Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2002, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2002, Side 12
12 Viðskipti__________ Umsjón: Viðskíptablaðið Bauglir, Vífilfell og VÍS semja við TAL í síðasta mánuði nýliðins árs sömdu m.a. þrjú stór fyrirtæki, Baugur hf„ Víf- ilfell hf. og VÍS hf., við Tal hf. um alla GSM-farsímaþjónustu fyrir félögin. I frétt frá Tali kemur fram að það sé til marks um athyglisverða þróun á fiar- skiptamarkaðinum að í stað þess að velja heildarlausnir hjá einu fýrirtæki velji Baugur, í samræmi við öfluga inn- kaupastefnu sína, að púsla saman bestu sérfræðilausnunum á markaðnum og stiila þannig saman þjónustu fleiri en eins aðila. Baugur er alþjóðlegt félag og stærsta fyrirtæki landsins, með 48 versl- anir og margar þekktustu verslunar- keðjur landsins innan sinna vébanda. Fram kemur að þar sem Baugur sé al- þjóðlegt félag og stærsta fyrirtæki lands- Gjaldeyrisforöinn dróst saman í desember - aldrei meiri seðlar og mynt í umferð Gjaldeyrisforði Seðlabankans dróst saman um 0,4 milljarða króna í desem- ber og nam 36,6 milljörðum króna í lok mánaðarins, jafnvirði 355 milljóna Bandaríkjadala á gengi í mánaðarlok, að því er fram kemur í bráðabirgðaupp- gjöri bankans sem birt var í gær. Jafn- framt kom fram að gengi islensku krón- unnar hefði styrkst um 4,3% í mánuðin- um, miðaö við vísitölu gengisskráning- ar, og að seðlar og mynt í umferð hefðu í fyrsta sinn farið yfir 9 miiljarða króna og þar með vaxið um 500 milljónir frá síðustu áramótum. í mánuðinum seldi Seðlabankinn gjaldeyri utan innlends gjaldeyrismark- aðar fyrir 5 milljarða króna og gerði gjaldmiðlaskiptasamning fyrir 4 millj- arða króna. Erlend skammtímalán bankans hækkuðu um 2 milljarða króna í mánuðinum og námu 15 milljörðum króna í lok hans. Markaðsskráð verðbréf í eigu bank- ans námu 5,1 milljarði króna í desem- berlok miðað við markaðsverð. Mark- aðsskráð verðbréf ríkissjóðs i eigu bankans námu 2,1 milljarði króna. Kröfur Seðlabankans á innlánsstofn- anir lækkuðu um 0,3 milljarða króna í desember og námu 54,1 milljarði króna í lok mánaðarins. Kröfur á aðrar fjár- málastofnanir lækkuðu um 3,3 milljarða króna í mánuðinum og voru 22,8 millj- arðar króna í lok hans. Nettókröfur Seðlabankans á ríkissjóð og ríkisstofn- anir hækkuðu um 8,3 milljarða króna í desember og voru neikvæðar um 30,9 milljarða króna i lok mánaðarins, þ.e. nettóinnstæður rikissjóðs námu 30,9 miUjörðum króna. Grunnfé bankans dróst saman í des- ember um 4,5 milljarða króna og nam 27,8 milljörðum króna í lok mánaðarins. Kaupþing fimmti stærsti hluthafi íslandsbanka Kaupþing Luxemborg er orðið fimmti stærsti hluthafi íslandsbanka með um 4,5% eignarhlut eftir mikil kaup á hlutabréfum íslandsbanka í lok síðasta árs. í Viðskiptablaðinu, sem út kom í gær, kemur fram að kaupin eru jafnvel talin tengjast þeim átökum sem nú eiga sér stað milli einstakra hlut- hafa íslandsbanka. í úttekt Viðskiptablaðsins um átök- in innan Islandsbanka kemur fram að mjög skiptar skoðanir eru um hvort líta beri á tilboð erlendra fiárfesta í eignarhluti Orca-hópsins í íslands- banka sem alvöru tilboð. Svo virðist sem Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, leggist aifarið gegn sölu á bréf- um Orca, jafnvel þótt um „alvöru" til- boð væri að ræða. Samnlngur í höfn Ásgrímur H. Helgason og Guðjón Karl Reynisson hjá Tali og Kristinn Eiríksson hjá Baugi eftir undirritun samningsins um farsímaþjónustu. ins, með um 50 verslanir innan sinna ir fiarskiptaþjónustu séu afar miklar og vébanda, sé Ijóst að þarfir félagsins fyr- fiölbreyttar. Samningurinn hafi verið gerður i kjölfar útboðs Baugs á fiar- skiptaþjónustu sinni og dótturfélaga, og hafi félagið ákveðið að beina viðskiptun- um til Tals eftir vandlega athugun á fjarskiptamarkaðinum. Svipuð viðhorf móti ákvarðanir Vífil- fells og VÍS um að nýta sér farsímaþjón- ustu Tals. „Tal sérhæfir sig i þráðlausum fiar- skiptum og hefur þróað lausnir sem tengja saman farsímanotkun fyrirtækja og hefðbundna símaumferð“, segir Guð- jón Karl Reynisson, framkvæmdastjóri sölusviðs Tals. „Okkar lausnir tryggja fyrirtækjum betri nýtingu á tíma starfs- manna sem með okkar þjónustu geta átt samskipti hvar og hvenær sem er á lægra verði en áður. Þessir samningar við þrjú af öflugustu fyrirtækjum lands- ins eru, eins og fiölmargir aðrir samn- ingar að undanfómu, ánægjuleg stað- festing á því að við séum á réttri leið, m.a. með HópTal og aðrar nýjungar sem í boði em til fyrirtækja." Marel stofnar dottur- félag í Ástralíu Marel hf. hefur stofnað nýtt dótt- urfélag í Ástralíu og tekur það til starfa nú í janúar. Marel Ástralía mun sjá um sölu, markaðssetningu og þjónustu við viðskiptavini í Eyja- álfu. Skrifstofur nýja fyrirtækisins eru staðsettar í Brisbane en mikið af viðskiptcunönnum Marel er á því svæði, ekki síst í kjötiðnaðinum en Ástralir eru mestu útflytjendur nautakjöts i heiminum, segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Framkvæmdastjóri nýja dóttur- fyrirtækisins er Sigsteinn Páll Grét- arsson sem hefur starfað hjá Marel undanfarin fimm ár. Hann er með meistarapróf í vélaverkfræði frá Bandaríkjunum ásamt því að hafa Brisbane Mikið af viköskiptum Marels eru í svæði nærri Brisbane Marel í Eyjaálfu Egill Lárusson rafvirki og Sigsteinn Páti Grétarsson framkvæmdastjóri Marel Ástralía verða í forystu hins nýja fyrirtækis. ' unnið um árabil í Þýskalandi. Und- anfarin tvö ár hefur Sigsteinn verið sölustjóri Marel fyrir kjúklinga- og kjötiðnað og náð miklum árangri á þeim tíma við að byggja upp mark- aði í Evrópu. Egill Lárusson rafvirki mun stýra þjónustudeild nýja fyrirtækisins. Hann hefur starfað hjá Marel í sjö ár og nú síðast sem svæðissölustjóri Marel fyrir Ástralíu. Marel hefur undanfarin 13 ár selt fyrirtækjum í Ástralíu búnað til mat- vælavinnslu og náð góðri fótfestu á ástralska markaðinum í gegnum um- boðsaðila sína þar. Nýtt dótturfélag er liður í að sinna stækkandi mark- Höfuöstöövar Skrifstofu Marels í Ástralíu aöi fyrirtækisins og bæta aðgengi við- skiptavina að ráðgjöf og þjónustu. Með stækkuðu sölu- og þjónustuneti mun Marel styrkja stöðu sína á al- þjóðamarkaði. Viðræður Baugs og Arcadia halda áfram - góð jólasala hjá Arcadia Undanfamar 19 vikur hefur sala fyr- ir helstu vörumerki Arcadia aukist um 9,4% og sala á fermetra hefur auk- ist um 11,8% að því er segir í frétt frá Arcadia en félagið sendi i morgun frá sér upplýsingar um sölu fyrir fyrstu 19 vikur yfirstandandi fiarhagsárs, fram til 5. janúar 2002. Vörumerkin sem um ræðir eru Dorothy Perkins, Burton Menswear, Evans, Wallis, Topshop og Miss Self- ridge. Heildarsala fyrir helstu vöru- merki fyrir tímabilið hefúr aukist um 8% en sölurými hefur verið dregið saman um 3,5%. Framlegð hefúr auk- ist um 1,1 prósentustig. I frétt Árcadia er haft eftir Stuart Rose, framkvæmdastjóra Arcadia Group, að: „Rekstrarárangur félagsins fyrstu 19 vikur ársins, og sérstaklega jólasalan, endurspeglar endurbætur sem gerðar hafa verið á rekstrinum undanfarið ár. Við höfum náð umtals- verðum árangri i vöruþróun og mark- aðssetningu, aukið hagkvæmni í vöru- öflun og lækkað skuldir félagsins. Þrátt fyrir að niðurstaða fyrstu fiög- urra mánaða ársins lofi góðu veltur lokaniðurstaða fiárhagsársins, sem lýkur i ágúst 2002, á markaðsaðstæð- um það sem eftir er árs.“ Viðræður við Baug hf. varðandi hugsanlegt yfirtökutilboð í félagið haida áfram. Arcadia Group gerir ekki ráð fyrir að þessum viðræðum ljúki fyrir lok janúar. FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 DV Þetta heist HEILDARVIÐSKIPTI 4.843 m.kr. - Hlutabréf 1.339 m.kr. - Húsbréf 1.289 m.kr. MESTU VIÐSKIPTI Baugur 247 m.kr. Samherji 173 m.kr. iy Pharmaco 152 m.kr. MESTA HÆKKUN O Kögun 12,7% © Íslandssími 10,7% © Opin kerfi 7,1% MESTA LÆKKUN O Búnaðarbankinn 3,6% O Marel 2,1% © Sjóvá-Almennar 1,8% ÚRVALSVÍSITALAN 1.189 stig - Breyting O +1,06% Alcoa gerir tilboð í Elkem Bandaríska álfyrirtækið Alcoa, sem er stærsti álframleiðandi heims, tilkynnti í gær að það hefði aukið hlut sinn í norska fyrirtæk- inu Elkem ASA og muni leggja fram yfirtökutilboð sem hljóði upp á 7,6 milljarða norskra króna, eða um 85 milljarða íslenskra króna. Elkem er stærsti framleiðandi kísiljárns í heiminum og er, eins og kunnugt er, stærsti hluthafi í íslenska járn- blendifélaginu sem rekur járn- blendiverksmiðjuna á Grundar- tanga. Samkvæmt yfirlýsingu frá Alcoa til norska verðbréfaþingsins hefur Alcoa aukið hlut sinn í Elkem í 40% og býðst til að kaupa hin 60 prósent- in en samkvæmt norskum lögum verða fyrirtæki að leggja fram yfir- tökutilboð eignist þau 40% eða meira í öðrum félögum. Býður Alcoa 155 norskar krónur í hvern hlut. Gengi bréfa Elkem hækkuðu við þessar fréttir en sérfræðingar töldu þó að kauptilboðið væri lágt og hugsanlega kæmi fram gagntil- boð. Norska fyrirtækið Orkla hefur einnig verið að kaupa hlutabréf í El- kem og á nú rúmlega 30% þeirra. Alcoa hefur átt hlut í Elkem frá ár- inu 1998 og fyrirtækin tvö hafa stað- ið fyrir nokkrum sameiginlegum verkefnum. Alcoa jók hlut sinn í 39,5% í október. Aðlögun gjald- miðla að evru Um síðustu áramót hófst almenn notkun á evrunni og er ljóst að lönd innan Evrusvæðisins munu þurfa að aðlaga sinn gjaldmiðil að gjald- miðlinum og hefur það sýnt sig að það getur orðið verðbólguhvetjandi. Ástæða þess er að þegar nýr gjald- miðill er tekinn upp er verð í eldri aaldmiðli landsins rúnað að þeim nýja, þannig að gera má ráð fyrir að verð muni hækka þegar það er fært yfir í evrur, þar sem rúnunin er í flestöllum tilfellum upp á við. Þetta kom fram í Morgunpunktum Kaup- þings í gær. Til útskýringar er tekið dæmi um vatnsflösku á Spáni. Kosti hún í dag 115 spænska peseta jafngildir það 0,6912 evrum. Það má þá gera ráð fyr- ir að flaskan muni kosta 0,7 evrur eft- ir að gjaldmiðillinn verður tekinn upp. Þó að þetta sé lítið dæmi er ljóst að margt smátt gerir eitt stórt og því er ekki óvarlegt að áætla að verð- bólga muni taka við sér fyrst eftir að notkun evrunnar hefst. 10.01. 2002 M. 9.15 L 1 fl KAUP SÁLA jRhjPollar 101,520 102,040 SÍsjPund 146,480 147,220 8*1 Kan. dollar 63,550 63,950 ÍDönsk kr. 12,1950 12,2620 fjj“Norsk kr 11,3940 11,4560 E 3 Sænsk kr. 9,7990 9,8530 n Sviss. franki 61,1300 61,4700 |[*]jap.yen 0,7667 0,7713 0ECU 90,6283 91,1729 j SDR 127,6700 128,4300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.