Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2002, Blaðsíða 28
FRETTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum ailan sólarhringinn. 550 5555 Stjórnarliðar segja Símann í söluferli og engin vá sé fyrir dyrum: Ekki seldur á hvaða ■•*■ veröi sem er - stjórnarandstæðingar gagnrýna málsmeðferð á Alþingi Davíð Oddsson forsætisráðherra segir enga vá fyrir dyrum þótt treg- lega gangi í samningaviðræðum við danska símafyrirtækið TDC um sölu á fjórðungshlut i Landssíman- um. Framsóknarflokkurinn, hinn stjómarflokkurinn, er sama sinnis að sögn Hjálmars Árnasonar alþing- ismanns. „Málið er i söluferli undir ákveðnum skilyrðum og það ein- ■«•* faldlega tekur sinn tíma. Ef kaup- andi er ekki tilbúinn að til að ganga að einhverjum þessara skilyrða þá eru menn ekkert að flýta sér. Hitt er ljóst að framsóknarmenn vita að í Símanum liggja gríðarleg verðmæti og eru ekki tilbúnir að selja hann á hvaða verði sem er,“ sagði Hjálmar Árnason við DV. Málið kom til umræðu á Alþingi í gær í kjölfar þess að Henning Dyremose, forstjóri TDC, haföi lýst því yfír í viðtali við Reuters-frétta- stofuna að ekkert yrði af frekari - samningum nema íslensk stjórn- völd lækkuðu veröiö. Fram kom hjá Davíð á Alþingi í gær að fyrirtækið yrði einfaldlega ekki selt nema við- unandi verð fengist. Sturla Böðvars- son samgönguráðherra kynnti þing- Hjálmar Árnason. mönnum þá afstöðu einkavæðingar- nefndar að nefndin áskildi sér rétt til að eiga viðræður við aðra aðila sem sýnt hafa sölunni áhuga að undanfornu, þar á meðal banda- ríska fjárfestingarsjóðinn Provi- dence. Greinilegt er af yfirlýsingu sem PricewaterhouseCoopers sendi Verðbréfaþingi íslands fyrir hönd einkavæðingarnefndar síðdegis í gær að einkavæðingarnefndin telur samningaviðræðum við TDC ekki lokið. Segir þar að TDC hafi veriö greint frá því í fyrradag að á næsta viðræðufundi aðila yrði farið yflr niðurstöðu ársreiknings 2001 og endurskoðaða rekstraráætlun 2002 sem hvort tveggja á að liggja fyrir Davíö Össur Oddsson. Skarphéðinsson. fljótlega. „Því er það rangt að við- ræðum við TDC hafi verið slitið af hálfu nefndarinnar. Þá er það mið- ur að TDC virðist að undanfórnu kjósa að bera nefndinni skilaboð í gegnum fjölmiðla," segir í tilkynn- ingunni til Verðbréfaþings. Stjórnarandstæðingar, með Össur Skarphéðinsson, formann Samfylk- ingarinnar og upphafsmann þessara umræðna á þinginu í gær í farar- broddi, túlka þessar fréttir sem mik- il pólitísk tíðindi og ljóst sé að salan á Landssímanum sé í uppnámi, enda greinilegt að viðræðum við TDC væri í raun lokið og menn famir að snúa sér að öðrum við- semjendum. -BG Sturla Böðvarsson. 33% aukning í hvala- skoðun hérlendis Reykingalyf: BVIikill verðmunur Allt að 40 prósenta munur er á útsöluverði reykingalyfja í lyfja- verslunum samkvæmt niðurstöð- um nýrrar verðkönnunar sem gerð var af Gallup fyrir Samtök hjúkr- unarfræðinga og ljósmæðra gegn tóbaki. Verð var kannað í tiu lyfja- 4 verslunum og reyndist mestur verðmunur á Nicorette innsogslyfi, eða 40,3 prósent. Minnstur verð- munur var á reykingalyfinu Zyban eða 13,1 prósent. -JSS Spáö 0,35% verðhjöönun Fjármálafyrirtækin Búnaðar- banki, Landsbanki, íslandsbanki, Kaupþing og SPRON spá því aö verð- lag milli janúar og febrúar muni lækka um 0,35%. Em spárnar nánast samhljóða, en hæsta spá hljóðar upp á 0,4% en lægsta upp á 0,3%. Ef það ■* gengur eftir mun neysluverðsvisital- an verða 220,7 stig í febrúar. Sjá nánar frétt á bls. 12. -HKr. Yfir 60 þúsund manns fóru í hvala- skoðun hér á landi á síðasta ári og er það um 33% aukning frá árinu 2000. Ásbjöm Björnsson, forstöðumaður Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík, seg- ir aukninguna hafa verið á öllum stöðum nema i Eyjafirði þar sem fjöld- inn stóð í stað. „Þetta er miklu meira en við gerðum okkur nokkurn tíma vonir um. Hvalaskoðun er sú grein ferðaþjónustunnar sem er í hröðust- um vexti á heimsvísu. Þar er árlegur vöxtur upp á 10%. Þetta er því farið að skipta stómm upphæðum sem þessi grein er farin að velta. Hér dreifist þetta á marga aðila, bæði í farþegaflutningum til landsins og innanlands, hótel og veitingastaði og þviumlíkt. Langstærsti hlutinn er útlendingar en íslendingar eru líklega um 10% af þessum flölda. Flestir út- lendinganna koma frá Þýskalandi, en Bretar og Bandaríkjamenn eru einnig vaxandi. Það eru ákveðnar ferðaskrif- stofur sem senda hingað hópa beinlin- is í hvalaskoðun. Auðvitað er alltaf einhverju hnýtt við það í viðbót, eins og ferðir upp á jökla eða t.d. i Bláa lónið. - Hvað ef hvalveiðar yrðu hafnar á ný? „Við sjáum engar efnahagslegar forsendur fyrir þeirri ákvörðun. Það er því frekar pirrandi að þurfa alltaf að vera að afsaka stjórnvöld hér á ís- landi gagnvart erlendum ferðaheild- sölum. Þeir finna hreint og klárt fyrir því þegar ráðamenn þjóðarinnar em að gaspra um þetta, eins og t.d. Þor- steinn Pálsson í tengslum við Alþjóða hvalveiðiráðsfundinn í vor. Þá fór hann meö það í fjölmiðla í Bretlandi að það yrði ansi stuttur tími þar til við myndum hefja hvalveiðar. Það urðu þau viðbrögð að það fóru að streyma inn afpantanir. Veiðar og hvalaskoðun fer því greinilega ekki saman,“ segir Ásbjörn Björnsson en fjallað verður um máliö á blaða- mannafundi á Hótel Loftleiðum kl. 13.30 í dag. -HKr. MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 DV-MYND BG Börn að ieik Snjór hefur veriö á Akureyri síöustu daga og börnin kunna aö meta aö fá tækifæri til aö renna sér á leiöinni heim úr skólanum. Þessi mynd var tekin viö Brekkuskóla þar sem hópur barna brá á leik aö loknum skóladegi. Ríkissjónvarpið og Norðurljós: Harðvítugt kapp- hlaup um HIVI Mikið kapphlaup er í gangi á milli sjónvarpsstöðvanna um að ná sýningarréttinum á Heimsmeistara- keppninni i knattspyrnu í sumar. Ríkisútvarpið lagði fram tilboð í gærkvöld til þeirra aðila sem hafa sölurétt á sjónvarpsútsendingum. Þegar DV fór í prentun höfðu svör ekki borist en tilboðið átti að renna út á hádegi. Útvarpsráð fundaði um málið í gær og fól framkvæmda- stjóra að skoða máliö frekar. Samkvæmt heimildum DV hefur verið unnið að því hörðum höndum hjá íslenska útvarpsfélaginu, Stöð 2 og Sýn, að ná sjónvarpsréttinum. Kostnaður vegna útsendinganna, t.a.m. vegna gerfihnatta og annarra stórra þátta er talinn nema um 40 milljónum króna. Búist er við að mál þessi muni skýrast fljótlega enda vinna báðir aðilar að því hörðum höndum að reyna að tryggja sér sýningarrétt- inn. -Ótt/aþ J* SJÓNVARPSKEPPNI í SEINNI! Kiðlingar á þorra árviss vorboði „Fyrsti kiðlingurinn fæddist 29. janúar og svo kom annar í dag. Þaö er ljóst að geiturnar fara að bera næstu daga,“ sagði Ásdís Svein- björnsdóttir, húsfreyja á Ljótsstöð- um i Skagafirði, þegar hún og son- ardóttir hennar sýndu fréttamanni tvo spræka kiðlinga í fjárhúsunum hjá sér í gær. í fyrra komu kið á Ljótsstöðum um svipað leyti og nú en oftast hafa geiturnar byrjað að bera snemma í mars. Skýringin á hvað þetta er snemma á ferðinni er að hafurinn er ekki tekinn frá geit- imum. Ásdís og fjölskylda eru nú með nærri 40 geitur. Hún segir að með því að láta bera svona DV-MYND ORN ÞÓRARINSSON Kátur kiðllngur írena Ósk Fjólmundsdóttir á Ljóts- stööum meö lítiö kiö í fanginu. snemma verði kiðin vænni í haust. Ásdís hefur haft geitur í yfir 20 ár. Hún telur að áhugi fyrir geitakjöti fari frekar vaxandi, en hann var afar lítill fyrir nokkrum árum. Geitakjöt þykir mikill herramanns- matur, fitulaust og meirt, og fer kjötið til Kjarnafæðis á Akureyri, fólk borðar það þegar farið er i megrun. Ullin af geitum er ekki mikil, en feldurinn er nýttur á ýmsan hátt. Félagsskapur er starf- andi um geitarækt, Geitfjárfélag Is- lands, en innan félagsins eru ekki margir félagar enda geitur afar sjaldgæfar í búskap landsmanna. - ÖÞ/JBP ÍGitarinnl ijr Stórhöfða 275 -vV Q s. 552 2125. Q Tilboð í gangi * kkkkkkkkkk brother P-touch 9200PC Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni Samhæft Windows 95, 98 og NT 4.0 360 dpi prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.