Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2002, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2002, Qupperneq 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 DV Það er ævinlega tilhlökkunarefni aö fá að fara á nýja sýningu hjá Helgu Arnalds og leik- húsinu hennar, 10 fingrum. Hún er hugkvæm og lagin brúðugerðarkona og snjall textasmið- ur en best af öllu er að heyra hana flytja texta sinn fyrir börn. Þar fer ekkert orð forgörðum og innlifun hennar og ákafi smitar áheyrend- ur, hvort sem þeir eru þriggja ára, þrítugir eða tvisvar sinnum það, svo að þeir sitja hugfangn- ir og fylgjast með. Á sunnudaginn frumsýndi hún sína gerð af ævintýrinu um Mjallhvít og dvergana sjö í Gerðubergi fyrir fullum sal af börnum og fullorðnum og þar fór sem endranær. Ekki minnkaði hrifningin við það að Helga sýndi bráðskemmtileg töfrabrögð á undan sýningunni, einkum heillaði hún börn- in með stóru ævintýrabókinni sem ýmist var með litmyndum, ólituðum teikningum eða alauðum síðum! Helga trúir ekki á ritskoðun gömlu ævintýr- anna, að hennar mati hefur hvert atriði sitt gildi fyrir börn sem eru að þroskast, og hér var öllu haldið til haga: Móðurdauða, illri stjúpu sem vill drepa litlu stúlkuna af afbrýði- semi vegna fegurðar hennar, veiðimanninum sem fellst á að vinna verkið til að bjarga eigin skinni, uppgjöf hans fyrir bænum barnsins og þrítekningu tilrauna stjúpunnar til að ná lífi stúlkunnar. Síðastnefnda atriðið er algengast að skerða í útgáfum á sögunni, láta stjúpuna koma strax með eitraða eplið, en við það miss- ir ævintýrið nauðsynlegan hluta uppeldisþátt- ar síns. Mjallhvít er vissulega falleg stúlka og ákaflega væn, en hún er hégómleg og þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir dverganna fellur hún hvað eftir annað fyrir gylliboðum markaðarins: Fyrst lætur hún sölukonuna spenna um sig belti svo fast að það líður yfir hana, síðan stinga eitruð- um kambi í hár sér og loks bítur hún í eitrað epli af því hún áttar sig ekki á að kerling lætur hana bíta i annan helming en hún beit í sjálf. Mjallhvít er ósköp leiðitöm (að ég segi ekki kjáni) og fordæmi hennar ætti að vara börn við því að trúa öllum tilboðum sem þau fá. En allt fer vel að lokum og Mjallhvít fær sinn prins. Sviðið er einfalt, hvítt tjald og hvítur „pottur" Helga Arnalds meö Mjallhvít og dvergana Ævintýrið kemst allt til skita - með töfrum sínum, ást og óhugnaði. DV- MYND HILMAR ÞÓR sem ævintýrið er soðið í, en á hvítt klæðið var varpað litríkum ljósmyndum sem gerðu ljóst hvar við vorum stödd hverju sinni, í höllinni við töfraspegil drottningar, í skóginum eða heima hjá dvergunum. Helga brá sér sjálf í gervi veiði- mannsins einfaldlega með því að setja upp hatt- inn hans en drottning var sköpuð af meiri list því bakið á Helgu var beinlínis stjúpan! Dverg- arnir voru bæði massi og einstaklingar, hnytti- lega gerðir þannig að þá mátti hengja á snúru (eins og sjá má á myndinni). Það eru helst and- litin á brúðunum sem mætti kvarta undan. Stjúpan er ansi karlmannleg en myndi strax batna við að fá rauðan lit á varirnar. Mjallhvít minnir mest á geimveru með sitt breiða andlit og stóru augu en einhverja hugmynd hef ég um að einmitt slík andlit höfði sterkt til barna. Kjóll- inn hennar er fallega rauður og sparilegur. Helga reynir ekki að draga úr óhugnaði ævin- týrsins og einstaka börn ráku upp skelfingar- hljóð, en þau voru fljót að þagna aftur því ekki vildu þau missa af neinu. Silja Aðalsteinsdóttir Leikhúslö 10 fingur frumsýndi í Geröubergi 20.1. 02: Mjallhvít. Handrit, leikmynd og brúöur: Helga Arnalds. Ljósmyndir: Áslaug Snorradóttir. Leikstjóri: Þórhallur Sigurösson. Sýningin er boðin leikskólum. Mjallhvít óstytt Tónlist Leikið á tilfinningaskalann DV- MYND HARI Einar Jóhannesson, Vovka Ashkenazy og Bryndís Halla Gylfadóttir Þrenningin rann saman í eitt í undurfagurri tónlistinni. Fjórðu tónleikar Kammermúsíkklúbbsins á þessu stárfsári, hinu 45. í röðinni, fóru fram á sunnudagskvöld. Ekki man ég eftir að hafa séð annan eins fjölda áheyrenda samankominn í Bú- staðakirkju þvf útvega þurfti fjölda aukastóla svo allir kæmust að sem vildu. Orsakir þessa voru einkum tvær, skemmtileg efnisskrá og ein- valalið íslenskra tónlistarmanna ásamt einum hálfum, brottfluttum, Vovka Ashkenazy. Á efnis- skrá voru tvö verk eftir Brahms, Tríó fyrir horn, fiðlu og píanó í Esr dúr ópus 40, Tríó fyrir klar- ínettu, selló og píanó í a-moll ópus 114 og Kvin- tett fyrir pfanó, óbó, klarínettu, horn og fagott í Es-dúr ópus 16 eftir Beethoven. Þessi Tríó Brahms eru hvort öðru fallegra, svo mjúk og áferðarfalleg, þrungin djúpum trega, og voru þeim tilfinningum gerð afbragðsgóð skil í fyrra tríóinu þar sem þau Sigrún Eðvaldsdóttir og Joseph Ognibene léku með Vovka. Mjúkur og safaríkur tónn Sigrúnar var einkar vel passandi verkinu og rann vel saman við fallegan leik þeirra Josephs og Vovka. Túlkun þeirra var í einu og öllu afar eðlileg, hvergi of eða van, og þau léku á tilfinningaskalann af einskærum glæsibrag. Sú einmanakennd og örvænting sem einkenndi þriðja kaflann var næsta áþreifanleg og var jafnvægið á milli þeirra algjört. Lokakafl- inn einkenndist af glæsispilamennsku af allra hálfu og náðu þau að skapa magnaða spennu og hrífa mann með sér með eftirminnilegum flutn- ingi. í hinu verkinu eftir Brahms léku Einar Jó- hannesson og Bryndís Halla Gylfadóttir með Vovka. Þau Einar og Bryndís hafa hingað til ver- ið þekkt fyrir að leika með hjartanu og ekki urðu aðdáendur þeirra fyrir vonbrigöum á sunnudagskvöldið. Með Vovka var þrenningin fullkomnuð þar sem þau runnu saman i eitt í undurfagurri tónlistinni. Það var eitthvað upp- hafið við leik þeirra, áferð verksins f flutningi þeirra mýkri og hlýrri en hið besta ullarteþpi og um stund var maður hrifinn yfir í aðra og betri veröld, fegurri en orð fá lýst. Úr rómantíkinni var haldið í klassíkina eftir hlé en lokaverk tónleikanna var Kvintett Beet- hovens ópus 16 þar sem Blásarakvintett Reykja- víkur myndaði uppistöðuna í hópi flytjenda, mínus Bernharður Wilkinson en plús Vovka Ashkenazy. Frammistaða Vovka á þessum tón- leikum kom ekki á óvart því hann hefur löngu sýnt það og sannað að hann er góður píanisti en gagnrýnandi sannfærðist enn fremur um það á sunnudagskvöldið að hann er draumameðleik- ari, tillitssamur, með gott eyra og afgerandi þeg- ar við á. Leikur hans var tær og skýr, einstak- lega smekkvís og ilmandi af músikaliteti. Þaö má með réttu segja að í flutningi kvin- tettsins hafi verið blásið lífl I nóturnar og enn á ný var flugið tekið með hárflnu samspili, skýrri mótun og í alla staði frábærum flutningi. Leik- gleði flytjenda og fersk túlkun þeirra geislaði af einskærri hamingju og frískleika sem var bráðsmitandi, og ef ekki hefði verið fyrir mann- þröngina hefði maður getað valhoppað glaður og sæll út í náttmyrkrið. Arndis Björk Ásgeirsdóttir ___________Menning Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir Danskir íslendingar Vegna fjarveru umsjónarmanns hefur dregist úr hömlu að segja frá þeim viðburði á menningarsíðu þeg- ar Bandamenn leiklásu Eldhúsdag- inn eða Ekki er allt sem sýnist, gleði- leik eftir Steingrím Thorsteinsson, f Listaklúbbi Þjóðleikhússins fyrir viku. Þetta er verulega skondið verk sem gerist á um það bil sólarhring í danskri Reykjavík um miðja 19. öld og segir frá því þegar Reykjavíkur- mærin jómfrú Anna ákveður að yfir- gefa sinn kærasta, Baldvinssen fakt- or, og strjúka til Kaupmannahafnar með Sorensen stýrimanni á Bryggen. Leikritið gerist í krambúð Bald- vinssens faktors sem er mun hjart- anlegri viö Gunnu ráðskonu en kærustuna, enda er Gunna honum sennilega eftirlátari. Þar að auki er Gunna örlagavaldur verksins og kænskan uppmáluð. Hún ætlar sér að verða faktorsfrú og notar kven- lega kænsku til aö ryðja Önnu úr vegi, vorkennir henni þessi ósköp að vera trúlofuð fólinu Baldvinssen og hvetur hana til að fleygja sér frekar í fang Sorensens sem er danskur sjentilmaður og sjarmör. Anna notar Leikhópurinn Bandamenn Bjargar leiklistarverðmætum úr glatkistunni. tækifærið meðan Baldvinssen er á blindafylliríi með kammerráðinu og Nissen innanbúðarmanni og stingur af, en ekki kæmi á óvart þótt Soren- sen ætti bæði konu og börn heima í Köbenhavn og ætlaði bara að nota jómfrúna til að hlýja sér á leiðinni yfir hafið. En þá verður Anna komin til Kaupmannahafnar, og hún er sam- kvæmt helstu persónum verksins himnaríki á jörð, alger andstæða Reykjavfkur. Og danskan svo miklu göfugra tungumál en íslenskan! ís- lenska danskan sem Steingrímur lætur Islendingana tala er virkilega fyndið tungumál - sem þeir gleyma þegar þeim er mikið niðri fyrir og tala þá bara almúgamálið. Ekki væri úr vegi að gera sams konar grín að ensku íslenskunni sem tíðkast nú til dags, en það yrði þá að vera þar sem notendur hennar heyrðu til og gætu hlegið að sjálfum sér. Á móti sýnir Steingrímur nokkra sanna íslend- inga, einkum Ófeig bónda sem talar tæpitungulausa íslensku en er illþol- andi hávær og atkvæðamikill í prýðilegum meðforum Guðna Franz- sonar. Mín sœta sveskja Bandamenn fengu ekki langan æf- ingatíma og það heyrðist á þeim sum- um. íslenska danskan á löngum köfl- um í verkinu er auðvitað framandi tungumál sem leik- arar réðu misjafn- lega vel við. Felix Bergsson var góður Baldvinssen en hefði getað verið betri, Borgar Garð- arsson sömuleiðis í hlutverki kammer- ráðsins og Stefán Sturla Sigurjóns- son sem Nissen. Þórunn Magnea las Gunnu og vantaði mikið á að hún yrði eins öflug persóna og lagt er upp til. En Jakob Þór Einarsson var dásamleg- ur sem jómfrú Anna og vann líka af kostgæfni lítil hlutverk fjögurra ís- lenskra bænda sem koma 1 búðina timburmannamorguninn. Og ísmeygi- iegastur af öllum var Sveinn Einars- son leikstjóri sjálfur sem lék hinn danska Sorensen af innlifun á ekta dönsku. Ómótstæðilegt var að heyra hann hvísla að jómfrúnni: „Ó, min sykurdós - mín sæta sveskja..." SA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.