Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2002, Blaðsíða 11
11 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002____________________________________________________________________ E>V Útlönd Þrír drepnir í innbyrðis blóðhefnd Palestmumanna: Æstur múgurinn tekur lögin í sínar hendur Palestínskir byssumenn Óánægöir palestínskir ættingjar og vinir tóku lögin í sínar hendur í gær og skutu þrjá sakborninga, sem dæmdir höföu veriö í fimmtán ára fangelsi, til bana. REUTER-MYND Konur slást um neyðaraðstoðina Afganskar konur berjast um neyöaraöstoö sem þeim stendur til boöa hjá Hallal Ahmed mannúöarsamtökunum í höfuðborginni Kabúl. Þaö sem konurnar deila um er alls konar varningur til að bægja frá vetrarkuldunum. íslamskir harðlínumenn tengdir ráni á blaðamanni Þrír Palestínumenn sem í gær voru dæmdir af palestínskum herdómstóli fyrir morðið á Osama Qmeil, foringja úr öryggissveitum Palestínumanna, voru skotnir til bana af æstum ætt- ingjum og vinum fómarlambsins sem ruddust inn i dómhúsið í Jenin á Vesturbakkanum, rétt eftir að réttar- höldum yfir sakborningunum lauk. Herdómstóllinn hafði fundið þre- menningana seka um morðið á Qmeil, en þar sem þeir voru ekki dæmdir tU dauða heldur tU fimmtán ára fangels- isvistar ærðist lýðurinn sem beið dómsins utan dyra og ruddist inn í húsið með eina tuttugu vopnaða byssumenn í broddi fylkingar. Létu þeir skothríðina dynja á þremenning- unum þar sem þeir voru í felum á sal- erni dómhússins eftir að lögreglan hafði reynt að koma þeim undan. Eft- ir drápin voru líkin dregin út á götu, þar sem byssumennirnir héldu áfram að skjóta út í lofið. Umræddur QmeU hafði verið grun- REUTER-MYND Vitnisburöur í máii Enron Deborah Perrotta starfaði eitt sinn hjá Enron og tapaöi 40 þúsund doll- urum viö gjaldþrot fyrirtækisins. Hún sagöi þingnefnd frá því í gær. Risabónusar rétt fyrir gjaldþrotið Háttsettir fyrrum starfsmenn orkusölufyrirtækisins Enron greindu frá því í gær að æðstu stjórnendur þess hefðu fengið miUj- ónir dollara í bónusgreiðslur tveim- ur dögum áður en fyrirtækið varð gjaldþrota í desember. Siðan voru þúsundir starfsmanna reknar og þeim ekki greiddur uppsagnarfrest- ur eins og þeim þó bar. Kenneth Lay, fyrrum stjórnarfor- maður Enron, féllst i gær á að koma fyrir þingnefnd í næstu viku til að svara spumingum um þetta mesta gjaldþrot sögunnar vestanhafs. Lay mætti ekki ,til yfirheyrslu á mánu- dag, eins og til hafði staðið. Barnamorðingj- arnir dæmdir í næstu viku Réttarhöldin yfir barnamorðingjun- um frá Kristiansand, sem nauðguðu og drápu litlu stúlkurnar í Banaheia í heimabæ sínum, í maí árið 2000, eru nú á lokastigi. Á þriðjudag dæmdi kviðdómurinn í Arendal Viggo Kristi- ansen sekan um að hafa verið höfuð- paurinn að verknaðnum þrátt fyrir að hann hefði alla tíð neitað að hafa komið nálægt morðstaðnum á þeim tíma er voðaverkin voru framin. í héraðsdómi var Viggo Kristian- sen dæmdur til tuttugu og eins árs fangelsisvistar en félagi hans Jan Helge Andersen hlaut sautján ára dóm, en það var hann sem játaði fyrir lögreglunni að þeir félagar hefðu framið níðingsverkið í Banaheia þeg- ar þeir nauðguðu og drápu Lenu Slög- dal Paulsen, 10 ára, og Stine Sofie Sör- strönen, 8 ára. í byrjun næstu viku munu dómar- arnir í Lögmannsréttinum kveða upp dóm yfir tvímenningunum. -GÞÖ Pakistanska lögreglan sem leitar að bandaríska blaðamanninum Daniel Pearl, sem var rænt fyrir tveimur vikum, sagði í morgun að hún hefði sýnt fram á tengsl bann- aðs hóps íslamskra harðlínumanna við mannránið. Lögreglan handtók tvo menn í hafnarborginni Karachi í gær, grun- aða um að hafa sent tölvupóst með myndum af Pearl. Fljótlega komu í ljós tengsl við Jaish-e-Mohammad, hóp sem er í tengslum við aðskiln- aðarsinna í Kasmír. „Jaish tengist ráninu á Pearl. Við fengum þær upplýsingar frá mönn- unum tveimur sem voru teknir í Karachi í gærkvöld," sagði háttsett- ur foringi innan lögreglunnar við fréttamann Reuters. Jaish-e-Mohammad var annar tveggja hópa pakistanskra harðlínu- REUTER-MYND Enn ófundinn Ekkert bólar enn á bandaríska blaöamanninum Daniel Pearl sem var rænt í Pakistan fyrir 2 vikum. aður um að standa á bak við morð á grunuðum palestínskum samverka- manni ísraelsmanna og hafði morð þremenninganna á Qmeil verið blóð- hefnd fyrir það. Að sögn sjónarvotta voru flestir byssumannanna félagar Qmeils úr ör- yggissveitum Yassers Arafats, en sumir þeirra reyndu að villa á sér heimildir með því að klæðast búning- um lögreglunnar. Allir eru þeir með- limir i ættflokkasamtökum sem lengi hafa barist innbyrðis og hafði Qmeil stýrt einum armi samtakanna sem grunaður var um að hafa myrt sex manns úr eigin röðum, sem grunaðir voru um að vera í vitorði með Israels- mönnum á árunum 1987-1993. Áðurnefndir þremenningar voru einnig meðlimir í umræddum ætt- flokkasamtökum og höfðu viðurkennt morðin fyrir herdómstólnum. Fyigdi sögunni að þeir hefðu talið sig komast upp með morðið þar sem palestínska öryggislögreglan væri veikburða. manna sem indversk stjómvöld sök- uðu um að hafa staðið fyrir sjálfs- morðsárásinni á indverska þingið í Nýju-Delhi í desember. Lögreglan sagðist einnig hafa handtekið tvo menn í höfuðborginni Islamabad og ráðist til inngöngu í borginni Lahore í leit að manni sem er hátt á lista yfir grunaða. Hann var ekki í húsinu. Daniel Pearl hvarf í Karachi 23. janúar síðastliðinn þegar hann var að reyna að komast í samband við róttæka múslímahópa. Áður en Pearl hvarf hafði hann verið að vinna að frétt um Bretann Richard Reid, sem var handtekinn þegar hann reyndi að kveikja í sprengju í skóm sínum um borð í bandarískri flugvél yfir Atlantshafi. Pearl var að kanna tengsl hans við Osama bin Laden. Skr. 5/98, ek. 51 þús. Verð kr. 1050 þús. Suzuki Baleno Wagon 2WD Skr. 12/97, ek. 74 þús. Verð kr. 860 þús. Suzuki Baleno GLX, 4 d., bsk. Skr. 7/99, ek. 39 þús. Verð kr. 860 þús. Ford Focus Wagon, bsk. Skr. 5/99, ek. 57 þús. Verð kr. 1290 þús. Gailoper 2,5 dísil, ssk. Skr. 7/99, ek. 29 þús. Verð kr. 1690 þús. Suzuki Jimny JLX, 4x4. Skr. 6/99, ek. 49 þús. Verð kr. 1040 þús. Suzuki Vitara JLX, bsk. Skr. 7/98, ek. 89 þús. Verð kr. 1090 þús. Suzuki Wagon R+, 5 d., 4x4 Skr. 5/00, ek. 8 þús. Verð kr. 1140 þús. Suzuki Swift GLX, 5 d., bsk. Skr. 3/98, ek. 52 þús. Verð 650 þús. Tilboð 550 þús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI ...✓/✓/............... SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, sími 568-5100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.