Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2002, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2002, Qupperneq 20
24 Tilvera ÞRIDJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 I>V Collins á BBC Leikkonan Joan Collins mun verða með sinn eigin vikulega spjallþátt á bresku sjónvarpsstöðinni BBC og er fyrirhugað að útsendingar byrji í upp- >. hafi sumars. Collins mun sjálf hafa átt hugmyndina að þáttunum, en þar er fyrirhugað að hún taki á móti göml- um kunningjum í létt spjall. „Joan kom að máli við okkur fyrir jólin hér hjá BBC ásamt dóttur sinni Töra Newley og það var strax ákveðið að slá til. Hún er vel kynnt og á örugg- lega eftir að fá til sín mörg þekkt nöfn í þáttinn. Við vitum hvað hún getur og eigum von á skemmtilegum og stundum hvössum umræðum," sagði einn innanhússmaður hjá BBC. Collins, sem er 68 ára, er enginn ný- græðingur í þáttastjórnun og nú síð- ast í hittifyrra stjórnaði hún sex þátta röð um fegurð og frískleika á Heilsurásinni. Thurmari léttari Leikkonan Uma Thurman eignað- ist í síðustu viku sitt annað barn og fæddist bamið á sjúkrahúsi i New York. Uma sem enn er eitt helsta aug- lýsingaandlitið hjá Lancome snyrti- vörufyrirtækinu, átti fyrir þriggja ára dóttur með eiginmanni sínum Ethan Hawke, en þau gengu i hjónaband árið 1998. Henni verður ekki tU setunnar boðið því upptökur á nýrri mynd bíða hennar með vorinu, en þar er um að ræða myndina KiU BUl í leik- stjórn Quentins Tarantino. Tar- antino hefur mikið álit á Umu og kaus að fresta tökum myndarinnar ^,um eitt ár, meðan hún gekk með, "'frekar en að fá aðra leikkonu í hlut- verkið. „Henna var aUtaf ætlað hlut- verkið og þvi var ekki um annað að ræða en bíða eftir henni," sagði Tar- antino. Dóttir Carol Burnetts látin Carrie Hamilton, dóttir leikkon- unnar Carol Bumett og kvikmynda- framleiðandans Joe HamUton, lést á sjúkrahúsi í Los Angelses á sunnu- daginn og mun banameinið hafa verið krabbamein. Carrie, sem var 38 ára gömul, varð fyrst þekkt fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Fame, en einnig sem gestaleikari i öðrum sjónvarpsþáttum eins og Murder She Wrote, Beverly HiUs 90210 og Thirtysomething, suk þess sem hún lék í nokkrum sjónvarps- kvikmyndum. Hún var mjög fjöl- hæfur listamaður, bæði sem leikari og hljómlistarmaður og var síðustu árin farin að leikstýra stuttmyndum og vann tU verðlauna fyrir mynd sína Lunchtime Thomas. Unnur Arngrímsdóttir fékk Exit-verðlaun Félags kvenna í atvinnurekstri: Öllum eðlilegt að vilja snerta elskuna sína - og dansa við hana. Er að skrifa bók um kurteisi og framkomu Félag kvenna í atvinnurekstri heiðraði síðastliðinn fimmtudag fjórar konur fyrir framlag þeirra til atvinnurekstrar. Ein af þeim var Unnur Amgrímsdóttir sem hlaut svonefnd Exit-verðlaun. Þau fara til kvenna sem lengi hafa staðið í eld- línunni en eru nú að láta af störf- um. Sem kunnugt er stóð Unnur lengi aö rekstri dansskóla með eig- inmanni sínum heitnum, Hermanni Ragnari Stefánssyni, rak Módelsam- tökin og var með ýmiss konar nám- skeið í framkomu og slíku. En hvert var upphafið að atvinnurekstri Unnar? brúðkaup. Erlendis þarf fólk líka að þekkja þá siði sem þar gilda. Ég hef til dæmis leiðbeint eiginkonum manna sem farið hafa til starfa í ut- anríkisþjónustunni um þá formlegu siði sem gilda í diplómataveislum." Reikulir í spori bjóða upp í dans - En i dag ertu að mestu leyti hætt með námskeiðahald ... „Já, eftir að Hermann lést árið 1997 dró ég mig að mestu leyti í hlé. Mér fmnst alveg ómögulegt að vera með námskeið eða slíkt nema mað- ur hafi til þess eigið húsnæði. Að vísu koma alltaf einstök verkefni en þetta er mun minna en áður var.“ - En hvert var upphafið að dans- skólanum sem þið Hermann Ragnar rákuð svo lengi? „Fyrst fórum við Hermann á dansnámskeið hjá Rigmor Hanson sem var með átta vikna námskeið hér heima. í framhaldinu fórum við utan til Danmerkur til náms í dans- kennslu. Árið 1958 stofnuðum við síðan skólann okkar og rákum næstu áratugina. Kenndum við þar þúsundum fólks, börnum jafnt sem Tískusýningar í tuttugu ár „Það var árið 1962 sem ég stofnaði Snyrti- og tískuskólann sem var rekinn undir mínu nafni. Þá þegar fór ég af stað með námskeiðahald úti um allt land. Þarna voru kennd ýmis atriði, svo sem snyrting, hár- greiðsla, borðsiðir, fatastíll, hrein- læti, framkoma og fleira slíkt. Þetta vatt svona upp á sig og árið 1967 stóð ég síðan að stofnun Módelsam- takanna. Þau stóðu bæði að nám- skeiöum og einnig tískusýningum en enginn kom fram á sýningum samtakanna nema þeir sem sótt höfðu námskeið okkar.“ - Sýningahald samtakanna stóð lengi og var mörgum þekkt... „Já, við komum víða fram og starfið var umfangsmikið á tíma- bili. Sem dæmi um starfið get ég nefnt að í hádeginu á hverjum föstu- degi i tuttugu ár kom okkar fólk fram og sýndi ullarfatnaö fyrir er- lenda ferðamenn. Einnig kom okkar fólk oft fram í Broadway, á Hótel Esju og fleiri stöðum sem þá nutu vinsælda. Sömuleiðis vorum við á iðnsýningunum sem um árabil voru í Laugardalshöllinni. Þá stóðum við saman að starfmu Pálína Jón- mundsdóttir, Hanna Frímannsdótt- ir og ég. Á þessum sýningum voru oft 20 til 25 tískusýningar á einni til tveimur vikum; tvær til þrjár á dag. Einnig fórum við í nokkur skipti til Bandaríkjanna og Evrópulanda og kynntum þar islenskan ullarfatnað. Fleira gæti ég nefnt. Þetta var mik- ið starf og skemmtilegt." - Þú nefnir áhersluatriðin á nám- skeiðunum, að þau hafi til dæmis verið mannasiðir, borðsiðir, fram- koma og hreinlæti. Nú hefur stund- um verið sagt að íslendingar séu drabbarar sem kunni sig ekki alveg. Námskeið í þessum efnum hafa því efalítið verið mörgum þörf? „Þú getur rétt ímyndað þér. Fólk þarf að kunna eða vita hvernig það á að klæða sig við hin ýmsu tæki- færi, samanber leikhúsferðir eða DV-MYND ÞÖK Fyrirmyndir annarra kvenna Myndin er tekin viö verðlaunaafhendingu Féiags kvenna í atvinnurekstri í sl. viku. Lengst til vinstri er Unnur Arngrímsdóttir, þá íris Gunnarsdóttir og Soffía Steingrímsdóttir, sem reka vefsetriö Femin.is, ogyst til hægri er Elsa Har- aldsdóttir sem rekur hárgreiöslustofuna Salon Veh. DV-MYND E.OL. Unnur verölaunahafi „Fólk þarfaö kunna eöa vita hvernig þaö á aö klæöa sig viö hin ýmsu tækifæri, samanber leikhúsferöir eöa brúö- kaup. Erlendis þarf fólk líka aö þekkja þá siöi sem þar gilda. Ég hef til dæmis leiöbeint eiginkonum manna sem fariö hafa til starfa í utanríkisþjónustunni um þá formlegu siöi sem gilda í diplómataveislum, “ segir Unnur Arngrímsdóttir m.a. hér í viötalinu. fullorðnum, og lögðum til dæmis mikið upp úr því að kenna hjónum, enda var það vinsælt. Við kappkost- uðum einnig að hafa skólahaldið allt í mjög fostum skorðum - standa vel og skipulega að því. Skólinn starfaði eins og aðrir skólar alveg frá því í byrjun september og fram í maí.“ - Nú heyröi ég einu sinni þá kenningu að mikilsvert væri að kenna ungum mönnum að dansa og fyrir því væru gildar ástæður. Kjarkurinn væri ef til vill ekki mik- ill og til þess að efla hann væri al- gengt að menn fengju þeir sér í glas áður en þeir byðu dömu upp í dans. Þar með skapaðist sú hætta að þeir yrðu brennivíni að bráð, og það vegna slakrar danskunnnáttu. Ertu sammála þessu? „Já, svo sannarlega. Þegar ég var ung stúlka á dansleikjum var mjög algengt að herrarnir byðu dömun- um ekki upp fyrr en þeir væru bún- ir að fá sér í glas og orðnir aðeins reikulir i spori. Þetta á ekki að vera svona, þetta er feimni. Öllum mönn- um er í raun eðlilegt að vilja snerta elskuna sína og dansa viö hana. Danskennsla er í dag í nokkrum mæli komin út í grunnskólana en það er þó undir vilja og áhuga til dæmis skólastjórnenda komið. Áður fyrr kenndi Hermann Ragnar víða i skólum og á barnaheimilunum. Það féll í mjög góðan jarðveg." Samviskusemi og persónu- ieiki - Nú tekur þú við verðlaunum fyrir áralangan eigin atvinnurekst- uri. Ef þú værir beðin um góö ráð hvemig standa eigi að rekstri hvað myndir þú nefna helst? „Aö hafa bókhaldið í fullkomnu lagi og standa löglega að öllum hlut- um. Það er alveg númer eitt. í ann- an stað er mikilvægt að fylgjast með öllum nýjungum og breytingu sem á sér stað í því fagi sem maður er að starfa í. Þegar við Hermann vorum með dansskólann fórum viö á hverju ári til Danmerkur þar sem haldin er dansráðstefna á hverju ári. Þannig kynntum viö okkur nýja dansa og tónlist. Vegna Módelsam- takanna setti ég mig einnig vel inn í þá tískustrauma sem uppi voru á hverjum tíma - og komu frá höfuð- borgum tískunnar. Það er góð regla að vita alltaf helmingi meira en kúnninn - fátt er verra en standa á gati fyrir framan hann.“ - Eru konur á einhvem hátt öðru- vísi en karlar þegar kemur að at- vinnurekstri? „Það getur vel verið; kannski þora þær ekki að taka sömu áhættu og karlar gera. Ef til vill eru þær hræddar við að fara út í banka og biðja um lán; sjálf gerði ég það og fékk. Þó verður alltaf að fara var- lega i lántökur. Aldrei má stofna fyrirtæki einvörðungu fyrir lánsfé heldur verður að byggja á eigin fé svo sem kostur er. Um muninn á körlum og konum sem stjórnendum er það að segja að konur eru ef til vill samviskusamari í mörgum til- vikum þó þetta fari auðvitað eftir persónuleika hvers og eins.“ Situr við bókarskrif - Exit-verðlaunin frá Félagi kvenna í atvinnurekstri sem þú tókst við i sl. viku, eru sérstaklega helguð konum sem lengi hafa staðið í eldlínunni. Ert þú að mestu leyti búin að draga þig í hlé? „Ekki alveg, alltaf kemur ein og ein tískusýning eða annað sem ég stend að. En annars sit ég mikiö við skriftir þessa dagana og er að setja saman uppsláttarbók um framkomu og siðvenjur og fleira slíkt í daglegu lífi. Það er langt síðan svona bók hefur komið út á íslandi. Árið 1920 kom út bókin Mannasiðir og önnur bók, Kurteisi, árið 1945. En nú sam- eina ég efni þessara bóka í eina og bæti nýju efni inn þannig að ný bók eigi erindi við þjóðfélagið eins og það er í dag. - En hvað varðar verð- launin sem ég fékk í síðustu viku þá fmnst mér óskaplega vænt um þau, finnst þau sýna að fólk hefur tekið eftir því sem ég hef verið að fást við um dagana. Að taka á móti þessum verðlaunum er „tvímælalaust ein af stóru stundunum í mínu lifi,“ eins og ég sagði orðrétt við móttöku þeirra.“ -sbs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.