Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 Helgarblað DV DV-MVND BRINK Lækkuðu fyrstir í Firöinum „Þetta er einlægt irmlegg okkar til bættra lífskjara og minnkandi veröbólgu. Því hefur veriö mjög vel tekiö af neytendum," segir Gisli Sigurbergsson, kaupmaður í Fjaröarkaupum. Hinir baráttuglööu kaupmenn í Firðinum riöu á vaöið á matvörumarkaöi meö 3ja prósenta verölækkun. Hvaö gera hinir? Innlendar fréttir víkm Inga Jóna Þórðar- dóttir kom með óvænt útspil á þriðjudaginn þegar hún tilkynnti að hún hefði ákveðið að draga sig í hlé í leiðtogaslagnum hjá Sjálfstæðisflokkn- um í Reykjavík. Gerði hún þetta í nafni samstöðu í flokknum. Sam- hliða lýsti hún yfir stuðningi við Bjöm Bjarnason í leiðtogasætið og bauöst til að setjast í 8. sæti listans, baráttusætið. Björn Bjarnason þakkaði Ingu Jónu stuðninginn. í kjölfarið hafa Eyþór Arnalds og Júl- íus Vífill Ingvarsson tilkynnt að þeir muni ekki taka þátt í leiðtoga- prófkjöri - en lýsa í staðinn yfir stuðningi við Björn. Sviptingar R-listi í höfn Aðstandendur Reykjavíkurlistans kynntu á fimmtudag hvernig staðið verður að framboðsmálum kosn- ingabandalagsins. Flokkamir þrír koma að bandalaginu á jafnréttis- grundvelli þannig að hver fær 2 sæti á listanum af þeim átta efstu. VG fá 1. og 6. sætið, Framsókn fær 2. og 5. sæti en Samfylkingin fær 3. og 4. sætið. í 7. sæti verður fulltrúi sem uppstillingarnefnd flokkanna og borgarstjóra velja. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri verður í 8. sætinu. Verðhjöðnunarstríöiö síðustu viku hefur vakið ýmsar grundvallarspurningar: Blekking eða búhnykkur? - beðið eftir verðlækkunuin hjá stóru matvörukeðjunum. Viðskiptaráðherra bjartsýnn á vaxtalækkun „Ég ætla að trúa því að þær verð- lækkanir sem við höfum nú þegar séð séu raunverulegar og engin aug- lýsingabrella. Kannanir munu þó skera úr um þetta,“ segir Gylfi Arn- bjömsson, framkvæmdastjóri ASÍ, við DV. Tilefnið eru verðlækkanir hjá stærstu fyrirtækjunum á bygg- ingavörumarkaði, og einstöku mat- vörukaupmönnum. Vomur virðast á öðrum kaupmönnum en frekari verðlækkanir á næstunni mega þó teljast líklegar. Lækkun á beiskum berjum Tilkynning BYKO síðastliðinn laugardag, um tveggja prósenta verðlækkun og frystingu vöruverðs fram til 1. maí, var upphaf að stríði. Verðhjöðnunarstríði. 1 DV á mánu- dag svaraði Húsasmiðjan keppi- nautnum með þriggja prósenta verðlækkun og verðstöðvun til jafn- lengdar. „Gengi krónunar hefur verið að styrkjast undanfarnar vik- ur og fyrir lá aö vörur yrðu leystar út á hagstæðara gengi. Verðlagsmál snúast ekki síöur um þróun verð- lags almennt en haröa samkeppni... Við treystum því að hið opinbera og atvinnulífið taki sig saman til að verðbólgumarkmið náist i maí og því erum við tilbúnir að leggja meira undir,“ sagði Bogi Þór Sig- uroddsson, forstjóri Húsasmiðjunn- ar, við DV sl. mánudag. Stríðið breiddist út. Á miðviku- dag lækkuðu Fjarðarkaup vöruverð um þrjú prósent og hækka ekki vöruverð að minnsta kosti fram í maí. Þessu útspili hefur ekki verið svarað af stóru keðjunum á mat- vörumarkaðnum með beinum hætti, það er flötum verðlækkun- um. Hins vegar hafa komið tilboð í einstaka vöruflokkum. Til dæmis lækkaði Hagkaup vinberjaverð í vikunni, en þau beisku ber urðu til þess að valda hækkun á neyslu- verðsvísitölunni í síðustu mælingu og koma efnahagslífinu i uppnám. 0,7% lækkun á níu dögum Verðhjöðnunarstríðið hefur verið ofarlega á baugi í þjóðmálaumræðu vikunnar. Spurningarnar hafa verið áleitnar, svo sem hvort verðlækkan- ir séu raunverulegar eða ekki? Hef- ur gengi íslensku krónunnar verið að þróast á þann veg að fullt svig- rúm sé til verölækkana? Verðkönn- un DV á fimmtu- dag, sem gerð var degi fyrr, bendir til að svo sé. Mat- arkarfan sem lögð var til grundvallar i könnuninni hafði að jafnaði lækkað í verði um 0,7% á níu dögum. Þess má svo geta að DV verður virkt í verðkönnunum á næstunni og mun út frá hagsmunum neyt- enda fylgjast grannt með þróuninni. I vefriti fjármálaráöuneytisins í vikunni segir að styrking krónunn- ar ætti að vera farin að hafa áhrif á verðlag. Innfluttar matvörur eru nefndar í því sambandi. Segir að í raun megi ganga lengra þar sem gengi krónunnar hafi styrkst veru- lega frá því i haust, eða um 3,5% miðað við meðaltal síðasta ársfjórð- ungs og 5,5% frá hámarki í nóvem- ber. Standa viö stóru orðin Um verðlækkanir - raunverulegar eöa ekki - segir Guðmundur B. Ólafs- son hagfræðingur að útilokað sé leggja nokkurn dóm á slíkt. Til þess þurfi upplýsingar úr bókhaldi fyrir- tækjanna. Hann vill þó trúa því að verðlækkanirnar séu raunverulegar. „Auðvitað er lækkun vöruverðs til þess fallin að skapa jákvæð áhrif al- mennings gagnvart viðkomandi fyrir- tæki,“ eins og hann orðar það. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir samtök- in ekki hafa kannað hvort verð- lækkanirnar eigi sér í raun stað. Hvort verð hafi hugsanlega verið hækkað um t.d. 2 til 3%, skömmu áður en það hafi svo verið lækkað aftur um sömu hlutfallstölu? Ef svo er væri slíkt blekkingaleikur. „Menn verða að standa við stóru orðin," segir Jóhannes. Hann bend- ir raunar á að verðlækkunin í Fjarðarkaupum sé ekki algild. Nokkrar vörutegundir þar hafa hækkað í verði, skv. því sem fram hafi komið í fjölmiðlum. Gísli Sigurbergsson, kaupmaður í Fjarðarkaupum, gefur ekki mikiö fyrir kenningar um að verðlækkan- ir fyrirtæksins séu brella. Það kosti verslunina um 20 milljónir á mán- uöi að slá þrjú prósent af vöruverði. Guömundur Ólafsson. Jóhannes Valgeröur Gunnarsson. Sverrisdóttir. Verðkönnun DV á fimmtudag sem sýndi 2ja prósenta verðlækkun í Fjarðarkaupum frá síðustu könnun ætti í raun að slá á allar efasemd- araddir. „Þetta er einlægt innlegg okkar til bættra lífskjara og minnk- andi verðbólgu. Því hefur verið mjög vel tekið af neytendum," segir Gísli. Hvorugur í hart viö hinn Um verðþróun á matvörumark- aði sl. ár segir Guðmundur Ólafs- son að hún sé í mörgum tilvikum meiri en gengi og vísitölubreyting- ar síðasta árs gefi tilefni til. Síðast- Siguröur Bogi Sævarsson blaðamaður Innlent fréttaljós liðin þrjú ár hafi verðlag á mat- vöru hækkað umfram það sem gengi og vísitala gefi tilefni til. Það þurfi að rannsaka. „Ég ætla ekki að fella neina dóma í þessu sam- bandi, það gerir Samkeppnisstofn- un,“ segir Guðmundur. Af könnun DV i gær má draga þá ályktun að samkeppni á mat- vörumarkaði sé ekki til staðar. Báðar stóru matvörukeðjurnar, Baugur og Kaupás, hafa markað sér bása á markaðnum, það er frá lágvöruverðsverslunum til þæg- indabúða. Hvorugur aðilinn fer í hart við hinn. Á verölægri endan- um er Bónus ævinlega lítið eitt ódýrari en Krónubúðir Kaupáss. Þægindabúðimar Nýkaup og Nóa- tún, sem eru i eigu sinnar keðj- unnar hvor, eru sambærilegar, svo sem í verði. Svona má áfram telja. Fáheyrö dýrtíð í umræðum um efnahagsmál á Alþingi í vikunni kom meint fá- keppni á matvörumarkaði til um- ræðu. Þar sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra að fylgja ætti því eftir að fyrirtæki sem heföu allt að 60% hlutdeild á markaðnum mis- notuðu ekki aðstöðu sína. Til greina kæmi aö rikið hlutaðist til um að skipta þessum fyrirtækjum upp. Við sama tilefni sagði Össur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingar, að stóru verslunarkeðj- urnar hefðu keyrt upp matvöru- verð í krafti einokunar. „Hreðja- tak þeirra á markaðnum hefur kallaö fáheyrða dýrtíð yfir neyt- endur," sagði Össur. En hvað voru þessar umræður? Hávaði í dagstund, hróp milli stjórnar og stjórnarandstöðu? Eða upphaf að aðgeröum í þá átt að stóru keðjurnar tvær á matvöru- markaðnum veröi brotnar upp? Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra sagðist í samtali við DV vera tilbúin að skoða allar hugmyndir sem væru til þess fallnar að styrkja Samkeppnistofn- un og hennar mikilvæga starf. Ef vilji samstarfsflokksins í ríks- stjórn væri sá að skerpa á annars metnaðarfullum samkeppnislög- um væri hún til viðræðu um slíkt. Hins vegar væri sín skoöun að ef beittari lög hefðu komið fyrr væri ekki uppi sú fákeppnisstaða sem i dag væri á matvörumarkaði og raunar víða. Væntir vaxtalækkana Um þróun siðustu daga í verð- lagsmálum sagðist viðskiptaráð- herra fagna þeim verðlækkunum sem farið hefðu af stað um síðustu helgi. Hún kvaðst þó enn bíða eftir verðlækkunum hjá þeim fyrirtækj- um sem stærst væru á markaði. Um hvort svigrúm væri tU verð- lækkana sagði Valgerður að í þeim efnum yrðu menn að fóma minni hagsmunum fyrir meiri. Þegar tU kastanna kæmi yrði lægri verð- bólga öUum í hag, en allra mikU- vægast í þeim efnum væri viðmið kjarasamninga. Með minnkandi spennu í efnahagslífinu hlytu vext- ir að lækka, sem Valgerður kvaðst vænta upp úr mánaðamótum. Síminn í vondum málum Landssíminn tapaði 500 mUlj- ónum króna á nú- virði á kaupum í hátæknifélaginu QlPbeU. Það fyr- irtæki varð gjald- þrota ári eftir að Síminn lagði fram peningana. QlPbeU boðaði heimsbyltingu i fjar- skiptum en ekkert varð úr áformum þess. Þórarinn Viðar Þórarinsson stýrði viðræðum við fyrirtækið fyr- ir hönd Símans en einnig áttu Opin kerfi og FBA hlut. í málaferli stefn- ir vegna brottrekstrar Þórarins úr forstjórastóli Símans sem skýrður er með trúnaðarbresti. Verðhjöönunarstríð Verðhjöðnunarstríð hófst í vik- unni með verðlækkun stóru bygg- ingarvöruverslananna um 2 til 3%. í kjölfariö kom Fjarðarkaup og lækk- aði vöruverð um 3%. Beöið er eftir útspUi frá stóru matvörukeðjunum sem enn hafa aðeins lækkað vöru- verð á einstaka tegundum. Verka- lýðsforingjar og stjórnmálamenn hafa fagnað þessu útspUi - og sagt það mikUvægt svo markmið kjara- samninga vegna stöðu efnahags- mála haldist. Mein- hægt veður hefur verið sunnan heiða í vik- unni og auð jörð. Steingrím- ur Her- mannsson, fv. forsætis- ráðherra, setti sig ekki úr færi við þessar aðstæður og spilaði golf í góða veðrinu. Fyrir norðan hefur hins vegar verið aUt að saután stiga gaddur. Á Akureyri var ný skíða- lyfta tekin i notkun i vikunni. Golf a goöum vetri -------------- Kurr hjá Byggðastofnun Forstjóri Byggðastofnunar hefur aðeins virkra daga búsetu á Sauðár- króki í einbýlishúsi sem stofnunin keypti fyrir hann þar. Um helgar keyrir hann suður til Reykjavíkur á bíl sem hann hefur til afnota frá stofnuninni og hún greiðir aUan kostnað af. Þetta hefur vakið kurr - en skömmu fyrir jól fékk forstjórinn traustsyfirlýsingu frá stjórn Byggðastofnunar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.