Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2002, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2002, Blaðsíða 21
 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 ÐV 25 Tilvera Myndgátan Myndgátan hér til hliðar lýsir sagnorði. Lausn á gátu nr. 3224: Æðahnútar Krossgata Lárétt: 1 sía, 4 loforð, 7 grætur, 8 haka, 10 ólykt, 12 spil, 13 veiki, 14 magurt, 15 mathákur, 16 áforma, 18 beitu, 21 lái, 22 dragi, 23 þvingar. Lóðrétt: 1 greina, 2 hlemmur, 3 refur, 4 farangur, 5 hress, 6 kvendýr, 9 greinilegt, 11 mikil, 16 áköf, 17 dæld, 19 kjaftur, 20 sýra. Lausn neöst á síðunni. Skák Umsjón: Sævar Bjarnason Svartur á leik! Stefán Kristjánsson og Páll Þórar- insson uröu efstir og jafnir með 9 vinninga af 11 mögulegum á Skák- þingi Reykjavíkur. Stefán og Páll þurfa að heyja úrslitaeinvígi um titil- inn skákmeistari Reykjavíkur. 1.-2. Stefán Kristjánsson og Páll Þórarins- son 9 v. 3.-5. Júlíus Friðjónsson, Sæv- ar Bjarnason og Sigurður Páll Stein- dórsson 8 v. 6.-12. Bjöm Þorfínnsson, Sigurbjörn J. Björnsson, Arnar E. Gunnarsson, Ingvar Þór Jóhannesson, Bergsteinn Einarsson, Lenka Ptácniková og Jón Árni Halldórsson 7 v. Staðan i dag er úr Austurrísku skákliðakeppninni og hvorugur kepp- enda er austurrískur! Uhlmann var hér í eina tið þekktur stórmeistari í fremstu röð og er frá austurhluta Þýskalands og Wells er Englendingur, held ég. Uhlmann var að flétta til að vinna peð en fær nú á sig óvænta glennu! Hvitt: Wolfgang Uhlmann (2458) Svart: Peter Wells (2517) Drottningarbragð. Graz Austurríki (5), 17.1. 2002 1. c4 Rf6 2. Rc3 e6 3. Rf3 d5 4. d4 dxc4 5. e3 a6 6. a4 c5 7. Bxc4 Rc6 8. 0-0 Be7 9. dxc5 Dxdl 10. Hxdl Bxc5 11. Rg5 Ke7 12. Rge4 Rxe4 13. Rxe4 Bb4 14. Bd2 Bd7 15. Bc3 Bxc3 16. Rxc3 Hhc8 17. Ba2 Ra5 18. Hd4 b5 19. Hadl Be8 20. axb5 axb5 21. Hb4 Rb7 22. Bbl Rc5 23. h4 Hal 24. Hbd4 Hb8 25. Re4 Rb3 26. Hb4 Bc6 27. Bc2 Hd8 28. Bxb3 Haxdl+ 29. Bxdl Hxdl+ 30. Kh2 f5 31. Rc3 Hd2 32. Kg3 Kd6 33. Rxb5+ Kc5 34. Hd4 (Stöðumyndin) 34. -f4+! 35. Hxf4 Bxb5 36. b4+ Kc6 37. Hf8 Hd7 38. h5 h6. 0-1. Bridge Umsjón: fsak Öm Sigurösson Sveit Ljósbrár Baldursdóttur varð um helgina íslandsmeistari í para- sveitakeppni 2002, eftir mikla bar- áttu. Fyrir lokaumferðina var sveit Ljósbrár í öðru sæti, stigi á eftir sveit írisar. Ljósbrá vann stærsta sigur í lokaumferðinni á meðan sveit írisar tapaði sínum leik, 9-21, og fór því titillinn til sveitar Ljósbrár. Spil- arar í sveit Ljósbrár voru auk henn- ar, Jacqui McGreal, Matthias G. Þor- valdsson, Þorlákur Jónsson og Jón Baldursson. Spil dagsins er frá loka- umferðinni þar sem Matthías og IJósbrá náðu gullfallegri alslemmu í laufi. Suður gjafari og NS á hættu: Pagfari Jóhanna S. Sigþórsdótfir blaðamaður Beðið við tukthúsið Þeir sem búa í miðbænum í Reykjavík verða annaðhvort að eiga reiðhjól, línuskauta eða ferðast um á tveimur jafn- fljótum. Það er orðið nær óhugsandi að ætla að vista bíl á svæðinu til lengri tíma. Til þess sjá fokdýrir stöðumælar og árvökulir stöðumælaverðir. Sönn er sagan af konunni sem hugðist sækja systur sína í miðbæinn á dögunum. Hún brenndi niður Skólavörðustíg* og lagði upp á stéttina við gamla tukthúsið. Ekki má skilja það svo að systirin hafi verið vistuð þar heldur vann hún hinum megin götunnar. Nóg var plássið á stéttinni þannig að umferð var greið bæði fyrir bíla og gangandi vegfarendur. Þar sem nú konan sat og vænti systurinnar á hverri stundu komu askvaðandi tveir filipusar í spánnýjum einkenn- isbúningum stöðumælavarða. Þeir bönkuðu valdsmannslega í bílrúðuna og sögðu konunni að hypja sig hið snarasta. Hún kvað biðina skipta sekúndum; hvort það væri ekki í lagi. Nei, hún skyldi haska sér, ella fengi hún sekt. Aðspurðir um hvort þeir tækju sér lög- regluvald ef svo bæri undir söðluðu þeir um og hótuðu að kalla á laganna verði. í því kom systirin. Filipusarnir horfðu ógnandi og vonsviknir á eftir bílnum. Allt tók þetta ævintýri 2-3 mínútur. Síðan hefur spurst til þeirra keppast við að setja sektar- miða á bíla í Hlíðunum, þar sem engir stöðumælar eru. Fólk á að fara að reglum. En það er ekki sama hvernig því er framfylgt. Boðið er upp á námskeið í kurteisi og manna- siðum. Skylda ætti alla filipusa til að sækja þau. Þá hefðu þeir meiri ánægju af starfinu. Sandkorn Umsjón: Birgir Guömundsson • Netfang: sandkorn@dv.is Hugmynd Guðna Ágústsson- ar um stofnun embættis sendi- herra íslenska hestsins hefur vak- mikla at- hygli í þjóðfé- laginu og nú þegar hafa komið upp hugmyndir um hverjir gætu gegnt þessu embætti þannig að vel væri. Ýmsir hafa nefnt til sögunn- ar Jónas Kristjánsson, ritstjóra Fréttablaðsins, en Jónas er sem kunnugt er veraldarvanur höfund- ur ferðabóka og gagnrýnandi mat- sölustaöa auk þess að hafa skrifað hestabækur um talsvert skeið. Sá annmarki fylgir þó að Jónas hefur verið mjög gagnrýninn á Fram- sóknarflokkinn i gegnum árin og verið óvæginn við ýmsa forystu- menn flokksins og því telja ýmsir hugsanlegt að Guðna þyki hann ekki nægjanlega góður fyrir jafn merkilega vegtyllu og að verða sendiherra hestsins!!!... Eins Og áður hefur verið sagt frá í sandkomi stefnir í mikinn prófkjörsslag hjá samfylkingar- mönnum í Reykjavík. Spennan hefur ekki síst magn- ast eftir að út spurðist að Stef- án Jón Haf- stein væri lík- legur frambjóð- andi í prófkjör- inu. Nú er fullyrt að sumir próf- kjörsframbjóðendur séu að íhuga hvort það muni borga sig að fara út í auglýsingaherferð og jafnvel verða með sjónvarpsauglýsingar. I því sambandi hefur nafn Sigrúnar Elsu Smáradóttur verið nefnt og á það bent að stuðningsmenn hennar telji hana þurfa með einhverjum hætti að vinna upp það forskot, sem hinir frambjóðendurnir hafa á hana þar sem þeir hafi gegnt áber- andi störfum á vettvangi borgar- stjórnar... Ýmsir telja að kosningabarátt- an í Reykjavík sé komin í fullan gang og hætt verði við að almenn- ur verði bú- að fá nóg í ■. Er bent á orðahnippingar Davíðs Odds- sonar og Ingi- bjargar Sólrún- ar Gísladóttur á málþingi Borgarfræðiset- urs þar sem Davíð talaði um nauð- syn samkeppni milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að eitt sveitarfélaganna gæti fallið i doða og kyrrstöðu og þá gæfu hin tóninn um kraftmeiri stjórn. Fáum dylst að sneiðin er ætluð R-lista og Ingibjörgu Sólrúnu sem raunar svaraði fullum hálsi í DV í gær. Þetta litla atvik er haft til marks um það að stjórnmálaleiðtogar á landsvísu muni verða miklu meira áberandi í borgarstjórnarkosning- um nú en þeir hafa verið til þessa og er því spáð að menn muni sjá mikið af þeim Davíð, Halldóri Ás- grímssyni, Össuri Skarphéðins- syni og Steingrími J. Sigfússyni í baráttunni fram á vorið... Össur Skarphéðinsson er einmitt að blanda sér í kosningaum- ræðuna í nýjum pistli sínum á heimasíðu Sam- fylkingarinnar í j gær. Þar segir Össur að Morgun- blaðið fari ekki lengur í „kosn- ingaham" eins og | áður nema hvað I að Reykjavíkur- bréf blaðsins sé stundum dálítið upp á þá höndina enn þá - en það sé það eina. Síðan segir Össur: „Það er helst að Reykja- víkurbréfið brjótist stöku sinnum fram eins og það lifi sjálfstæðu lífi, óháð blaðinu að öðru leyti. Magnús bróðir minn, skólastjóri Sálarrann- sóknaskólans, segir að þessi tegund Reykjavíkurbréfs minni á framliðna veru sem geri vart við sig með ósjálf- ráðri skrift!" IfflmHHBB Hluetaðu á móður Menn vilja tala um sjálfa sig. í tilhugalíf- inu er því best að hlusta. En eftir brúðkaupið er það HANN sem hlustar! 4 ÁK2 M AD 4 K9875 4 G95 4 75 V 1042 4 D1043 * 8432 4 4 W K9865 ♦ ÁG2 4 ÁKD10 4 DG109863 W G73 ♦ 6 4 76 SUÐUR VESTUR NORÐUR AUSTUR 2* 2 grönd pass 3 4 pass 3 w pass 44 pass 4 w pass 4 grönd pass 54 pass 5 grönd pass P/h 6 4 pass 7 4 Sjö lauf er augljóslega besta alslemman, þolir bæði hjarta og lauf- ið 4-2 auk þess sem tíguldrottningin má liggja bak við ÁG. Svariö fimm spaöar sýndi tvo ása og hjartadrottn- ingu, 5 grönd áhuga á alslemmu og spurning um auka- styrk og sex tíglar sýndu tígulás. Sjö lauf var skemmtileg millilending hjá Ljósbrá, þvi hún vissi að Matthías myndi breyta í 7 . hjörtu með ÁDx í hjartanu. Þaö skyggði nokkuð á gleð- ina að örfáir reyndu 7 grönd, sem stóðu þegar hjartaö lá 3-3. Ljósbrá Baldursdóttir. uns 0Z ‘utS 61 ‘§?i Ll ‘isæ 91 ‘uijjA IX ‘jsofi 6 ‘51U 9 ‘UJ3 9 ‘5(SBijnjmi p ‘TiBquBjp g ‘íjoi z ‘?fs I ÚJGJOPI •JÁU5{ 82 ‘1801 ZZ ‘iseip \z ‘suSb 8i ‘Bpæ 91 ‘iiq si ‘jjAj n ‘Hos 81 ‘nij zi ‘5lAuj oi ‘B5n? 8 ‘JbSjo l ‘imq 1 ‘PI?s I :W?J?T

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.