Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2002, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2002, Blaðsíða 23
27 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 DV Tilvera -Œnmj Natalie Cole 52 ára Hin vinsæla söng- kona, Natalie Cole, á af- mæli í dag. Hún á ekki langt að sækja sönghæfi- leikana en faðir hennar var Nat King Cole. Auk þess var móðir hennar, Maria, atvinnusöngkona áður en hún giftist Nat. Fyrst heyrðist í Natalie á jólaplötu fóður hennar, þá var hún sex ára. Þrátt fyrir að hún væri ung orðin eftirsótt söngkona lauk hún námi sem barnasálfræðingur áður en hún hóf feril sinn. Natalie Cole hefur sent frá sér margar plötur, og sú vinsælasta er Unforgettable þar sem hún söng þekktustu lög föður síns. Gildir fyrir fimmtudaginn 7. febrúar Vatnsberlnn 120. ian.-ia. fehr.r ■ Þú þarft einhverja ástæðu til að skipta um skoðun í máli sem þú ert ekki sáttur við hvemig hefur þróast. Þér gengur vel í vinnunni. Fiskarnirno. febr.-20. mars): Ef einhver hegðar sér lundarlega í návist þinni skaltu grafast fyrir um ástæðuna áður en þú dæmir manninn. Sannleikurinn kemur þér verulega á óvart. Hrúturinn (21. mars-19. aprill: Þú ert með litiö sjálfs- <A traust þessa dagana án þess að í rauninni sé nokkur ástæða til þess. Taktu vel á móti þeim sem eru vinsamlegir í þinn garð. Nautið (90. anríl-20. mai>: / Þú mátt vænta gagn- legrar niðurstöðu í máh sem hefur lengi beðið úrlausnar. Þú þant að hvíla þig og slappa af í góðra vina hópi. Tvíburarnlr 121. maí-21. iúntu V Ekki dæma fólk eftir fyrstu kynnum. Reyndu _ / I frekar að komast að því hvem mann það hefur að geyma. Vertu umbyrðarlyndur gagnvart fólki og skoðunum þess. Krabblnn (22. iúní-22. iúií): Þú syndir á móti I straumnum um þessar mundir og ert fuUur af orku og finnst engin vandamál vera þér ofviða. Það er mikið um að vera i vinahópnum. Uónlð (23. iúli- 22. áeústl: Þó að þetta verði venju- legur dagur á yíirborð- inu ríkir mikil eining innan fjölskvldunnar og það veitir þér mikla gleði og ánægju. Kvöldið verður ánægjulegt. Mevian (23. ágúst-22. seot.l: a. Þér leiðast þessi hefð- hundnu verkefni og ^^^lLlangar til þess að eitt- ^ r hvað nýtt og spenn- andi gerist. Mundu að tækifærin skapast ekki af sjálfu sér. Vogin (23. sept-23. okt.l: J Náinn vinur á í ein- Oy hverjum erfiðleikum um Vf þessar mundir og þarf á r f þér að halda. Þaö er nauðsynlegt að þú sýnir þolinmæði og gefir þér tíma með honum. Sporðdrekinn (?4. nkt -?i. nóv.t ^/\ Þú ert eitthvað pirrað- \ ur um þessar mundir \ ^ V^og þarft að leita að * innri sálarró. Útivera og spjaU við góða vini ætti að hjálpa þér mikið. Bogmaðurinn (22. nóv.-2i. des.): iÞú verður mjög svart- rsýnn fyrri hluta dags- ins og þér hættir til að vanmeta sjálfan þig. Ekki taka mikilvægar ákvarðanir á meðan þú ert í þannig skapi. Stelngeitin (22. des.-l9. ian.): ^ - Vinskapur þinn við ákveðna manneskju * Jr\ blómstrar um þessar mundir. Það er nóg að gera hjá þér og þú nýtur þess að vera til. DV-MYNDIR GUÐRNNUR S. RNNBOGASON Grafiö á Þiðriksvöilum Margir komu aö greftrinum aö Þiöriksvöllum. Fornleifar frá fyrstu tíö byggðar finnast á Ströndum Aldursgreining- in kom á óvart - segir Sigurður Bergsteinsson fornleifafræðingur Dýrabein, trúlega frá því fyrir árið 1000, sýna að Strandamenn þess tima bjuggu við öflugan kost. Við fornleifauppgröft aö Þiðriksvöll- um fundust í hittifyrra fiskbein af ýmsu tagi og selbein. Timbur, sem yflrleitt hefur varðveist illa og orðið að mold, kom tiltölulega heillegt úr uppgreftinum. Öll ílát, tól og fleira var úr timbri en hefur eyðilagst og verið varpað á haug. Sigurður Berg- steinsson, fornleifafræðingur á Ak- ureyri, segir að fram undan sé loka- skýrsla um rannsóknina. Áfram- hald á rannsóknum er ekki fyrir- hugað. Þó er hægt að rannsaka áfram að sumarlagi þegar litið er í Þiðriksvallavatni. Vegna stækkunar Þverárvirkjun- ar við Steingrímsfjörð fór fram mat á áhrifum hennar á fornleifar á svæðinu. Stækkunin veldur allt að 6 metra hækkun á yfirborði Þið- riksvallavatns. Vegna þess munu flestar minjar eyðibýlisins Þið- riksvalla, sem stendur á sléttu við vestanvert vatnið, hverfa undir vatn. Vatnshorn heitir annað eyði- býli sem stendur uppi í brekku við norðanvert vatnið. Tóftir í landi Vatnshorns eru ekki í hættu vegna þessara framkvæmda. Samkvæmt þágildandi lögum var óheimilt að raska fornleifum nema með sér- stöku leyfl fomleifanefndar. Nefnd- in veitti leyfi til framkvæmdanna með því skilyrði að fram færi lá- marks fornleifarannsókn á minjun- um Sigurður Bergsteinsson fornleifa- fræðingur stjórnaði þessum rann- sóknum sem fram fóru sumarið 2000 Heillegir munir Þaö kom þeim sem grófu munina upp hversu heillegir þeir voru. en nú er verið að leggja lokahönd á úrvinnslu og skýrslugerð: „Auk nákvæmra uppmælinga og kortagerðar á minjum Þiðriksvalla var gerður könnunarskurður í bæj- arhólinn og tvennar aðrar rústir. Bæjarhóllinn er að öllu leyti mynd- aður úr gömlum rústum og öðrum mannvistarlögum og er allt að 2,5 metra þykkur. í könnunarskurði bæjarhólsins bar mest á þykku úr- gangslagi sem innihélt mikið af við- arleifum, hlutum úr tré og dýra- beinum. Tvö bein úr þessu lagi voru send til aldursgreiningar með geislakolsmælingum. Bein ofarlega í laginu mældist vera frá tímabilinu 1255-75 eftir meðaltalsgildi, en bein neðarlega í laginu frá tímabilinu 1020-1155. Lag þetta hefur því mynd- ast á 11. til 13. öld.“ Sigurður segir þessa aldursgrein- ingu nokkuð óvænta vegna þess hversu heilleg dýrabein og gripir úr viði reyndust vera. Varðveisla sem þessi er sjaldgæf hér á landi og minnir á hin frábæru varðveislu- skilyrði sem þekkjast frá Græn- landi. Bæjarhóllinn hefur þvi að geyma mikilsverðar upplýsingar um verkmenningu og fæðu Þið- riksvallabúa og þar með íslendinga á þessu tímabili. Undir ofangreindu mannvistar- lagi og neðst í bæjarhólnum var að flnna soðholur. „Aldursgreining með geislakols- mælingu á koluðum birkihríslum úr soðholunni benti til að þar hafi eldur brunnið í upphafi byggðar á íslandi á árunum 895-995. Meðaltals- gildið gaf aldurinn 980. Samkvæmt þessu hófst búseta á þessum stað skömmu fyrir árið 1000 eða enn fyrr og hægt væri að rekja byggðasögu Þiðriksvalla frá því á 10. öld og fram á 20. öld með forn- leifarannsókn. Mesta athygli vekja hin frábæru varðveisluskilyrði mið- aldalaga á staönum. Hugsanlega væri hægt að hafa fomleifarann- sókn á bæjarhólnum síðar þegar yf- irborð vatnsins er lágt. Með því móti mætti bjarga mikilsverðum upplýsingum um verkmenningu, ekki sist trésmíðum miðalda á Ströndum," sagði Sigurður. -GF Átthagafræöi í ellefu hundruð ár Góð þátttaka er á námskeið sem hefst annað kvöld í Reykholti í Biskupstungum undir heitinu Biskupstungur - land og saga. „Mér sýnist allt benda til að þetta verði um 40 manns, með okkur sem komum neðan að,“ segir Ósk- ar H. Jónasson, einn aðstandenda námskeiðsins. Aðspurður merkir það að koma „neðan að“ að koma frá Selfossi upp í Tungur. Undirtitill námskeiðsins er „Átthagafræði í ellefu hundruð ár“ og eins og hann ber með sér er um yílrgripsmikið efni að ræða. Alls hafa verið ráðnir fjórtán fyr- irlesarar sem gjörþekkja sveitina og sögu hennar. Óskar segir þá alla hafa brugðist jákvætt við beiðni um þátttöku. Nefna má Draugafræöingurinn Bjarni Haröarson ritstjóri er meöal fyrirlesara og fjallar um kynngi- magnaöa náttúru Biskupstungna, þjóösögur og sagnir. Bryndísi Róbertsdóttur sem fjallar um minjar og mannvistarleifar, Gunnar Karlsson sem fræðir um menningu og sögu og þá Davíð Ólafsson og Lýð Pálsson sem í sameiningu miöla sögu 19. og 20. aldar. Námkeiðið verður öll fímmtudagskvöld til 11. apríl og endar á umræðu um nútíma- og framtiðarsýn í Biskupstungum þar sem sr. Sigurður Sigurðarson, Páll Skúlason og Ragnar Sær Ragnarsson hafa orðið. Það er Fræðslunet Suðurlands sem stendur að námskeiðinu og að sögn Óskars er um algera frumraun að ræða. „Ef vel tekst til hyggjumst við halda áfram og taka fyrir fleiri sveitir á Suður- landi.“ -Gun. julia og Tommamir langbest Hin munnstóra Julia Roberts og Tommarnir tveir, Cruise og Hanks, eru þær stjörnur í Hollywood sem þykir einna örugg- ast að veðja á þegar spáð er í vin- sældir kvikmynda. Þremenning- arnir fá allir fullt hús stiga í könn- un sem skemmtanablaðið Hollywood Reporter stóð fyrir. Julia er eina konan meðal hinna tíu efstu, þótt konur á borð við Söndru Bullock, Cameron Diaz og Nicole Kidman komist aU- hátt. Langur vegur er þó frá því að þær nái með tæmar þar sem Julia er meö hælana. Athygli vekur að þrjár trygg- ustu stjörnurnar eru ekki til- nefndar tU óskarsverðlauna þetta árið. Julia fékk þó verðlaunin á síðasta ári, og gott ef ekki Hanks- inn líka. Hjartaknúsarinn George Clooney er í sjötta sæti, á eftir gúmmíkarlinum Jim Carrey og barnakarlinum Mel Gibson. Z&BÍLABÚD VRABBA :: Tangarhöfða 2 :: Sími 5671650 ::

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.