Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2002, Blaðsíða 10
10 Útlönd MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 3>V Niðurskurðarhníf- urinn í Argentínu Stjórnvöld I Argentínu kynntu fjárlög ársins 2002 í gær og skýrðu langþreyttum almenningi frá því að viðamikill niðurskurður á útgjöld- um væri eina leiðin til að gera ráða- mönnum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til geðs og til að binda enda á efna- hagskreppu síðustu fjögurra ára. Á sama tíma fóru þúsundir at- vinnuleysingja um götur Buenos Aires, börðu bumbur og veifuðu fánum til að þrýsta á Eduardo Duhalde forseta og stjóm hans að skapa fleiri störf. Duhalde gerir sér vonir um að fjárlagafrumvarpið verði til að liðka fyrir erlendum neyðarlánum. REUTER-MYND Hún á afmaeli í dag Elísabet Englandsdrottning heldur upp á þaö í dag að 50 ár eru liöin síöan hún settist í hásætiö í Buckinghamhöll. Drottning ætlar meöal annars aö halda upp á daginn meö því aö heimsækja nýtt krabbameinssjúkrahús. Hegni Hoydal Ráðherra sjálfstæöismála í Færeyj- um fékk ákúrur frá lögmanni land- stjórnarinnar, Anfinn Kallsberg. Lögmaður Fær- eyja sendi Hoy- dal tóninn í gær Hogni Hoydal, ráðherra sjálfstæð- ismála í færeysku landstjórninni, fékk það óþvegið frá Anfinn Kalls- berg, lögmanni Færeyja, í gær. Kallsberg kallaði Hogna ábyrgðar- lausan, að því er fram kemur í skeyti dönsku fréttastofunnar Ritzau. Tilefnið eru orð sem Hogni lét falla á fundi með erlendum frétta- mönnum í Kaupmannahöfn á mánu- dag þar sem hann sagði að lögþings- kosningarnar í vor yrðu eins konar þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálf- stæði Færeyja. Þá sagði Hogni að undirbúningurinn fyrir sjálfstæðið gengi svo hratt og vel að sjálfstæðar Færeyjar gætu orðið að veruleika á næsta kjörtímabili. Lögmaður vísaði í gær á bug orð- um ráðherra síns um að Færeyjar gætu orðið sjálfstæðar innan fjög- urra ára. Hann vísaði til sjálfstæðis- áætlunar sem landstjórnin, með meirihluta þingsins aö baki sér, hef- ur sett í gang. Lögmaður sagði að samkomulag lægi fyrir um að halda þjóðarat- kvæðagreiðslu um sjálfstæði 2012. Þrír flokkar mynda færeysku landstjómina, Fólkaflokkur Kalls- bergs, Þjóðveldisflokkur Hoydals og Sjálfstjórnarflokkurinn. Bandaríkjamenn hafa afsakað mistökin - segir Hamid Karzai, leiötogi þjóðstjórnarinnar í Afganistan John Walker birt ákæra í tíu liðum Bandaríska talibanan- um, John Walker Lindh, var i gær birt formleg ákæra í tíu liðum fyrir ákærukviðdómi í Virgin- iuríki í Bandaríkjunum, eftir að hafa áður verið fundinn sekur um sex ákæraatriði vegna þátt- töku sinnar í stríðinu í Afganistan. Ákæruatriði lúta öll að samsæri Walkers um að drepa bandaríska landa sina í stríðinu í Afganist- an og gæti Walker átt yf- ir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur. Aðspurður um það hvort bandarísk stjómvöld muni fara fram á að Walker verði sakaður um landráð, sagði Paul J. McNulty, saksóknar i málinu, að það kæmi vel til greina. „Miðað við ákæruatriðin þá höfum við tækifæri og rétt til að breyta ákæru gefi vitnisburður ástæðu til þess,“ sagði McNulty. í tilkynningu frá bandaríska dómsmála- ráðuneytinu segir að ákæran lýsi Walker sem þjálfuðum hryðjuverka- manni sem gert hafi sam- særi um að drepa banda- ríska landa sína. Þar kem- ur einnig fram að ákæru- atriðin séu að mestu byggð á vitnisburði hans sjálfs. Að sögn Johns Ashcrofts, dóms- málaráðherra Bandaríkjanna, gera nýju ákæraatriðin nánari grein fyrir aðdragandanum að þátttöku Walkers í átökunum á Afganistan. John Walker Lindh Walker hefur veriö birt formleg ákæra í tíu liðum. Hamid Karzai, leiðtogi þjóö- stjórnarinnar í Afganistan, sagði í viðtali við dagblaðið Washington Post í morgun að hernaðarleg mistök Bandaríkjamanna í suður- hluta Afganistans hefðu kostað marga saklausa borgara lífið, en bætti við að þeir hafi viðurkennt mistök sín og að minnsta kosti I einu tilvikanna háfi þeir fengið vísvitandi rangar og villandi upp- lýsingar. í þessu fyrsta blaðavið- tali eftir heimsókn sína til Banda- ríkjanna í síðustu viku reynir Karzai eftir megni að gera lítið úr meintum mistökum Bandaríkja- manna og leggur áherslu á að þau hafi öll verið afsökuð og í sumum tilfellum hafi verið greiddar bætur. „Þeir hafa i öllum tilvikum strax gert grein fyrir málavöxtum og sent fulltrúa sína til að biðja viðkomandi afsökunar og þannig axlað fulla ábyrgð,“ sagði Karzai, sem tók sem dæmi árásina i bæn- um Hazar Qadam, þar sem átján Hamid Karzai Hernaöarleg mistök Bandarikjamanna í suöur- hluta Afganistans heföu kostaö marga saklausa borgara lífiö. manns létu lífið. „Einstök mistök, þar sem fólkið var á ferð á óheppi- legum tíma og stað,“ sagði Karzai sem að sögn blaðsins vildi ekki ræða einstök atriði árásarinnar nánar. „Það er ekki við banda- rísku sérsveitirnar eða okkar her- menn að sakást. Fólikð var á ferð á átakasvæði á óheppilegum tíma,“ sagði Karzai. Hann staðfesti einnig í viðtal- inu að fólkið sem látist hafði í loftárásinni á bílalestina viö bæ- inn Khost í desember sl. hafi ver- ið öldungar úr héraðinu á leið til embættistöku hans í Kabúl en ekki leiðtogar talibana eins og herinn hafði fengið rangar upp- lýsingar um. Fram kom að upplýsingarnar hefðu borist frá bækistöðvum eins stríðsherrans í héraðinu og að þær hefðu vísvitandi verið vill- andi og hluti af valdabaráttu stríðandi ættflokka í héraðinu, sem börðust um völdin eftir fall talibana. DV5 bœkur firalli og 6ormur - stafaseiðurinn mikli Eiður D. Bjarkason nr. 15104 Þorsteinn Arnar nr. 18712 Ingibjörg F. fiunnarsdóttir nr. 14874 Silla M. Jensdóttir nr. 13088 íris Gunnarsdóttir nr. 169645 kur Gralli Gormur - stafirnir okkar Aníta B. Friðriksdóttir nr. 12246 Karen Þ. Jensdóttir nr. 17847 Axel M. Kristjónsson nr. 15625 Svala Sveinsdóttir nr. 18682 Jóhann G. Jensson nr. 19006 DU óskar vinninöshöfum fil hamingiu. irnir verða sendir í pósfi næsfu daga. 5ími: 544 4555 Dalvegur 16a • 201 Kópavogur • Pósthólf 564 • Sími: 544 4656 Fax: 544 4657 • Netfang: mhg@mhg.is 5NJOKEÐJUR Fyrir flestar gerðir vinnuvéla og vörubifreiða Powell spáir stærra NATO Colin Powell, utan- ríkisráðherra Banda- ríkjanna, spáði þvi i gær að mikil stækk- un NATO yrði sam- þykkt á leiðtogafund- inum sem haldinn verður í Prag í Tékk- landi í nóvember. Níu Evrópulönd hafa óskað eftir inngöngu og segja sérfræðingar að fjórum, eða jafnvel sjö, verði boðin aðild. Uk fjarlægð í Lagos Brunnin lik voru fjarlægö af göt- um fátækrahverfis í Lagos, stærstu borg Nígerfu, í gær eftir að her- menn bundu enda á fjögurra daga ættbálkaerjur sem urðu eitt hundr- að manns að bana. Óhressir meö lægri styrki Stjórnvöld í Slóveníu mótmæltu í gær það sem þau kölluðu ósann- gjarnar tillögur ESB um lægri styrki til nýrra aðildarlanda, Fluttir frá eldfjalli Rúmlega tvö hundruð þorpsbúar voru fluttir burt frá spúandi eld- fjalli í austurhluta Mexíkós í gær. Einn maður á tíræðisaldri neitaði þó að hreyfa sig. Veltur á landbúnaðinum Ef takast á að ljúka nýrri við- ræðulotu um aukna fríverslun fyrir árið 2005 verður að komast fljótt að samkomulagi um landbúnaðarmál og tækniaðstoð til þróunarríkja, að sögn næsta forstjóra WTO. Vont fyrir Chirac Heimkoma fyrr- um fransks stjórn- málamanns, sem hefur verið á flótta undan réttvísinni í mörg ár, gæti kom- ið sér illa fyrir Chirac forseta, sem býður sig fram til endurkjörs í vor, þar sem stroku- maðurinn segir að flokkur forsetans hafi þegið mútur frá verktökum. Binda vonir við heimsókn Utanríkisráðherra Suður-Kóreu gerir sér vonir um að heimsókn Bush Bandaríkjaforseta til Seoul síðar í mánuðinum verði til að liðka fyrir viðræðum við norðanmenn. Ekki rætt um ESB í bráð Kjell Magne Bondevik, forsætis- ráðherra Noregs, sagði í gær að Norð- menn væru orðnir þreyttir á umræð- um um aðild að Evrópusambandinu og að litlar líkur væru á að málið yrði tekið á dag- skrá fyrir árið 2005. Um ættleiðingar homma Sænska stjórnin kynnti í gær uppkast að frumvarpi til laga þar sem samkynhneigðum pörum er veittur réttur til ættleiðinga. Stuðlað að lægra bílverði Evrópusambandið kynnti í gær tillögur sem eiga að stuðla að lægra bílverði í Evrópu. Með nýju reglun- um verður losað um tök bílafram- leiðenda á umboðsmannakerfinu. Samtök neytenda fögnuðu tillögun- um en framleiðendur gagnrýndu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.