Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2002, Síða 22
26
ÞRIÐJUDAGUR 22. JANUAR 2002
íslendingaþættir
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
90 ára__________________
Aðalbjörg Jóakimsdóttir,
Drápuhlíð 27, Reykjavík.
85 ára_______________________
Pétur Sigurösson,
Sæbergi 5, Breiðdalsvík.
80 ára_______________________
Oddný Gísladóttir,
Miðleiti 7, Reykjavík.
Guðbjartur Andrésson,
Hjaröarholti 15, Akranesi.
Kristbjörg Hermannsdóttir,
Höfðagötu 17, Stykkishólmi.
75 ára_______________________
Eiríkur Ásmundsson,
Hamraborg, Akureyri.
Ari Magnússon,
Strandgötu 36, Neskaupstað.
70 ára_______________________
Indriði Pétursson,
Fálkagötu 28, Reykjavík.
Hrefna Svava Þorsteinsdóttir,
Ásgarði 3, Reykjavík.
Páll Hallgrímsson,
írabakka 12, Reykjavík.
Gunnar Haukur Sveinsson,
Fannafold 31, Reykjavík.
Randver G. Kariesson,
Norðurgötu 35, Akureyri.
60 ára_______________________
Sigurjón Jónsson,
Hverafold 42, Reykjavík.
Hafliöi Ólafsson,
Urðum, Dalvlk.
Björn Eymundsson,
Fagranesi, Höfn í Hornafirði.
50 ára______________________________
Ágúst Ágústsson,
Hlaðhömrum 42, Reykjavík.
Kristján E. Ágústsson,
Gerðhömrum 6, Reykjavík.
Kristján Gunnarsson,
Funafold 79, Reykjavík.
Bergþór Guðmundsson,
Kársnesbraut 51, Kópavogi.
Þorvaidur Árnason,
Starmóa 15, Njarðvik.
Bára Guðjónsdóttir,
Böðvarsgötu 3, Borgarnesi.
Jóhann Hafberg Óskarsson,
Brautarholti 20, Snæfellsbæ.
Guðmundur F. Baldursson,
Kambahrauni 25, Hverageröi.
40 ára______________________________
Þorbjörg Erla Ásgeirsdóttir,
Rauðalæk 53, Reykjavík.
Sveinn Bragason,
Tómasarhaga 55, Reykjavlk.
Unnur Vilhelmsdóttir,
Flyðrugranda 10, Reykjavlk.
Kristín Birna Porter,
Bollagörðum 109, Seltjarnarnesi.
Inga Dís Guðmundsdóttir,
Víöihvammi 9, Kópavogi.
Jón Ólafur Halldórsson,
Bjarnhólastig 10, Kópavogi.
Logi Sigmundsson,
Birkigrund 67, Kópavogi.
Sveinn Kjartansson,
Brekkuhjalla 7, Kópavogi.
Hilmar Sigurösson,
Brekkuhvarfi 15, Kópavogi.
Guðrún Siguröardóttir,
Heiðarbakka 3, Keflavlk.
Birgir Óli Einarsson,
Túngötu 8 Hvanneyri, 311 Borgarnes.
Sigurveig M. Kjartansdóttir,
Sandholti 36, Snæfellsbæ.
Magnús Axel Jónsson,
Miðbraut 1, Búöardal.
Skúli Sveinsson,
Borg, Borgarfiröi.
Jónína Elíasdóttir frá Bolungarvík lést á
St. Jósefsspltala I Hafnarfiröi þriðjud.
8.1. Útförin hefur farið fram I kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Ámý Guðlaug Sigurðardóttir, Ægisbraut
11, Blönduósi, andaðist á Heilbrigðis-
stofnun Blönduóss fimmtud. 17.1.
Ólafur Axelsson hæstaréttarlögmaður,
Frakkastíg 24, Reykjavík, er látinn.
Sigurborg Jónsdóttir, Heiðarhvammi
8G, Keflavik, lést á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja miðvikud. 16.1.
Guðrún Sigríður Sigurjónsdóttir, Akur-
gerði, Álftanesi, lést á Sólvangi
fimmtud. 10.1. Jarðarförin hefurfariö
fram I kyrrþey að ósk hinnar látnu.
DV
Hundrnft og eing t'irs
Sigurrós Kristinsdóttir
fyrrv. húsfreyja að Hálsi í Öxnadal
Sigurrós Kristinsdóttir, fyrrv.
húsfreyja að Hálsi í Öxnadal og síð-
ar á Akureyri, Kvistagerði 5, Akur-
eyri, er hundrað og eins árs í dag.
Starfsferill
Sigurrós fæddist að Gili í Öxna-
dal en flutti með foreldrum sinum
að Geirhildargörðum í Öxnadal þar
sem hún ólst upp við öll almenn
sveitastörf þess tíma til sautján ára
aldurs. Hún fór þá i vinnumennsku
og var vinnukona á bæjum í Skaga-
flrðinum og í Öxnadalnum.
Þegar Sigurrós gifti sig hófu þau
hjónin búskap að Hálsi í Öxnadal
þar sem þau bjuggu til 1973 að
þremur árum undanskildum. Þá
brugðu þau búi og fluttu til Akur-
eyrar þar sem Sigurrós býr enn.
Fjölskylda
Sigurrós giftist 29.5. 1925 Ásgrími
Halldórssyni, f. 21.11. 1903, d. 8.1.
1980, bónda að Hálsi í Öxnadal.
Hann var sonur Halldórs Gottskálks
Jóhannssonar, f. 25.11. 1871, d. 9.6.
1942, og k.h., Jónínu Jónsdóttur, f.
31.1. 1880, d. 18.8. 1958, en þau
bjuggu að Egilsá, á Löngumýri, á
Vöglum og í Vaglagerði í Skaga-
flrði.
Börn Sigurrósar og Ásgríms eru
María Ásgrímsdóttir, f. 14.6. 1925,
húsmóðir á Akureyri en maður
hennar er Baldvin Ólafsson, lengst
af verslunarstjóri á Akureyri og
eiga þau þrjú börn; Jónína Ásgrims-
dóttir, f. 7.2. 1929, húsfreyja í Efsta-
landi í Öxnadal, en maður hennar er
Sigurður Jónasson, bóndi þar, og
eiga þau fjögur böm; Sigríður Ás-
grímsdóttir, f. 30.1. 1931, lengst af
húsfreyja á Svínabökkum i Vopna-
firði, nú búsett á Akureyri en mað-
ur hennar var Magnús Bjömsson
sem lést 1978, bóndi á Svínabökkum,
og eignuðust þau átta börn; Svana
Ásgrímsdóttir, f. 12.12.1932, lengst af
ráðskona og verslunarmaður á Ak-
ureyri og á hún eina dóttur; Hulda
Ásgrímsdóttir, f. 31.5. 1934, lengst af
húsmóðir og iðnverkakona á Akur-
eyri og húsfreyja á Hálsi um skeið
en maður hennar er Ragnar
Tryggvason, bóndi á Hálsi um skeið
en lengst af sjómaður og eiga þau
fimm börn; Sigurður Ásgrímsson, f.
15.3. 1939, bóndi að Hálsi um skeið
en lengst af veghefilsstjóri hjá Vega-
gerð ríkisins, búsettur á Akureyri.
Systkini Sigurrósar: Sigurður, f.
11.2.1897, var bóndi á Grímsstöðum
í Mývatnssveit; Jóhannes, f. 10.10.
1898, var bóndi í Flatey á Skjálfanda;
Sigríður, f. 27.6. 1902, flutti til
Kanada; Sigurjóna, f. 28.10.1905, var
búsett í Reykjavík; Jóhanna Sigfríð-
ur, f. 20.5.1907, d. 14.4.1915; Margrét,
f. 20.1. 1911, var búsett á Akureyri.
Foreldrar Sigurrósar voru Krist-
inn Magnússon, f. 25.12.1856, d. 10.6.
1917, bóndi í Geirhildargörðum og á
Gili í Öxnadal, og k.h., Guðrún Mar-
ía Sigurðardóttir, f. 26.2. 1868, d.
16.4.1915, húsfreyja.
ITH
Stefán Árni Tryggvason
fyrrv. lögreglumaður á Akureyri
Stefán Árni Tryggvason, fyrrv.
lögreglumaður, að Hrísalundi 16c,
Akureyri, nú búsettur í Praha í
Tékklandi, varð sextugur i gær.
Starfsferill
Stefán fæddist á Akureyri og
ólst þar upp. Hann lauk grunn-
skólanámi og gagnfræðaprófi á
Akureyri, stundaði nám við Iðn-
skólann á Akureyri, lærði stál-
smíði frá 1963 og lauk sveinsprófi
i þeirri grein 1967, lauk prófum
frá Lögregluskólanum, sótti end-
urmenntunamámskeið á vegum
lögreglunnar, stundaði nám við
enskuskóla í Englandi 1983 og
þýskuskóla í Þýskalandi 1984 og
lauk stúdentsprófi frá MA 1985.
Stefán stundaði akstur, sjó-
mennsku og önnur almenn dag-
launastörf til 1963, starfaði við
Slippstöðina á Akureyri og hjá
Héðni í Reykjavík, var lögreglu-
maður á Akureyri og á Raufar-
höfn 1967-85, skrifstofustjóri hjá
Eimskipafélagi íslands á Akur-
eyri 1985-87, lögreglumaður á Ak-
ureyri 1988-1999 og stundaði sjó-
mennsku af og til með lögreglu-
störfunum.
Stefán var búsettur að mestu á
Akureyri til 1999 að undanskild-
um þremur árum er hann var bú-
settur á Raufarhöfn.
Stefán var formaður Lögreglufé-
lags Norðurlands 1975-77 og sat í
stjórn handknattleiksdeildar KA
1984-92.
Fjölskyida
Stefán kvæntist 21.1. 1992
Jarmilu Jónbjörgu Tryggadóttur,
f. 7.2. 1952, hagfræðingi. Hún er
dóttir Franzitek Mikes, iðnfræð-
ings í Praha í Tékklandi, og Marie
Mikesovu, húsmóður þar.
Fyrri kona Stefáns er Björg
Þórðardðttir, f. 14.4. 1945.
Börn Stefáns og Bjargar eru
Þórður Tryggvi Stefánsson, f.
23.12. 1963, rekstrarfræðingur í
Ólafsvík; Marta María Stefáns-
dóttir, f. 17.11. 1962, sjúkraliði í
Reykjavík; Unnur Rannveig Stef-
ánsdóttir, f. 22.6. 1969, sagnfræð-
ingur í Hafnarfirði; Hulda Þor-
björg Stefánsdóttir, f. 18.3. 1972,
leikskólakennari í Reykjavík.
Börn Jarmilu eru Andrea
Krouska, f. 23.2. 1976, einkaritari í
Praha; Michaela Margrét Stefáns-
dóttir, f. 11.12. 1980, einkaritari í
Praha.
Systkini Stefáns: Hulda
Tryggvadóttir, f. 2.8. 1931, d. 21.8.
1996, kaupkona í Kópavogi;
Brynjólfur Tryggvason, f. 27.5.
1945, verkstjóri á Akureyri; Soffia
Tryggvadóttir, f. 9.5. 1948, lækna-
ritari á Akureyri.
Foreldrar Stefáns voru Tryggvi
Bogason, f. 3.9. 1906, d. 22.7. 1976,
verkamaður á Akureyri, og Stef-
anía Brynjólfsdóttir, f. 3.4. 1911,
húsmóðir.
Árni Halldórsson
rekstrarstjóri Fiskiðjunnar Skagstrendings
Ámi Halldórsson,
rekstrarstjóri Fiskiðjunn-
ar Skagstrendings og rik-
isstjóri ÁTVR í Grundar-
firði, Sæbóli 29, Grundar-
firði, er fimmtugur í dag.
Starfsferill
Árni fæddist í Grund-
arfirði og ólst þar upp.
Hann lauk 1. stigs prófi
frá Vélskólanum i Vestmannaeyjum
1972 og 2. og 3. stigs prófum frá Vél-
skóla íslands í Reykjavík 1982.
Árni var vélstjóri á fiskiskipum
til 1979, starfaði við þróunaraðstoð á
Grænhöfðaeyjum 1980-82, starfaði
hjá Kælivélum Sveins Jónssonar
1982, stundaði eigin rekstur i Kæli-
vélum til 1996, var vélstjóri í Hrað-
frystihúsi Grundarfjarðar til 1995 og
hjá Fiskiðjunni Skagfirðingi til
1997, varð rekstrarstjóri Fiskiðjunn-
ar Skagfirðings 2001, starfrækti vín-
búð í Grundarfirði, ásamt konu
sinni, 1970-2000, er atvinnukafari í
aukastarfi, starfaði í slökkviliði
Grundarfjarðar 1985-2000 og var þar
slökkviliðsstjóri í fjögur ár.
Árni sat í sveitastjórn Eyrar-
sveitar i fógur ár, var varamaður í
fjögur ár, starfaði í Lionsklúbbi
Grundarijarðar, hefur gegnt þar
ýmsum trúnaðarstörfum formaður
klúbbsins í tvígang auk þess sem
hann hefur verið trúnaðarmaður
Vélastjórafélags Islands á Vestur-
landi sl. tíu ár.
Fjölskylda
Eiginkona Árna er
María Gunnarsdóttir, f.
22.9. 1953, rekur Blóma-
búð Maríu. Hún er dóttir
Gunnars Marinós Gunn-
arssonar sem er látinn,
fulltrúa hjá Samvinnu-
tryggingum, og Guðlaug-
ar Elíasdóttur húsmóður.
Börn Arna og Maríu eru Kristín
Björg, f. 13.3.1974, nemi í Horsens í
Danmörku en maður hennar er
Smári Björnsson, f. 10.2. 1975 og er
dóttir þeirra Amalía Rún, f. 13.11.
1999; Gunnar Már, f. 9.2. 1984, nemi.
Dóttir Árna er Sigríður Lára
Árnadóttir, f. 11.9. 1972, en maður
hennar er Halldór Karlsson, f. 28.9.
1969, byggingafræðingur en börn
þeirra eru Bryndís Jóna, f. 21.2.
1995, og Hlökk, f. 2.8. 2000.
Dóttir Maríu er Hjördís Davíðs-
dóttir, f. 24.5. 1970, og börn hennar
Gauti Gunnar, f. 9.3. 1995, og Hekla
Kristin, f. 19.2. 1997.
Systkini Árna: Sigurjón, f. 21.9.
1949; skipstjóri í Grundarfirði;
Björg Bára, f. 5.5. 1960, fram-
kvæmdastjóri í Ólafsvík; Halldór
Kristinn, f. 20.5. 1963, framkvæmda-
stjóri í Grundarfirði.
Foreldrar Árna: Halldór Sigur-
jónsson, f. 15.8. 1926, d. 10.9. 1979,
skipstjóri og útgerðarmaður i
Grundarfirði, og k.h., Kristín Sigur-
björg Árnadóttir, f. 28.6. 1931,
matartæknir. Árni er að heiman.
Merkir íslendingar
Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri og alþm.
fæddist 22. janúar 1885 á Helgastöðum í
Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann
var sonur Þorbergs Hallgrimssonar,
bónda þar, og k.h., Þóru Hálfdanardótt-
ur. Þorbergur var af Hraunkotsætt, son-
ur Hallgríms á Hallbjamarstöðum Þor-
grímssonar, bróður Jóns, langafa
Kristjáns Eldjárns forseta og Gísla
Jónssonar menntaskólakennara. Son-
ur Jónasar er Jónas, rithöfundur og
útvarpsmaður um langt árabil sem
veitti um skeið forstöðu RÚV á Akur-
eyri.
Jónas lauk gagnfræðaprófi á Akureyri
1909 og dvaldi ungur í Kanada í sex ár.
Hann var ritstjóri Dags á Akureyri 1920-1927
og ritstjóri Tímans í Reykjavík 1927-1930.
Jónas Porbergsson
Jónas var einn af mörgum ungum stuðnings-
mönnum nafna síns frá Hriflu sem var
menntamálaráðherra þegar Ríkisútvarpið
var stofnað 1930. Hann skipaði Jónas Þor-
bergsson fyrsta útvarpsstjórann og
gegndi hann embættinu til 1953. Staða
útvarpsstjóra þótti þá eitt virðulegasta
embætti þjóðarinnar enda hlutverk út-
varpsins sem menningar- og upplýs-
ingamiðfls mun þýðingarmeira þá en
síðar varð. Jónas mótaði embættið,
var gætinn stjómandi, forðaðist of-
stjómun og lagði áherslu á pólitískt
hlutleysi stofnunarinnar. Hann var al-
þingismaður Dalamanna 1931-1933. Eftir
Jónas liggja nokkur rit, m.a. um lifið eftir
dauðann en hann var um árabfl sannfærður
spíritisti. Hann lést 6. júní 1968.
Jarðarfarir
Guðmundur Finnbogason verkstjóri,
Melhaga 15, verður jarðsunginn frá
Grensáskirkju þriðjud. 22.1. kl. 13.30.
Una Bergmann frá Fuglavik, áður búsett
I Meðalholti 11, verður jarðsungin frá
Flvalsneskirkju þriðjud. 22.1. kl. 14.
Helga Guðmundsdéttir, Boðagranda 7,
Reykjavík, veröur jarðsungin frá Nes-
kirkju þriðjud. 22.1. kl. 13.30.
Minningarathöfn um Önnu Fanneyju
Kristinsdóttur fer fram frá Fossvogs-
kapellu miðvikud. 23.1. kl. 15. Að lok-
inni athöfn veröur jarösett I Fossvogs-
kirkjugarði.
Svanhildur Bjarnadóttir, Heiðarhjalla
27, Kópavogi, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju 23.1. kl. 13.30.