Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2002, Blaðsíða 4
Fréttir MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 I>V Smávægilegar breytingar á boxfrumvarpinu frá meirihluta menntamálanefndar: Gunnar Birgisson varð yfir í þriðju lotunni - og frumvarpið samþykkt með miklum meirihluta í gær Frumvarp um ólympíska hnefa- leika eða áhuga- mannahnefaleika var samþykkt eft- ir aðra umræðu á Alþingi í gær með 38 atkvæð- um gegn 20. Tveir greiddu ekki atkvæði en þrír voru fjar- staddir. Þar með hafa líkurnar á því að frumvarpið nái í gegn aukist verulega en önnur umræða er sú umræða sem mestu skiptir varð- andi framgang málsins. Gunnar Birgisson, sem er fyrsti flutnings- maður frumvarpsins og er að leggja það fram í þriðja sinn, sagð- ist þó í gær ekki ætla að fagna sam- þykkt þess fyrr en það væri endan- lega komið í gegn en vissulega væru líkurnar nú orðnar talsverð- ar. Tvær breytingartillögur komu fram við frumvarpið fyrir aðra um- ræðu og var önnur felld en hin samþykkt. Tillagan sem felld var kom frá Katrínu Fjeldsted, þing- manni Sjálfstæðisflokksins, og gekk út á að heimilað yrði að æfa ólympískt box en bannað yrði að keppa í því. Jafnframt vildi Katrín að íþrótta- og Ólympíusambandið setti strangar reglur um þetta box og að farið yrði eftir ströngustu ör- yggisreglum sem gilda í nágranna- löndunum. Tillagan sem var sam- þykkt kom hins vegar frá meiri- hluta menntamálanefndar og geng- ur út á að í staðinn fyrir að notað verði hugtakið „ólympiskir hnefa- leikar“ um íþróttina verði notað orðið „áhugamannahnefaleikar". Jafnframt eru í þessari breytingar- tillögu ákvæði sambærfleg við það sem var hjá Katrínu Fjeldsted um að við samningu reglna fyrir þessa íþrótt verði miðað við ýtrustu ör- yggisreglur í nágrannalöndunum. Jafnframt er heimilað að versla með vaming sem tengjast áhuga- mannahnefaleikum. Gunnar Birgisson segir þessar breytingar á frumvarpinu einungis til bóta og enginn munur sé á hug- tökunum „ólympískir hnefaleikar" og „áhugamannahnefaleikar" og hin ákvæðin séu einnig gagnleg. Frá árinu 1956 hafa hnefaleikar verið bannaðir hér á landi en fram að þeim tíma voru þeir talsvert iðk- aðir. Frumvarpið gerir ráð fyrir að áhugamannahnefaleikar verði lög- leiddir og Iþrótta- og Ólympíusam- band íslands setji reglur um íþrótt- ina. „Rétt er að taka fram að ólympískir hnefaleikar eru keppn- isgrein á Ólympíuleikum og hafa verið það lengi. Algjört einsdæmi er að ólympísk keppnisgrein sé bönnuð með sérstakri löggjöf. Að- ild að Ólympíuleikum felur í sér viðurkenningu á þeim greinum sem keppt er í á leikunum hverju sinni“ segir í greinargerð með frumvarpinu. Bent er á að gera verði skýran greinarmun á áhuga- mannahnefaleikum og atvinnu- mannahnefaleikum. Reglur og ör- yggiskröfur greinanna séu afar ólíkar. Þannig er til dæmis skylt að nota höfuðhlífar í ólympískum hnefaleikum en ekki í atvinnu- mannahnefaleikum og hver leikur stendur i þrjár lotur hjá áhuga- mönnum í stað allt að tólf í at- vinnumennskunni. -BG Gunnar Birgisson. Áttatíu einbreiðar brýr á hringveginum: Miklar framkvæmdir á næstu árum - en björninn verður ekki unninn í bráð. Norðurárdalur á dagskrá 2004 DV-MYND EINAR ÖRN Brúin breikkuð Brúin yfir Gljúfurá í Vestur-Húnavatnssýslu var breikkuö sl. sumar. Þaö munar um hverja brú sem breikkar. Enn liggja ekki fyrir nákvæmar áætlanir um hvenær búið verður að breikka allar þær áttatíu einbreiðu brýr sem eru á hringveginum. Eins og fram kom í DV í gær verða ellefu brýr breikkaðar i ár, þar af margar þeirra sem hættulegastar hafa verið í gegnum árin. Má þar meðal ann- ars nefna annars vegar Þjórsár- brúna og hins vegar brúna yfir Norðurá í Borgarfirði, upp undir brún Holtavörðuheiðar. Sú vegaá- ætlun sem nú er unnið eftir gildir allt til ársins 2004 og er þar gert ráð fyrir framkvæmdum við allmargar einbreiðar brýr á næstu þremur árum. Hitt ber þó að hafa í huga að vegaáætlun þessi verður tekin til endurskoðunar nú á útmánuðum og gæti þá sitthvað í framkvæmdaröð- inni breyst. Meðal brúa sem eru á fram- kvæmdaáætlun næsta árs er brúin yfir Síká í Hrútafirði en hún hefur mörgum verið skeinuhætt í gegnum árin. Þá er á árunum 2003 og 2004 gert ráð fyrir fjárveitingum við framkvæmdir við breikkun brúnna yflr Skarðsá og Víðidalsá í Langadal á Hólsfjöllum. Fjölmargir flöskustútar Þær brýr sem eru svo á áætlun 2004 eru fjölmargar. Umfangsmesta framkvæmd þess árs er, að sögn Rögnvaldar Gunnarssonar hjá fram- kvæmdadeild Vegagerðarinnar, bygging nýs vegar inn Norðurárdal í Skagafirði. Það er rösklega tíu kilómetra kafli, allt frá Silfrastöðum og inn að Öxnadalsheiði. Á þessari leið eru alls fjórar einbreiðar brýr sem hafa í gegnum árin verið mikl- ar slysagildrur. Þetta sama ár stend- ur einnig til að fara í framkvæmdir við brúna á Hrúteyjarkvísl sem er spræna sem fellur úr Skjálfanda- fljóti ofan viö Goðafoss. Einnig er þetta árið í bígerð að breikka brúna yfir Berufjarðará - sem og Klifanda í Mýrdal sem er skammt austan við Pétursey. En þrátt fyrir að ellefu brýr verði breikkaðar í ár og síðan talsverðar framkvæmdir allt fram til ársins 2004 er björninn ekki unninn. Marg- ir flöskustútar, sem hinar einbreiðu brýr eru, verða áfram til staðar, ekki síst á Austurlandi. Ekki er komið á áætlun að breikka þær tvær mjóu brýr sem eru yfir ár á Jökuldal. Né heldur allmargar mjó- ar brýr sunnan Egilsstaða, svo sem á Völlum, i Breiðdal og í Álftafirði og Lóni. -sbs EJS' 420 milljónir króna á sex árum Fjármálaráöherra hefur ákveðið að taka tilboði EJS um hýsingu og rekstur á nýju fjárhags- og mannauðskerfi fyrir ríkið á grund- velli útboðs Ríkiskaupa. Ákvörðun þessi er byggð á tillögu stýrinefnd- ar á vegum Rikisbókhalds sem er framkvæmdaaðili málsins fyrir hönd fjármálaráöuneytisins. Við val á hagkvæmasta tilboði var lit- ið til þriggja þátta: verðs (50%), gæða högunar (30%) og gæða verk- lags (20%). EJS hf. átti þrjú lægstu tilboðin, þar á eftir voru tilboð Anza hf. og Skýrr hf. Næstlægsta tilboð EJS hf. var talið hagkvæm- ast og nemur kostnaður sam- kvæmt því alls 422 milljónum króna á samningstímanum sem er 6 ár. Guöni Ágústsson landbúnaðarráðherra: VIII sendiherra íslenska hestsins í veröldinni Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra segir brýnt að hefja rannsókn á eðli og umfangi ferðaþjónustu í dreifbýli og setja fram stefnu- mörkun í þeim efnum. Þessa skoðun sína byggir ráöherr- ann á niðurstöðu skýrslu sem hann kynnti í gær um málið. Meðal tillagna sem nefndin setur fram í skýrslunni er að sett verði á fót embætti rann- sókna- og gæðastjóra í ferðaþjón- ustunni. Guðni Ágústsson. Fram kemur í skýrslunni að skortur hefur verið á „þolinmóöu" lánsfé til uppbyggingar inn í grein- ina þrátt fyrir mikla fjölgun gisti- rýma og telur nefndin eðlilegt að Lánasjóður landbúnaðarins komi í auknum mæli að því að fjármagna þessa uppbyggingu. Guðni segir gríðarleg sóknar- færi vera í þessari grein og bendir á að íslenskir bændur geti orðið mikilvægir tengiliðir milli er- lendra ferðamanna og íslenskrar náttúru og menningar. Þar geti ís- lenski hesturinn leikið stórt hlut- verk og spurning hvort ekki sé eðlilegt að búa til sérstakt starf „sendiherra íslenska hestsins." „Þessi staða gæti auðvitað verið hjá utanríkisráðherra og hún gæti líka verið hjá mér,“ sagði Guðni aðspurður hvar þessi sendiherra yrði vistaður. „íslenski hesturinn er mikilvægur lykill að landinu að mati ferðaþjónustumanna, hann aflar tryggra vina og aðdáenda landsins og fjárfesting sem sett er í kynningu á honum skilar sér strax til baka. ísland sem upp- runaland þessa hests gæti gert vel í því að skipa sérstakan umboðs- mann islenska hestsins í veröld- inni. Annars vegar gæti hann að- stoðað við markaðsstarf hesta- bænda og hins vegar skapað nýja ferðamenn sem hingað koma og eyða gjaldeyri,“ segir Guðni Ágústsson. -BG Nýr leikhússtjóri: Þorsteinn Bach- mann valinn Leikhúsráð Leikfélags Akureyrar réð í gærkvöld Þorstein Bachmann sem leikhússtjóra. Þorsteinn hefur störf í næsta mánuði við hlið Sig- urðar Hróarssonar, fráfarandi leik- hússtjóra, en tekur formlega við leikhúsinu í september nk. Gífurlega margir hæfir umsækj- endur voru um stöðuna, að sögn Valgerðar Bjarnadóttur, formanns leikhúsráðs LA, en einhugur varð um ráðningu Þorsteins. Valgerður sagði í samtali við DV í morgun að ráðinu hefði ekki síst þótt sýn Þor- steins vera spennandi. Hugmyndir hans um framtíðarhlutverk LA hafi verið skýrar, sterkar og spennandi og þá sé Þorsteinn vel til þess fall- inn að skapa góða liðsheild. Þorsteinn er nýfluttur í bæinn og starfar við leikhúsið. Hann er í sam- búð með Laufeyju Brá Jónsdóttur leikkonu og leika þau bæði í sýning- unni Slavar! sem LA sýnir þessa dagana. Þrir umsækjendur voru kallaðir í viðtöl. Auk Þorsteins voru það Hrafnhildur Hafberg og Halldór Laxness sem leikstýrir Slövum! -BÞ Húsavík: „Hættur í skít- verkunum" Sigurjón Benediktsson tannlæknir segir að ástæða brotthvarfs síns úr sveitarstjómarmálunum á Húsavík hafi verið óviðun- andi niðurstaða úr skoðanakönnun innan flokksins um efstu sætin. Hann sagði af sér sem bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins sl. fimmtudag eftir að fyrir lá að honum yrði boðið annað sætið á hst- anum fyrir kosn- ingamar í vor. Hann óskaði eftir að leiða listann. „Ég sagði nei takk þegar mér var boðið annað sætið. Ég er búinn að vera fulltrúi hér og taka við öllum þessum skítverkum trekk i trekk. Mér fannst langeðlilegast að vera ekkert að blanda mér í þessi mál frekar fyrst maður hef- ur ekki meiri stuðning," sagði Sigur- jón í samtali við DV í gær. Sjálfstæðismenn og framsóknar- menn á Húsavík em að kanna sam- starf fyrir næstu kosningar en Sigur- jón segir að afsögn sín komi því máli ekki við. Hann sé mjög áfram um að samstarfshugmyndin verði skoðuð nánar. Hann vildi ekki viðurkenna að þungt væri í sér vegna málsins. „Nei, það er bara létt í mér, maður," sagði tannlæknirinn og hló.____-BÞ Flensan komin Inflúensa hefur greinst hér á landi á síðustu dögum. Á veirufræðideild há- skólasjúkrahúss Landspítala hafa greinst sex tilfelli frá 30. janúar sl. Flensan er af A-stofni. Að sögn Haralds Briem, sóttvamarlæknis hjá Land- læknisembættinu, kemur flensan frá nágrannalöndunum. Hún hefúr stung- ið sér niður í Skandinavíu og Bretlandi en er orðin faraldur í Frakklandi og Portúgal. Haraldur sagði að hér hefði eldra fólk verið bólusett í miklum mæli, allt að 40-50 þúsund manns á ári. Flens- unni fylgdi nokkur hiti, beinverkir, hálssærindi og höfuðverkur. Gera mætti ráð fyrir að þeir sem veiktust þyrftu að liggja í um viku og eldra fólk ja&vel enn lengur. Fólki væri eindreg- ið ráðlagt að fara vel með sig ef það væri að standa upp úr veikindum.-JSS Sigurjón Benediktsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.