Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2002, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2002, Qupperneq 8
8 Neytendur ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 DV Gervihnattadiskar á fjölbýlishúsum: Litlir diskar á svölum í lagi - en annars þarf samþykki annarra eigenda Undanfarið hafa komið mörg mál til Húseig- endafélagsins um heimild til að setja upp prívat gervihnattadiska á eða utan á sval- ir í fjöleignarhús- um. í mörgum til- vikum er um að ræða fólk af er- lendu bergi brotið sem með þessu móti getur haft Slgurður Helgi Guöjónsson, formaöur Húseigenda- félagsins. aðgang að sjónvarpsefni frá heima- löndum sínum. Sigurður Helgi Guðjónsson, for- maður Húseigendafélagsins, segir að slíkir diskar hafi verið bitbein og til ófriðar og verið deilt um rétt eig- enda til að festa þá utan á hús eða ofan á það og hvort eigendur megi hafa þá á svölum sínum. Sigurður segir að þaö geti ráðið úrslitum um heimildir diskeigenda hvort þeir hafa sett diska utan á svalahandriö íbúða sinna eða utan á húsið innan seilingar frá svölum eða hvort þeim er komið fyrir innan svala og ná lítið eða ekkert upp fyr- ir svalahandriðiö. „Það skiptir sköpum hvort diskurinn hafi áhrif á ásýnd og heildarmynd hússins eða ekki. Ef fullkomið og villt frjálsræði ríkti og allir mættu gera það þeim sem þeim sýnist í þessu efni, þá gætu sum hús fariö að bera blæ af geimstöðvum eða brotajárnshaug- um.“ Þarf samþykki Það er ljóst að stórir diskar sem og smærri diskar utan á hús og svalir eru fallnir til þess að spilla ásýnd húss og slíkt er öðrum eigendum óskylt að þola. Samkvæmt fjöl- eignahúsalögunum er allt ytra byrði íjöl- eignahúss í sameign og þar með er talið út- lit og ásýnd og heildar- mynd hússins. Því er uppsetning slíkra diska utan á húsið háð fyrir fram samþykki annarra eigenda. í langflestum tilvikum þarf samþykki allra eigenda fyrir sliku en í undan- Lýti á húsinu? ,Þaö skiptir sköpum hvort diskurinn hefur áhrif á ásýnd og heildarmynd hússins. Ef fullkomiö ræöi ríkti og allir mættu gera þaö þeim sem þeim sýnist í þessu efni þá gætu sum hús fariö af geimstöövum eöa brotajárnshaugum, “ segir Siguröur Helgi. tekningartilvikum þarf samþykki 2/3 hluta eigenda en ef um smáræði Rottuveiðin dýrkeypt - hjá meindýraeyðinum, en ókeypis hjá borginni Starfsmenn fyrirtækis eins i bæn- um höfðu samband við neytendasið- una og sögðu farir sínar ekki sléttar því dag einn sáu tveir þeirra eitt- hvað hreyfast í vinnunni og töldu að um væri að ræða rottuskott. Mik- il skelflng greip um sig og var í skyndingu hringt í meindýraeyði sem var tilbúinn til að koma og leysa málið. Starfsmenn spurðu um verð þjónustunnar og var sagt að rottuveiðin kostaði 10.000 kr. Þar sem slíkt stórmál var á ferðinni samþykktu þeir það og meindýra- eyðirinn mætti á staðinn og setti upp 8 gildrur. Eftir það var vitjaö tvisvar um gildrurnar og sagðist eyðirinn hafa fengið eina mús í gildru. En brúnin á þeim þyngdist þegar reikningurinn barst þeim í hendur því hann var hvorki meira né minna en 26.000 kr. sem er tölu- vert meira en þeir töldu sig eiga að borga auk þess sem þeim fannst lít- ið til vinnuframlagsins koma. Þegar haft var samband við fyrirtækið var svarað með skætingi og því haldið fram að fyrsta heimsóknin kostaði 10.000 og síðari heimsóknir 3.300 kr. auk kostnaðar við gildrurnar. Var rukkað fyrir 4 heimsóknir þegar þær voru aðeins þrjár. Meindýra- eyðirinn sagði skýringuna á þessu háa verði vera þá að þeir sem ynnu þessa vinnu þyrftu að fara í endur- menntun erlendis a.m.k. þrisvar á ári og að hver heimsókn væri í raun útkall, eins og t.d. hjá pípulagninga- mönnum. Þeir sem keyptu þjónustuna voru að vonum ekki ánægðir með þessi svör og til gamans hringdu þeir í þá Vinalegar rottur Ekki erum viö islendingar eins hrifnir af þessum dýrum og drengurinn á myndinni en hann viröist líta á þær sem ieikfélaga. Rottugildra. starfsmenn Reykjavíkurborgar sem sjá um þessa hluti. Þá kom í ljós að Reykjavíkurborg veitir þessa þjón- ustu án endurgjalds. Ókeypis hjá borginni „Það er í verkahring borgarinnar og sveitarfélaga að spoma við rottu- gangi og því er þessi þjónusta ókeyp- is hjá okkur,“ segir Guðmundur Björnsson, verkstjóri Meindýravarna hjá Reykjavíkurborg. „Ef einhver tel- ur sig sjá rottu, hvort sem um er að ræða dýr sem er á ferð utan dyra eða inni í húsi, þá hefur hann samband við okkur sem fyrst og við reynum að gera eitthvað í málunum." Verði fólk vart viö rottu innandyra setja starfsmenn Meindýravama yfir- leitt upp gildrur en eitur er ekki not- að nema utan dyra, og þá yfirleitt í holræsisbrunna. „Við reynum að ná þeim þar sem þær ferðast um og eng- in hætta er á að mannfólkið komist í snertingu við eitrið." Rottur halda sig í skólpkerfl borg- arinnar og sjást helst á yfirborði jarðar í nánd við bilaðar lagnir. Þær eru algengastar á svæöinu frá Sel- tjarnarnesi að Elliðaánum en lítið hefur boriö á þeim annars staðar. TU dæmis segir Guðmundur að rottu- vandamál í fjörum séu ekki lengur til staðar eftir að farið var að hreinsa skólpið og dæla því lengra út. Auk rottuveiðanna sjá meindýra- vamir borgarinnar um að hafa hem- ii á vargfugli og villiköttum. -ÓSB er að tefla nægir samþykki einfalds meirihluta. „í öllum þessum tUvikum er til- skUið að ákvöröun sé tekin á hús- fundi enda er ákvörðunartaka með því að ganga meö lista á miUi eig- enda ekki lögmæt nema aUir skrifi undir. Þegar um litla diska á svölum er að ræða snýr það að hagnýtingu sér- eignar og í slíkum tilvikum er það meginregla að eigandi eigi einn rétt á að ráða yfir og hagnýta séreign sína. Sá réttur takmarkast hins veg- ar og skerðist af ofangreindum rétti annarra sameigenda varðandi út- litsatriði og Qeira. Ef diskur hefur engin eða sáralít- U áhrif á útlit hússins, ásýnd þess og heUdarmynd þá er það álit mitt að slíkur diskur á svölum gangi ekki á neina lögvarða hagsmuni og lögvar- inn rétt sameigenda. Ef ljóst er að þessi diskur hefur ekki í for með sér beina og sannanlega röskun á hagsmunum annarra íbúðareigenda, þá eiga þeir ekki íhlutunar- rétt.“ Hætta á geislun? „Það er tU í dæm- inu að að íbúðareig- andi hafi skorast und- an að veita samþykki fyrir diski vegna þess að hann telur hættu á geislun samfara hon- um. Um það má segja að almennt er talið að á geislunarhætta frá slíkum diskum sé eng- og villt frjáis- in- A.m.k. hafa engar að bera blæ mælingar og rann- sóknir staðfest það. Eg tel því að mótmæli á þeim grundvelli séu léttvæg og að þeim megi, komi ekki annað tU, vísa á bug a.m.k. þar til annað verð- ur í ljós leitt. Réttur aUra íbúðareigenda er jafn í þessu efni og sama er að segja um skyldumar og önnur atriði sem hér spUa inn í. Vissulega hefur maður samúð og skilning á aðstöðu erlends fólks sem viU halda tengslum við föðurland sitt með hjálp gervi- hnattasjónvarps en þó er ekki að lögum heimUt að veita þeim nein sérréttindi eða aukinn rétt umfram aðra íbúðareigendur. Þannig sér- réttindi myndu fela í sér misrétti og ranglæti gagnvart öðrum eigend- um.“ segir Sigurður Helgi að lokum. -ÓSB Fréttatilkynning frá Neytendasamtökunum: Hátt verð vínberja Að undanfórnu hafa vínber verið seld á mjög háu verði hér á landi, það háu að mörgum neytendum hef- ur ofboðið og sniðganga þeir því þessa vöru. Þannig var kUóið af vín- berjum selt á tæpar 1.300 krónur í bæði Nóatúni og Nýkaupi fyrir skömmu (1.298 krónur í þeirri fyrrnefndu og 1.299 krónur í þeirri síðar- nefndu). InnQytjendur vínberja hafa í fjölmiðlum reynt að bera í bætiQáka fyrir þetta háa verð og sagt ástæöuna vera fyrst og fremst þá að einu ætu vínberin sem nú sé hægt að kaupa séu rækt- uð í Suður-Afríku. Og þar sem Qytja þurfi vínberin í Qugi aUa þessa leið tU að tryggja fersk- leika þeirra, sé verðið einfaldlega svona. Inn- Qytjendur hafa einnig lýst því yflr í fjölmiðlum að innkaupsverðið á vínberj- um frá Suður-Afríku sé mjög hátt núna og megi vænta verðlækkana um næstu mánaðamót. Starfsmaður Neytendasamtak- anna er nýkominn af ráðstefnu sem haldin var í Kaupmannahöfn. Hann nýtti tækifærið og leit inn i nokkr- ar verslanir og kannaöi verð á vín- berjum þar og reyndist kUóið af vín- berjum frá Suður-Afríku kosta frá 36 og upp í 40 danskar krónur. Mið- að við opinbert viðmiöunargengi Seðlabanka íslands 15. janúar sl. var sölugengi danskrar krónu 12,348. Miðað við það er verð á vín- berjunum í verslunum í b, Kaupmannahöfn á bUinu 445-494 íslenskar krón- Þannig er verðið hér á landi á vínberjum frá Suður-Afríku aUt að því þrefalt hærra í verslunum hér borið saman við verð í verslunum i Kaupmanna- höfn. Hér er um miklu meiri mun að ræöa en skýra má með hærri Qutningskost- aði hingað tU lands heldur en til Dan- merkur. Það virð- ist augljóst að skýringar innQytjenda hér standast ekki. fslenskir neytendur hljóta því að spyrja sig hvort einok- unin sem heUdsöluaðilar hafa skap- að sér á þessum markaði valdi því að neytendur séu með vínberjaverð- inu að greiða miklu meira en eUa. Frá sjónarhóli neytenda er því eðli- legt að krefjast þess að innQytjend- ur lækki verð á vínberjum þegar í stað og hætti að misnota aðstöðu sína hér á markaði og hafa fjármuni af neytendum. ur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.