Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2002, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2002, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 I>V 9 Fréttir og orðnir þreyttir á íyrirkomulaginu heima. Þama var land tækifæranna." - Og undirrót þeirra tœkifœra var af pólitískum toga þegar Rússland opnaó- ist umheiminum? Fréttaviðtalið Björn Þorláksson blaðamaður „Já. Það vantaði í raun flestar nauð- synjavörur þama en við sáum fljótt að við hefðum mjög þröngan tímaramma. Öll helstu fyrirtæki heimsins myndu koma þarna fyrr eða síðar en við vor- um fyrstir og vissum að við yrðum að nýta okkur það forskot. Þess vegna höf- um við unnið hratt og hljótt og reynt að gefa forskotið aldrei frá okkur. í dag er staðan orðin giörbreytt. Núna eru flest stóríyrirtæki komin til Rússlands og ekki sömu tækifæri og fyrr.“ Rússarnir það besta við Rúss- land - Funduð þiö snemma fyrir áhuga stórfyrirtœkja líkt og Heineken á ykkar starfi? „Já, við fórum að fmna fyrir honum fyrir tveimur ámm.“ - Hvernig hefur verið að vinna með Rússum? „Það hefur verið upp og ofan. Það besta við Rússland er Rússar. Þetta er djúpt fólk og miklir karakterar og ég hef gaman af svoleiðis fólki þótt það sé ekki alltaf auðvelt að eiga við það. Við höfum verið afskaplega heppnir með fólk og höfum eignast gott samstarfs- fólk. Það hefur ekki komið nægilega fram til þessa en við teljum okkur eiga samstarfsfólki okkar geysilega margt að þakka. Þetta var ungt fólk sem kom ekki út úr „kommakerfmu" heldur ferskt út úr háskólum þegar allar breytingamar voru að eiga sér stað.“ - Hafló þið stýrt þessu þannig að þið Magnús hafið báðir veriö búsettir að mestu í Rússlandi undanfarið? „Við höfum verið þama meira og minna í mörg ár, já. Stundum höfum við skipst á en viö höfum alltaf reynt að hittast reglulega. Annar okkar hefur alltaf verið á vakt.“ - Eru lögheimili ykkar beggja á ís- landi? Magnús hefur lögheimili þar en ekki ég. Ég er með aðsetur í London og hef verið mun minna heima á íslandi und- anfarið enda era fjölskylduhagir okkar Magnúsar mjög ólíkir.“ - Hvernig eru þínir persónulegu hag- ir? „Ég á íslenska unnustu sem heitir Kristín Ólafsdóttir. Við höfum verið saman í ein fimm ár en höfum þekkst tvöfalt lengur. Hún býr með mér í London og bjó á sínum tíma með mér í Rússlandi." Vonlaus vatnsútflutningur Björgólfur Thor segir að fyrst eftir að feðgarnir og Magnús fóra að vinna saman hafi kviknað hugmyndir um að flytja út íslenskan bjór og þeir hafl unnið í því verkefni i tæpt ár. Ólíkt ýmsum öðram íslendingum komust þeir hins vegar að neikvæðri niður- stöðu um möguleika þess. „Við sáum að útflutningur á drykkjarvörum frá ís- landi væri alls ekki fýsilegur og mér finnst það hafa komið í ljós að undan- fórnu. Það er einfaldlega of dýrt að flytja inn hráefni til landsins, vinna með dýra vinnuafli og flytja aftur út. Maður sér líka hvemig hefur farið fyr- ir vatnsútflutningnum." Talsmaður Bravo-hópsins efins um að Rússlandsævintýrið yrði endurtekið: Við fórum í gegnum gífurlega erfiða tíma - segir tugmilljarðamæringurinn Björgólfur Thor eftir viðskiptin við Heineken Hlið Rússlands Pétursborg hét lengst af Leníngrad é síðustu öld 'og hefur jafnan þótt liggja vel við samgöngum til vesturs. hjá mér og Magnúsi. Við erum búnir að vera meira og minna búsettir í Rúss- landi við mjög erflðar aðstæður og það hefur kostað fjölskyldulífið og fleira. Vinnan var dýrasti hlutinn og mikill fómarkostnaður því samfara. Sá kostn- aður verður ekki metinn til fjár.“ - Nú heyrist stundum að vatnaskil séu fram undan í atvinnvegum þjóðar- innar. Hvaöa skilaboó viltu senda ung- um stórhugum á íslandi? „Að gefast aldrei upp og láta verkin tala frekar en orð. íslendingar era oft dálítið yflrlýsingaglaðir áður en hlut- imir gerast en okkar mottó er að láta verkin tala. Aðalatriðið er að vera fylg- inn sér þegar maður kemur auga á tækifæri. Sterkir mótvindar Við höfum lika fengið mjög sterka mótvinda og stundum verið skammt í vonleysisglampann en þá sneram við bökum saman og neituðum að gefast upp.“ - Hafið þió fundió fyrir úrtölum og jafnvel afbrýðisemi? „Kannski meira svona síðasta árið, þvi fyrst nýverið hafa flölmiðlar greint frá þessu. Við náðum að halda okkur frá flölmiðlunum fyrst og það var mjög þægilegt að enginn vissi um okkur eða hvað maður var að gera. Maður gekk niður götu og enginn vissi hver maður var sem var gott. Ég veit ekki hvort maður fann beinlínis fyrir afbrýðisemi en við höfum líka fundið fyrir aðdáun sem er mjög gleðilegt." - Hvernig sérðu framtíöina fyrir þér? Er stutt í nœsta œvintýri? „Við erum tiltölulega ungir enn þá og sprækir. Fyrst göngum við frá laus- um endum í þessum samningi en sjá- um svo til. Við eram ekkert að setjast í helgan stein." - Hyggstu flytja heim til íslands? „Nei, ég reikna með svipuðum heim- ilishögum áfram. Ég mun búa áfram í London en sækja reglulega heim.“ Pétursborg Borg heilags Péturs hefur breyst gríðarlega á allra síðustu árum, en borgin er rómuð fyrir fegurð og hefur varöveist vel frá fyrri tíð. Þessi mynd er frá Leníngradsárunum og sýnir fallega götumynd í miðborginni. Hér hófst bjórævintýrið mikla. Það er ekki á hverjum degi sem ís- lendingar hasla sér viðskiptavöfl i út- löndum með jafnglæsilegum hætti og tríóið sem seldi Heineken rússnesku bjórverksmiðjuna Bravo fyrir 41 millj- arð íslenskra króna. Feðgamir og Reykvíkingamir Björgólfur Guð- mundsson og sonur hans, Björgólfur Thor, hafa ásamt Magnúsi Þorsteins- syni frá Akureyri sýnt og sannað að rétt tímasetning og stórhugur getur leitt til auðlegðar sem íslendingar þekkja bara af afspurn en árin í Rúss- landi hafa þó ekki verið neinn einhliða dans á rósum. Bravo-tríóið hefur með- vitað haldið sig utan kastljóss fjölmiðl- anna undanfarið en í símaviðtali við DV frá meginlandi Evrópu féllst Björgólfur Thor, talsmaður hópsins, á að lýsa síðustu árum og aðdraganda sölunnar. Hárrétt tímasetning - Hver var aódragandi þess að þið hófuð starfsemi í Rússlandi? „Við Magnús höfum starfað saman frá árinu 1993 en fyrirtækið sem við vorum að selja núna er stofnað árið 1998. Við vorum saman í Viking Bmgg í gamla daga og kynntumst þar bjórn- um saman. í kringum 1997-1998 sáum við að bjórmarkaðurinn í Rússlandi var að breytast. Hann hafði verið mjög vanþróaður en svo opnaðist gluggi - tækifæri fyrir okkur - og við sáum strax að glugginn yrði ekki lengi opinn og ákváðum að fara á fuflt með bygg- ingu nútímaverksmiðju. Við hugsuð- um stórt og höfðum strax á bak við eyrað að selja einhveijum bjórrisanum þessa verksmiðju í framtíðinni. Við vorum alveg klárir á að þessi markað- ur yrði einn af fimm stærstu í heimi en almennt vom menn mjög hikandi við að fara til Rússlands. Það var því snemma ákveðið að tfl að þetta yrði framkvæmanlegt yrðum við að fara sjálfir út og vinna mesta vinnuna sjálf- ir til að hægt yrði að vekja áhuga stór- fyrirtækja, s.s. Heinekens og Carls- bergs. Við gerðum háar gæðakröfur frá upphafi og lögðum strax upp með að byggja risaverksmiðju. Fyrsta skrefið var að kaupa mjög stórt land og bygg- ingar undir það en síðan byggðum við hana í fjóram pörtum svona eins og legósett. Þannig fjármögnuðum við verksmiðjuna hægt og þétt í stað þess að leggja allt undir á einu bretti. Það má segja að aflt hafi gengið eftir á þremur áram í stað fjögurra til fimm eins og við sáum fyrir.“ Fengu sambónd í Viking Brugg Björgólfur Thor og Magnús kynntust þegar Pharmaco átti Viking bragg og unnu þeir saman þar á árunum 1991-1993. Á þeim tima öðluðust þeir kunnáttu um hvemig reka ætti bjór- verksmiðju sem reyndist mikilvæg undirstaða til að byggja bjórverk- smiðju á þessum rússneska risaskala. „Við voram komnir með ýmis tengsl við verkfræðistofur og brugghús, m.a. Löwenbrau, sem kom sér afar vel en áhuginn á Rússlandi kviknaði ekkert endilega út frá bjórnum heldur af ein- skærri ævintýraþrá. Við vorum ungir - Þú veðjar ekki á vatnsútflutning- inn? „Nei.“ Mikið erfiði að baki Aðspurður um samstöðu þremenn- inganna í stórum ákvörðunum félags- ins á framandi vígstöðvum viðurkenn- ir Björgólfur Thor að dvölin úti hafi á stundum verið þung. „Við fórum á köfl- um í gegnum gífurlega erfiða tíma þannig að ef ég fengi tækifæri til að gera þetta aftur myndi ég hugsa mig tvisvar um. En engu að síður höfum við alltaf átt skap saman og okkm lyndir vel. Við höfum í meginatriðum verið samstiga með aflar ákvarðanir og það hefur verið geysigott samband milli mín og Magnúsar. Við höfum sagt að við værum með „complimentary skifls", þ.e.a.s. hæfir í mismunandi hlutum. Ég reiði mig á Magnús á sum- um sviðum og öfugt. Það er afskaplega gott.“ - Hvaða tilfmningar bœrast núna innra með þér þegar stórfiskinum er loks landað? „Ég upplifi mikinn létti. Þetta er búið að vera takmark í langan tíma en við höfum ekkert verið að flagga því enda geta mál á þessu heimssvæði breyst mjög fljótt og við vildum ekki gefa út staðhæfingar í fjölmiðlum sem við stæðum ekki við. Að sjálfsögðu erum við einnig gríð- arlega stoltir. Við komum út og settum upp verksmiðju sem hentar einu besta fyrirtæki greinarinnar frá a-ö. Við höf- um fengið úttekt á öllum sviðum allt frá bókhaldi til sölu- og markaðsstarfa og höfum útskrifast með hæstu ein- kunn. Þetta gerir mann stoltan en ég er ekki enn búinn að ná peningaupphæð- inni sem slíkri." Vinnan mesta fjárfestingin - Geturðu greint frá því hvaó þið högnuðust mikió á sölunni til Heineken? „í rauninni ekki en við eram búnir að ávaxta okkar pund mjög vel. Tíminn og vinnan era mestu fjárfestingarnar Ævintýraleg velgengni Björgólfur Thor er aðeins 34 ára en er þegar kominn í hóp alríkustu Islend- inga. Hann býr í Lundúnum ásamt íslenskri unnustu sinni., Kristínu Ólafsdóttur Með honum í Bravo-hópnum eru faðir hans, Björgólfur Guð- mundsson athafnamaður í Reykjavík og Magnús Þorsteinsson sem starfaöi hjá Sanitas-verksmiðjunni á Akureyri. o Helsinki • Q Stokkhólmuro • st- Tallln Petursborg Kaupmannahöfn Riga sound. vision.sou/ NS-11 eru hljómtæki sem hafa vakið athygli fyrir það að uppfylla helstu óskir þeirra sem eru að leita að hljómgæðum ásamt fallegri og stílhreinni hönnun. http://www. pioneer-eur. com HLJÓMTÆKI Lágmúla 8 • Sími 530 2800 Þegar fegurð, stíll og gæði sameinast Verð: 76.900,- stgr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.