Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2002, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 19 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmda&tjóri: Hjalti Jónsson Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangssræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Fjölskyldustefna íslenskum stjórnmálamönnum er lagið að taka kúrsinn í ýmsum málum sem varða umhverfi landsmanna, en þeg- ar kemur að innri málum sem varða heilsu og hag fjöl- skyldunnar er á tíðum eins og þeim standi nokkurn veg- inn á sama. Alþingismenn og fulltrúar sveitarfélaganna eru til dæmis afskaplega uppteknir af því að setja saman hafnaáætlun og samgönguáætlun, að ekki sé talað um um- hverfisstefnu. Nú síðast bárust fréttir af því að engin byggðastefna væri við lýði. Fjölskyldustefna er hins vegar sjaldnast til tals í ræðum þessara manna. Hún er líklega óræðnari stærð en svo að hægt sé að tala um hana af alvöru. Og vitaskuld má þessi litla eining samfélagsins sín lítils á pólitískum kappleikj- um þegar betur fer í munni að buna út úr sér bryggjum og vegum og virkjunum. Fjölskyldumál hafa verið málefni litla þingmannsins. Um þau er ekki rifist. Þau hafa flotið með í umræðunni, rétt eins og umræðan um heilbrigðis- mál - og gjarnan án stefnu. Árangurinn er eftir því skammarlegur. Fáar þjóðir í norðvestanverðri Evrópu koma jafnilla fram við íjölskyld- ur og íslendingar. Hver tölfræðin af annarri sýnir og sannar að íslensk stjórnvöld hafa um árabil níðst á þess- ari merkilegustu einingu samfélagsins og í besta falli lát- ið hana afskiptalausa. Þetta er aíleiðing þess að íslenska fjölskyldan - barnafólk á landinu - hefur ekki átt sér öfl- ugan málsvara. Enginn íslensku stjórnmálaflokkanna leggur höfuðáherslu á fjölskyldumál. Kjarnafjölskyldan á íslandi komst í minnihluta á ís- landi á síðasta ári. Barnafólk í hjónabandi er enda ver sett í sambúð en sundur. Einfalt reikningsdæmi sýnir að hjón með ung börn græða fjárhagslega á því að slíta samvistir, jafnvel svo nemur mörgum hundruðum þúsunda á ári. Hagtölur sýna að alls konar álögur sveitarfélaga og eink- um þó ríkisvaldsins á barnafjölskyldur hafa aukist um 66 milljarða á síðustu tíu árum á meðan bætur til sama hóps hafa hækkað um hálfan annan milljarð. Heimilisskattar, heilsugæsla og skólakerfi skipta afar miklu máli fyrir barnafjölskyldur. Á íslandi eru barnabæt- ur að dragast saman, enda eru venjulegar barnafjölskyld- ur sem vilja vinna af dug og krafti í flokki hátekjufólks. Á íslandi eru barnaföt og barnamatur lúxusvara á meðan margar nágrannaþjóðir hvetja fólk til barneigna með því að fella burt skatt af þessum vörum. Á íslandi slagar mán- aðargæsla þriggja barna upp í 100 þúsund krónur. Á ís- landi er samfelldur skóladagur nýyrði. Heilsugæslunni er í auknum mæli beint gegn barna- fólki. Á síðustu árum hafa ýmis sjúkragjöld hækkað svo skiptir mörgum hundruðum prósenta. Nú er svo komið að einfaldasta læknisþjónusta er orðin eða er að verða þung byrði á mörgum barnafj ölskyldum. Og ekki laga lyfin stöðuna. Hlutur sjúklinga í lyfjaverði hefur stóraukist á siðustu árum og sér reyndar ekki fyrir endann á þeirri þróun. Fáir hópar ef nokkrir nota heilsugæsluna jafnmik- ið og barnafólk. Og það vita stjórnvöld. Síðustu daga hefur verið fjallað um framkomu stjórn- valda við aðstandendur langveikra barna. Hún er eftir öðru. Himinn og haf skilur á milli íslands og næstu landa hvað varðar rétt foreldra til launa sem eiga langveik börn. Á íslandi á foreldri rétt á að vera sjö daga á ári með veiku barni sínu án þess að missa laun sín. Víða í nágranna- löndum skipta þessir dagar hundruðum. Þetta er munur. Og þetta er enn ein birtingarmynd þess að vegir og virkj- anir virka betur en börn í pólitík. Sigmundur Ernir I>V Skoðun Samfylkingin og Kárahnjúkavirkjun „Hitt kom nokkuð á óvart að talsmenn Samfylkingar- innar með Össur formann ogjóhönnu í fararbroddi skyldu þjappa sér upp að stjórnarflokkunum og fallast í leiðinni á náttúruspjöllin og úrskurð umhverfisráð- herra um Kárahnjúkavirkjun. “ Það eru ekki stórtíðindi að stuðningsmenn ríkis- stjórnarinnar á Alþingi leggist gegn tillögu Vinstri- grænna um þjóðaratkvæða- greiðslu um framtíð hálend- isins norðan Vatnajökuls. Hitt kom nokkuð á óvart að talsmenn Samfylkingarinn- ar með Össur formann og Jóhönnu í fararbroddi skyldu þjappa sér upp að stjómarflokkunum og fall- ast i leiðinni á náttúru- spjöllin og úrskurð um- hverfisráðherra um Kára- hnjúkavirkjun. Kollhnisarnir sem formaður Samfylkingarinnar hefur tekið í umræðum um þessa virkjun bæta enn við þann langa lista vand- ræðagangs og stefnuleysis sem ætlar að verða banabiti þessa stjórnmála- flokks. Tylliástæöur gegn þjóöaratkvæöi Fimleikaæfingar Samfylkingar- innar i umræðunni á Alþingi um til- lögu VG tóku á sig næsta ótrúlegar myndir. Talsmenn flokksins höfnuðu þjóðaratkvæðagreiðslu um málið þrátt fyrir það að Samfylkingin hef- ur sett „beint lýðræði" sem eitt helsta baráttumál í stefnuskrá flokksins. í þessu skyni voru settar fram tylliástæður og m.a. borið við að kostir sam- kvæmt tillögunni, virkjun eða frestun ákvarðana, væru ekki nógu skýrir. Gagnrýnendur Kárahnjúka- virkjunar hafa talið óverj- andi að tekin sé ákvörðun um þessa risavirkjun á meðan ekki liggur fyrir nið- urstaða úr Rammaáætlun um virkjunarkosti og tillög- ur um stofnun þjóðgarðs og aðrar verndaraðgerðir hafa ekki verið kynntar og metnar af þar til bærum aöilum. Eftir umræðuna dylst engum að Samfylkingin ætlar ásamt þing- mönnum stjórnarflokkanna að taka á sig ábyrgð á náttúrufarslegum af- leiðingum virkjunarinnar. „Verkfræöilausnir" viö Hálslón Formaður Samfylkingarinnar upp- lýsti í umræðunni að mestu hafi ráð- ið um síðustu kúvendingu sina í af- stöðu til Kárahnjúkavirkjunar þær „verkfræðilausnir" sem kynntar hefðu verið til varnar áfoki frá Háls- lóni og hann teldi fullnægjandi. Öllu seinheppnari gat þingmaðurinn ekki verið, því að nákvæmlega ekkert er fast í hendi um þessar „lausnir". Jafnvel umhverfisráðherra gerir sér það ljóst eins og lesa má um í úr- skurði Sivjar. Lausatökin á þessum þætti í úrskurði hennar eru eitt af stóru óvissuatriðunum um afleiðing- ar Kárahnjúkavirkjunar, m.a. er eft- ir að skilgreina þann „50-100 ára hönnunarstorm" sem vamaraðgerð- ir eigi að miðast við. Kínamúrinn 15 km langi sem Landsvirkjun hefur boðist til að reisa með austurströnd lónsins er Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi alþingismaður Sinfóníuhljómsveitin og RUV Að undanfórnu hefur því hvað eftir annað verið slegið upp í fjölmiðlum að Sinfóníuhljómsveit íslands (SÍ) sé að koma í veg fyrir að Ríkisútvarpið (RÚV) geti sinnt þeim verkefnum sem það hefur áhuga á, s.s. að senda út frá heimsmeistarakeppninni í fótbolta. Nú síðast birtist á forsíðu DV frétt um að Sinfónian vilji fá 69 milljónir frá RÚV. Með því að segja í fréttinni að um bakreikninga sé að ræða er þetta látið lita þannig út sem um óvæntan og heldur lúalegan gjörning hafi verið að ræða. Frá upphafi hafa skuldbind- ingar RÚV verið ljósar þeim sem vita vildu. Af umfjöllum fjölmiðla að ráða má halda að Sinfóníuhljómsveitin sé að sliga RÚV og sendi útvarpinu bak- reikninga nánast að tilefnislausu. Þessi neikvæða umræða hefur skaðað orðstir hljómsveitarinnar og beinlínis bakað henni óvild, þar sem henni hefur verið stillt mjög ósmekk- lega upp sem eins konar afætu og ógn- valdi Ríkisútvarpsins. Við svo búið má ekki standa og vil ég því reyna að skýra sambúð þessara tveggja mikil- vægu menningarstofnana. Ríkisútvarpiö skuldar... Sinfóníuhljómsveit íslands starfar samkvæmt lögmn frá Alþingi. Þar er m.a. kveðið á um rekstraraðila sveit- arinnar. Þeir eru fjórir. Ríkissjóður með 56%. Hlutur RÚV er 25%. Reykja- víkurborg greiðir 18% og Seltjarnar- nesbær 1%. Rétt er að minna á að það var Alþingi sem ákvað þetta fyrir- komulag ekki hljómsveitin. Það hefur þótt eðlilegt fyrirkomulag, ekki bara hér á landi heldur í meira mæli á Norðurlöndum og Mið-Evrópu að opin- berar útvarpsstöðvar eigi eða taki þátt í rekstri sinfóníuhljómsveita. Það þyk- ir ekki gamaldags fyrirkomulag í Evr- ópu, þótt við teljum okkur þess um- komna að flokka þetta fyrirkomulag sem fomeskju. Eftir að Menningarsjóður útvarps- stöðva var stofnaður yfirtók hann greiðslur RÚV en útvarpið greiddi hins vegar til sjóðsins álíka eða hærri upphæð. Þegar menning- arsjóðurinn var lagður niður átti RÚV að taka við fyrri skuldbindingum sínum gagnvart hljóm- sveitinni sem voru þær sömu og menningarsjóð- urinn hafði haft. Greiðsl- ur RÚV til hljómsveitar- innar áttu að koma i staðinn fyrir greiðslur í menningarsjóðinn. Til þess hefur þó ekki komið enn. RÚV skuldar hljómsveitinni allar greiðslur bæði vegna áranna 2000 og 2001 og það sem reikna má að gjaldfallið sé orðið af greiðslum vegna yfirstandandi árs. Langsótt er því að kenna útgjöldum vegna SÍ um núverandi greiðsluvanda RÚV. Vissulega eru þarna ógreiddar skuldbindingar en engar greiðslur til Sí hafa íþyngt hlaupareikningum RÚV. Vandinn hér á landi er að Ríkis- útvarpið er févana. Auglýsingatekjur þess hafa hrunið en áskriftargjöld ekki hækkað. Engin ástæða er þó til að gera lítið úr skuldbindingum RÚV gagnvart SÍ. Einkum eru lifeyrissjóðsskuldbinding- ar sem á rekstraraðilum hvíla beinlín- is óhugnanlegar. Þar er ekki við SÍ að sakast heldur lífeyrisjóðskerfi sem engin stofnun getur staðið undir til lengdar. Ríkið sjálft mun eiga fullt í fangi með að standa við sínar eigin skuldbindingar. En látum þetta nú liggja milli hluta. Skuldbindingar RÚV gagnvart hljóm- sveitinni eru vissulega miklar. Á móti skuidbindingum kemur að Ríkisútvarp- ið er eini rekstraraðilinn sem hefur samningsbundinn rétt til að fá þjónustu frá hljómsveitinni. Og vissulega hefur RÚV fengið heilmikið fyrir sinn snúð. Útvarpið hefur rétt til að útvarpa og sjónvarpa öllum tónleikum SÍ án nokkurrar endurgreiðslu. Á hverju starfsári hefur útvarpið auk þess rétt til að nýta sér fimm vikur af starfstíma hljómsveitar- innar til hljóðritana á eigin veg- um. Þar að auki hafa óbein áhrif á dagskrárgerð RÚV, vegna starf- semi SÍ og þeirra hljómlistar- manna sem þar starfa, verið ómetanleg fyrir Ríkisútvarpið. Menningarskyldur og skylduáskrift Öllum íslendingum ber að greiða áskriftargjöld til Ríkisútvarpsins. Það er vel enda sinni RÚV margs konar skyldum, þar á meðal menningarleg- um. Framlagið til SÍ og útsendingar tónleika var eitt mikilvægasta verk- efnið á þessu sviði. Þar sem framlagið virðist nú vera um það bil að falla nið- ur hljóta þessi mál öll að verða skoð- uð að nýju. Er skylduáskrift réttlæt- anleg ef ekki er skýr skuldbinding um menningarskyldur Ríkisútvarpsins. Þetta er og verður nátengt hvort sem okkur líkar betur en vel. Vel kann svo að fara að nú, þegar svo virðist sem verið sé að klippa á þann naflastreng sem tengt hefur þessar tvær mikil- vægu menningarstofnanir saman sé verið að veikja Ríkisútvarpið veru- lega til lengri tima séð. Skylduáskrift verður ekki réttlætt nema méð umtalsverðum skuldbind- ingum útvarpsins, skuldbindingum sem ná yfir víðara svið en veðurfréttir og öryggismál og sem frjálsar útvarps- stöðvar munu trauðla axla. Þar á ég við Ríkisútvarpið sem menningarstofnun. Þeir sem hafa réttindi bera einnig skyldur. Þröstur Ólafsson „Greiðslur RÚV til hljómsveitarinnar áttu að koma í staðinn fyrir greiðslur í menningarsjóðinn. Til þess hef- ur þó ekki komið enn. “ Spurt og svarað____Er rétt að afnema vemdartolla af grœnmeti? mannvirki sem eftir er að meta lög- um samkvæmt og 20 m breið virkis- gröfin lónmegin viö hann til að fanga sandburð er ekki gerð að skilyrði af hálfu ráðuneytisins vegna „meðal- hófsreglu"! Jóhanna bætti um betur Ekki hallaðist á í málflutningi Jó- hönnu Sigurðardóttur og formanns- ins. Vegna ónógra undirtekta við til- lögur Samfylkingarinnar um þjóðar- atkvæði á undanfórnum þingum get- ur hún ekki stutt framkomna tillögu VG! Hugleiðingar hennar um þjóð- garð þrátt fyrir Kárahnjúkavirkjun voru ekki frumlegar í ljósi ályktunar Alþingis um Vatnajökulsþjóðgarð 10. mars 1999. Lökust var þó sú hug- mynd hennar að láta Landsvirkjun standa undir kostnaði við þjóðgarð norðan jökla eins og ekki sé nóg komið af aflátsgreiðslum frá því fyr- irtæki. Ekki sér fyrir endann á lánleysi og stefnuleysi Samfylkingarinnar ef marka má afstöðuna til Kárahnjúka- virkjunar. Getur verið að einhverj- um hafi komið í hug skoffin i þessu sambandi? Hjörleifur Guttormsson IJmmæli Stafrænt, kýrskýrt og flott „Hlutverk tölvunnar er sífellt að breytast. Hún er komin á þriðja breytingaskeiðið í það minnsta. Fyrst var hún framleiðslutæki. Svo varð hún líka gátt inn á Netið með öllum þeim kostum og löst- um sem því fylgdi. Núna er tölvan svo að taka enn eina stefnuna og farin að gera hosur sínar grænar fyrir öllum öðrum rafmagnsgræjum sem nútíma- maðurinn hefur sveipað um líf sitt. Tölvan ætlar sér að sameina þetta allt undir sinn hatt og þá verður til svona stafræn afþreyingarmiðstöð. Slík mið- stöð kemur til með að stjórna allri tónlist á heimilinu, ljósmyndum og kvikmyndum, sjónvarpi og Netinu, tölvupósti, bankaviðskiptum, netvið- skiptum og svona mætti lengi telja. Allt stafrænt, kýrskýrt og flott.“ Gunnar Salvarsson á acotaeknival.is Trúin skiptir máli „Við eigum að virða trúfrelsi og taka þátt í fjölmenningarlegu samfé- lagi þjóðanna, en þar með er ekki sagt að við verðum að kasta siðnum í landinu. Þvert á móti eigum við að efla fræðslu í kristinni trú og sið- fræði á heimilum, i skólanum og í kirkjum landsins. Besti grundvöllur til að standa á til að meta önnur trú- arbrögð og viðhorf er að kunna skil á því sem við höfum byggt á í 1000 ár. Menningarsaga þjóðarinnar er samof- in trúararfinum. Sumir telja að hlut- leysi í þessum efnum sé best, þannig að börnin velji sjálf þegar þau hafa aldur til. Hlutleysi á þessum nótum er lika innræting, gefur þau skilaboð, að trúin skipti ekki máli.“ Jón Dalbú Hróbjartsson á vef Bústaöakirkju. Guðjón Birgisson, garðyrkjubóndi á Flúðum: Vildi óbreytt fyrirkomulag „Helst hefði ég sem garð- yrkjubóndi kosið að fyrirkomu- lag þessara mála yrði óbreytt, það er grænmetisframleiðslan nyti áfram vernd- artolla. En greinilegt er að margir vildu breyt- ingar, enda hefur verið kvartað yflr þvi að ís- lenskt grænmeti sé dýrt. Leiða má rök að því að breytingarnar komi í sama stað niður fyrir okk- ur garðyrkjubændur þar sem við munum í stað tollaverndar fá beingreiðslur frá ríkinu, þó síð- arnefnda orðið hljómi ekki fallega i eyrum neyt- enda. Vera kann að þessar breytingar leiði til aukningar á grænmetisneyslu, sem þó hefur verið í stööugri sókn undanfarin ár.“ Gísli Sigurbergsson, kaupmaður í Fjarðarkaupum: Ofurtollar draga úr sölu „Ég held að þetta sé hið besta mál, enda vænti ég þess að þetta muni lækka verð á þessum þremur græmetistegundum til okkar viðskipta- vina. Það hefur verið sérstakt á vorin þegar ís- lenska grænmetið kemur inn á markaðinn að við megum ekki flytja það inn nema með ofur- tollum, sem dregur mjög úr allri grænmetissölu - einmitt á þeim timum sem hún ætti að vera hvað mest. En óskastaðan er hins vegar sú að ís- lenskir garðyrkjubændur séu að fullu sam- keppnishæfir við erlenda framleiðslu, sem ef til vill tekst meö hagræðingu í greininni eins og til- lögum stjórnvalda nú er ætlað að stuðla að.“ Margrét Frímannsdóttir, þingmaður Samfylkingar: Algjör sam- staða ríkjandi „Efnhags- og viðskiptanefnd Alþingis tók þetta mál til um- fjöllunar á síðasta ári og þar var algjör samstaða ríkjandi um að leita allra leiða til að afnema verndartolla og lækka jafnframt græn- metisverð í landinu. Það yrði þó að gera í fullu samráði við garðyrkjubændur. Sú leið sem nefnd landbúnaðarráðherra hefur nú farið og var kynnt í gær er sú sem vænlegust þótti, en hins vegar má ekki stöðva við þennan áfanga. Áfram verður að halda af hálfu rikisins í samstarfi við greinina til að fmna hagkvæmustu leiðirnar í verðþróun á þessu sviði, þá bæði fyrir neytendur og eins garð- yrkubændur i landinu." Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakana: Lokað fyrir nýja aðila? „Neytendasamtökin fagna þegar verð á nauðsynjavöru lækkar, ekki síst þegar hún hefur verið seld á of háu verði. Hér er hins vegar of skammt gengið. Við höf- um notið toUleysis á tómötum, agúrkum og papriku yfir sumarið svo vissulega er til bóta að tollarnir fari líka af yflr veturinn. Það hefur verið krafa Neytendasamtak- anna að tollar á grænmeti verði felldir niður. Því miður á að halda áfram magntollum á grænmeti sem skiptir neytendur miklu. Ég vil minna á að áfram á að halda með tollalækkanir í gegnum beingreiðslur til bænda þannig að með þessu er verið að taka úr.hægri vasanum og setja í þann vinstri. Við hljótum því að spyrja hvort verið sé loka fyrir nýja aðila inn á markaðinn?" 4) Ríkisstjórnin hefur samþykkt aö afnema verndartolla af tómötum, papriku og agúrkum. Innkaupsverö á þessu grænmeti til íslenskra kaupmanna veröur sambærilegt heimsmarkaösveröi. DV-MYND ÞOK Heröubreiö skartar sínu fegursta er líöur að kvöldi. Hrópandi ráðleysi „í dag er 1. maí um land allt“, voru einu sinni upphafsorð ræðu- skörungs sem hvatti verkalýðinn til dáða á baráttudegi sínum og þótti öðrum litlum tíðindum sæta að sami mánaðardagur væri samtímis fyrir norðan og sunnan. En núna lítur helst út fyrir að 25. mai nk. verði kosningadagur í Reykjavík einni saman, fremur en að landsmenn all- ir gangi til sveitarstjórnarkosninga þann dag. Umræðan í fjölmiðlum og manna á meðal snýst nærfellt öll um hvort Björn Bjarnason velti Ingi- björgu Sólrúnu úr sessi borgarstjóra eða hvort hún leiði sjálfa sig til sig- urs í þriðja sinn og sitji þá í 12 ár til að byrja með. Þá eru uppi miklar vangaveltur um hvað verður um Björn og hans pólitísku framtíð ef hann tekur við af Ingu Jónu sem leiðtogi áhrifalítils minnihluta sem fæstir nenna að fylgjast með hvað hefur fram að færa, ef nokkuð. Um þetta er fjallað í kunningjahópum og djúpvitrir stjórnmálaskýrendur matreiða tor- skilin rök fyrir því, að þetta skipti ibúa byggðarlaganna og þjóðina aila einhverju máli. Greinilegt er að allt sveitarstjórn- arbatteríið snýst um pólitíska framtið tveggja einstaklinga, þ.e.a.s. ef mark er takandi á umræðunni. En væntan- lega er einhver áhugi í öðrum sveit- arfélögum um kosningarnar á heima- slóð þótt fjölmiðlaveldið i höfuðborg- inni sýni því takmarkaðan áhuga. Asnastrik Björn Bjarnason hrapaði ekki að ákvörðun sinni um að skipta um pólitiskan vettvang. Ár leið frá þvi að hann var nefndur sem borgar- stjóraefni þar til hann tilkynnti um framboð sitt. Um leið breytti hann stíl sínum frá þvi að vera skörulegur og atkvæðamikill ráðherra og vel lát- inn i að verða smábæjarpólitíkus í leit að stefnumálum og atkvæðum. I ræðu sem hann flutti á fundi með flokksfélögum og fjölmiðlunin bar um leið til allra landsmanna til- kynnti hann framboð sitt og stefnu sem flestir eða allir eru búnir að gleyma. Eitt stendur þó eftir, auðvit- að hallærislegasti hluti boðskapar- ins. - R stendur ekki fyrir Reykja- vík. R stendur fyrir ráðleysi -. Þetta átti að vera sneið til R-listans sem svaraði um hæl: D stendur fyrir dáð- leysi. Þar með báðar fylkingar komnar á leikskólastigið. Því verður ekki trúað að svo gáf- aður maður sem Björn er, vel ritfær, rökfastur og kemur vel fyrir sig orði, hafl sjálfur samið svona asnastrik í ræðu sem markaði upphaf kosninga- baráflu. Þama er komið að atriði sem er að gera stjórnmál að lágkúrulegri mark- leysu í augum þeirra sem utan standa. Sérfræðingar í auglýsingabrellum og markaðssetningu jafnt barnableia sem stjórn- málamanna leggja þeim orð í munn og semja slag- orð sem eiga að ná til fjöldans. Menntamálaráðherra fellur þarna í gryfju sem samherjar eða aðkeypt ráðgjöf hefur búið honum. Slagorðabull af þessu tagi fer Birni Bjarnasyni sérstaklega illa. Umflöll- un hans um alþjóðamál og innlenda pólitík er yfirleitt sett fram af þekk- ingu og rökstudd að hans hætti. Menn geta verið honum sammála eða ósammála eftir atvikum en eng- inn frýr honum vits eða þekkingar- skorti á því sem hann ræðir hverju sinni. Þess vegna fer honum sérstak- lega illa að láta markaðsskrumara fela skort á skýrum markmiðum. Leit að ágreiningi Sveitarstjórnarkosningarnar snú- ast aðeins um tvær persónur og er bágt að sjá að það skipti nein- um sköpum fyrir Reykvík- inga, hvað þá aðra, hver sigr- ar. Báðar bjóða þær upp á nær sömu lausnir á sömu úr- lausnarefnum. Spurningin er aðeins hvorum megin Vest- urlandsvegar næstu dreifbýl- isúthverfi eiga að rísa og Vatnsmýrin verður áfram undir yfirráðum þeirra sem flærst henni búa. í Línu.neti botnar enginn nema einhver tæknifrík. Leitun mun að Reykvíkingi sem lætur skuld- ir borgarinnar halda fyrir sér vöku. Samt halda núverandi og veröandi borgarfulltrúar að þeir slái einhverj- ar keilur þegar þeir þrefa um bók- haldið. Ráðleysið er álíka á báða bóga i leit að ágreiningsefnum. Vindhöggið í byrjun kosningabar- áttu getur orðið Birni og flokki hans dýrkeypt. Merkingarsnauð slagorð rýra trúverðugleika annars mark- tækra stjórnmálamanna sem fer best að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir og án skrautfiaðra auglýs- ingabransans. En hverjum má svo sem ekki standa á sama? „Því verður ekki trúað að svo gáfaður maður sem Bjöm er, vel ritfœr, rökfastur og kemur vel fyrir sig orði, hafi sjálfur samið svona asnastrik í rœðu sem markaði upphaf kosningabaráttu. Þarna er komið að atriði sem er að gera stjómmál að lágkúmlegri mark- leysu í augum þeirra sem utan standa. Sérfrœðingar í auglýsingabrellum og markaðssetningu jafnt bama- bleia sem stjórnmálamanna leggja þeim orð í munn og semja slagorð sem eiga að ná til fjöldans.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.