Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2002, Blaðsíða 12
12 Menning Það sem Aðalsteinn vill sjá I Listasafninu á Akureyri stendur nú yfir þriðja Sjónaukasýningin en þeim er ætlað að beina sjónum að ákveðnu tímabili eða list- rænu fyrirbæri. Einum fræðimanni er þá falið að velja verk til sýningar og rökstyðja val sitt með greinargerð. Að þessu sinni hefur Aðal- steinn Ingólfsson listfræðingur sett saman yf- irlit yfir íslenska myndlist á árunum 1965 til 2000 undir yfirskriftinni „Frá poppi til fjöl- hyggju". Á sýningunni eru mörg ágætisverk, flest vel þekkt. Heildarútlitið er gott þó ekki sé plássið mikið. Verkin eru flokkuð eftir tímabilum, SÚM-ið og Suöurgatan sér, 9. áratugurinn í næsta sal og svonefnd fjölhyggja 10. áratugar- ins í þriðja rýminu. Ég hafði gaman af að ganga um sýninguna en þó ollu nokkur verk Myndlist mér meiri heilabrotum en önnur. Smæð safns- ins setur sýningunni verulega þröngar skorð- ur en samt er þarna verk eftir Jóhann Eyfells frá árinu 1960 (sýningin spannar tímabilið 1965-2000) og annað eftir Friðrik Þór Friðriks- son kvikmyndaskáld sem mér vitanlega hefur ekki markað djúp spor í myndlistarsöguna þrátt fyrir hlutdeild sína i Suöurgötu 7. Á meðan vantar fjölmarga þungavigtarmyndlist- armenn inn í myndina og hlutur kvenna er vægast sagt rýr, 8 verk af 38. Ekki besti mælikvaröinn Mér er fullljóst að seint verður sett saman yfirlitssýning sem allir verða fullkomlega ánægðir með. Ekki dugir þó að skýla sér á bak við það og kasta til höndum. Það er ábyrgðar- hluti að vinna yfirlit á borð við þetta, ekki síst vegna þess að það spannar nýliðinn tima og Þorri Hringsson: Sumarhlaöborð (1997) Eitt fjölmargra listaverka á Sjónaukasýningu á Akureyri. að stórum hluta óskráða sögu. Annars ágæt greinargerð sýningarstjórans sýnir best hversu mikið stEuf er óunnið en greiningin á því sem gerðist á síðasta áratug aldarinnar er afar lausleg. Ef þetta væri ein af „Þetta vil ég sjá“-sýningunum væri ágætlega að verki stað- ið. Þá mætti líka afsaka að eingöngu skuli leit- aö fanga í safngeymslum Listasafhs íslands og Reykjavíkur en þær eru örugglega ekki besti mælikvarðinn á söguna. Ég bendi t.d. bara á þá staðreynd að yfirgnæfandi meirihluti verk- anna hangir á vegg. Það orsakast kannski af því að rekkamir í geymslum listasafnanna henta tvívíðum verkum betur en þrivíðum en er í litlu samræmi við veruleikann. Mikið verk er fyrir höndum á sviði listfræð- innar og ekki hjálpar að litlar sem engar áþreifanlegar heimildir eru til um stóran hluta þeirra sýninga sem fram hafa farið síð- ustu ár. Ég ætlast alls ekki til þess að Aðal- steinn Ingólfsson vinni alla þá vinnu í sjálf- boðastarfi og ég efast um að hann hafi haft mikið fjármagn til að vinna þessa sýningu. En Aðalsteinn og safnstjómin sýna ákveðinn dómgreindarskort meö því að takast á við þetta verkefni af slíkri léttúð. Forsendumar fyrir yfirskrift sýningarinnar eru alltof veikar og dálítið klén vinnubrögð að reyna að telja fólki trú um að þetta sé ígrunduð listfræðileg úttekt á tímabilinu. Annað mál kristallast í þessari sýningu sem er að mínum dómi mun hættulegra en það hvort hinn eða þessi lendi í sjónauka Aðal- steins Ingólfssonar. Að undanfómu hefur bor- iö á því í umræðunni um styrkja- og kynning- armál myndlistarmanna að hér ríki óþolandi jafnaðarstefna. Tímabært sé að breyta um stefnu og fókusera á markaðssetningu á fáum, „góðum“ listamönnum. Önum samt ekki að neinu. Sérfræðingar eru engu óskeikulli en annað fólk. Um það vitnar m.a. þetta framtak á Akureyri. Áslaug Thorlacius Sjónauki III - frá poppi til fjölhyggju - stendur til 24. febrúar og er opin þrið.-sun. kl. 13-18. Leiklist Horfst í augu við óttann DV-MYND HILMAR ÞÓR lýsingu og áhrifshljóðum en inn á milli var svo brugðið á leik til að létta á spennunni. Þar kemur tónlist mjög við sögu og má i því sambandi nefna pönnukökusöng Ömmunnar sem auð- heyrOega féll vel í kramið enda minnti hann skemmtOega á buO- kennda textana sem gjarnan velta upp úr börnum. Það gefur augaleiö að ekki er auð- velt að sýna úlfinn gleypa Ömmuna og Rauöhettu en það var leyst með skuggamyndum sem voru sérlega áhrifaríkar. Charlotte Böving er ekki aðeins höfundur leikgerðar, tónlistar og söngtexta heldur leikstýrir hún jafnframt og því nokkuð ljóst að það er fengur að þessum danska nýbúa fyrir íslenskt leikhúslíf. Leikaramir Þórunn Ema Clausen, Björgvin Franz Gíslason, Björk Jakobsdóttir og Jó- hanna Jónas standa sig öO með mik- Oli prýði. Aö auki heyrist í Sóleyju El- íasdóttur sem leikur mömmuna. Hún má lítið vera að því að sinna dóttur sinni, eins og svo margar nútíma- mömmur. Sýningin á Rauðhettu er prýðis skemmtun með hæfilegri spennu og á eflaust eftir að verða ungum leikhús- gestum minnisstæð. Halldóra Friðjónsdóttir Ævintýrin sem við mötum smáfólkið á era misóhugnanleg þó flest eigi það sameiginlegt að hið góða sigrar að lokum. Boðskapurinn er lika misjafn en af öOum ævintýrum má draga einhvem lærdóm. í sögunni af Rauðhettu hefnist aðalpersónunni fyrir að hlýða ekki fyrirmælum móður sinnar og endar þar af leiðandi í maga úlfsins ásamt ömmu gömlu. Eins og aOir vita sleppa þær úr prísundinni og grjótið sem veiðimaðurinn kemur fyrir í vömb úlfsins verður hans banabiti í orðsins fyllstu merkingu. Leikgerð Charlotte Böving á Ævintýrinu um Rauðhettu og úlfinn sem Hafnarfjarðar- leikhúsiö Hermóður og Háðvör frumsýndi á laugardag er trú fyrirmyndinni en færð í nú- tímalegra horf. Það er ekki dvalið við þá stað- reynd að Rauðhetta óhlýðnast móður sinni en lögö áhersla á að kenna söguhetjunni að horfast í augu við óttann i stað þess að flýja hann. Áhorfendum, sem auðvitað samsama sig Rauðhettu, er kennd sama lexía og i því felst helsti styrkur leikgerðarinnar. Þótt veiði- maðurinn frelsi ömmu og Rauðhettu er það ekki hann sem er hetjan og raunar má tO sanns vegar færa að hann sé nokkurs konar andhetja. Hann er nefnOega alveg jafn hrædd- ur við úlfinn og Rauðhetta og því í fuO- kominni mótsögn við hina hefðbundnu karl- mennskuímynd. Þetta er áréttað strax í upp- hafi sýningarinnar þvi veiðimaðurinn tekur á móti gestum og segir þeim að það sé ekkert óeðlOegt við það að vera hræddur. Áhorfend- ur era sem sagt varaðir við og ekki aö ástæðu- lausu þvi ýmislegt í þessu ævintýri fær lítO hjörtu tO að slá hraðar. Uppsetningin er ágætlega heppnuö og hélt Rauöhetta og ulfurinn Þórunn Erna Clausen og Björk Jakobsdóttir. ungum áhorfendum hugfóngnum frá upphafi tO enda. Erling Jóhannsson á heiðurinn af leikmyndinni sem er einfóld og praktísk en skapar þó ævintýralega umgjörð utan um sög- una. Drungaleg stemning var mögnuö með Hafnarfjarðarlelkhúslö Hermóöur og Háö- vör sýnir Rauöhettu eftir Charlotte Böving. Lög og textar: Charlotte Böving. Þýölng: Þórarinn Eldjárn. Lelkmynd: Erling Jóhannsson. Lelkgervi og búning- ar: Ásta Hafþórsdóttir. Ljósameistarl: Björn Krist- jánsson. Lelkstjórn: Charlotte Böving. ... mannsgaman Galdursamlega skrifað Það getur verið kúnst að taka viötal við kúnstuga listamenn. Og það tekur tíma. Tími listamanna er ekki mældur eftir venju- legum aðferöum, heldur eftir litum og lögun og birtu og svefhþörf. Kynntist þessu niðri á miðj- um Reykjanesskaganum eitt haustið þegar held- ur hafði kólnað svo stimdi á þunnan ís á pofl- um og vötnum. Hann tók á móti mér í skítugasta slopp sem hægt var að hugsa sér. Gráa háriö lengra út í loftið en nokkur bursti hefði ráðið við. Önnur höndin eins og vaxin saman við svarta pípu og hin á iði, stanslausu iði og fylgdi hveiju orði. Hávaxinn maður og aUur miklu meiri að sjá en maður hafði hugsað sér. Og talaði eins og jökul- skruðningur. Hann bauð mér inn í lítinn eldhúskrók sem hafði ekki verið þrifinn hluta úr mannsævi. Þar ægði saman matarleifum og óhreinu steOi inn- an um pensla og paUettur. Hann þreif einn bolla með vísifmgri sínum og hellti ofan í hann nokk- urra daga gamaUi kjötsúpu og ýtti að mér. Spurði si sona hvort ég væri ekki svangur og hann ætti jú mjólkurkex; það væri finasta dýfa í drykkinn. Ég gat ekki annað en jánkað og sat örfáum sekúndum seinna með margsoðna súpu og kex í miðju húsi manns sem var eins og eitt af undrum veraldar. „Þú ætlar að tosa úr mér tóruna," sagði hann þegar hann haUaöi sér aftur í slitinn sóffa sem í eina tíð hefur þótt punt í prúöri stofu. „Það hefur engum manni tekist," sagði hann með pípuna í viki og það hrygldi í stertinum. „En reyndu góurinn, þú ert að minnsta kosti ekki ógáfulegri en þeir hinir koUegar þínir sem hafa reynt við mig og öUum mistekist," og enn snörlaði vel f stertinum heita. Sjö dögum seinna tókst mér að klára viðtalið. Honum fannst það svo „galdursamlega skrifað" að ekki var um annað að ræða en ég fengi mér annan slurk af súpu og kexi. Og við kvöddumst með þéttu augnaráði. -SER _________MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2002 _____________________________DV Umsjón: Silja Aðalsteínsdóttir Flauta á Myrkum í kvöld kl. 20 verða flaututónleikar í Listasaftii íslands (ath. ekki í Ými) á vegum Myrkra músíkdaga þar sem frumflutt verða verk eftir Eirík Áma Sigtryggs- son, Finn Torfa Stefánsson, Misti Þorkelsdóttur og Þor- kel Sigurbjömsson. Flytjend- ur eru flautuleikaramir Martial Nardeau og Guðrún S. Birgisdóttir og Snorri Sig- fús Birgisson píanóleikari. Myrkir músíkdagar vora fyrst haldnir í Reykjavík árið 1980 og fagna því 22 ára af- mæli sínu á þessu ári. Frá upphafi hefúr íslensk tónlist verið í forgrunni á dagskrá hátíðarinnar ásamt nýlegum tónverkum erlendis frá. Orð og myndir I dag kl. 12.30 flytur Ragna Sigurðardóttir, myndlistar- maður og rithöfundur, fyrir- lesturinn „Orð og myndir“ við Opna listaháskólann, LHÍ í Laugamesi, stofu 024, og fjallar um notkun ftmgumáls- ins í myndlistinni. Sagt verð- ur frá hvemig tungumálið birtist með ýmsum hætti í listastefhum 20. aldar og íjall- að um nokkra einstaka listamenn sem hafa nýtt sér möguleika orðanna í listsköpun sinni. Ragna var við nám í Nýlistadeild MHÍ og framhaldsnám í Jan van Eyck Akademíunni í Hollandi. Hún hef- ur gefið út þrjár skáldsögur, Borg, Skot og Strengi. Á miðvikudaginn kl. 12.30 segja nemendur hönnunardeildar LHÍ frá hönnunarumhverflnu í Hollandi í LHÍ, Skipholti 1, stofú 113. Vefsíðugerð og teikning Á námskeiði við Opna listaháskólann, sem hefst 20. febrúar i Skipholti 1, verða kennd undir- stöðuatriði vefsíðugerðar og myndvinnslu fyrir vefrnn. Einnig verða ýmis forrit kynnt. Aö nám- skeiðinu loknu eiga þátttakendur að vera færir um að hanna og setja upp einfalda vefsíðu með myndum. Kennari er Jón Hrólfúr Sigurjónsson. Á námskeiði í teikningu, sem byrjar 19. febrú- ar í Skipholti 1 verður kennd hraðteikning (skissuteikning) með áherslu á myndbyggingu, sjónarhom, ljós og skugga. Einnig verða teknir fyrir grunnþættir í klassískum teiknimyndastil- um. Kennari er Halldór Baldursson. Samband þjóðemis og kynþáttar Á morgun kl. 12.05 heldur Unnur Bima Karlsdóttir sagnfræðingur fyrirlestur í hádegisfúndaröð Sagnfræð- ingafélags íslands í Norræna húsinu sem hún nefnir „Maö- ur íslenzkur. Um samband þjóðemis og kynþáttar". Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um sögu og menningu. Unnur leitar svara viö því hvað fólst í því að vera „maður íslenzkur" á fyrri hluta 20. aldar. Hvaða augum litu menn íslenska þjóð og hvemig hugmyndir um mannkynbætur og kyn- þætti komu við sögu í þeirri umræðu? Einnig verður athugað hvemig fortíðin lifir áftam í hug- arfari nútíðar. Eftir Unni er bókin Mannkynbætur sem kom út 1998. íslensk samtímaljóðlist Fyrir nokkrum vikum kom út í Frakklandi úrval ís- lenskra nútímaljóða í franskri þýðingu, Poésie is- landaise contemporaine, und- ir ritstjóm Gérard Lemarquis og Jean-Louis Depierris sem einnig ritar inngang bókarinnar. Þar er tekið fram að úrvalið nái yfir árin 1945-1985 en í rauninni er það víðara en svo því það hefst á Halldóri Lax- ness og því lýkur með Gyrði Eliassyni og Sjón. Meðal annarra sem ljóð eiga í saftiinu eru Steinn Steinarr og Snorri Hjartarson af elstu kynslóð- inni, öll helstu atómskáldin og svo hin yngri skáld, til dæmis Sigurður Pálsson og Steinunn Sigurð- ardóttir. Kynningar á skáld- unum fylgja með eftir Sigurð Pálsson sem hefúr einnig arrnast þýðingamar ásamt fleirum. Bókin er 140 bls. og kemur út á vegum forlagsins Autres temps.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.