Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2002, Qupperneq 8
FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002
DV
Fréttir
íþróttafélagið Leiftur á Ólafsfirði í gjaldþrot:
Nauðasamninga leitað
bæjarstjórnin tilbúin að leggja 14,2 milljónir í samningana
Guöbjörn
Arngrímsson.
íþróttafélagið
Leiftur í Ólafs-
firði verður tekið
til gjaldþrota-
skipta hjá Héraðs-
dómi Norður-
lands eystra á
fostudag að kröfu
sýslumannsins í
Ólafsfirði. Reynd-
ar er ekki víst að
til gjaldþrota-
skipta komi þar sem farið verður
fram á nauðasamninga og sam-
þykkti meirihlutinn í bæjarstjórn-
inni í gær tillögu bæjarstjóra að
leggja fram 14,2 milljónir króna til
nauðasamninganna.
Fjárhagserfiðleika Leifturs má
rekja til reksturs knattspymudeild-
ar félagsins um árabil en skiðadeild
félagsins er með öll sín fjármál í
skilum. Leiftur lék um árabil í efstu
deild knattspymunnar og var liðið
Frá Olafsfiröi.
að langmestu leyti skipað atvinnu- ná árangri og ljóst að boginn hefur
mönnum, bæði innlendum og er- verið of hátt spenntur hvað viðkom
lendum. Var ekkert til sparað til að peningahliðinni.
Menn greinir á um hversu miklar
skuldir félagsins eru og sennilega
mun það ekki skýrast að fullu fyrr
en kröfuhafar hafa gefið sig fram.
Sú tala sem oftast er slegið fram
sem heildarskuldum er 60 milljónir
króna en aðrir nefna 40 milljónir.
Miðað við framlag Ólafsfjarðarbæj-
ar má reikna með að boðið verði að
greiða 20-25% skulda komi til
nauðasamninga og þá þurfa 75-80%
kröfuhafa að samþykkja að til
nauðasamninga verði gengið.
„Auðvitað er hiti i sumu fólki út
af þessu máli, það er ósköp eðli-
legt,“ segir Guðbjöm Amgrímsson
bæjarfulltrúi Ó-listans sem er í
minnihluta í bæjarstjórn. „íþrótta-
félagið okkar varð 70 ára á síðasta
ári og er nú á leiðinni í gjaldþrot.
Það er auðvitað eitthvað sem menn
eiga erfitt með að sætta sig við,“
sagði Guðbjörn.
-gk
Holtavörðuheiði:
Fimm stelpur
í bílveltu
Fimm ungar stúlkur voru í bíl sem
valt á Holtavörðuheiði í fyrradag, en
talið er að bíllinn hafi beinlínis fokið
út af veginum i miklu hvassviðri sem
þar var.
Bíllinn hafnaði á hliðinni og var
talsvert „krumpaður". Hann var þó
ekki meira skemmdur en svo aö eftir
að búið var að koma honum á réttan
kjöl og skiptn um dekk sem sprungið
hafði gátu stúlkurnar haldið áfram
ferð sinni en þær voru skólastúlkur á
leið til Akureyrar. -gk
Samruni
Forsvarsmenn deCODE genetics
kynna samrunann á blaöa-
mannafundi.
íslensk erfðagreining
Samruni tveggja
stórfyrirtækja
deCODE genetics, móðurfélag ís-
lenskrar erfðagreiningar, og Medi-
Chem Life Sciences, Inc., sem er
brautryðjandi i lyfjaþróun og þjón-
usturannsóknum fyrir líftækni- og
lyfiaiðnaðinn, greindu frá því í
vikunni að skrifað hefði verið undir
samning um samruna fyrirtækj-
anna.
Samkvæmt samningnum mun
deCODE kaupa MediChem og
greiða fyrir með útgáfu nýrra hluta.
Samruninn hefur verið samþykktur
af stjórnum beggja félaga. Með
kaupunum aukast til muna mögu-
leikar íslenskrar erfðagreiningar á
að fylgja eftir uppgötvunum sínum í
erfðafræði með frekari rannsóknum
í efnafræði og lífefnafræði, með það
að markmiði að koma nýjum lyfium
á markað.
Samkvæmt samningnum um
samrunann munu hluthafar Medi-
Chem fá hluti i deCODE í skiptum
fyrir hlut í MediChem. Ef miðað er
við verð á hverjum almennum hlut
í deCODE í fyrradag, samsvarar
þetta því að hver hlutur í Medi-
Chem sé keyptur á 3,04 Bandaríkja-
dali og að kaupin séu gerð á samtals
8,4 milljarða íslenskra króna.
Að teknu tilliti til umbreytingar
forgangshluta í almenna hluti eiga
hluthafar MediChem þá um 15,7% í
sameinuöu fyrirtæki. -BG
Karlmaður var handtekinn þegar
hann reyndi að ræna vörum úr raf-
tækjaverslun í Smáralind seinni-
partinn í gær. Kallað var á lögreglu
þegar upp komst um þjófnaðinn og
kom hún á vettvang skömmu síðar.
Maðurinn veitti mótþróa við hand-
tökuna en var fluttur á lögreglustöð-
ina.
Að sögn lögreglunnar í Kópavogi
liggur við að daglega sé tilkynnt um
þjófnaði í Smáralind og þegar mest
er geti tilkynningarnar farið upp í
fimm eða sex á einum degi. Annað-
hvort er viðkomandi þjófur færður
á lögreglustöðina til skýrslugerðar
eða gengið frá málinu á staðnum, en
það er yfirleitt gert ef um ólögráða
einstaklinga er að ræða. -MA
Grafarvogssókn stærst:
Fækkar í þjóð-
kirkjunni
Alls 87,1% landsmanna, eða
249.256, eru skráðir í þjóðkirkjuna,
skv. íbúaskrá þjóðskrár frá 1. des-
ember síðastliðnum. Á þessum
sama tíma voru 4,1% landsmanna í
fríkirkjusöfnuðum landsins, eða
11.622. Rétt fjögur prósent voru í
öðrum skráðum trúfélögum og 2,6%
í óskráðum trúfélögum og með ótil-
greind trúarbrögð. Alls 2,3% standa
utan trúfélaga. Hlutfall sóknar-
bama í þjóðkirkjunni hefur lækkað
um 0,7% frá því 1. desember 2000, en
þá var það 87,8%.
Fækkun þjóðkirkjufólks er ekki
endilega til marks um dvínandi trú-
arlegar kenndir þjóðarinnar, segir
sr. Pétur Þorsteinsson, prestur við
Óháða söfnuðinn í Reykjavik. Harrn
segist þvert á móti hafa orðið var
við hið gagnstæða, einkum eftir
hörmungamar í Bandaríkjunum i
september. „Einnig skulum við hafa
í huga að 55 þúsund íslendingar
flytja á ári hverju og mörgum finnst
efalítið betra að vera skráðir í fri-
kirkjusöfnuð í stað þess að þurfa
fara í nýjan söfnuð og kynnast nýrri
Frá Grafarvogskirkju
Stærsta sókn landsins er Grafar-
vogssókn meö tæplega tíu
þúsund manns.
kirkju og sóknarpresti þótt flutt sé á
milli bæjarhverfa," sagði sr. Pétur
Þorsteinsson.
Á síðasta ári var eitt nýtt trúfélag
skráð á landinu en það er rússneska
rétttrúnaðarkirkjan sem kallast,
Söfnuður Moskvu patriarkans í
Reykjavík. Þá var trúfélagið Klett-
urinn - kristið samfélag lagt niður.
Innan þjóðkirkjurnar er Grafar-
vogssókn stærsta sókn landsins með
10.528 sóknarböm sem eru sextán
ára og eldri en minnsti söfnuður
landsins er Sæbólssókn sem heyrir
undir Þingeyrarprestakall í ísa-
fiarðarprófastsdæmi en þar eru þrjú
sóknarböm sem eru sextán ára og
eldri. -MA/sbs
DV-MYNDIR LÖGREGLAN
Marijúanaplöntur af Njálsgötu
Myndin af plöntunum eru tekin í húsnæöi lögreglunnar viö Hverfisgötu. Ptönturnar fundust hins vegar á Njálsgötu í
Reykjavík í fyrrakvöld.
Smáralind:
Þjófnaðir næst-
um daglega
Nýtt framboð skipar talsmann:
Þrælsóttinn gerir
lýðræðið óvirkt
Ráðhús Reykjavíkur.
legra borgara við reiði og hefnd for-
ingjans, flokksins og yfirmannsins.
Þessi ótti hefur magnast og
margeflst síðustu 10 til 15 árin og er
orðinn sýnilegur sem heilbrigðis-
vandamál," segir Örn.
Framboð flugvallarandstæðing-
anna er þriðja yfirlýsta framboðið
en ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn
og Reykjavíkurlistinn munu bjóða
fram. Áform eru meðal öryrkja og
aldraðra, Frjálslynda flokksins og
stuðningsmanna Ólafs F. Magnús-
sonar að bjóða fram. Það stefnir því
í fiögur til sex framboð til borgar-
stjómar.
Öm segir tugi manna standa að
stofnhópnum sem ekki hafi rætt viö
Ólaf F. Magnússon. Hann segist
ekki vera í sambandi við neina at-
vinnupólitíkusa og slíkt sé ekki ætl-
unin. -rt
Orn Sigurösson.
Örn Sigurðs-
son, arkitekt og
baráttumaður
gegn áframhald-
andi veru flug-
vallarins i Vatns-
mýrinni, verður
talsmaður nýs
framboðs til borg-
arstjómar
Reykjavíkur. Hið
nýja afl setur skipulagsmálin í
Reykjavík á oddinn og andstaðan
við flugvöllinn í Vatnsmýrinni er
algjör. Að sögn Arnar er stofnhópur
þegar að störfum og á næstu vikum
verður unnið að því að setja saman
málefnaskrá og skipa á lista.
„Framboðinu er ætlað að byggja á
málefnum en ekki sterkum kandídöt-
um,“ segir örn sem segir samtökin
vilja stuðla að breiðri þátttöku borg-
aranna í stjómmálastarfi.
Hann segir stofnhópinn verða
varan við þrælsótta í samfélaginu
og að margir óttist hefnd.
„Þetta er ótti fiölmargra venju-