Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2002, Blaðsíða 16
20 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 Skoðun I>V Hver er uppáhaldssjónvarps- þátturinn þinn? Harpa Lind Örlygsdóttir nemi: Friends og Ally McBeal. Gunnar Cortes nemi: Malcolm in the Middle. Frá kynningu stýrihóps á nýrri samgönguáætlun í Iðnó 24. janúar ítarleg skýrsla lýsir m.a. hvaö liggur aö baki forgangsrööun verkefna. Þar er umferöartalning eitt lykilatriöiö. Samkvæmt frétt DV í síöustu viku eru tölur í skýrslunni hins vegar ekki í samræmi viö viöurkenndar tölur í deiliskipulagi um umferö á höfuöborgarsvæöinu. Jens Júlíusson nemi: Friends. Hera Sigurðardóttir nemi: Friends. Ingibjörg Leifsdóttir nemi: Beömál í borginni. Birna Björnsdóttir nemi: Survivor, ég hef gaman af raunveru- leikaþáttum. Opið bréf til Sturlu Böðvars- sonar samgönguráðherra Órn Sigurðsson, talsmaöur nýs fram- Mér og fleiri áhugamönnum um greiðari og ör- uggari umferð á höfuðborgarsvæð- inu brá í brún þegar við lásum frétt í DV 1. febrú- ar sl. um að um- ferð á höfuðborg- arsvæðinu væri boös til borgarstjórn- otArlppa ar 2002, skrifar: storlega van' ..............— reiknuö í nyutgef- inni samgönguáætlun ráðuneytis þíns. í frétt DV kemur fram að í skýrslunni var þessi umferð sögð 1.050 milljónir kílómetra á ári, mið- að við árið 2000, en rétta talan (úr gögnum svæðisskipulags höfuðborg- arssvæðisins) væri 1.350 millj. km á ári. Þarna vantaði sem sagt um 300 millj. km á ári eða 28,5%. Gat verið að ráðherrann sendi að Ég ráðfœrði mig við nokkra menn sem eru kunnugir skipulags- og umferðamál- um og staðfestu þeir að frétt DV vceri rétt! yfirlögðu ráði frá sér rangar umferð- artölur til þess að rökstyðja þá öfga- fullu byggðastefnu sína að beina um 3/4 af ölllu vegafé rikisins til ný- bygginga „úti á landi", en einungis um 1/4 til höfuðborgarsvæðisins? Ég ráðfærði mig við nokkra menn sem eru kunnugir skipulags- og um- ferðarmálum og staðfestu þeir að frétt DV væri rétt! í ljósi þessa skora ég hér með á þig að leiðrétta nú þegar hinar röngu tölur skýrslu þinnar og biðj- ast afsökunar á rangfærslunum. Því séu slíkar grundvallartölur óleið- réttar skekkir það lýðræðislega um- ræðu um skiptingu vegafjár eftir landshlutum enn frekar en nú er og við því má ekki sá stóri meirihluti landsmanna (um 62%) sem býr á höfuðborgarsvæðinu. Hinar vanmetnu 300 millj. km eru um 14% af heildarakstri íslendinga árið 2000. Einungis það eitt að hafa með þessum hætti af höfuðborgar- búum 14% af vegafé til nýbyggginga jafngildir rúmlega 1 milljarði króna á ári. Að lokum má geta þess að skv. samgönguáætluninni og svæðis- skipulagi höfuðborgarsvæðisins er reiknað með að umferð á landinu aukist um 1% á ári til 2024 og á höf- uðborgarsvæðinu um 2% á ári á sama tíma. Það táknar að umferð utan höfuðborgarsvæðisins mun dragast saman til 2024. Ríkisútvarpið og menntamálaráðherra Gunnar Jónsson skrifar:__________________________ Það er með öllu óásættanlegt fyr- ir landsmenn að menntamálaráð- herra sem setið hefur sjö ár sem yf- irmaður Ríkisútvarpsins hafi ekki enn tekið á málefnum stofnunarinn- ar eins og brýn þörf er á, jafnvel þótt ekki væri nema að taka á því sem snýr að innheimtudeild RÚV, sem kostar 30 milljónir króna á ári, eða u.þ.b. 200 milljónir bara þann tíma sem menntamálaráðherra hef- ur gegnt embættinu. Það er ótvíræð skoðun mikils hluta þeirra sem nú eru þvingaðir „Á sama tíma greiðir starfsfólk RÚV ekki afnota- gjöldin eins og annað fólk og brýtur því gegn stjórn- sýslulögum landsins. Er það mál ekki verðugt við- fangsefni fyrir Samkeppnis- stofnun til rannsóknar?“ til að greiða svokallaða skyldu- áskrift RÚV að leggja beri niður innheimtudeild þess og taka upp í staðinn sanngjarnan nefskatt sem almenningur geti sætt sig við. Á sama tíma greiðir starfsfólk RÚV ekki afnotagjöldin eins og annað fólk, og brýtur því gegn stjórnsýslu- lögum landsins. Er það mál ekki verðugt viðfangsefni fyrir Sam- keppnisstofnun til rannsóknar? Nú kvartar RÚV sáran um fjársvelti og segist, vegna mikils kostnaðar, ekki geta sýnt frá HM i fótbolta í sumar. Þetta er með því- líkum eindæmum að engu tali tek- ur. HM i fótbolta er einmitt það efni sem RÚV ætti að setja á oddinn að sýna því áhorf á það er með því mesta sem þekkist hjá RÚV. Guðni Ágústsson er að verða ein helsta eftir- herma þjóðarinnar. Þykir hann orðinn ótrúlega ílinkur í að herma eftir Jóhannesi Kristjánssyni eftirhermu herma eftir honum sjálfum. Er nú svo komið að Guðni er að verða næstum jafn lík- ur sjálfum sér og Jóhannes er, þegar Jóhannes tekur Guðna á góðum degi. Og Guðni átti gott uppistand í vikunni þegar hann kynnti nýja skýrslu um nauðsyn stefnumörkunar í ferðaþjón- ustu bænda. Eflaust hafa tillögur nefndarinnar verið gagnmerkar og allar hugmyndir hennar um hvað skuli nú gera til eflingar þessari ungu grein. Hins vegar muna fáir eftir þessum tillög- um og fogru fyrirheitum öllum, þvi ræða land- búnaðarráðherrans um íslenska heslinn yfir- skyggði allt annað sem sagt var við þessa miklu fjölmiðlakynningu. Raunar var þetta ekki í fyrsta sinn sem Guðni fjallaði um hestinn á hrif- næmu og jákvæðu nótunum, en að þessu sinni var ræða hans óvenju hjartnæm og vakti því sér- staka athygli. Nýr sendiherra Guðni var þarna að tala um hestinn sem land- kynningu og aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Og ráðherrann lagði til að sett yrði á fót nýtt emb- ætti, ný staða, sem hefði það að meginverkefni að vinna úr þessum möguleikum sem hest- urinn byði upp á. Að stofnuð yrði staða sendiherra íslenska hestsins. Samkvæmt frétt i DV er Guðni greinilega ekki alveg bú- inn aö formúlera hvort betra sé að þessi nýi sendiherra verði vistaður í landbúnaðar- ráðuneytinu beint undir honum sjálfum, eða hvort heppilegra sé að sendiherra hestsins verði eins og aðrir sendiherrar undir beinni stjórn Halldórs Ásgrímssonar í utanríkis- ráðuneytinu. Ljóst er aö hin nýja sendi- herrastaða verður nokkuð íburðarminni en títt er um sendiherrastöður, enda spurning hvort sendiherrabústaður hestsins verði ekki í ein- hverju hesthúsahverfinu á höfuðborgarsvæðinu og hugsanlega með aðstöðu í hesthúsum ein- hvers staðar erlendis líka. Fyrir pólitíska andstæðinga Garra þykir þessi nýja sendiherrastaða góð hugmynd og þá ekki síst er þetta góð pólitísk hugmynd því þarna gæti skapast ódýrari lausn en nú er fyrir hendi til að losna við menn sem eru á útleið úr pólitík. Það er satt að segja farið að þrengjast um möguleikana á búa til ný sendi- herraembætti eftir síðustu landvinninga í Japan og Kanada. Auk þess er kostnaðurinn sem fylgir hefðbundnum sendiherraembætt- um orðinn veru- legur. Sendiherra hestsins er hins vegar nýr, ódýr og snjall valkostur, sem annaðhvort Guðni eða Halldór geta nú boðið þeim upp á sem vilja draga sig út úr skarkala hins pólitíska lifs. Og auðvitað er ekkert þvi til fyrirstöðu að víkka þetta síðan út í rólegheitum og stofna næst embætti sendiherra íslenska hundsins, ís- lenska hreindýrsins, íslensku húsamúsarinnar og íslenska arnarins. Sérstaklega er þetta náttúr- lega snjallt í ljósi þess að þeim Halldóri eða Guðna gefst nú tækifæri til að gera upp á milli manna og setja sína menn sem sendiherra í Washington og Tokyo á meðan pólitískir and- stæðingar verða gerðir að sendiherrum íslenskra dýra. Það er því óhætt að segja að Guðni sé ekki einvörðungu orðinn svo góð eftirherma að hann sé farinn að geta hermt eftir Jóhannesi Krist- jánssyni, heldur er hann nú líka farinn að geta hermt eftir útsmognum og ráð- drjúgum stjórnmálamanni! Csfluffl \ y \ Sendiherra hestsins Á Tjörninni Óþrif eru óþolandi. Tjaran á Tjörninni Ragnar skrifar: Ég ætlaði að nota góðviðrið sl. sunnudag og bregða mér á skauta líkt og margir aðrir. Staðreyndin var hins vegar sú að varla var hægt að segja að þarna væri skautafært. Svellið var svo sem ekki alvont en hefði mátt vera betra en verst var að tjaran og skíturinn var svo yfirgengilega mikill að varla var hægt að snúa sér við án þess að leðjan hlæðist upp á skaut- ana. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ófært er að nota svellið á Tjörninni. Ýmist vegna þess að því er ekki hald- ið við með því að sprauta yfir eða skafa það eða þá að tjaran og óhrein- indin eru til staðar. Auðvelt hefði átt að vera að þrífa svellið árla morguns sem lofaði mjög góðu fyrir þá sem vildu nota Tjörnina. Skautahöllin er góð, en Tjörnin er sígild ef henni er sómi sýndur á góðviðrisdögum. Ekki öryggistæki íbúi i Hveragerði hringdi: Sl. laugardagskvöld reið yfir jarð- skjálfti hér í Hveragerði. Það er nú engin nýlunda, en það er alltaf viss- ara að hafa allan vara á og nauðsyn- . legt að vita hvar upptökin eru og eins hve sterk síðasta hrina var. Þessi skjálfti átti sér stað um kl. 21.20 eða svo. Ég og fleiri biðum eftir næsta fréttatíma útvarps, sem var kl. 22 (auðvitað engar sjónvarpsfréttir eftir kl. 20 um helgar fremur en venju- lega). En I fréttatíma útvarps kl. 22 var ekki minnst á þennan skjálfta. Það var ekki fyrr en kl. 24, á mið- nætti, að við fengum að vita styrk- leika hans og upptök. Þá var víst búið að hafa samband við skjálfta- fræðing! Er nokkur furða þótt fólk fullyrði, gagnstætt þeim hjá RÚV, að Ríkisútvarpið í heild gegni engu ör- yggishlutverki? Ábyrgð RÚV er harla lítil þegar á reynir, það höfum við fengið að reyna oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Björn Bjarnason / framvaröarsveit til frambúöar. Traustvekjandi yfirlýsing Friðrik Kristjánsson skrifar: Mér finnst bæði skynsamlegt en ekki síður traustvekjandi hjá Bimi Bjarnasyni menntamálaráðherra að láta vita af því fyrir fram að hann ætlar ekki að tjalda til einnar nætur sem forystumaður sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur. Hann seg- ist munu sitja I sínu 1. sæti hvemig sem niðurstaða kosninganna verður. Þetta eykur án efa fylgi D-listans í komandi kosningum og sýnir að þessi frambjóðandi ætlar ekki að flýja af hólmi hvernig sem niðurstaðan verð- ur, gagnstætt því sem núverandi borgarstjóri hugsar sér, með setu sinni í 8. sæti listans, og er þvi laus allra mála tapi R-listinn. Auðvitað ætti Ingibjörg að vera í fyrsta sæti á sínum lista. En þeir um það á R-list- anum, hann lofar ekki góðu hvort sem er. DV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.