Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2002, Blaðsíða 24
28 i Tilvera MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 I>V * lifið Kvennakór Á fyrstu háskólatónleikum ársins í Norræna húsinu sem haldnir verða í dag kl. 12.30 syngur kvennakórinn VOX FEMINAE, undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Arnhildur Valgarðsdóttir og Ástríður Haraldsdóttir leika með á píanó. Á efnisskránni eru Liebeslieder-Walzer op. 52 eftir Johannes Brahms í raddsetningu Pauls Hindermann. Krár ■ FONK A HVERFISBARNUM Reykjavík Beat Generation tekur forskot á helgina á Hverfisbarnum. Hljómsveitina skipa þeir Börkur, Daöi og Sammi fönk-kóngar og Dj Magic. Ekkert nema góð bianda þar á ferö. ■ KALK Á GAUKNUM Hljómsveitin Kalk heldur tónleika á Gauki á Stöng. ■ NUPD Á KAUPFÉLAGINU Miö vikudagskvöldin eru rólegheitakvöld á Kauþfélaginu. Þá er spiluð notaleg tónlist og frá kl. 21.30 gengur nudd- ari á milli gesta og býöur þeim axla- nudd þeim aö kostnaöarlausu. Leikhús ■ ANNA KARENINA I kvöld sýnir Þjóöleikhúsiö verkið Önnu Kareninu eftir Leo Tolstoy. Leikgerð er í hönd- um Helenar Edmundson. Hin fagra Anna Karenina ákveður að yfirgefa mann og barn og hefja nýtt líf með hinum glæsta Vronskí greifa. Eitt af meistaraverkum heimsbókmennt- anna í rómaðri leikgerö, saga um ástríður og grimm órlög í Rússlandi 19. aldarinnar. Leikstjori er Kjartan Ragnarsson og sýnt er á stóra sviö- inu í kvöld kl. 20. ■ GESTURINN í kvöld sýnir Borgar- leikhúsiö verkið Gestinn á litla svið- inu. A þessari vitfirrtu en alvarlegu nóttu reynir Freud aö átta sig á hin- um furðulega Gesti. Trúleysinginn Freud sveiflast á milli jiess að halda aö hann standi frammi fyrir Guði og grunsemda um að gesturinn sé geö- sjúklingur sem sloppið hefur af geð- veikrahæli þá um kvöldið. Þeir tveir velta fyrir sér ýmsum heimspekileg- um spurningum sem snerta m.a. til- vist Guðs, ábyrgö og frelsi mann- anna, grimmdina og hiö illa. Höfund- ur er Eric-Emmanuel Schmitt en helstu leikendur eru þau Gunnar Eyj- ólfsson, Ingvar E. Sigurðsson, Jóna Guðrún Jónsdóttir og Kristján Frank- lín Magnús. Leikstjóri er Þór Tulini- us. ■ MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI I kvöid sýnir Þjóöleikhúsiö verkiö Meö fulla vasa af grjóti eftir Marie Jones. Leikendur eru Stefán Karl Stefánsson og Hilmir Snær Guðna- son en ieikritið er nýtt írskt verð- launaleikrit sem nú fer sigurför um leikhúsheiminn. Verkið var frumsýnt á Smíðaverkstæöinu 30. desember 2000 og hefur fengið frábærar við- tökur. Verkiö fjallar um tvo írska ná- unga sem taka aö sér aö leika í al- þjóðlegri stórmynd. Fjölskrúðugar þersónur verksins eru allar leiknar af tveimur leikurum: kvikmyndaleik- syórinn, Hollywoodstjarnan, þorps- búarnir og allir aðrir. Sýningin hefst í kvöld kl. 20. Fundir og fyrirlestrar ■ EyNDUR HJÁ FIFU ITC deildln Rfa í Kópavogi heldur fund í Safnaöarheimili HJallakirkJu í kvöld kl. 20.15-22.15. Atlir eru velkomnir. Sýningar I ÞYSKAR TISKUUOSMYNDIR Þýskar tískuljósmyndir frá 1945-1995 eru enn til sýnis í ue'iuciuei'g'i I UM OIVJI IUIU. Kvenleg kvikmyndaveisla í kvöld: Sjö stuttmyndir á matseðlinum Kvenleg kvikmyndaveisla í Há- skólabíói í kvöld kl. 20 með sjö stutt- myndum á matseðlinum eftir átta íslenskar konur. Sjö ólíkir réttir, framreiddir af kvenlegum næm- leika og innsæi. Það hljómar ekki illa. Best að slá á þráðinn til for- sprakkans, Helenu Stefánsdóttur, og forvitnast meira um þessa veislu. „Ég fékk hugmyndina síðastliðið haust þegar ég fór í bíó og sá stutt- myndir eftir nokkra unga menn. Þá greip mig löngun til að vekja at- hygli á konum í þessum bransa,“ segir hún. Helena segir konur hafa dálítið haldið að sér höndum í stutt- myndagerð á undanförnum árum. Þannig spanni þessi veisla 10 ára tímabil. Nú sé hins vegar heilmikil sköpun í gangi á þessum vettvangi og hún viti um að minnsta kosti þrjár myndir í vinnslu eftir jafn- margar konur og fleiri nöfn hafi hún heyrt nefnd. Sjálf er Helena með nýjustu myndina í veislunni, Brot heitir hún og var frumsýnd í Ráðhúsinu í haust. „Ég sýndi hana á „Degi virð- ingar“ 25. september og síðan hef ég farið með hana í skóla en nú er komið að bíófrumsýningu. Myndin fjallar um föstudag í lífi þriggja drengja í Reykjavík, þeirra fjöl- skyldur og umhverfi. Hún er leikin og mjög ljóðræn, dálítið dramatísk," segir Helena og tekur vel í að lýsa lika öðrum réttum matseðilsins. „Þarna eru tvær teiknimyndir. Keðja og Lokasjóður, eftir hreyfilistakonuna Kristínu Maríu Ingimarsdóttur. í draumi sérhvers manns er leikin mynd eftir Ingu Lísu Middleton. Hún er allt öðru vísi en mín mynd. Mjög ólíkur stíll.“ Bjargey Ólafsdóttir er mynd- listarkona og sýnir lítið listaverk, Falskar tennur. Örsögur úr Reykja- vík eru þrjár stuttar dansmyndir fléttaðar saman i eina, eftir Rögnu Söru Jónsdóttur, Margréti Söru Guðjónsdóttur og Sveinbjörgu Þór- hallsdóttur. Slurpinn og co er svo líklega þekktasta myndin. Hún hef- ur farið víða.“ Þar með eru réttirn- ir upptaldir en að lokum kveðst Hel- ena vonast til að svona veisla geti orðið árlegur viðburður. -Gun. Hún heldur veisluna Helena Stefánsdóttir bjó sjálf til Brot sem fjallar um föstudag í lífi þriggja stráka. DV-MYNDIR NJÖRÐUR HELGASON Bændurnlr á Urriöafossi Lilja Böövarsdóttir og Einar Helgi Haraldsson. Biogagnryni Glæsilegt nýtískufjós á Urriðafossi Tryggjum framtíðina með tæknivæddum vinnustað - segir Lilja Böðvarsdóttir, bóndi á Urriðafossi Leigjandinn á efri hæðinni Hiimar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Sam-bíóin - Hearts in Atlantis ★ ★■Á „Við ákváðum að fara út i byggingu þessa Qóss, fjölguðum kúnum og bætt- um í leiðinni við mjólkurkvótann til að hafa rekstrargrundvöll á búinu og nýta fjárfestinguna," sagði Lilja Böðv- arsdóttir, bóndi á Urriðafossi, en hún og Einar Helgi Haraldsson buðu í opið fjós á Urriðafossi fyrir helgina. Þau hjónin hafa byggt glæsilegt nýtísku- fjós á bænum og horfa bjartsýn til framtíðar í búskapnum. Fjósið tekur 55 gripi. Það er svo- kallað lausagöngufiós með legubásum sem kýrnar fara á til að leggjast. Þær eru ekki bundnar á básana eins og áður var. Aðstaðan til mjalta er góð - mjaltabásar þar sem hægt er að af- greiða 10 kýr í einu. Mjaltabásinn er þannig gerður að sá sem mjólkar kýrnar er á gólfi sem er lægra en kýrnar svo að öll vinna við júgrið er í réttri vinnuhæð. Fóðurgjöf kúnna er sjálfvirk. Heyið er úr rúlluböggum sem eru gefnir með tæki sem er fram- leitt fyrir þá. Kjarnfóðurgjöfin er tölvustýrð. Um háls kúnna er tæki sem tölva les af og afgreiðir rétta skammtinn fyrir hverja kú. Lilja segir kostnaðinn við bygging- una enn ekki liggja fyrir en hann láti nærri að verða tuttugu milljónir. Lilja segist telja framtíðina bjarta í búskapnum. „Þó að bændum sé að fækka eru búin á móti að stækka. Það gengur illa að reka bú með litlum framleiðslurétti, Kúabú verða að vera yfir ákveðinni stærð til að hægt sé að reka þau. Við erum með þessari við- bót að tryggja framtíð okkar og gera fjósið okkar að tæknivæddum vinnu- stað,“ sagði Lilja Böðvarsdóttir, bóndi á Urriðafossi. -NH 1 Hearts of Atlantis er aðalpersón- an gamall maður sem býr yfir eigin- leikum sem jarðbundið fólk hrífst af en á erfitt með með að skilja. Hver er hann, hvaðan kemur hann og hver er tilgangur hans? Þetta eru spurningar sem settar eru fram af Stephen King í skáldsögu hans sem er öll á mannlegum nótum. King hefur oftar en einu sinni skapað persónur sem skilja eftir sig spurn- ingar um lífið og tilveruna og oftast með miklum ágætum. Er skemmst að minnast fangans Johns Coffeys í The Green Mile. Þá koma bömin einnig kunnuglega fyrir sjónir og upp í hugann kemur Stand by Me þar sem, eins og í Hearts in Atlant- is, saklaus böm fá reynslu sem ger- ir þau of fljótt fullorðin eins og i He- arts in Atlantis. Það er þó ekki þar með sagt að frægasti spennusagnahöfundur heims sé farinn að endurtaka sig um of. Hearts of Atlantis býr yfir eigin sjarma og fer í eigin farveg þó sumar persónur séu kunnuglegar. Það er einn helsti kostur Kings hversu honum tekst hvað eftir ann- að að skapa persónur sem ekki er svo auðvelt að gleyma. Ted Brautigan (Anthony Hopk- ins) er slík persóna. Hann birtist dag einn í niðurníddum smábæ í Main í kringum 1960. Hann fær inni sem leigjandi hjá mæðginum Eliza- beth (Hope Davis) og Bobby (Anton Yelchin). Bobby er ekki mjög ham- ingjusamur drengur, sem er kannski ekki nema von. Móðir hans síkvartandi yfir peninga- leysi þótt hún fylgist vel með tískunni. í staðinn fyrir að fá hjól í af- mæligjöf, eins og vinir hans, fær Bobby fullorð- insbókasafnskort, sem kostar ekki neitt. Hann verður þvi mjög upp- veðraður þegar leigjand- inn býður honum dollar á viku, lesi hann fyrir sig blöðin og fylgist með ferðum ókunnugra, sér- staklega á Bobby að láta vita ef hann sér svart- klædda menn með hatta á flottum bílum. Bobby er vel gefinn strákur og grunar að ekki sé allt með felldu með þennan nýja vin sinn og sá grunur hans er réttur. Ted er ekki eins og aðrir menn, hann sér fyrir hluti og hjálpar þeim sem það eiga skilið og þá er ekki um að ræða hjálp sem venjulegt fólk veitir. Svo Dularfullur leigjandi Anthony Hopkins leikur hinn dularfulla Ted Brautigan sem veit margt sem aörir vita ekki kemur að því að Bobby sér svartklæddu mennina.... Hearts in Atlantis hefði átt að hafa alla burði til að vera áhrifamikil og sterk kvik- mynd þar sem mannlegi þátt- urinn er ofar öllu öðru, en neistann vantar eins og fyrir er í myndum á borð við The Shawshank Redemption, Stand by Me og The Green Mile, svo miðað sé við nokkr- ar af bestu „mannlegu" myndum sem gerðar hafa verið eftir sögum Kings. Leik- stjórinn Scott Hicks (Shine, Snow Falling on Cedars) og handritshöfundurinn William Goldman (Misery) hefðu átt að geta gert betur. Myndin hefur samt vissan sjarma og er áhugaverð. Húnn nær samt aldrei að fara á flug. Kannski hefur virðing Hicks verið fullmikil fyrir Anthony Hopkins sem vissulega hægir nokkuð á myndinni þótt ekki sé mikið hægt að setja út á leik hans. Leikstjóri: Scott Hicks. Handrit: William Goldman. Kvikmynda- taka: Piotr Sobocinski. Tónlist: Michael Danna. Aöalleikarar: Ant- hony Hopkins, Anton Yelchin, Dav- id Morse og Hope Davis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.