Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 Helgarblað DV DV-MVND BRINK Lækkuðu fyrstir í Firöinum „Þetta er einlægt irmlegg okkar til bættra lífskjara og minnkandi veröbólgu. Því hefur veriö mjög vel tekiö af neytendum," segir Gisli Sigurbergsson, kaupmaður í Fjaröarkaupum. Hinir baráttuglööu kaupmenn í Firðinum riöu á vaöið á matvörumarkaöi meö 3ja prósenta verölækkun. Hvaö gera hinir? Innlendar fréttir víkm Inga Jóna Þórðar- dóttir kom með óvænt útspil á þriðjudaginn þegar hún tilkynnti að hún hefði ákveðið að draga sig í hlé í leiðtogaslagnum hjá Sjálfstæðisflokkn- um í Reykjavík. Gerði hún þetta í nafni samstöðu í flokknum. Sam- hliða lýsti hún yfir stuðningi við Bjöm Bjarnason í leiðtogasætið og bauöst til að setjast í 8. sæti listans, baráttusætið. Björn Bjarnason þakkaði Ingu Jónu stuðninginn. í kjölfarið hafa Eyþór Arnalds og Júl- íus Vífill Ingvarsson tilkynnt að þeir muni ekki taka þátt í leiðtoga- prófkjöri - en lýsa í staðinn yfir stuðningi við Björn. Sviptingar R-listi í höfn Aðstandendur Reykjavíkurlistans kynntu á fimmtudag hvernig staðið verður að framboðsmálum kosn- ingabandalagsins. Flokkamir þrír koma að bandalaginu á jafnréttis- grundvelli þannig að hver fær 2 sæti á listanum af þeim átta efstu. VG fá 1. og 6. sætið, Framsókn fær 2. og 5. sæti en Samfylkingin fær 3. og 4. sætið. í 7. sæti verður fulltrúi sem uppstillingarnefnd flokkanna og borgarstjóra velja. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri verður í 8. sætinu. Verðhjöðnunarstríöiö síðustu viku hefur vakið ýmsar grundvallarspurningar: Blekking eða búhnykkur? - beðið eftir verðlækkunuin hjá stóru matvörukeðjunum. Viðskiptaráðherra bjartsýnn á vaxtalækkun „Ég ætla að trúa því að þær verð- lækkanir sem við höfum nú þegar séð séu raunverulegar og engin aug- lýsingabrella. Kannanir munu þó skera úr um þetta,“ segir Gylfi Arn- bjömsson, framkvæmdastjóri ASÍ, við DV. Tilefnið eru verðlækkanir hjá stærstu fyrirtækjunum á bygg- ingavörumarkaði, og einstöku mat- vörukaupmönnum. Vomur virðast á öðrum kaupmönnum en frekari verðlækkanir á næstunni mega þó teljast líklegar. Lækkun á beiskum berjum Tilkynning BYKO síðastliðinn laugardag, um tveggja prósenta verðlækkun og frystingu vöruverðs fram til 1. maí, var upphaf að stríði. Verðhjöðnunarstríði. 1 DV á mánu- dag svaraði Húsasmiðjan keppi- nautnum með þriggja prósenta verðlækkun og verðstöðvun til jafn- lengdar. „Gengi krónunar hefur verið að styrkjast undanfarnar vik- ur og fyrir lá aö vörur yrðu leystar út á hagstæðara gengi. Verðlagsmál snúast ekki síöur um þróun verð- lags almennt en haröa samkeppni... Við treystum því að hið opinbera og atvinnulífið taki sig saman til að verðbólgumarkmið náist i maí og því erum við tilbúnir að leggja meira undir,“ sagði Bogi Þór Sig- uroddsson, forstjóri Húsasmiðjunn- ar, við DV sl. mánudag. Stríðið breiddist út. Á miðviku- dag lækkuðu Fjarðarkaup vöruverð um þrjú prósent og hækka ekki vöruverð að minnsta kosti fram í maí. Þessu útspili hefur ekki verið svarað af stóru keðjunum á mat- vörumarkaðnum með beinum hætti, það er flötum verðlækkun- um. Hins vegar hafa komið tilboð í einstaka vöruflokkum. Til dæmis lækkaði Hagkaup vinberjaverð í vikunni, en þau beisku ber urðu til þess að valda hækkun á neyslu- verðsvísitölunni í síðustu mælingu og koma efnahagslífinu i uppnám. 0,7% lækkun á níu dögum Verðhjöðnunarstríðið hefur verið ofarlega á baugi í þjóðmálaumræðu vikunnar. Spurningarnar hafa verið áleitnar, svo sem hvort verðlækkan- ir séu raunverulegar eða ekki? Hef- ur gengi íslensku krónunnar verið að þróast á þann veg að fullt svig- rúm sé til verölækkana? Verðkönn- un DV á fimmtu- dag, sem gerð var degi fyrr, bendir til að svo sé. Mat- arkarfan sem lögð var til grundvallar i könnuninni hafði að jafnaði lækkað í verði um 0,7% á níu dögum. Þess má svo geta að DV verður virkt í verðkönnunum á næstunni og mun út frá hagsmunum neyt- enda fylgjast grannt með þróuninni. I vefriti fjármálaráöuneytisins í vikunni segir að styrking krónunn- ar ætti að vera farin að hafa áhrif á verðlag. Innfluttar matvörur eru nefndar í því sambandi. Segir að í raun megi ganga lengra þar sem gengi krónunnar hafi styrkst veru- lega frá því i haust, eða um 3,5% miðað við meðaltal síðasta ársfjórð- ungs og 5,5% frá hámarki í nóvem- ber. Standa viö stóru orðin Um verðlækkanir - raunverulegar eöa ekki - segir Guðmundur B. Ólafs- son hagfræðingur að útilokað sé leggja nokkurn dóm á slíkt. Til þess þurfi upplýsingar úr bókhaldi fyrir- tækjanna. Hann vill þó trúa því að verðlækkanirnar séu raunverulegar. „Auðvitað er lækkun vöruverðs til þess fallin að skapa jákvæð áhrif al- mennings gagnvart viðkomandi fyrir- tæki,“ eins og hann orðar það. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir samtök- in ekki hafa kannað hvort verð- lækkanirnar eigi sér í raun stað. Hvort verð hafi hugsanlega verið hækkað um t.d. 2 til 3%, skömmu áður en það hafi svo verið lækkað aftur um sömu hlutfallstölu? Ef svo er væri slíkt blekkingaleikur. „Menn verða að standa við stóru orðin," segir Jóhannes. Hann bend- ir raunar á að verðlækkunin í Fjarðarkaupum sé ekki algild. Nokkrar vörutegundir þar hafa hækkað í verði, skv. því sem fram hafi komið í fjölmiðlum. Gísli Sigurbergsson, kaupmaður í Fjarðarkaupum, gefur ekki mikiö fyrir kenningar um að verðlækkan- ir fyrirtæksins séu brella. Það kosti verslunina um 20 milljónir á mán- uöi að slá þrjú prósent af vöruverði. Guömundur Ólafsson. Jóhannes Valgeröur Gunnarsson. Sverrisdóttir. Verðkönnun DV á fimmtudag sem sýndi 2ja prósenta verðlækkun í Fjarðarkaupum frá síðustu könnun ætti í raun að slá á allar efasemd- araddir. „Þetta er einlægt innlegg okkar til bættra lífskjara og minnk- andi verðbólgu. Því hefur verið mjög vel tekið af neytendum," segir Gísli. Hvorugur í hart viö hinn Um verðþróun á matvörumark- aði sl. ár segir Guðmundur Ólafs- son að hún sé í mörgum tilvikum meiri en gengi og vísitölubreyting- ar síðasta árs gefi tilefni til. Síðast- Siguröur Bogi Sævarsson blaðamaður Innlent fréttaljós liðin þrjú ár hafi verðlag á mat- vöru hækkað umfram það sem gengi og vísitala gefi tilefni til. Það þurfi að rannsaka. „Ég ætla ekki að fella neina dóma í þessu sam- bandi, það gerir Samkeppnisstofn- un,“ segir Guðmundur. Af könnun DV i gær má draga þá ályktun að samkeppni á mat- vörumarkaði sé ekki til staðar. Báðar stóru matvörukeðjurnar, Baugur og Kaupás, hafa markað sér bása á markaðnum, það er frá lágvöruverðsverslunum til þæg- indabúða. Hvorugur aðilinn fer í hart við hinn. Á verölægri endan- um er Bónus ævinlega lítið eitt ódýrari en Krónubúðir Kaupáss. Þægindabúðimar Nýkaup og Nóa- tún, sem eru i eigu sinnar keðj- unnar hvor, eru sambærilegar, svo sem í verði. Svona má áfram telja. Fáheyrö dýrtíð í umræðum um efnahagsmál á Alþingi í vikunni kom meint fá- keppni á matvörumarkaði til um- ræðu. Þar sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra að fylgja ætti því eftir að fyrirtæki sem heföu allt að 60% hlutdeild á markaðnum mis- notuðu ekki aðstöðu sína. Til greina kæmi aö rikið hlutaðist til um að skipta þessum fyrirtækjum upp. Við sama tilefni sagði Össur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingar, að stóru verslunarkeðj- urnar hefðu keyrt upp matvöru- verð í krafti einokunar. „Hreðja- tak þeirra á markaðnum hefur kallaö fáheyrða dýrtíð yfir neyt- endur," sagði Össur. En hvað voru þessar umræður? Hávaði í dagstund, hróp milli stjórnar og stjórnarandstöðu? Eða upphaf að aðgeröum í þá átt að stóru keðjurnar tvær á matvöru- markaðnum veröi brotnar upp? Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra sagðist í samtali við DV vera tilbúin að skoða allar hugmyndir sem væru til þess fallnar að styrkja Samkeppnistofn- un og hennar mikilvæga starf. Ef vilji samstarfsflokksins í ríks- stjórn væri sá að skerpa á annars metnaðarfullum samkeppnislög- um væri hún til viðræðu um slíkt. Hins vegar væri sín skoöun að ef beittari lög hefðu komið fyrr væri ekki uppi sú fákeppnisstaða sem i dag væri á matvörumarkaði og raunar víða. Væntir vaxtalækkana Um þróun siðustu daga í verð- lagsmálum sagðist viðskiptaráð- herra fagna þeim verðlækkunum sem farið hefðu af stað um síðustu helgi. Hún kvaðst þó enn bíða eftir verðlækkunum hjá þeim fyrirtækj- um sem stærst væru á markaði. Um hvort svigrúm væri tU verð- lækkana sagði Valgerður að í þeim efnum yrðu menn að fóma minni hagsmunum fyrir meiri. Þegar tU kastanna kæmi yrði lægri verð- bólga öUum í hag, en allra mikU- vægast í þeim efnum væri viðmið kjarasamninga. Með minnkandi spennu í efnahagslífinu hlytu vext- ir að lækka, sem Valgerður kvaðst vænta upp úr mánaðamótum. Síminn í vondum málum Landssíminn tapaði 500 mUlj- ónum króna á nú- virði á kaupum í hátæknifélaginu QlPbeU. Það fyr- irtæki varð gjald- þrota ári eftir að Síminn lagði fram peningana. QlPbeU boðaði heimsbyltingu i fjar- skiptum en ekkert varð úr áformum þess. Þórarinn Viðar Þórarinsson stýrði viðræðum við fyrirtækið fyr- ir hönd Símans en einnig áttu Opin kerfi og FBA hlut. í málaferli stefn- ir vegna brottrekstrar Þórarins úr forstjórastóli Símans sem skýrður er með trúnaðarbresti. Verðhjöönunarstríð Verðhjöðnunarstríð hófst í vik- unni með verðlækkun stóru bygg- ingarvöruverslananna um 2 til 3%. í kjölfariö kom Fjarðarkaup og lækk- aði vöruverð um 3%. Beöið er eftir útspUi frá stóru matvörukeðjunum sem enn hafa aðeins lækkað vöru- verð á einstaka tegundum. Verka- lýðsforingjar og stjórnmálamenn hafa fagnað þessu útspUi - og sagt það mikUvægt svo markmið kjara- samninga vegna stöðu efnahags- mála haldist. Mein- hægt veður hefur verið sunnan heiða í vik- unni og auð jörð. Steingrím- ur Her- mannsson, fv. forsætis- ráðherra, setti sig ekki úr færi við þessar aðstæður og spilaði golf í góða veðrinu. Fyrir norðan hefur hins vegar verið aUt að saután stiga gaddur. Á Akureyri var ný skíða- lyfta tekin i notkun i vikunni. Golf a goöum vetri -------------- Kurr hjá Byggðastofnun Forstjóri Byggðastofnunar hefur aðeins virkra daga búsetu á Sauðár- króki í einbýlishúsi sem stofnunin keypti fyrir hann þar. Um helgar keyrir hann suður til Reykjavíkur á bíl sem hann hefur til afnota frá stofnuninni og hún greiðir aUan kostnað af. Þetta hefur vakið kurr - en skömmu fyrir jól fékk forstjórinn traustsyfirlýsingu frá stjórn Byggðastofnunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.