Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2002, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 DV Fréttir Alvarlegar ásakanir Verslunarráðs vegna framkvæmdar húsleitar hjá olíufélögunum: Sakar Samkeppnis- stofnun um lögbrot - vill að gögnum sé skilað og að viðskiptaráðherra rannsaki málið Verslunarrá&fð Frá fundi Verslunarráösins í gær þar sem umkvörtunin vegna húsleitar Sam- keppnisstofnunar var kynnt. Verslunarráð íslands hefur farið fram á það við viðskiptaráðherra að gerð verði á vegum ráðuneytisins sér- stök athugim á aðgerðum Samkeppnis- stofnunar gegn olíufélögunum þann 18. desember síðastliðinn þegar Sam- keppnisstofnun gerði húsleit hjá félög- unum og lagði hald á mikið magn af gögnum. Verslunarráðið vill líka að viðskiptaráðherra beiti sér fyrir því að öllum þeim gögnum sem hald var lagt á og afritum af þeim verði skOað til baka en málið gegn olíufélögunum haf- ið á nýjan leik á löglegum forsendum ef ástæða þykir til. Verslunarráðið tel- ur greinilegt að mikill misbrestur hafi verið á því að þessar aðgerðir Sam- keppnisstofnunar hafi verið í sam- ræmi við almennar viðmiðanir i þess- um efnum og alvarlegar brotalamir hafi verið á framkvæmdinni. Segir Vil- hjálmur Egilsson að framkvæmdin virðist ekki hafa verið í samræmi við úrskurð héraðsdóms sem heimilaði húsleitina og að í mikilvægum atrið- um hafi ekki verið farið eftir ákvæð- Meintar brotalamir ** I aðgerðum Samkeppnisstofnunar var iagt hald á marga persónulega muni starfsfólks og aðila sem þeim tengdust þrátt fyrir að augljóst væri að þessir munir væru dómsúrskurð- inum algjörlega óviðkomandi. Enn- fremur var í ýmsum tilvikum lagt hald á gögn sem tilheyrðu öðrum fyr- irtækjum en þeim sem aðgerðir beindust að og í einu tilviki var starf- semi slíks fyrirtækis jafnvel alvarlega trufluð með því að taka tölvukerfi þess úr sambandi. ** Ljóst er að í aðgerðum sínum fór Samkeppnisstofnun langt út fyrir þær heimildir sem dómsúrskurður sem kveðinn var upp hinn 17. desember veitti. M.a. var sérstaklega tekið fram i úrskurðinum að taka ætti afrit af gögnum sem geymd eru á tölvutæku formi sem þýðir í öllum venjulegum skilningi að Samkeppnisstofnun var heimilt að afrita skjöl eða önnur gögn úr tölvum olíufélaganna eða öðrum gagnageymslum. Starfsmenn Sam- keppnisstofnunar tóku hins vegar líka með sér „backup" spólur olíufélag- anna án þess að afrita þær á staðnum sem gengur afar gróflega gegn dóms- úrskurðinum og hefði hugsanlega get- að valdið olíufélögunum miklu fjár- hagslegu tjóni. *** í a.m.k. einu oliufélaganna fóru starfsmenn Samkeppnisstofnunar yfir tugi af einmenningstölvum, m.a. allra starfsmanna í bókhalds-, innheimtu- og tölvudeild, og afrituðu þar gögn en eyddu þeim jafnóðum, bæði af drifúm og úr „ruslakörfum". Starfsmenn Samkeppnisstofmmar höfðu enga heimild til þess að eyða tölvugögnum en skildu eftir sig rafræn spor sem staðfesta að það hafi verið gert. *** Starfsmenn Samkeppnisstofnunar og lögreglumenn kynntu sig og þann úrskurð sem að baki lá. Hins vegar voru það einungis sjálf úrskurðarorð- in sem voru kynnt starfsmönnum ol- íufélaganna í fyrstu og úrskurðurinn í heild ekki fyrr en eftir beiðni og í sumum tilvikum ekki fyrr en liðið var fram á daginn. Þannig var það í mörgum tilvikum alveg óljóst fyrir starfsmönnum að hverju og af hverju væri verið að leita. um laga um opinbera leit og hald á munum. í bréfi sem Vilhjálmur ritaði Valgerði Sverrisdóttur, viðskiptaráð- herra og yfirmanns Samkeppnisstofn- unar, segir að Verslunarráðið óski ennfremur „eftir því að gerðar verði ráðstafanir til að framkvæmd aðgerða af þessum toga verði með eðlilegum hætti ef til þeirra kemur í framtíð- inni“. Vilhjálmur tekur þó fram að Verslunarráðið hafi enga aðstöðu til þess að dæma um sekt eða sakleysi ol- íufélaganna vegna ásakana um ólög- legt samráð þeirra. Vissulega séu olíu- félögin ekki hafin yfir lög en það sé Samkeppnisstofnun ekki heldur. Maliö kannað Valgerður Sverrisdóttir viðskipta- ráðherra sagði í samtali við DV í gær að ráðuneytið hefði fengið þetta erindi Verslunarráðsins og verið sé að fara yfir það. „Við þurfum að átta okkur á því hvort það samræmist hlutverki og verkefnum ráðuneytisins að verða við beiðni Verslunarráðsins um að taka á þessum málum. Það hlutverk okkar er ekki sjálfgefið og erindi af þessu tagi hafa ekki borist okkur fyrr,“ segir Val- gerður. Hún segir að það sé mikilvægt að ráöuneytið fari ekki að blanda sér i mál sem því beri ekki að skipta sér af en erindinu muni verða svarað síðar í vikunni þegar lögfræðingar ráðuneyt- isins séu búnir að kanna málið. Álita- málið í þessu snýst um það hvort ráðu- neytið eigi að vera einhvers konar dómari í málefhum Samkeppnisstofn- unar eða hvort það eigi einvörðungu að bera ábyrgð á lögunum. Valgerður segir að ekkert hafi verið fjallað um þessa tilteknu aðgerð Samkeppnis- stofnunar í ráðuneytinu áður og það ekki talið það sitt hlutverk, enda Sam- keppnisstofnun ekki rætt við ráðu- neytið áður en farið var út í hana. SA kvartaöi líka Málið hefur átt sér nokkum aðdrag- anda en Samtök atvinnulífsins (SA) sendu á dögunum frá sér ályktun þar sem óskað var liðsinnis efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis við að rann- saka hvort lagasetning við endurskoð- un samkeppnislága fyrir nokkrum misserum hafi verið með eðlilegum hætti. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Verslunarráðsins, er einmitt jafnframt formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Tilefnið var beit- ing Samkeppnisstofnunar á húsleitar- heimild sinni og sú skoðun SA að þær reglur sem farið væri eftir væru ekki í samræmi við það sem tíðkast í Erópu- sambandsríkjum. Verslunarráðið hef- ur nú tekið þetta skrefmu lengra og fullyrðir að framganga Samkeppnis- stofnunar sé ekki í samræmi við ís- lenskar reglur og lög heldur. Með bréfi sínu til viðskiptaráðherra sendi Verslunarráðið jafnframt tvö skjöl sem það hafði tekið saman. Ann- ars vegar var um að ræða almenn við- mið sem eðlilegt er fyrir Samkeppnis- stofnun að nota á grundvelli 40. gr. samkeppnislaga og hins vegar er sam- antekt á því hvað Verslunarráðið telur að hafi farið úrskeiðis. Veriö að „fiska“ í samantekt Verslunarráðsins, sem byggð er á gögnum og upplýsingum frá olíufélögunum, er farið yfir þær for- sendur sem fram komu í dómsúrskurði sem heimilaði Samkeppnisstofnun að fara inn í fyrirtækin. Telur Verslunar- ráðið að af þeim ástæðum sem þar eru gefnar upp séu það eingöngu nýlegar upplýsingar og ábendingar um hugsan- legt samráð sem gefi tilefni til húsieitar. „En til þess að þessar upplýsingar telj- ist trúverðugar hljóta þær að þurfa að vera allnákvæmar og beinast að tiltekn- um atburðum eða ákvörðunum sem hafa vel skilgreindar tímasetningar. Aðgerðir Samkeppnisstofnunar sam- kvæmt þessu hefðu því átt að vera all- beinskeyttar og með trúverðugum upp- lýsingum hefði nánast átt að vera hægt að ganga að tilteknum einstaklingum og biðja þá um að afhenda viðeigandi gögn sem vörpuðu réttu ljósi á málið," segir í greinargerð Verslunarráðsins, Þetta hefði hins vegar ekki verið gert og leitin verið mjög umfangsmikil og ekki fyrirfram ljóst að hverju væri verið að leita. Samkeppnisstofnun var þannig að reyna að „fiska" eitthvað með því að leggja hald á sem mest af gögnum. Persónuleg gögn tekin í greinargerð Verslunarráðs eru nefnd mörg dæmi um það að fram- kvæmdin hafi brotið gegn lögum og eðlilegum evrópskum viðmiðunarregl- um um slíka framkvæmd. Þannig er bent á að starfsmenn fyrirtækjanna hafi vissulega fengið að vera viðstadd- ir húsleitina en gátu þó ekki í ýmsum tilfellum áttað sig á hvað menn Sam- keppnisstofnunar voru að taka, þar sem heilu söfnin af gögnum voru tekin í heilu lagi og starfsfólki ekki boðið að skoða það sem tekið hafði verið. Þetta er andstætt eðlilegum viðmiðunarregl- um og lögum að dómi Verslunarráðs því brýnt sé að starfsfólk viti nákvæm- lega hvað er verið að leggja hald á, þannig að það geti komið með mótbár- ur ef við á og hugsanlega kært ágrein- inginn til dómara. Meðal þess sem haldlagt var í hús- leitinni voru ýmis skjöl sem eru mál- inu algerlega óviðkomandi og dæmi um það eru hluti af bókhaldi kirkju- safnaðar i Reykjavík, minnisblað um öryggismál í olíustöð, samningar við erlenda banka, bókhaldslyklar, per- sónulegur tölvupóstur og persónulegir greiðsluseðlar og greiðslukortareikn- ingar starfsmanna. Þetta eru skýlaus lögbrot, segir Verslunarráðið. Slök skráning Athygli vekur líka sú umkvörtun að þau gögn, sem haldlögð voru, hafi ekki verið nægjanlega vel skráð en Verslun- arráðið telur það algera forsendu fyrir aðgerðum af þessu tagi að hver ein- stakur munur, sem ætlað er að hafi sönnunargildi, sé skráður sérstaklega. Það var hins vegar ekki gert heldur fólst skráningin fyrst og fremst í yfir- liti yfir safn muna, mismunandi stórra. Því geta olíufyrirtækin í þessu tilfelli engan veginn áttað sig á því hvort viðkomandi munir hafi raun- verulega verið í þeirra vörslu eða ekki þegar þeir voru haldlagðir né geta fé- lögin áttað sig á því fyrir víst hvort öllu hefur verið skilað eða ekki. Versl- unarráðið nefnir dæmi um hvemig þessi gögn vom skráð og er þar að finna skráningarorð eins og „rnappa", „lausblaðabunki" og „ýmsir pappirar, s.s. fundargerðir -email“. Þetta segir Verslunarráð einnig vera skýlaust lög- brot. Ýmsar fleiri brotalamir em tíundað- ar í greinargerð Verslunarráðs sem allar bera að þeim sama brunni að framkvæmdin hafi verið stórgölluð. Myndin er tekin þegar fulltrúar Samkeppnisstofnunar geröu húsleit hjá olíufé- lögunum 18. desember sl. Ásakanir eru nú uppi um aö verulegar brotalamir hafi veriö á þessari framkvæmd. 0.\Jl\íílW REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 17.32 17.05 Sólarupprás á morgun 09.49 09.46 Síódegisflóö 13.43 18.16 Árdegisflóö á morgun 02.34 07.07 Dálítil snjókoma Norðlæg eða breytileg átt, 5-10 m/s. Dálítil snjókoma eöa él um mestallt land en léttir til suðvestanlands. Frost 0 til 10 stig. Frost Vaxandi norðaustlæg átt, víöa 13-20 og snjókoma sunnan og austan til en annars staðar heldur hægari og úrkomulítiö. Frost 0 til 10 stig. Föstudagur Laugardagur Sunnudagur ^Hí^° Hiti 0° 0 °„°n0 Hiti 0° til 10° tii 10° til 11° Vindur: 13-18 "V* Vindur: 13-18 m/& Vindur: 5-10in’ * «- NA 13-18 m/s norövestan til en annars hægari N-læg eöa breytileg átt. Víöa dálítil snjókoma eöa él. Frost 0 til 10 stig, kaldast NA 13-18 m/s norövestan til en annars hægari N-læg eöa breytileg átt. Víöa dalítil snjókoma eöa él. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn A- og NA-átt, yfirleitt 5-10 m/s. Éljagangur noröan og austan til en annars víða léttskýjaö. Áfram kalt í veöri. inn til landsins. til landsins. 1 Vindhraöi mggp ■ ITl/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviðri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárviðri >= 32,7 ÍTHíW'i'í si SS reggggll: ||§jÍjPi^jSÍjj^SÍ'Í AKUREYRI snjókoma -6 BERGSSTAÐIR alskýjaö -6 BOLUNGARVÍK snjóél -4 EGILSSTAÐIR snjókoma -6 KIRKJUBÆJARKL. heiöskírt -4 KEFLAVÍK skýjaö -4 RAUFARHÖFN alskýjað -4 REYKJAVÍK hálfskýjaö 6 STÓRHÖFÐI snjóél 1 BERGEN skýjaö 4 HELSINKI súld 2 KAUPMANNAHÖFN þokumóða 5 ÓSLÓ þokumóöa 3 STOKKHÓLMUR þokumóöa 5 ÞÓRSHÖFN rigning 3 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 3 ALGARVE léttskýjað 9 AMSTERDAM skýjaö 7 BARCELONA hálfskýjað 9 BERLÍN rigning 9 CHICAGO heiöskírt -4 DUBLIN léttskýjað 3 HALIFAX léttskýjaö -10 FRANKFURT skýjaö 7 HAMBORG rigning 8 JAN MAYEN snjókoma -3 LONDON skýjað 5 LÚXEMBORG skýjaö 6 MALLORCA léttskýjaö 11 MONTREAL heiðskírt -13 NARSSARSSUAQ alskýjað -5 NEWYORK heiöskírt 1 ORLANDO alskýjað 13 PARÍS skýjaö 6 VÍN þokumóöa 0 WASHINGTON léttskýjaö —3 WINNIPEG heiöskírt -7 ill'iHtiaia

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.