Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2002, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 I>V Fréttir Þengill Oddsson trúnaðarlæknir um störf úttektarnefndarinnar: Niðurstaðan enginn algildur sannleikur - staða trúnaðarlæknisins óviss, segir flugmálastjóri „Það er enginn algildur sannleik- ur sem þessi nefnd kemst að enda er hún skipuð af öðrum aðilanum. Það er enginn fulltrúi minn eða Flug- málastjórnar í henni,“ sagði Þengill Oddsson, yfirlæknir heilbrigðis- skorar Flugmálastjórnar, um úttekt þá sem þriggja manna nefnd skipuð af samgönguráðuneytinu hefur skil- að af sér. Niðurstöður nefndarinnar eru m.a. þær að trúnaðarlæknirinn og Flugmálastjórn hafi brotið stjórnsýslulög við meðferð máls flugstjóra vegna útgáfu heilbrigðis- vottorðs honum til handa. Þengill sagði að sér fyndist úttekt nefndarinnar ekki skýra málið né íjalla um heilbrigði flugstjórans og hvers vegna takmörk hefðu verið sett i skírteini hans. Það hefði verið DV á vefinn Nýr frétta- og menningarvefur DV, dv.is, hefur göngu slna i dag. Á dv.is verður að finna ítarlegan fréttaþjónustu blaðsins þar sem innlendar og erlendar fréttir ásamt fréttaskýringum verða í öndvegi. „Vefurinn á að vera góð viðbót við fréttaþjónustu blaðsins og gefa fólki færi á að skoða efni blaðsins yfir langan tíma,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri DV, sem opnaði veflnn í morgun. „Vefurinn mun taka breytingum á næstu mánuöum í takt við vilja fólks, en reynsla okkar af dvsport.is, sem við opnuðum fyrir nálega tveimur vikum, hefur sýnt okkur að lesendur blaðsins kunna vel að meta þjónustu af þessu tagi. Heimsóknir á þann vef hafa skipt þúsundum og það segir sína sögu,“ segir Sigmundur Ernir. í menningarhluta dv.is geta les- endur rýnt í viðtöl og fréttir af menningaratburöum líðandi stundar. Þá verður léttmeti af ýms- um toga, svo og sögur af fræga fólkinu, að finna á vefnum auk greina og viðtala Eiríks Jónssonar, EIR. Nýi vefurinn er vistaður á strik.is og er slóðin http://www.dv.is. -aþ vegna flugörygg- is eins og alþjóða- reglur, sem og ís- lenskar reglur, kvæðu á um. Þengill kvaðst standa fast á fyrri ákvörðun sinni, að rétt hefði verið að takmarka skír- teini flugstjór- ans. Þar hefði hann flugöryggi að leiðarljósi. „Mér finnst óeðlilegt að hafa ekki fengið úttektarskýrslu samgöngu- ráðuneytisins í hendur fyrr en löngu eftir að hún kom út,“ sagði Þengill. „Þau vinnubrögð dæma sig sjálf.“ Hann kvaðst ekkert hafa heyrt frá Flugmálastjórn eftir að nefndin skilaði niðurstöðu sinni. Aðspurður hvort skýrslan hefði skaðað hann sagði Þengill að það skaðaði alla að fá áfellisdóm hvort sem hann væri réttlátur eða ranglátur. Sem læknir gæti hann ekki tjáð sig eins og hann þyrfti að gera vegna trúnaðar við einstaka sjúklinga. Hann kvaðst bíða leiksloka i málinu. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri sagði ljóst að Flugmálastjórn myndi fara yfir verklag sitt í kjölfar niður- stöðu úttektarnefndarinnar. Þá þyrfti að taka ákvörðun varðandi lækni heilbrigðisskorar, en það sæti hefði verið autt þann tíma sem Þengill hefði verið frá starfi. Enginn ákvörð- un hefði verið tekin í þeim efnum, en hún lægi væntanlega fyrir síðar i vik- unni. Þorgeir sagði að mál viðkomandi flugstjóra væri í ákveðnu ferli sem tæki þann tima sem læknir sá er færi með það mál þyrfti. Engin krafa hefði enn komið frá lögmanni flugstjórans þess efnis að flugmálastjóri viki sæti í þessu tiltekna máli. „Enda er það ljóst að flugmálastjóri gefur ekki út heilbrigðisvottorð til flugmanna," sagði Þorgeir. „Það er hlutverk þar til bærra lækna og þetta einstaka mál er í eðlilegu ferli.“ -JSS Rey k j a víkurvöllur: Herflutningavél í vandræðum Viðbúnaðarástand var á Reykjavík- urflugvelli í gærkvöld þegar herflutn- ingavél bandaríska hersins af Hercules 730 gerð kom inn til lending- ar eftir að hafa snúið frá Keflavíkur- velli vegna slæms skyggnis. Slökkvi- lið var kallað á vettvang skömmu fyr- ir klukkan ellefu og voru Qórir dælu- bilar og»tveir sjúkrabílar til taks. Að- flug vélarinnar tókst ekki fyrr en í annarri tilraun og lenti vélin heilu og höldnu á vellinum. Sjö manna áhöfn hennar sakaði ekki. Lögregla hafði þá lokað fyrir umferð á Suðurgötu og Bústaðavegi en það mun í samræmi við reglur um viðbúnaðarástand. -aþ Horfði á árekstur - og keyrði á vegrið Tveir bílar rákust saman á Hafnar- fjarðarveginum á ellefta tímanum í gærkvöld. Örskammri stundu síðar kom bifreið aðvífandi en ökumaður hennar var trúlega með hugann við áreksturinn. Hann gætti ekki að sér og hafnaði á vegriði skammt frá. Að sögn lögreglu sluppu menn ómeiddir frá þessu en lítils háttar tjón varð á bílunum þremur. -aþ DV- MYND GVA Vefurinn opnaður í morgun Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri DV, ásamt starfsmönnum ritstjórnar í morgun þegar nýi frétta- og menningarvefurinn, dv.is, var opnaður. Þengill Oddsson. Þorgeir Pálsson. Lögreglunni var tilkynnt um meint ofbeldismál gegn stúlku í dagvistun í Kópavogi: Rannsakaði annað beinbrotsmál á barni - það mál hefur ekki áhrif á ákæru á hendur dagpabbanum, segir saksóknari Lögreglan í Kópavogi rannsakaði á síðasta ári mál sem tengdist beinbroti á 8 mánaða stúlkubami sem meðal annars var í vörslu fólks í Kópavogi, dagmömmu og dagpabba, sem gættu litla drengsins sem lést eftir að hafa fengið svokölluð „shaken baby- syndrom". Mál stúlkunnar varð aldrei að sakamáli en ríkissaksóknari ákærir hins vegar manninn í máli drengsins fyrir að hafa orðið valdur að dauða hans með því að hafa hrist hann. í krufningsskýrslu kemur fram að læknar telji líklegt að litli drengur- inn hafl handleggsbrotnað mánuðum áður en hann lést. Móðir stúlkunnar sagði við DV að hún telji fullvíst að bam hennar hefði handleggsbrotnað í umsjá framan- greinds fólks. Það neitaði því hins vegar að bamið hefði brotnað í umsjá þess, aðeins dottið fram fyrir sig. Sigríður Jósefsdóttir saksóknari segir að þetta mál komi ekki til með að hafa áhrif á eða blandast sakamál- inu sem hún sækir fyrir hönd ríkis- saksóknara á hendur fólkinu í Kópa- vogi. Hvað varðar mál stúlkunnar sem handleggsbrotnaði átti það atvik sér stað í febrúar á síðasta ári en litli drengurinn lést í byrjun maí. Móðir stúlkunnar sagði í samtali við DV að þann 12. febrúar í fyrra hefði bamið verið sótt í dagvistunina í Kópavogi. Fljótlega hefði komið í ljós að bamið hefði verið órólegt. Móðirin kveðst strax hafa hringt í dagmömmuna sem sagði að litla stúlkan, sem var 8 mán- aða, hefði fallið fram fyrir sig. Daginn eftir var farið með stúlkuna á slysa- deild. Þar kom í ljós að stúlkan hafði handleggsbrotnað. Einnig kom á dag- inn að bamið hefði að líkindum brotnað viku til tíu dögum áður og það brot hefði tekið sig upp daginn áður. Starfsfólk sjúkrahússins til- kynnti um málið til bamavemdaryf- irvalda. Það var síðan skoðað, ekki síst í ljósi þess að mjög mikið þarf yfir höfuð til aö svo lítil börn bein- brotni. Móðirin sagði við DV að lækn- ir stúlkunnar hefði einnig sagt að brot af þessu tagi væri álitið mjög al- varlegt. Lét lögreglu vita Þegar það komst í fréttir að lítill drengur hefði látist í byrjun maí og grunur léki á að hann hefði veriö hristur í dagvistun með þeim afleið- ingum að hann fékk svokallað „shaken baby-syndrom“, hringdi móðir litlu stúlkunnar strax i lögregl- una í Kópavogi til að láta vita um handleggsbrot litlu dóttur sinnar frá því í febrúar. Stúlkan gat þá ekki haldið áfram í dagvistuninni vegna brotsins en þegar reyna átti að koma henni þangað aftur undir lok mars var ljóst að bamið vildi ekki fara þangað aftur. Forsvarsmenn litlu stúlkunnar ákváðu tveimur dögum eftir það að grípa til annarra dagvist- unarúrræða. DV hefur fengið það staðfest að lög- reglan rannsakaði þetta mál og ríkis- saksóknara er kunnugt um það. Hins vegar, eins og saksóknari segir, mun það ekki hafa áhrif á framgang sak- sóknar hvað varðar ákæm vegna drengsins sem lést. Þar er dagpabbi ákærður fyrir að hrista barnið - manndráp af gáleysi - en bæði hann og dagmamman em einnig ákærð fyr- ir að hafa haft of mörg böm í dag- gæslu umfram heimild bæjaryfir- valda. -Ótt Vilja hægri beygju Ökumönnum verður heimilt að aka á rauðu ljósi og taka hægri beygju ef frumvarp Hjálm- ars Árnasonar og Vilhjálms Egilsson- ar nær fram að ganga á Alþingi. Athvarf heimilislausra Borgarráð samþykkti í gær að koma á fót athvarfi fyrir heimilis- lausa í Reykjavík á Miklubraut 20 sem er í eigu Skipulagssjóðs en leigt hefur verið Félagsþjónustunni. Reiknað er með að 7 eða 8 heimilis- lausir geti átt þar heima, en Sam- hjálp mun reka heimilið. Betri afkoma Hagnaður af rekstri móðurfélags Samherja í fyrra var tæpar þrettán hundruð milljónir króna. Þetta er mun betri afkoma en gert var ráð fyrir. Dagsektir á Global Samkeppnisráð hefur gert fyrir- tækinu Global Refund á íslandi að greiða 250.000 króna sekt á dag þar til fyrirtækið hefur látið stofnun- inni í té gögn sem hún krefst þess að fá. Gögnin varða deilu milli fyr- irtækjanna Global Refund á íslandi hf. og Refund á íslandi ehf. Síðar- nefnda fyrirtækið hefur kvartað til Samkeppnisstofnunar og heldur því fram að Global Retúnd á íslandi hf. misnoti markaðsráðandi stöðu sína á markaði fyrir endurgreiðslu virð- isaukaskatts. - RÚV greindi frá. Dreifing ösku heimiluð? Sólveig Péturs- dóttir dómsmála- ráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um breyt- ingar á lögum um kirkjugarða, greftr- un og líkbrennslu. Lagt er til i frum- varpinu að dreifing ösku verði heimiluð samkvæmt nánari reglum. Heitt vatn á Hjalteyri Um 80 stiga heitt vatn hefur fund- ist við boranir á Hjalteyri við Eyja- fjörð. Orkustofnun hefur leitað að heitu vatni á þessum slóðum og alls hafa verið boraðar 18 holur á svæð- inu. 18. holan gaf 80 stiga heitt vatn en eftir er að dæla úr holunni til að sjá hversu mikið hún getur gefið af sér. íbúðabyggð í Geldinganes Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja að lögð verði áhersla á uppbygg- ingu íbúðahverfa við strendur og falla frá hugmynd- um um ný hverfi „upp til heiða,“ eins og það var orðað á kynningarfundi í gær. - Mbl. greindi frá. Rauðu strikin halda Greiningardeild Búnaðarbankans telur líklegt að rauð strik kjara- samninga haldi í vor og samningum verði því ekki sagt upp.ÝFram- færslukostnaður heimilanna geti lækkað um 0,3% ef tillögur græn- metisnefndarinnar, sem landbúnað- arráðherra kynnti í gær, ganga eft- ir. Hindruðu uppskipun Nokkrir félagar í Sjómannafélagi Reykjavíkur hafa stöðvað uppskip- un úr leiguskipi Atlantsskipa - Radeplein frá Hollandi - í Njarðvík- urhöfh. Skipið er með vistir til varnarliðsins og kom til landsins í dag. -HKr. * II .-S i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.