Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2002, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2002 DV Fréttir Landssíminn hefði átt að grípa inn í rekstur @IPbell: Sóuðu 10 milljónum á dag - eyddu eins og drukknir sjómenn, segir Anand Kumar, stjórnarmaður @IPbell „Þaö ríkti algjör ringulreið í stjórnun fyrirtækisins. Án þess að fjárfestar fengju rönd við reist eyddu stjórnendur @IPbell 18 milljónum dollara í tómt rugl á aðeins sex mánuðum," segir An- and Kumar, einn þeirra sem kom að viðskiptahugmyndinni um fyr- irtækið sem valda átti heimsbylt- ingu á fjarskiptasviðinu. Kumar var einn flmm lykilmanna @IP- bell og sat þar í stjórn en hafði þó að eigin sögn ekkert með fjár- málaumsýslu fyrirtækisins að gera. Það fer saman við heimildir um gluggann á hverjum einasta degi. Anand Kumar segir að hug- myndin sem lá að baki @IPbell hafi verið frá- bær en fjármála- stjórnin og starfsmannaval- ið hafi verið í rugli allt frá fyrsta degi. „Óhæft starfsfólk var ráðið og enginn vissi í hvað peningarnir fóru. Fyrirtækið hafði til ráðstöf- unar 40 milljónir dollara í upp- hafi. 10 milljónir dollara í eigið fé og 30 milljónir í lánsfé frá Hewlett Packard, Skye Capital og fleirum. Þetta var nóg fé til að byggja upp gott fyrirtæki sem samkvæmt áætlunum okkar hefði átt að verða 200 milljóna dollara virði. En mál þróuðust á allt annan veg Frosti Bergsson. Þórarinn Viöar. í stjórn @IPbell. Skorti yfirsýn. hljóti þó að liggja hjá stjórnarfor- manninum, Alan Bashforth. Sá býr nú í skattaparadísinni Jersey í Ermarsundi. „Ég bendi á Enron-málið þar sem spjótin beinast að stjórnar- formanninum. Það sama hlýtur að eiga við hér. Allt þetta mál snýst þó um einfeldni og að menn trúðu tunguliprum sölumönnum frá Bretlandi sem töluðu sig út úr hverju málinu á fætur öðru og höfðu alltaf afsakanir á reiðum höndum þegar ekkert bólaði á tekjum,“ segir Kumar. fjárfestarnir hafi ekki reynt að grípa inn í óstjórnina en það hefðu þeir átt að gera til að forða fyrirtækinu frá gjaldþroti og þeirri martröð sem fylgir," segir Kumar. Hann segir @IPbellmálið allt vera með hinum lygilegasta hætti og líkir því við farsa. „Það mætti gera kvikmynd um það hvernig aUt þetta þróaðist út í tóma vitleysu," segir Kumar. Kumar kveðst sjálfur hafa haft það hlutverk að byggja upp bandarískan hluta fyrirtækisins. Hann hafi ekki áttað sig á því sem var að gerast Bretlandsmeg- in fyrr en undir jól árið 2000. „Þá gat ég ekki lengur staðið við launagreiðslur til starfsfólks. Það var ömurleg jólagjöf. Síðan hafa rukkarar verið á hælum mér og ég er síður en svo laus. Enn hefur ekki verið óskað eftir gjaldþroti félagsins i Bandarikj- unum og á meðan svo er halda rukkanir áfram að berast," segir Kumar. Mannorösmissir Hann segist vera afar sorg- mæddur vegna þess að nafn hans sé flekkað í augum íslendinga vegna málsins. „Ég lagði mannorð mitt að veði og er nú að gjalda dýru verði fyr- ir aðild mína að þessu. Mér þyk- ir vænt um Island þar sem ég á marga góða vini. Mér líður hræðilega illa og það er sorglegt að Landssíminn, sem er í þjóðar- eign, skyldi verða fórnarlamb í þessu rugli þegar fyrirtækið tekst á við sína fyrstu stóru fjár- festingu erlendis. Ég vorkenni Þórarni Viðari sem segist hafa misst starfið vegna þessa og vera fórnarlamb nornaveiða og á svörtum lista hjá forsætisráð- herra. Sérstaklega er þetta leitt í því ljósi að hugmyndin að baki @IPbell var góð. Það er dapurlegt að eftir svona reynslu verður fólk hrætt við að takast á hendur stórar, erlendar fjárfestingar," segir Anand Kumar. Frétt DV í janúar Anand Kumar staöfestir í fréttinni aö Síminn ienti í kióm skýjaglópa og greip ekki inn í atburöarás- ina þegar peningar streymdu út í óráösíu. Aögerðalaus Landssími Hann segir þó jafnframt að stóru fjárfest- arnir í @IPbell hefðu átt að halda vöku sinni og taka yf- ir fjármála- stjómina í tíma. Landssíminn, Opin kerfi og Fjárfestingar- banki atvinnu- lífsins áttu um fjórðungshlut í @IPbell. „Ég held að Þórarinn Viðar hcifi haft svo margt á sinni könnu að hann hafi ekki haft yf- irsýn yfir það sem þarna var að gerast. Það er mín skoðun að Friðrik Pálsson. Tíö feröalög. DV sem lýsa Kumar sem manni sem Landssíminn hafði haft góða reynslu af áður en @IPbell rak á fjörur fyrirtækisins. Kumar býr í Washington DC í Bandaríkjunum þar sem rukkarar vegna @IPbell eru á hælum hans nær daglega. Hann hefur fengið úttekt DV, Sími í klóm skýjaglópa, þýdda og staðfestir þá frásögn og að skýja- glópar hafi stjómað fjármálum @IPbell með þeim afleiðingum að milljónir dollara eru gufaðir upp. Milljónir dollara frá islandi Eins og DV hefur greint ítar- lega frá lögðu íslendingar @IPbell til 5 milljónir dollara í upphafi ársins 2000 og áttu þar með 24 prósenta hlut í fyrirtækinu. Af því átti Landssíminn tæplega 4 milljónir dollara en Opin kerfl tæpa milljón dollara. Þeir fengu tvo menn í stjórn, þá Frosta Bergsson frá Opnum kerfum og Þórarin Viðar Þórarinsson frá Landssímanum. Aðrir í stjórn voru Alan Bashforth, sem gegndi stjórnarformennsku og Anand Kumar sem jafnframt hafði það hlutverk að byggja fyrirtækið upp í Bandaríkjunum. Aðeins ári síðar var fyrirtækið gjaldþrota og við blasti að Síminn hafði tapaö á núvirði hálfum milljarði króna. Fyrirtækið sem hafði yfir að ráða á núvirði 4 milljörðum íslenskra króna var gjaldþrota og hugmyndin um heimsbyltingu andvana. Á nú- virði eyddu stjórnendur, sam- kvæmt framburði Kumars, um 1,8 milljónum íslenskra króna á að- eins 5 mánuðum. Það samsvarar því að 12 milljónir króna fuku út og fjármálastjórninni mátti líkja við það að drukknir sjómenn væru á ferð. Það var sóað og sukkað með peninga," segir Kum- ar. Áætlanir í molum Friðrik Pálsson stjórnarfor- maður og Þórarinn Viðar Þórar- insson, þáverandi forstjóri Landssímans, voru á tíðum ferðalögum á árinu 2000 ásamt Frosta Bergssyni til að hlúa að fjárfestingu sinni. Til að stjórna fjármálum @IPbell var Bretinn John Minshull-Beech fenginn. Hann var fenginn að láni frá Skye Capital gegn 100 þúsundum punda greiðslu á ári eða sem samvarar 14 milljónum íslenskra króna. Samkvæmt frásögn Kumars sváfu stjórnarmennirnir á verðinum og létu stjórnarfor- manninn og fjármálastjórann ljúga sig frá öllum vandræðum. „Það er gullvæg regla í fyrir- tækjarekstri að stjórnendur eru fastheldnir á fé þar til tekjur fara að koma inn. Þarna voru slíkar reglur algjörlega sniðgengnar. Starfsfólkið keypti allt sem hug á festi og stjómendur keyptu bún- að af persónulegum ástæðum en ekki faglegum. Sá búnaður virk- aði aldrei. Þarna var hræðileg óstjórn á ferð. John Minshull- Beech var gjörsamlega óhæfur til að sinna því starfi eins og sjá má af því að engin uppgjör bárust á réttum tíma og áætlanir voru í molum,“ segir Kumar. Aðspurður hver beri ábyrgð á því hvernig fór segir hann að sjálfur geti hann ekki skorast undan því sem stjórnarmaður. Stærstur hluti ábyrgðarinnar Landssímlnn Hálfur milljaröur féll í hendur manna sem eyddu á báöar hendur. Sólar; REYKJAVÍK AKUREYRI Sólariag í kvöld 18.11 17.49 Sólarupprás á morgun 09.07 09.02 Síödegisflóð 22.16 14.27 Árdegisflóð á morgun 10.34 02.49 Frost á Fróni Norðvestan 10-15 og él norðaustanlands en norðlæg átt 5-10 og dálítil él norðvestanlands. Léttskýjað sunnan til. Frost 5 til 12 stig. Veðríð á mi Snjóar syðra Suöaustan 10-18 og snjókoma með suöurströndinni en annars hægari og skýjað meö köflum. Hiti kringum frostmark sunnanlands en frost 4 til 10 stig noröanlands. Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur tii 5* til 6° til 10“ Víndur: 5-9 ov'* Vindun 5-10"'/» Vindun 7-12 "V” «- * Fremur hæg austan- og suöaustanátt. Snjókoma eöa slydda suöaustan til en annars dálltil él. Frost 0 til 6 stig, kaldast noröanlands. Fremur hæg austan- og suöaustanátt. Snjókoma eöa slydda suöaustan tll en annars dálrtil él. Frost 0 til 6 stig, kaldast noröanlands. Noröaustlæg ótt. Éljagangur noröanlands en léttir til sunnan tll. Frost 2 til 10 stig, kaldast norövestanlands m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stlnnlngsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviðri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveður 28,5-32,6 Fárviðri >= 32,7 AKUREYRl snjóél -2 BERGSSTAÐIR snjókoma —3 BOLUNGARVÍK snjókoma -3 EGILSSTAÐIR léttskýjað -1 KIRKJUBÆJARKL. snjóéi -2 KEFLAVÍK úrkoma í gr. -1 RAUFARHÖFN alskýjaö -2 REYKJAVÍK snjóél -2 STÓRHÖFÐI snjóél 0 BERGEN skúr 5 HELSINKI skýjaö 6 KAUPMANNAHÖFN léttskýjað 5 ÓSLÓ skýjaö 5 STOKKHÓLMUR 7 ÞÓRSHÖFN hagl 5 ÞRÁNDHEIMUR skýjað 4 ALGARVE skýjað 17 AMSTERDAM léttskýjað 6 BARCELONA mistur 10 BERLÍN léttskýjaö 6 CH1CAG0 heiðskírt -3 DUBUN rigning 8 HALIFAX þokúmóða -1 FRANKFURT skýjað 6 HAMBORG léttskýjaö 7 JAN MAYEN snjóél -9 LONDON mistur 3 LÚXEMB0RG heiðskírt 6 MALLORCA skýjað 15 MONTREAL alskýjaö -4 NARSSARSSUAQ léttskýjaö -14 NEW YORK alskýjað 6 ORLANDO skýjað 11 PARÍS heiðskírt 8 VÍN skýjaö 7 WASHINGTON hálfskýjaö 3 WINNIPEG heiðskírt -6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.