Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2002, Side 15
14
FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002
FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002
27
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Ritstjóri: Óli Björn Kárason
Aöstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Fréttastjórí: Birgir Guömundsson
Ritstjórn. skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim.
Útrásin heldur áfram
Útrás íslenskra fyrirtækja heldur áfram og ekki er hægt
aö sjá aö sjálfstraust skorti eöa sérstakar áhyggjur séu meö-
al eigenda og stjórnenda um framtíðina. Þvert á móti virðist
gæta ákveöinnar bjartsýni og bjartsýni fylgir sjálfstraust og
öryggi til að kljást viö ný verkefni.
DeCODE genetics, móðurfélag íslenskrar erföagreiningar,
hefur fest kaup á bandaríska lyfjaþróunarfyrirtækinu
MediChem Life Sciences. Kaupveröiö er 8,4 milljarðar
króna.
DeCODE hefur átt nokkuö á brattann að sækja á undan-
fómum mánuöum, líkt og önnur fyrirtæki í líftækni. Hluta-
bréf hafa lækkað verulega í verði þó bjartara hafi verið yfir
síöustu vikur en fyrri hluta liðins árs. Og hér heima hefur
umræöa um íslenska erfðagreiningu oft veriö neikvæð og
óvægin, meðal annars á síöum þessa blaðs. En hvað svo sem
því líður er ljóst að framsókn deCODE heldur áfram af stór-
hug og áræði. Þar stendur Kári Stefánsson fremstur í stór-
um hópi vísindamanna sem hafa byggt upp glæsilegt fyrir-
tæki sem getur haft gríðarleg áhrif á íslenskt efnahagslíf.
Kaupin á MediChem eiga vonandi eftir að reynast deCode
arðvænleg fjárfesting og ljóst er að sérfræðingar á erlendum
hlutabréfamörkuðum álita kaupin af hinu góða, enda skjóta
þau enn frekari stoðum undir framtíð fyrirtækisins.
í gær greindi DV frá því að Kaupþing hefði undirritað
samning um kaup á einu þekktasta verðbréfafyrirtæki Sví-
þjóðar, Aragon. Endanleg niðurstaða um kaupin fæst innan
skamms en samkvæmt því sem fram kom hér í blaðinu verð-
ur a.m.k. hluti kaupverðsins greiddur með hlutabréfum í
Kaupþingi. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem ís-
lenskt fyrirtæki kaupir erlent fyrirtæki og greiðir fyrir með
eigin hlutabréfum. Fjárfestingar af þessu tagi sýna trú er-
lendra íjárfesta á íslensku atvinnulífi og gefa til kynna að ís-
lenskir stjómendur hafi aflað sér trausts á erlendum mörk-
uðum. Kaupþing hefur á undanfórnum árum verið leiðandi
í framsókn íslenskra fjármálafyrirtækja á erlendum mörkuð-
um og kaupin á Aragon undirstrika hve langt fyrirtækin
hafa náð á örfáum árum frá því að frelsi fékkst á innlendum
fjármálamarkaði.
Kaup deCODE og Kaupþings undirstrika útrás íslenskra
fyrirtækja sem hófst fyrir nokkrum árum. Baugur hefur þeg-
ar haslað sér völl í Bandaríkjunum og stendur í viðræðum
um yfirtöku á Arcadia, stórri breskri verslunarkeðju.
Bakkavör hefur nýlega gengið frá umfangsmestu fjárfestingu
íslensks fyrirtækis á erlendri grundu. Össur, Marel, Grandi,
Þormóður rammi, íslandsbanki, Landsbanki, Búnaðarbanki,
og svo mætti lengi telja, hafa tekið þátt í þeirri gleðilegu
framsókn íslenskra fyrirtækja á erlendum mörkuðum sem
við höfum orðið vitni að á undanfórnum árum - útrás sem
almenningur hér á landi mun njóta.
Alþjóðavceðing og krónan
Alþjóðavæðing íslensks viðskiptalífs birtist í mörgum
myndum. í viðskiptaráðuneytinu er í undirbúningi frum-
varp til laga þar sem íslenskum fyrirtækjum er heimilt að
skrá hlutafé í erlendum gjaldmiðlum. Stefna viðskiptaráð-
herra í þessu málum er skynsamleg og i samræmi við ann-
að sem hefur verið að gerast á undanfómum mánuðum og
misserum.
í markaðsyfirliti íslandsbanka í vikunni er bent á að nái
frumvarpið fram að ganga megi ætla að það hefði jákvæð
áhrif á stöðu íslensku krónunnar. Að öðru óbreyttu ætti
krónan að styrkjast þar sem eftirspurn eftir henni eykst. En
það sem skiptir mestu er auðvitað að ársreikningar ís-
lenskra fyrirtækja verða „skiljanlegri“ fyrir erlenda fjárfesta
og þar með ætti áhugi þeirra á fjárfestingum hér á landi að
aukast. Og það skiptir mestu. Óli Bjöm Kárason
DV
Uppgjör við nóbelsskáldið
Skömmu fyrir hátíðir
birti Hannes Hólmsteinn
Gissurarson digra grein í
Mbl. (16/12) undir heitinu
Um höfund íslands. Þar ger-
ir hann bók Hallgríms
Helgasonar að umtalsefni.
Bókin er þó fremur tilefni
greinarinnar en viðfang.
Það sem Hannesi raunveru-
lega virðist liggja á hjarta
er uppgjör sem hann telur
að þjóðin verði að eiga við
nóbelsskáldið.
Tvær spurningar
Þegar þess er gætt hversu mjög
Laxness mótaði og túlkaði íslenska
sjálfsmynd og menningu lungann úr
20. öldinni er ljóst að þjóðin verður
að gera upp við arfinn frá honum.
Það verður þó ekki gert I eitt skipti
fyrir öll. Hver ný kynslóð verður að
taka afstöðu í þessu efni meðan eitt-
hvað eimir eftir af samhengi við ís-
lenska menningu í tíð Laxness.
Það eru einkum tvær spurningar
sem brenna á Hannesi: Hvers vegna
sagði Laxness þjóöinni ósatt um það
sem hann varð vitni að í Sovétrikj-
unum í tíð Stalíns (1932 og
1938)? Og hvers vegna
studdi hann Sósíalistaflokk-
inn íslenska þrátt fyrir
þessa reynslu?
Aðeins mennskur
maður
Hvað fyrri spurninguna
áhrærir virðist Hannesi yf-
irsjást þau alkunnu sann-
indi að sá sem stendur i
miöri atburðarás hefur
aldrei sömu yfirsýn og hinn
sem getur litið yfir sviðið
mörgum áratugum síðar og metið at-
burðina utan frá þegar afleiðingar
þeirra blasa við. Sá sem spilar með
hefur aldrei öll spil á hendi og sjón-
arvottur sér sjaldnast nema lítið brot
af raunveruleikanum. Þetta gildir
sérstaklega þegar valdhöfum er í lófa
lagið að leikstýra veruleikanum líkt
og gerðist i þann tíð sem Laxness
sótti Sovétið heim.
Það er því langt í frá augljóst að
Laxness hafi sagt ósatt í einhverri
venjulegri merkingu þeirra orða. Við
verðum líklega einfaldlega að bíta í
það súra epli að nóbelsskáld vort var
Hjalti Hugason
prófessor
þó aðeins mennskur
maður og fangi samtíðar
sinnar likt og við Hann-
es erum báðir börn okk-
ar tíma. Ætli Laxness
fari ekki nærri sannleik-
anum er hann segir að
sér detti ekki í hug að
trúnaðarmenn sínir í
austurvegi „hafi haft
nokkra ljósa hugmynd
um það sem gerðist að
baki lofdýrðarfullum"
áróðursborðum Stalíns
fyrr en eftir atburðina í
ágúst 1939? (Skáldatími,
2. útg. 1991, 295)
Afstöðu verður
að taka
Síðari spurningunni
svarar Hannes svo að
Laxness hafi, líkt og
margir aðrir rithöfund-
ar, stutt sósíalismann af
þrá eftir röð og reglu er
þeir hafi talið að kæmist
ekki á öðruvísi en með
valdboði, auk þess sem persónuleg
ávinningsvon hafi vegið þungt. Það
og þráð jafnrétti og
bærðralag. Hannes
reiknar heldur ekki með
að þeir hafi talið að frelsi
kapítalismans væri ekki
allra.
Um tekjuskiptinguna í
skipulagi frjálsra við-
skipta segir hann: „...
menn fá (þar) eins og
þeir eru valdir ...“ Að-
stöðumunur þeirra sem
velja og hinna sem eru
valdir olli e.t.v. mestu
um að margir leituðu
annað. Fyrir því þurfa
ekki að hafa legið eigin-
gjarnar hvatir.
Hannes hefur á réttu
að standa um það að
þjóðin verður að taka af-
stöðu til arfleifðarinnar
frá nóbelssskáldinu. Sú
afstaða verður þó að
vera mótuð af sanngirni
og sögulegri sýn á sam-
band einstaklings og um-
hverfis. - Á slíkt virðist
nokkuð skorta i grein Hannesar.
Hjalti Hugason
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor. Halldór
Laxness rithöfundur. - „Hannes hefur á réttu að
standa um það, að þjóðin verður að taka afstöðu
til arfleifðarinnar frá nóbelsskáldinu. Sú afstaða
verður þó að vera mótuð af sanngimi og sögulegri
sýn á samband einstaklings og umhverfis. - Á slíkt
virðist nokkuð skorta ígrein Hannesar.“
er athyglisvert að hann reiknar ekki
með að þessir menn hafi átt hugsjón
Fiskveiðistjórn - ágreiningur
Fiskveiðar við ísland byggjast í
reynd á eignarrétti útgerðarinnar á
miðunum. Þótt þetta sé þvert á
ákvæði laga um að fiskimiðin séu
þjóðareign, er þetta raunveruleik-
inn, útgerðin kaupir og selur fisk-
veiðirétt sem um eign sé að ræða.
Ekkert hefur verið gert með tillögu
Auðlindanefndar um að breyta
stjórnarskrá til þess að tryggja þjóð-
areign á fiskimiðunum.
Hér er um grundvallaratriði að
ræða í ágreiningnum um fiskveiði-
stjórnina. Annars vegar eru þeir sem
telja að einkavæða eigi allt og fiski-
miðin séu best komin í eign einkaað-
ila sem höndli með þau eins og nú er
gert, hins vegar eru þeir
sem telja að miðin eigi að
vera almenningseign og
arður af þeim að renna til
þjóðarinnar.
A.m.k. tveir nóbelshafar
í hagfræði hafa tjáð sig um
þetta mál. Becker og Stigl-
itz hafa báðir sagt að þegar
um takmarkaða auðlind sé
aö ræða renni arðurinn
takmarkað út í þjóðfélagið
ef ákveðnum aðilum sé gef-
inn aðgöngumiði að auð-
lindinni. Hins vegar er
ljóst að ef um er að ræða markað þar
sem menn kaupa aðgang að kvóta
Guðmiiitdur G.
Þórarinsson
verkfræöingur
þessa
menn
rennur arðurinn út i þjóðfé-
lagið. Hér er komið að
grundvallaratriði sem ís-
lendingar verða að gera upp
við sig. Skipulag þessara
mála mun -ekki hafa lítil
áhrif á þjóðfélag okkar í
framtiöinni.
Bandarískir skógar
Bandarísk skógvinnslu-
fyrirtæki kaupa aðgang að
alríkisskógunum á markaði.
Þar er ekki talið koma til
• greina að fyrirtækin eignist
takmörkuðu auðlind. Norð-
semja við olíufélög um nýt-
„Þrátt fyrir skráningu hér mundi arðmiðstöðin verða erlendis og arðurinn rynni úr
landi. Eftir inngöngu í Evrópubandalagið mundi styttast í að á skipunum yrðu er-
lendir sjómenn og fiskurinn yrði veiddur hér en fluttur út beint án viðkomu hér á
landi. Jafnvel vinnulaunin fœru úr landi. “
ingu olíulindanna sem líklega mætti
kalla leigu. Ekki kemur til greina að
olíufélögin eigi olíulindirnar. íslend-
ingar selja hinn takmarkaða rétt til
að flytja inn landbúnaðarvörur. Að-
gangur að útvarps-, sjónvarps- og
símarásum er orðin takmörkuð auð-
lind og tæknin mun opna fleiri slík
svið takmarkaðra auðlinda. Eina
leiöin til þess að úthluta takmark-
aðri auðlind þegar eftirspurn er mik-
il er markaðurinn.
Evrópubandalagið
Að mínu viti er ekki unnt að ræða
um aðild að Evrópubandalaginu
nema breyta fiskveiðistjórninni. Nú-
verandi fyrirkomuiag mundi gera er-
lendum aðilum, e.t.v. með aðsetur
hér, kleift að eignast útgerðarfyrir-
tækin og þar með miðin. Þrátt fyrir
skráningu hér mundi arðmiðstöðin
verða erlendis og arðurinn rynni úr
landi.
Eftir inngöngu í Evrópubandalag-
ið mundi styttast í að á skipunum
yrðu erlendir sjómenn og fiskurinn
yrði veiddur hér en fluttur út beint
án viðkomu hér á landi. Jafnvel
vinnulaunin færu úr landi.
Verður að líta málið
berum augum
Hér er þó aðeins um eina hlið
þessa flókna máls að ræða. Aflahá-
mark og útdeiling fiskveiðiréttinda
er annað. Eignarrétturinn á kvótan-
um eins og hann er í reynd nú getur
haft alvarlegar afleiðingar í framtíð-
inni og ástæða er til að taka alvar-
lega umræðu um mismunandi áhrif
þessara tveggja kerfa á dreifingu
arðsins í þjóðfélaginu.
Guðmundur G. Þórarinsson
Ummæli
Glöddu hjartað
„Verslun um jólin
var ekki minni en
áætlað hafði verið og
hlýt ég sem viðskipta-
ráðherra að gleðjast
yfir því. Ég gladdist
a.m.k. alveg sérstak-
lega yfir því hversu mikið seldist af
íslenskri tónlist. Hvorki meira né
minna en 10 mest seldu diskamir
vom islenskir og 9 titlar fengu gull.
Þetta sýnir mikla grósku á tónlistar-
sviðinu, sem án efa gæti orðið drjúg
útflutningsvara með örlitlum stuðn-
ingi, sem ég hef verið að reyna að
gera að veruleika síðan ég kom í
ráðuneytið. Það er vonandi að úr ræt-
ist áður en þetta ár líöur hjá. Annað
sem gladdi mjög mitt litla hjarta um
jólin var að sjá í sjónvarpi allar þess-
ar góðu íslensku kvikmyndir, sem ég
reyndar hafði sumar séð áður.“
Valgeröur Sverrisdóttir á heimasíöu sinni.
Lýðræði á að vera beinna
„Stjómmál eru að breytast úr lang-
hlaupi í spretthlaup þar sem augun
beinast fyrst og fremst að forustu-
manninum. Stjórnmál skipta minna
máli en áður vegna þess að almenn-
ingur tekur sjálfur sífellt fleiri
ákvarðanir á frjálsum markaði. Það
er æskileg þróun og það ættu að fara
fram fleiri kosningar meðal almenn-
ings um margvísleg málefni. Stjórn-
málamenn hafa ekki lengur þá sér-
þekkingu sem var undirstaða full-
trúalýðræðisins. Lýðræði á að vera
beinna en stjórnmálaflokkarnir eru
ekki spenntir fyrir sliku vegna þess
að það dregur úr völdum þeirra.
Minnkandi tryggð almennings við
flokka er eðlileg viðbrögð í breyttu
samfélagi en lýðræðisleg umræða má
ekki minnka."
Ágúst Einarsson á heimasíöu sinni.
Spurt og svarað______Kemur sumarlokun Sjónvarpsins í einn mánuð til greina?
Gísli Gunnlaugsson,
sjónvarpsstöðinni Aksjón:
Allir í
heyskap
„Þetta er frumleg hugmynd.
Ef ég man rétt var almenn
ánægja með sumarlokunina í
gamla daga og örugglega er ekki minni áhugi á
sumarlokun í dag þegar menn hafa fjölda góðra
sjónvarpsstöðva úr að moða allt árið. Þeir vita
það líka hjá Sjónvarpinu að landsmenn eru í hey-
skap yfir sumarmánuðina og hafa öðrum hnöpp-
um að hneppa en góna á sjónvarp og svo borga
skattgreiðendur brúsann hvort svo sem þeim lík-
ar betur eða verr og væntanlega líka án tillits til
þess hvort eitthvert efni sé á stöðinni eða ekki.
Spuming hvort þeir ættu ekki að stíga skrefið tU
fulls og gera tilraunir með vetrarlokun líka?“
Sigríður Dóra Sverrisdóttir,
húsmóðir á Vopnafirði:
Bankastjóra-
sjónvarp
„Syngja á íslandi og loka
Sjónvarpinu í mánuð. Hvaða
fortíðarþrá er þetta í Merði? Við
eigum að hafa sjónvarp tólf mánuði á ári - verst
að ekki er hægt aö senda út í þrettán mánuði á
ári - eins og gerist með bankastjóralaun. Skyn-
samlegast væri ef fólk myndi sameinast um að
efla Ríkisútvarpið, ekki síst Rás 2. Það ætti ekki
einvörðungu að gerast með flutningi starfa út-
varpsfólks úr Reykjavík og út á land heldur með
fjölgun þess. Annars finnst mér það fjarstæða ef
Sjónvarpið ætlar ekki að sýna frá HM í fótbolta.
Ef svo verður ekki verða íslendingar ekki leng-
ur hamingjusamasta þjóð í heimi.“
Halldóra Geirharðsdóttir
leikkona:
Hreint
ísland
„Mér líst ekki illa á þá hug-
mynd, það er ef hægt er að
spara peninga með lokun sjón-
varpsins í þennan eina mánuð - þannig að hægt
sé að efla innlenda dagskrárgerð hina ellefu
mánuðina. En þetta finnst mér að þyrfti að vera
samhangandi við að Stöð 2 og Skjár einn lokuðu
þá líka fyrir sínar útsendingar þennan eina
mánuð þannig að við hefðum hreint ísland. Það
er afar mikilvægt í mínum huga að sem mest sé
framleitt af innlendu efni fyrir íslenskt sjón-
varp; og þó ég horfi ekki mikið á sjónvarp þá get
ég sagt að mér finnst það efni sem sést í dag
vera mjög misjafnt að gæðum."
Einar Bárðarson
athafnamaður:
Mörg skref
aftur í tímann
„Mér finnst nú í fyrsta lagi
bagalegt að senda eigi Rás 2 í
útlegð norður. Ekki það að ég
hafi neitt á móti Akureyri, þvert á móti. Hins
vegar finnst mér nú sumarlokun Sjónvarpsins
vera skref mörg ár aftur í tímann.
En þá mæti nú líka skoða að loka útvarpinu í
hádeginu. Vera með fréttirnar bara fyrir hádegi
og vera svo með hálftíma pásu í morgunkaffi og
síðdegiskaffi sem væri sinn hvor hálftíminn og
hafa lokað alla rauða daga!
Ég held að það eina sem gerist við þetta sé
það aö þetta skapar frjálsu stöðvunum forskot á
fjölmiðlamarkaðinum."
Möröur Árnason, fulltrúi Samfylklngar, varpaðl þessari hugmynd fram á útvarpsráösfundi í fyrradag og vill fá rök meö og á móti.
t.l
Skoðun
Ný öld - breyttur
byggingarmáti
Fyrir nokkrum árum
taldi ég það auðvelt að
breyta atvinnulífi hjá flest-
um þjóðum. Ég komst sem
sé að þeirri niðurstöðu í
byggingarmálum sem
hvergi virðist hafa komið
fram áður svo ég viti til.
Þetta fólst í byggingu
stórra og lítilla húsa, ein-
býlishúsa sem blokka,
verslunar- og verksmiðju-
húsa af hvaða tagi sem
vera skal. Húsin yrðu það
ódýr að ég næstum fór hjá
mér að segja frá því.
Unnin hér - seld erlendis
Hér á landi er nægur jarðhiti og
næg raforka sem hægt er að marg-
falda ef vilji er fyrir hendi. Og íslend-
ingar eiga þau efni sem notuð yrðu í
þessi hús um alla framtíð. Perlustein.
Misgott er þó að nálgast efnið þótt nóg
sé af þvi. Lít ég svo á að efni í slíka
húsagerð verði unnin hér á landi og
að undirbúningi loknum verði þau
flutt út til annarra landa i stórum stíl.
Verkefni þessu yrði ekki stefnt gegn
þeirri vinnu sem fyrir er i öðrum
löndum en myndi margfalda bygging-
ar í miklum mæli.
Eitt 100 fermetra einbýlishús með
þaki - 150 fermetra, tekur rými sem
nemur 250 ferm. Eftir að hafa sent
upplýsingar um málið til Belgíu og
spurst fyrir um hvað venjulegt gler
kostar og sömuleiðis til Tékklands,
komu þau svör, að ef pantað yrði ár-
lega umtalsvert magn í stórum gám-
um yrði verð glersins 4 dollara fermet-
erinn fob. i Hamborg, eða alls um 400
kr. Nokkuð er um liðið síðan ég gerði
fyrirspurnina, svo að ég gerði 6 mm.
þykkt gler að 1000 kr. fermetrann.
Einnig reiknaðist mér tO að utan
um húsin og yfir þökin kostaði glerið
500 þúsund kr. hingað komið. Þá er
hægt að reikna út hversu mikið það
kostaði að koma glerinu fyrir á sínum
stað, sem þó er lítill hluti fram-
kvæmdarinnar. Sannarlega ótrúlegt
dæmi sem ber að huga að frekar.
Til breyttra tíma
Haft er eftir tölfræðingi einum,
bandarískum, að um 80% jarðarbúa
búi í húsum undir gæðastaðli og hluti
af þeim 20% jarðarbúa ráði yfir um
60% af auðæfum jarðar. Það er því
stór hluti mannkyns sem ekki hefur
haft aðstöðu tO að afla sér fjár sem er
svo bein forsenda tO að koma sér upp
húsnæði. Þetta er sú vinna sem breytt
gæti atvinnulífi margra þjóða
á hinni nýju öld.
Okkur er tjáð, að aukin ál-
ver og álframleiðsla sé það
sem helst veiti mönnum
vinnu. Það er mikill misskiln-
ingur. Álver eru margfalt dýr-
ari framleiðslueiningar en
það sem hér er ýjað að og
myndi veita þúsundum
manna vinnu hjá þeim þjóð-
um sem vildu taka þátt í fram-
leiðslu hinna ódýru húsa.
Þetta er gjaldeyrisskapandi
leið sem gefur færi á að greiða
erlendar sem innlendar skuld-
ir. Fram til þessa hefur enginn rætt
þessi mál af neinni alvöru. Og málið
hefur mætt andstöðu hér á landi.
Ljóst er þó að Islendingar myndu
aldrei framleiða nema lítið brot af því
sem framleiða þarf fyrir önnur lönd
um heim aOan.
Ég hef því orðið að hverfa með hug-
myndir þessar tO landa sunnar á
hnettinum og m.a. beint tO spænsku-
og enskumælandi þjóða sem kynna
hugmyndina svo ríkjum Suður-Amer-
íku, t.d. Argentínu þar sem atvinnu-
leysið nú er óviðunandi eins og kom-
ið hefur fram í fréttum síðustu vik-
umar.
Perlusteinninn undirstaðan
Ég sótti fund með erlendum arki-
tektum sem sýndu myndir af stórum
húsum sem reist hafa verið víðs veg-
ar erlendis. Heilar hliðar voru úr
gleri, sem þó hefur gaOa sem ég er
ekki sáttur við. Burðarvirkin eru þó
reist úr stáli. áli eða límtrjám þar sem
hentar. Annars úr léttum einangr-
andi, eldtraustum og sjálfberandi plöt-
um framleiddum sérstaklega fyrir
þessi hús.
Hér er þó perlusteinninn undirstað-
an og nú tekinn i myndina í fyrsta
sinni í byggingarsögunni í þeim mæli
sem hér um ræðir. Perlusteinninn er
þeim eiginleikum gæddur að eftir að
hann er hitaður upp í 900-1000 gráður
þenst hann út 20 tO 30 falt að rúm-
máli. Hann kemur úr hitanum í smá-
kornum og er þá svo léttur að hann
einangrar með afbrigðum vel. - Hér
er sannarlega mál fyrir okkur íslend-
inga að ræða, því hér vantar ekki raf-
orku en hún ásamt perlusteininum er
undirstaðan fyrir framleiðslunni.
Hafsteinn Ólafsson
„Hér er þó perlusteinninn undirstaðan og nú tekinn inn í
myndina í fyrsta sinni í byggingarsögunni í þeim mæli
sem hér um ræðir. Perlusteinninn er þeim eiginleikum
gœddur að eftir að hann er hitaður upp í 900-1000 gráð-
ur þenst hann út 20 til 30 falt að rúmmáli. “
■it