Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2002, Blaðsíða 13
13 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 DV Merming Ég er trúður guðs - segir rithöfundurinn Eric-Emmanuel Schmitt Umsjón: Silja Aðalsteinsdöttir silja@dv.is Franski rithöfundurinn Eric-Emmanuel Schmitt vann hug og hjarta íslenskra leik- húsgesta þegar leikritiö Abel Snorko býr einn var sýnt á litla sviði Þjóðleikhússins. Það var því bara tímaspursmál hvenær næsta verk hans yrði sett upp á íslensku sviði. Og nú er stundin runnin upp: í kvöld frumsýnir Þíbylja í samstarfi við Borgarleik- húsið leikritið Gesturinn eftir Schmitt. Sér- stakur gestur á frumsýningu er höfundurinn sjálfur. Guö trúir ekki á Freud „Eitt kvöld sat ég fyrir framan sjónvarpið og i þetta skiptið horfði ég ekki bara á frétt- irnar heldur fann fyrir þeim. Ég var hrædd- ur við það sem þulurinn sagði; hræddur við óréttlæti heimsins, við hið illa og allar birt- ingarmyndir þess. Þegar fréttunum lauk hugsaði ég með mér að guð hlyti að vera þunglyndur að horfa á fréttirnar á hverjum degi. Þetta var skemmtileg hugmynd og ég fór að velta því fyrir mér að ef guð væri í raun og veru þunglyndur; hvert færi hann? Til hvers myndi hann leitá eftir stuðningi? Og hugmyndin um guð liggjandi á bekk hjá Sigmundi Freud vakti hjá mér hlátur,“ segir Schmitt. „Þegar á leið sá ég að hugmyndin var ekki bara fyndin því að þessir tveir, Freud og guð, hefðu margt að segja hvor öðr- um: Freud trúir ekki á guð og guð trúir ekki á Freud.“ Á þennan hátt kviknaði hugmyndin að Gestinum sem lýsir kvöldi í lífi Freuds þegar Gestapó hefur numið dóttur hans á brott og ókunnugur maður kemur á heimili hans; maður sem er annað hvort geðsjúklingur sem flúið hefur af hæli i nágrenni heimilis Freuds eða guð almáttugur sjálfur. Og áhorfendur geta búið sig undir sama eltingarleikinn við óútreikn- anlegar fléttur höfundarins og í Abel Snorko. Mín eigin rödd Bakgrunnur Schmitts er fjölbreyttur. Hann hefur skrifað leikrit og skáldsögur, er með dokt- orspróf í heimspeki („Ég vil að heimspekin sé að baki verkum mínum og í daglegu lifi en ekki að verkin séu heimspeki," segir Schmitt) og stund- aði tónlistamám við Konservatoríið í Lyon. Hann segist ekki hafa haft nægilega hæfileika til að gera tónlistina að sínu aðalstarfi. „Ég vildi verða tónskáld," segir Schmitt. „Ég skrifaði mörg lítil verk en þau voru alltaf eins og eitt- hvað annað. Ég gafst upp á því að vera „eins og einhver". Ég átti tvær ástríður, skrifin og tón- listina, og yfirgaf tónlistina. Þótt ég viti ekki hvort ég sé góður rithöfundur þá virðist það virka [Schmitt hlær].“ Þú hefur fundiö þína eigin rödd í skrifunum? „Já, mína eigin rödd. En ég hef mikla ást á Tónlist DV-MYND E.ÓL. Eric-Emmanuel Schmitt „Og hugmyndin um guö liggjandi á bekk hjá Sigmundi Freud vakti hjá mér hiáturf segir Schmitt. „Þegar á leiö sá ég aö hugmyndin var ekki bara fyndin því aö þessir tveir, Freud og guö, heföu margt aö segja hvor öörum: Freud trúir ekki á guö og guö trúir ekki á Freud. “ tónlist og dái mörg tónskáld eins og ég dái marga rithöfunda," segir Schmitt. „Ég byrjaði að skrifa þegar ég var unglingur og fyrsta leik- ritið skrifaði þegar ég var sextán ára og það varð mjög vinsælt í skólanúm. Það var mjög gaman en mér þótti samanburðurinn við þá höf- unda sem ég dáðist að óhagstæður og ákvað að bíða þar tO ég yrði maöur, hefði kynnst tilfinn- ingalífi, kynlífi og heimspekilegu lífi, öllu því sem ég hafði ekki kynnst sem unglingur. Það eina sem maður hefur sem unglingur er þráin.“ Trúin á veruleika leikhússins „Ég veit ekki hvort ég valdi leikhúsið eða leik- húsið valdi mig,“ segir Schmitt aðspurður hvers vegna hann hefði valið leikhúsið sem vettvang fyrir skrif sín. „Ég hef líka skrifað þrjár skáld- sögur. Ég held að allir skáldsagnahöfundar Frakklands vilji skrifa fyrir leikhús en geti það kannski ekki. Ég get það hins vegar; hugsun mín er, að ég held, dramatísk. Þegar ég var átta ára fór ég fyrst í leikhús og sá þá Cyrano frá Bergerac. Það er afar fallegt verk og saga Rostands um manninn sem trúði því að enginn myndi nokkru sinni elska hann vegna hins stóra nefs hreyfði mjög við mér. Á þessari sýningu upplifði ég það í fyrsta sinn að hafa áhuga á einhverjum öðrum en sjálfum mér; ég grét í fyrsta sinn vegna þjáninga annars; í fyrsta sinn upplifði ég sorg annars. Og þar sem ég sat í salnum og grét hugsaði ég með mér hvað ég gæti verið heimskur að vera grátandi innan um allt þetta fólk. Þegar ég leit i kringum mig sá ég áíta hundruð fullorðna grátandi með mér og varð forviða. Á leiðinni út sagði ég við móður mína að ég vildi gera einmitt þetta, koma full- orðnu fólki til að gráta. „Eins og aðalleikarinn?" spurði móðir mín og ég svaraði: „nei, eins og Ed- mund Rostand, leikskáldið.“ Leikhúsið er staður þar sem maður getur deilt tilfmningum sínum með öðrurn." Fulloröiö fólk getur grátiö í kirkju og leikhúsi? „Já. Það þarf að trúa til að vera í kirkju og það þarf líka trú til að vera í leikhúsi: trú á veruleika leikhússins.“ Þannig aó þú ert guó? „Nei,“ segir Schmitt og hlær, „ég er Franken- stein með ófreskjur sínar. Ég er trúður guðs.“ -sm Tónlist við vísindatrylli Verk'eftir flmm tónskáld voru flutt á raftónleikum Myrkra músíkdaga í Salnum í Kópavogi á laugardaginn var. Fyrst var splunkuný tónsmíð eft- ir Gunnar Kristinsson, Nú-þá, sem unnin er upp úr steinahljóðum er minntu dálítið á hljóðmerkið á Charles de Gaulle flugvelli í Frakk- landi. Að mörgu leyti er þetta áheyri- leg tónsmíð sem byggist á hröðum, sí- endurteknum hendingum, en undir niðri er stærri strúktúr, nokkurs kon- ar undiralda er skapar á tíðum óhugnanlegt andrúmsloft. Útkoman er stemning sem myndi sóma sér ágætlega í vísindatrylli, en ein og sér er tónlistin dálítið langdregin. Næst á dagskrá var Organized Wind eftir Helga Pétursson, unnið upp úr alls konar draugslegum hljóð- um sem hægt er að framkalla á orgel. Afraksturinn er ærið viraður, ef svo má að oröi komast, og á tónleikunum datt manni helst í hug orgel sem er að bráðna og leka niður á gólf. Hugsanlega hefði mátt raða tónunum í markvissari heild til að skapa meiri áhrif, í núverandi mynd er verkið varla meira en hrærigrautur af óhljóðum sem enga merk- ingu hafa. Aðgengilegasta tónsmíðin á tónleikunum, og jafnframt sú eina sem var fyrir lifandi hljóð- færaleikara og rafhljóö, var Sononymus III eftir Hllmar Þórðarson tónskáld. Martial Nardeau flautuleikari. Silkimjúk tölvuhljóöin féllu ótrúlega vel aö næmum og blíölegum flautuleiknum. Hilmar Þórðarson. I tónleikaskránni sagði að hún væri hugsuð „sem einhvers konar nætur- þula þar sem verið er að syngja eða jafnvel raula bam í svefninn. Það er barist á milli svefns og vöku þar sem ýmist berst söngurinn eða fantasía draumanna inn um skilningarvitin. Að lokum er það draumaveröldin sem yfirtekur allt og við líðum útaf í endurtekningarhafi draumanna." Silkimjúk tölvuhljóðin féllu ótrú- lega vel að næmum og blíðlegum flautuleik Martials Nardeau og var útkoman einstaklega ljóðræn og fal- leg. Tvö tilbrigði eftir Kjartan Ólafsson voru næst á efnisskránni, en þar hefur tónskáldiö unnið með örstutt brot úr eldri verkum sínum. Fyrra tilbrigðið er við gítarleik en hitt við raddir og eru bæði ágætlega sköpuð, margbrotin og hugmyndarík, og stemningin oft á mörkum hins súrrealíska. Tilbrigðin eru líka hæfilega löng. Ekki eins skemmtilegt var Líðan eftir Ríkharð H. Friðriksson, því þó úrvinnsla alls konar kveinstafa og öskra væri glæsileg og kraftmikil, ætlaði verkið aldrei að verða búið. Það var að vísu fyndið í upphafi, og þrívíddin sem sköpuð var með fjór- um hljóðrásum var töluvert áhrifa- _________mikil, en er á leiö var eins og verið væri að segja manni sama brandar- ann aftur og aftur. Vel hefði mátt stytta Líðan Ríldiarðs um helming. í heild voru þetta athyglisverðir tónleikar og ljóst að tölvutónlist býr yfir óendanlegum mögu- leikum. Einmitt það getur þó skapaö vandamál, allir þessir möguleikar virðast gera það að verk- um að sum tónskáld bókstaflega tryllast fyrir framan tölvuna og kunna sér ekki hóf. Jónas Sen Stórtónleikar Hinir ástsælu óperusöngvarar Krist- inn Sigmundsson og Gunnar Guð- björnsson eru í stuttu frii á íslandi. Gunnar hefur verið að syngja hlutverk Ferrando í Cosi fan tutte eftir Mozart í ríkisóperunni í Múnchen og síðasta verkefni Kristins var hlutverk Hund- ings í Valkyrjunum (Die Walkúre) eftir Wagner í óperunni í Köln. Fríið sitt ætla þeir meðal annars að nota til að gleðja landa sina og munu halda tón- leika í Salnum í Kópavogi 21. og 22. febrúar ásamt Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara. Tónleikarnir hefjast kl 20. Á efnisskránni verða ariur og dúett- ar úr Töfraflautu Mozarts, Ástar- drykknum eftir Donizetti, Seldu brúð- inni eftir Smetana, Faust eftir Gounod og fleíra óvænt. Cyrano frá Bergerac Texti leikritsins um czr---1 Cyrano frá Bergerac ág- eftir Edmond Rostand Wk—I— sem nQ er sýnt j Þjóö- leikhúsinu er kominn út í bók. Þetta er eitt þekktasta leikrit heimsbókmenntanna, frumsýnt í París árið 1897 og sló samstundis söguhetjan, Cyrano, Skáldmæltur! \ í CYRANO BERGERAC í gegn, enda óvenju litríkur maður: Vígfimur! Músíkalskur! Margfróður!" eins og þar stendur. En hann er afskap- lega ófríður, einkum hefur hann ama af sínu gríðarstóra nefi sem torveldar honum að öðlast ástir Roxönu. Hún hrífst af hinum snoppufríða Christian de Neuvillette, þótt ekki sé honum gef- in andlega spektin, en þegar þeir leggja saman verður útkoman hinn fullkomni maður! Leikritið er í bundnu máli, þrungið heillandi mælsku sem nýtur sín vel í þýðingu Kristjáns Árnasonar. Hann ritar einnig inngang um verkið og höf- und þess. Frakkar gerðu fræga kvik- mynd eftir leikritinu um Cyrano árið 1990 með Gérard Depardieu í aðalhlut- verki og Bandaríkjamenn gerðu sína útgáfu 1987, kvikmyndina Roxanne, þar sem Steve Martin lék nefstóra snill- inginn. Kvenleg kvikmyndaveisla í kvöld kl. 20 hefst Kvenleg kvik- myndaveisla i Háskólabíói. Tilgangur- inn er að vekja athygli á kvikmyndum íslenskra kvenna og verða sýndar myndir frá síöastliðnum 10 árum, þver- skurður af því sem konur í „stutt- myndabransanum" hafa verið að gera. Sýndar verða sjö stuttmyndir eftir átta íslenskar konur: Keðja (1992) og Lokasjóður (1993) eftir Kristinu Maríu Ingimarsdóttur, 1 draumi sérhvers manns eftir Ingu Lísu Middleton (1995), Slurpinn og co eftir Katrínu Ólafsdótt- ur (1998), Falskar tennur eftir Bjargeyju Ólafsdóttur (1998), Örsögur úr Reykjavík eftir Rögnu Söru Jóns- dóttur, Margréti Söru Guðjónsdóttur og Sveinbjörgu Þórhallsdóttur (2000) og Brot eftir Helenu Stefánsdóttur (2001). Seinni sýningar á myndunum verða annað kvöld kl. 22.30, sunnudag kl. 18 og mánudag kl. 22.30. Rýnt í jólabækur Leshringurinn Rýnt í jólabækumar fer af stað hjá Endur- menntunarstofnun annað kvöld undir stjórn Soffiu Auðar Birgisdóttur bók- menntafræðings. Þar verða brotnar til mergjar 6-8 nýút- komnar bækur og farið í feril höfunda og verk þeirra rædd frá ýmsum sjónar- hornum. Þá heimsækja rithöfundar námskeiðið og segja frá tilurð verka sinna. Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni www.endurmenntun.is og þar er líka hægt að skrá sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.