á Fáskrúðsfirði,
sem fékk úthlutað
byggðakvóta síð-
ustu þrjú fisk-
veiðiár, eru sagðir
hafa brotið samn-
ing við Byggða-
stofnun sem kvað
á um að kvótan-
um og nær tvöfaldri viðbót, alls 300
tonnum, skyldi landað í byggðarlag-
inu. Eigendur fyrirtækisins sem
ekki á kvóta eru bornir þeim sökum
að hafa selt óunninn fisk úr landi og
hafa sprottið af þeim ásökunum
lögreglumál. Logandi deilur hafa
staðið á Fáskrúðsfirði vegna þessa.
Vaðhorn er fiskvinnslufyrirtæki
sem stofnað var árið 1999 utan um
byggðakvóta sem stjórn Byggða-
stofnunar samþykkti að veita fyrir-
tækinu. Einn eigenda þess og stjóm-
armaður er Þóra Kristjánsdóttir
sem jafnframt á sæti í minnihluta
hreppsnefndar Búðahrepps. 1 eigu
Þóru og eiginmanns hennar er
einnig útgerðarfyrirtækið Sólborg.
Byggðakvóti Fáskrúðsfirðinga
nemur 113 tonnum og hefur fyrir-
tækið nú fengið hann þriðja árið i
röð. Tilskilið er að kvótaþegar leggi
til afla á móti kvótanum til vinnslu
á staðnum. I samningi milli Vað-
horns og Byggðastofnunar er kveðið
á um það í þriðju grein að fyrirtæk-
ið tryggi að allt að 300 tonn komi til
vinnslu á Fáskrúðsfirði vegna
byggðakvótans. Um þetta ákvæði er
deilt og stendur meirihlutinn á því
að þarna hafi orðið misbrestur.
Átakafundur
Hreppsnefnd Búðahrepps hélt
átakafund í október þar sem sam-
þykkt var að leggjast gegn úthlutun-
inni og var Byggðastofnun sent er-
indi þar að lútandi. Minnihluti
hreppsnefndar vildi að Vaðhorn
fengi úthlutun sem fyrr. Þóra Krist-
jánsdóttir vék sæti þegar máliö var
tekið á dagskrá. Þrátt fyrir tilmæli
hreppsnefndar ákvað stjórn Byggða-
stofnunar að úthluta Vaðhorni ehf.
kvótanum enn einu sinni. Sú
ákvörðun hefur verið kynnt eigend-
um munnlega og búið er að bókfæra
kvótann á skip sem tengt er Vaf-
horni.
Kristinn H. Gunnarsson, formað-
ur stjórnar Byggðastofnunar, vildi
ekki staðfesta hvort umrætt fyrir-
tæki ætti í hlut en sagði að eitt fyr-
irtæki hefði ekki staðið við skilmála
Byggðastofnunar um byggðakvót-
ann.
„Stjórnin ákvað samt sem áður að
gefa viðkomandi tækifæri einu
sinni enn,“ sagði Kristinn.
Ólafur Níels Eiríksson, oddviti
meirihluta Framsóknarflokksins
og Óskalistans, sagði í samtali við
DV í gær að enn hefði hrepps-
nefnd ekki heyrt neitt frá Byggða-
stofnun. Hreppsnefndarmenn
hefðu þó heyrt því fleygt að þrátt
fyrir mótmælin hefði Vafhorn
fengið úthlutað kvótanum.
„Meirihluti hreppsnefndar lagð-
ist gegn því að kvótanum yrði enn
einu sinni úthlutað til Vaðhorns.
Ekkert formlegt svar hefur borist
frá Byggðastofnun og ég er að
bíða skýringa stofnunarinnar. Ef
svo fer að fyrirtækið fái enn kvót-
ann þá er það óskiljanlegt. I
samningnum stendur að sé brotið
gegn honum fari fram fyrirvara-
laus riftun" segir Ólafur Níels.
Byggðakvóti Fáskúðsfirðinga
nemur 113 tonnum, að verðmæti
um 10 milljónir króna árlega ef
miðað er við aö leiguverð á
hverju þorskígildiskílói sé 160
krónur. Alls hefur viðkomandi
fengið úthlutað byggðakvóta að
upphæð sem nemur 30 milljónum
króna undanförnum árum.
Þóra Kristjánsdóttir, stjórnar-
maður og einn eigenda Vaðhorns,
segir að ranglega sé sagt í samn-
ingnum við Byggðastofnun að fyr-
irtækið muni vinna allt að 300
tonn á staðnum.
„Við buðum aldrei nema tvö-
földun en vegna mistaka starfs-
manns Atvinnuþróunarfélags
Austurlands, sem gerði samning-
inn, voru þessi 300 tonn inni.
Hann hefur sjálfur gert hrepps-
nefnd grein fyrir því í bréfi.
Vandamálið er meirihlutinn sem
er að reyna að gera fyrirtæki mitt
tortryggilegt meö öllum ráðum.
Það jaðrar við að þetta séu of-
sóknir," segir Þóra.
Hún segir hluta vandans við að
vinna upp i byggðarkvóta vera
þær tafir sem orðið hafi á úthlut-
un. Þannig hafi síðustu tvö fisk-
veiðiár verið langt liðið á- þau
þegar kvótanum var úthlutað. Á
tveimur árum hafi úthlutunin alls
staðið í 10 og hálfan mánuö.
„Við erum af heilindum í þess-
um rekstri. Ef við fáum frið og
eðlilegan tíma við að vinna þetta
þá væri ekki óeðlilegt að við gæt-
um þrefaldað byggðakvótann,"
segir Þóra. -rt
Kristinn H.
Gunnarsson.
Hvalurinn Keikó
Fer hann til Stykkishólms eöa veröur
hann áfram í Eyjum?
Keikó áfram
í Eyjum?
„Það hefur ekki verið tekin end-
anleg ákvörðun í málinu og þvi
óvíst um framtíðarheimkynni
Keikós,“ segir Hallur Hallsson, tals-
maður Keikósamtakanna hér á
landi, en enn hefur dregist að taka
um það ákvörðun hvar frægasti há-
hyrningur sögunnar mun dvelja í
framtíðinni.
Lengi vel var talað um að farið
yrði með Keikó frá Eyjum, enda
ljóst að frá og með næsta sumri
verður hvalurinn að fara úr Kletts-
víkinni vegna fyrirhugaðs fiskeldis
þar. í fyrstu var rætt um að Húsa-
vík eða Keflavík yrði framtíðar-
heimili hvalsins en þessir staðir eru
ekki lengur taldir koma til greina,
Keflavik vegna of mikils kostnaðar
og Húsavík vegna erfiðleika með að-
stöðu yfir vetrarmánuðina.
Seint á síðasta ári var það svo allt
að því fullyrt að Keikó færi til
Stykkishólms og ljóst að áhugi
heimamanna á því er mjög mikill.
Þá gerðist það einnig að bæjaryfir-
völd í Vestmannaeyjum fóru fram á
viðræður um möguleika á að Keikó
yrði þar áfram þótt þaö yrði ekki í
Klettsvíkinni. Viðræður um það
hafa ekki farið fram og staða máls-
ins er því sú að Keikó verður ann-
aðhvort áfram í Eyjum eða fer i
Stykkishólm. -gk
DV-MYND NJÖRÐUR HELGASON
Vorverk að vetrarlagi
Þaö er tekiö til hendinni viö hellulagnir nú á miöjum vetri á Selfossi. Bæjarstarfsmenn í Árborg voru í óöaönn aö
helluleggja fyrir utan leikskólann Álfheima á Selfossi í gærdag. Þaö sem skyggöi á þíöuna var regniö og Ijósleysiö
sögöu kaliarnir en annars voru þeir hinir ánægöustu aö geta sinnt vorverkum í mörsugi frekar en aö salta götur og
moka snjó.
Meintur áhugi útlendinga á íslandsbanka:
Beðið eftir ársuppgjöri
Engar frekari upplýsing-
ar hafa borist bankaráði Is-
landsbanka vegna meints
erlends tilboðs sem Jón
Ólafsson kveðst geta haft
milligöngu um í bréf Orca-
hópsins svokallaða. Þetta
segir Kristján Ragnarsson,
formaður bankaráðs ís-
landsbanka, en vill ekki að
öðru leyti tjá sig um málið.
Samkvæmt heimildum DV
hafa engin formleg samskipti verið
síðustu daga milli bankaráðs-
manna og Jóns Ólafssonar sem
einnig situr í bankaráði.
Heimildir DV herma að með
hverjum degi sem líður án þess aö
nánari úpplýsingar berist um
áhuga erlendu fjár-
festanna minnki lík-
urnar á að hluuti
bankans verði seld-
ur út fyrir land-
steinana. Ágreining-
ur er meðal að-
standenda Orca-
hópsins um hvort
selja skuli og virðist
sem Jón Ásgeir Jó-
hannesson og Þor-
steinn Már Baldvinsson séu ósam-
mála Jóni um það mál. Ársuppgjör
íslandsbanka verður kynnt 29.
þessa mánaðar og gæti niðurstaða
þess hleypt lífi í nýja viðskiptaat-
burðarás að mati heimildarmanna
DV.
Þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir hefur blaðið hvorki
náð tali af Jóni Ólafssyni né
Jóni Ásgeiri vegna málsins.
Þrálátur orðrómur hefur
verið á kreiki um að Fjár-
málaeftirlitið sé að skoða
þetta ferli allt saman en sam-
kvæmt 38. gr. laga um verð-
bréfaviðskipti er að finna
ýmis ákvæði sem takmarka
heimildir hluthafa í félögum
til að hafa áhrif á verð bréfa. Páll
Gunnar Pálsson, forstöðumaður
Fjármálaeftirlitsins, vill hins vegar
hvorki staðfesta að slík athugun sé
í gangi né vísa því á bug, og vísar
til þess að stofnunin tjái sig ekki
um einstök mál. -BÞ/BG
Kristján
Ragnarsson.
Páll Gunnar
Pálsson.
Magnús hættir
Magnús L. Sveins-
son tilkynnti á fundi
stjórnar Verslunar-
mannafélags Reykja-
víkur í gærkvöldi að
hann hygðist láta af
störfum sem formað-
ur félagsins á aðal-
fundi í mars. Gengið
hefur verið frá tillögu um Gunnar Pál
Pálsson, forstöðumann hagdeildar
VR, sem formannskandídat. Mbl.
greindi frá.
Vilja kaupa Norðurmjólk
Fulltrúar mjólkurvinnslustöðv-
anna í landinu funduðu á Akureyri í
gær um hugsanleg kaup þeirra á 68%
hlut KEA í Norðurmjólk. Auðhumla,
sem er félag mjólkurbænda á Norður-
landi eystra, sýnir einnig áhuga á
kaupum á hlutnum sem virtur er á
300 milljónir kr. að nafnvirði, segir
Mbl.
Lúðvík gagnrýnir
Lúðvík Bergvins-
son alþingismaður
segir samgönguráð-
herra beita vald-
níðslu því hann hafi
ekki haft heimild til
að láta mál flug-
stjóra, sem ekki fékk
heilbrigðisvottorð,
til sína taka eftir að nefnd þriggja sér-
fræðinga fjallaði um það. Hann segir
úrskurð nefndarinnar endanlegan.
Sjónvarpið greindi frá.
Skólastjóri hættir
Jón Árni Rúnarsson, skólastjóri
VT-skólans og Rafiðnaðarskólans, er
hættur störfum. Hann stýrði einnig
Margmiðlunarskólanum og hverfur
sömuleiðis úr því starfi. Unnið er að
enduríjármögnun skólakerfis rafiðn-
aðarmanna, segir á vef RSÍ.
Ný ferðaskrifstofa
Unnið er að stofnun nýrrar ferða-
skrifstofu og stofnað hefur verið
hlutafélagið Stúdentaferðir. Nýja
ferðaskrifstofan mun sækja inn á
sama markað og Ferðaskrifstofa stúd-
enta gerði - en hún var dótturfyrir-
tæki Samvinnuferða-Landsýnar og
hætti rekstri þegar móðurskipið
sökk. Vísir.is segir frá.
Goði greiðir skuldir
Kjötumboð-
ið, áður
Goði,
stefnir
að því
að greiða
61% krafna
skv. frumvarpi til nauðasamninga.
Alls 36% verða greidd með peningum
en 25% með hlutabréfum í Norð-
lenska. Ekki er fallist á að útflutn-
ingsgjald sem fyrirtækið hefur ekki
greitt sé forgangskrafa. Mbl. greindi
frá.
Hækkanir átaldar
Hækkanir opinberra gjalda og
þjónustu að undanfórnu eru átaldar
harðlega í ályktun stjómar Starfs-
greinasambandsins frá í gær. Sagt er
að með þessum hækkunum sé verið
að stefna í tvísýnu markmiðum aðila
vinnumarkaðarins um nýja þjóðar-
sátt
f ókus
EEm Á MORGUN
Mikael Torfason prýðir forsíðu Fók-
uss á morgun en kappinn er að fara að
frumsýna kvikmyndina Gemsa um
mánaðamótin. Mikael er kjaftfor að
vanda og lætur alla heyra það, allt frá
Ólafl Jóhanni upp i Dorrit Moussaieff.
Við skoðum ungu kynslóðina í dag og
frnnum út hverjir komi til með að taka
við af hinni ríkjandi ‘68-kynslóð eftir
20 ár og Harpa Amardóttir leikkona
rennir yflr ferilinn og margt fleira. Þá
færðu góð ráð til að berjast gegn
þynnku og eins hvað þú átt að gera til
að halda lífi ef þú dettur fram af brú. I
Lífinu eftir vinnu er svo allt um helg-
ina að finna, djamm, memiingu og allt
það. -sbsAhdm