Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2002, Blaðsíða 16
28 Skoðun MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2002 DV Ertu dugteg/ur að borða hollan mat? Erna Guörún Steinarsdóttir, 12 ára: Já, til dæmis grænmetislasagna. Margrét Silja Siguröardóttir, 12 ára: Stundum og þá fæ ég mér grænmeti. Sif Ragnarsdóttir, 12 ára: Já, já, ég borða grænmeti og ávexti. Sunneva Ólafsdóttir, 12 ára: Já, grænmeti, ávexti og stundum fisk. Jóhann Björn Björnsson, 12 ára: Já, hafragraut, grænmeti og ávexti. Leifur Þorbergsson, 12 ára: Já, grænmeti og ávexti. Hagur bæjarins af samningnum augljós Skátaheimili Hraunbúa í Hafnarfiröi „Húsið er enn á staönum en síðastliðið haust óskaði Þor- steinn eftir fresti á flutningi þar sem gerð skipuiags á fyrir- huguðum áfangastað hússins tók iengri tíma en ráðgert var, segir Haiidór m.a. í grein sinni. Halldór Árnason, ritari bæjarráös Hafnarfjaröar, skrifar: Vegna fréttaflutnings í DV af málefnum gamla skátaheimilis- ins í Hafnarfirði vill undirrit- aður benda á eftirfarandi stað- reyndir. Máliö á sér nokkuð langa sögu bæði innan bæjar- ráðs og meðal embættismanna sem leitað hafa farsælla leiða til þess að varðveita húsið ef þess er kostur. Samkvæmt deiliskipulagi átti húsið að víkja og auglýsti bæjarverk- fræðingur húsið til sölu og brottflutnings í janúarmánuði 2001 á grundvelli þess. Þrjú til- boð bárust þar á meðal tilboð dagsett frá Frey Arnarsyni þar sem hann býðst til að fjarlægja húsið fyrir eina milljón króna auk þess sem hann segist geta tekið að sér hreinsun á svæðinu. 9. mars skrifaði Freyr Arnarson bréf, stílað á Þorstein Njálsson, formann bæjarráðs, þar sem hann óskaði eft- ir lóð undir húsið á tilgreindum stöðum í bænum. Bæjarráð tók er- ind Freys fyrir 15.3, og fól bæjar- verkfræðingi að ræða við hann um samning um brottflutning hússins. 22. mars skrifaði Freyr bæjarverk- fræöingi bréf þar sem fram kemur að hann telji óljóst hvert og hvenær hann muni fjarlægja húsið. Þá taldi bæjarverkfræðingur fullreynt sam- kvæmt samtölum við Frey að hon- um tækist að efna samkomulag þessa efnis. 17. maí heimilaði bæjar- ráð bæjarverkfræðingi að rifa og fjarlægja skátaheimilið. Eftir þessa samþykkt bæjarráðs kom Þorsteinn Njálsson að máli við bæjarverkfræðing og lýsti áhuga sínum á því að varðveita húsið með því að flytja það af grunni sínum í stað þess að húsið yrði rifið. Samn- Hafði Hafnarfjarðarbær aug- Ijósan hag af slíkum samn- ingi þar sem bæjarverkfrœð- ingur taldi sig myndu hafa enn meiri kostnað af því að fjarlœgja húsið og hreinsa lóðina heldur en fólst í tilboði Þorsteins. ingaviðræður þeirra tóku nokkurn tíma þar sem ljúka þurfti málinu í fullri sátt við Frey Amarson. Þar með talið var að bæjarverkfræðing- ur samþykkti að Freyr fengi greidd- an útlagðan kostnað, kr. 300.000. 12. júní undirritaði bæjarverkfræðing- ur verksamning við fyrirtækið Alfa- Evrópa ehf. sem er í eigu Þorsteins Njálssonar. Þar er gert ráð fyrir að húsið hafi verið fjarlægt 20. júlí 2001 og lóðin hreinsuð ásamt botnplötu og sökklum. Verksamningurinn fel- ur jafnframt í sér kaup á húsinu. Hafði Haf'narfjarðarbær augljósan hag af slík- um samningi þar sem bæjarverkfræð- ingur taldi sig myndu hafa enn meiri kostnað af því að fjarlægja húsið og hreinsa lóðina held- ur en fólst í tilboði Þorsteins. Þannig er heildarsamningsfjár- hæðin við Þorstein Njálsson 1.618.500 með virðisauka- skatti og er Þorsteini falið að greiða Frey af þeirri upphæð framangreindan út- lagðan kostnað hans. 28. júní var lagt fram afsal Hafn- arfjarðarbæjar á fasteigninni til Alfa-Evrópu ehf. Bæjarráð heimil- aði á fundinum hæjarstjóra að und- irrita afsalið. Á fundinum voru Val- gerður Sigurðardóttir, Steinunn Guðnadóttir, Lúðvík Geirsson og Ingvar Viktorsson ásamt Þorsteini Njálssyni sem vék af fundi undir þessum lið. Aðilar samningsins undirrituðu afsalið strax að fundi loknum. Húsið er enn á staðnum en síðast- liðið haust óskaði Þorsteinn eftir fresti á flutningi þar sem gerð skipulags á fyrirhuguðum áfanga- stað hússins tók lengri tíma en ráð- gert var. Bæjarverkfræðingur varð við ósk Þorsteins enda taldi hann um málefnalegar ástæður að ræöa. Dagsektum hefur ekki verið beitt enda er málinu ekki lokið og fær Þorsteinn engar greiðslur sam- kvæmt samningnum fyrr en við fullar efndir. Akureyri, Egilsstaðir - beint flug „Einnig er brýnt að tengja þessa flugvelli beinu flugi til og frá Keflavík, að sumri til a.m.k., vegna ferða- manna sem þurfa að fara íflugþaðan ..." Kristján GuömumJsson skrifar: Ég tek heils hugar undir með þing- mönnum þeim sem nú hafa lagt fram þingsályktunartillögu um samninga við lággjaldaflugfélög og beiðni þeirra til samgönguráðherra um að kanna hvort nota megi Egilsstaða- flugvöll eða þá Akureyri í þessu skyni. Ég get hins vegar ekki látið hjá líða að undrast geðleysi fólks hér á Norðurlandi og allt til Austfjarða að það skuli ekki fyrir löngu hafa kraf- ist þess að flug, t.d. frá ferðaskrifstof- um og/eða erlendum aðilum á þeirra vegum, noti hinn nýja flugvöfl á Eg- ilsstöðum. Þar er þó sá agnúi á að Eg- ilsstaðaflugvöllur er ekki að öllu leyti sá fullkomni flugvöllur sem hann átti upphaflega að verða þegar hann var endurgerður. - Stóð þar í veginum sjálfur samgönguráðherr- ann fyrrverandi, núverandi alþingis- maður, Steingrimur J. Sigfússon, sem neitaði alfarið að Mannvirkja- sjóður NATO byggði fullkominn varaflugvöll á borð við sjálfan Kefla- víkurflugvöll, okkur að kostnaðar- lausu. Nú er þó lag að koma til móts við óskir og þarfír margra landsbyggðar- manna á öllu þessu svæði og nýta áð- urnefnda flugvelli. Þar myndi kostn- aður flugfélaga verða mun minni en á Keflavíkurflugvelli. Einnig er brýnt að tengja þessa flugvelli beinu flugi til og frá Keflavík að sumri til a.m.k. vegna ferðamanna sem þurfa að fara í flug þaðan svo og vegna farþega sem til landsins koma og vilja beint til þessara landssvæða. Garrí Öll dýrin verði vinir Eitt frægasta atriði úr leikriti sem sýnt hefur verið í íslensku leikhúsi er tvímælalaust fundur -fc dýranna í Hálsaskógi, þegar þau ákveða að allir skuli reyna að lifa í sátt og samlyndi. Nær allir íslendingar hafa horft á þessa senu og meðtekið hana, annaðhvort sem börn eða foreldrar eða hvort tveggja. í því liggur áhrifamáttur verksins, enda eru ummæli Bangsapabba: „Nú skulu öll dýrin í skóginum vera vinir“ komin í hóp með helstu spakmælum íslandssögunnar. Þau eru komin í flokk með ummælum eins og „Eigi skal sköpum renna“ eða „Hverju reiddust goðin?“. Boðskapur þessa mikla verks Torbjöms Egners hefur líka náð að gegnsýra hina íslensku þjóðar- sál þannig að íslendingar vilja gjarnan að hlutir gerist með svipuðum hætti og þeir gerast i þessu leikriti. Davíö refur Þannig þykir íslendingum það ekki verra ef búið er til einhvers konar kreppuástand þar sem átök eru mikil og ólíkir aðilar láta hart mæta hörðu. Það sverfi í þegar stálið mætir stáli. Ekki er verra að einhver Mikki refur gefi sig fram til að vera hinn óþekki og óstýriláti aðili í viðkom- andi máli. Mikki er alltaf vinsæll. Siðan, eftir hæfileg átök, leysist ágreiningurinn upp og allt fellur i ljúfa löð, rétt eins og þegar ómstríð takta- röð leysist upp í fagran hljóm í rammíslensku tónverki eftir Jón Leifs. Þess vegna er Davíð Oddsson líka jafn vinsæll og raun ber vitni. Dav- íð er nefnilega Mikki refur íslenskra stjómmála, sá sem skapar skemmtilegheitin og ómstríðnina sem gefur tilverunni lit. Um þetta eru mörg dæmi og nú síðast er það dæmið af átökunum um EES-samninginn. í því máli öllu var Davíö svo sannarlega Mikki refur en það kom í hlut Halldórs Ásgrímssonar að vera í hlutverki Bangsapabba og stilla til friðar. Grænmetissöngurinn Já, Davíð Oddsson lét sig ekki muna um að stela nokkrum pólitískum piparkökum í síðustu viku þegar hann lýsti áhyggjum Halldórs af EES- málinu sem áhyggjum af því að fá ekki að ráða nægjanlega miklu um reglugerðir um tvöfaldar skolplagnir og rottueitur. Að vísu sagði Davíð refur að það væri Össur sem vildi þetta en allir sáu að hann var að hæðast að áhyggjum Hall- dórs. Eftir að þetta hafði stigmagnast og almenn- ingur velti því fyrir sér hvort stjómarslit væm í vændum kom Hallór Ásgrímsson í sjónvarp, á Stöð 2, og sagði þá Davíð hafa rætt málin á dög- unum og þrátt fyrir allt væm þeir miklir vinir og ekki væri um það að ræða að mikill munur væri á milli þeirra í þessu máli. Daginn eftir kom svo Davíð og söng þennan grænmetissöng líka og sagði að vissulega væri það rétt hjá Hall- dóri að þeir væru ekki svo ósammála og hefðu átt góða fundi um málið. Og nú eru öll dýrin í stjómarsamstarfsskóginum aftur vinir og Islend- ingar eru glaðir með það að enn á ný hafi Tor- bjöm Egner haft rétt fyrir sér. C%AffL Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson Meö augun á NAFTA-tollabandaginu? EES-samningurinn Gunnlagur Guðmundsson skrifar: Það er hárrétt hjá forsætisráð- herra, að EES-samningurinn er enn í fullu gildi gagnvart okkur og þarfnast ekki nema smávægilegrar uppfærslu til að hann nægi okkur enn um ókom- in ár. Hitt hlýtur svo að koma til um- ræðu fljótlega hvort ekki sé timabært að sækja um aðild að NAFTA-tolla- bandalaginu í Ameríku. Það er mín spá að núverandi sendiherra okkar í Bandarikjunum sé gagngert þar með það fyrir augum að fylgjast með þró- un mála á þessu sviði. Menn horfa fram á gliðnun í núverandi stjórnar- samstarfi og líklegt er að Jón Baldvin komi heim i stjómmálin á ný, einmitt með það að leiðarljósi að ná saman við Sjálfstæðisflokkinn um heild- stæða utanríkisstefnu sem inniheldur viðsnúning á viðskipta- og tollamál- um íslendinga. - Þá þarf að vinna fljótt og örugglega. Hvað um meinta morðingja? Svava skrifar: í nágrannabyggð okkar hér nyrðra kom útlendur maður sem oftar. En hér var um meintan morðingja að ræða, ekki bara fyrir eitt morð, held- ur mörg. Maðurinn fékk framsalsúr- skurð að beiðni frá heimalandinu, Lettlandi. Nú hefur sá framsalsúr- skurður verið felldur úr gfldi af Hér- aðsdómi Reykjavíkur. Hvað svo? Er okkur íslendingum stætt á því að neita framsali út á það eitt að í við- komandi landi sé morð hugsanleg dauðasök, samkvæmt þarlendum rétt- arfarsreglum? Ég vil eindregið að þetta mál sé rætt frekar. Ég og marg- ir aðrir hér um slóðir viljum og krefj- umst bætts siðferðis okkar sjálfra. En eiga útlendingar að sæta öðrum lög- málum? - Umræður og svör óskast. Ekki á móti Óskar Guðjðnsson hringdi: Það kemur greini- lega fram í fréttum að vinstriflokkamir hér eru ekkert sér- staklega á móti einkavæðingaráform- um ríkisstjómarinn- ar. Þannig kemur fram hjá formanni Vinstri grænna að hann leggur áherslu á að einkavæðingarnefnd verði skipt út - nefndin ekki lögð niður. Þetta kemur víðar fram hjá talsmönnum vinstri flokkanna. Einkavæðing ríkis- fyrirtækja er því ekki svo mjög fjarlæg í huga, hvorki Samfylkingarinnar né Vinstri grænna. Engir flóttamenn Kristinn Sigurðsson skrifar: Ég var nýlega á ferð í Póllandi að sinna viðskiptaerindum, m.a. í Var- sjá. Ég hitti margt gott fólk í þessu ágæta menningarlandi þar sem allt er á uppleið eftir að PóUand losnaði undan kommúnismanum og því slæma kerfi sem hann skóp. Ég spurði um margt og var líka spurður endalaust um ísland. Eitt vakti sér- staka athygli mína og það var að tU PóUands koma ekki svokaUaðir „flóttamenn". Þetta varð mér undr- unarefni. Ef tU viU getur Amnesty-fé- lagsskapurinn svarað því hvers vegna flóttamenn vUja ekki koma til PóUands. Þar er þó komið lýðræði. Steingrímur J. Sigfússon. uv Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasí&a DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.