Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2002, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2002, Blaðsíða 7
7 MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2002______________________ DV Fréttir Meirihluti sinn- ir ekki kalli ASÍ - segir bæjarfulltrúi Framsóknarflokks Samræmdar aðgerðir hafa verið í gangi sem miða eiga að því að halda verðlagi í land- inu stöðugu. 24. janúar sl. gengu forystumenn ASÍ á fund for- svarsmanna flestra sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu. í kjöl- farið hafa mörg þeirra tilkynnt um lækkanir á gjaldskrám eða álögum. Einar Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks í Garðabæ, segir meirihluta bæjar- stjórnar ekki ætla að svara kalli ASÍ. „Undanfarið hef ég ásamt full- trúum Samfylkingar í bæjarstjórn Garðabæjar skoðað leiðir sem bæjarfélagið getur farið til að draga úr verðbólgu næstu mánuð- ina. Flest ef ekki öll sveitarfélögin á suðvesturhorninu hafa tilkynnt um einhverjar gjaldskrárhækkan- ir. Meirihlutinn hér í bæ hefur ekki verið til viðræðu um nokkr- ar breytingar í þessa veru. Þvi er borið við að álögur séu hvort sem er svo litlar í Garðabæ og hætt hafi verið við hækkanir í sund- laugina. Tillögur um hækkun í sund hafa hins vegar aldrei séð dagsins ljós og því er nákvæmlega ekkert verið að draga til baka í þeim efnum. Hins vegar hækkuðu fasteignagjöld bæjarbúa ríflega um þessi áramót. Meðaltalshækk- un sveitarfélaganna nemur 7,5% en 10-15% hækkun í Garðabæ er mjög algeng. Því var borin upp neðangreind tillaga á fundi bæjar- stjórnar nýverið. Hún hlaut þvi miður litlar undirtektir, þó henni hafi verið vísað til bæjarráðs svona fyrir siðasakir. Það er að mínu mati alvarlegt umhugsunar- efni að Garðabær skuli ætla sér að skorast úr leik í baráttunni við verðbólguna. Það lýsir hugarfar- inu hér í bænum þegar sagt er að Garðbæingar séu hvort eð er svo fáir og skattar svo lágir að lækk- anir í Garðabæ hafi ekkert að segja í þessum efnum. Þetta sé mál ríkisins og fjölmennustu sveitarfélaganna! Meirihlutinn hefur ekki viljað hlusta á okkur, en þau eru orðin fá sveitarfélögin sem ekki hafa sinnt tilmælum ASÍ og aðhafst eitthvað. Sagt var að fasteigna- gjöldin ættu að hækka í takt við verðlag, en ég vil að eitthvað af þeirri hækkun verði dregið til baka, t.d. eitt prómill. Sem þáttur Garðabæjar í þeirri viðleitni að halda verðbólgu í skefjum er lagt til að á yfirstandandi ári verði álagningarprósenta fasteigna- skatts íbúðarhúsnæðis lækkuð úr 0,385% í 0,375%. Lækkunin komi öll til frádráttar á greiðsluseðli fyrir aprílmánuð ásamt tilkynn- ingu um endurreikning fasteigna- skatts. Tekjulækkun bæjarsjóðs er áætluð um 5 millj. kr vegna þessa eða á bilinu 1.500 til 2.500 krónur fyrir flesta húseigendur í Garðabæ. Til samanburðar er áætlað að verðbólgutengdar verð- bætur á langtímalánum bæjar- sjóðs nemi 63 milljónum króna á þessu ári. Því er það ekki síður hagur bæjarins en fólksins í land- inu að það takist að hægja á ferð verðbólguhjólsins," segir Einar Sveinbjörnsson. Laufey Jóhannsdóttir, Sjálf- stæðisflokki, er forseti bæjar- stjórnar. Hún segir að lækkun verðskráa hafi verið rædd á síð- asta bæjarstjórnarfundi og skoða eigi málið frekar í bæjarráði, en ekki liggi fyrir hvernig. „Gert var ráð fyrir ákveðnum hækkunum í fjárhagsáætlun, eins og t.d. hækk- un í sundlaug o.fl. og gert var ráð fyrir hækkun á leikskólagjöldum. Sú hækkun hefur ekki komið fram svo þannig erum við vissu- lega ekki að skorast undan,“ seg- ir Laufey Jóhannsdóttir. -GG Einar Sveinbjörnsson. Sömu lög eiga að gilda alls staðar: Ein undanþága opnar fýrir fleiri - segir Elísa Wium hjá Vímulausri æsku „Við erum á þvi að sömu lög eigi að gilda um þessi mál alls staðar á landinu. Þegar farið er að veita undanþágur fyrir einni skemmtun verður erfitt að standa á móti þegar fleiri fara að sækja um á sínum forsendum," sagði El- ísa Wium hjá Vímulausri æsku við DV, vegna úrskurðar félags- málaráðuneytisins um aðgang ungmenna yngri en 18 ára á þorra- blót á Kirkjubæjarklaustri um næstu helgi. Elísa segir að það komi skýrt fram hjá Sveinbjörgu Pálsdóttur að þeir sem fái aðgang undir 18 ára aldri verði í umsjá og ábyrgð foreldra sinna, á fjöl- skylduvænni skemmtun, „Ég ætla ekki að draga úr því, en ég er hrædd um að undanþága fyrir einni skemmtun þýði að endalaust sé verið að gefa eftir í þessum efn- um. Þetta byrjar oft mjög sakleys- islega, síðan er erfiðara að stoppa það,“ sagði Elísa. Hún fagnar breyttum vinnubrögðum sýslu- manna vegna aðgengis unglinga að skemmtunum. „Mér fmnst mjög gott að sýslumenn séu famir að halda reglumar. Ég hef oft skrifað þeim fyrir verslunar- mannahelgar og beðið þá um að halda reglur sem voru settar 1990 um þær helgar. Áður fyrr datt eng- um í hug að fara eftir þessu, nú eru komnir yngri menn í stöðurn- ar sem greinilega ætla að fylgja svona málum betur eftir,“ segir El- ísa hjá Vímulausri æsku. -NH Stórútsala Yfirhafnir í úrvali 25-70% afsláttur Allt á að seljast Regnjakkar og úlpur á 2.900 Kanínuskinnin komin Hattar og húfur í úrvali Mörkinni 6, sími 588 5518 Opið laugardaga frá ki. 10-15 Trimform Berglindar 12 ára Afþví tilefni bjóðum við dúndurtilboð: 1. Arskort kr. 46.800 (12.000 kr. afsláttur) 2. Mánaðarkort, 10 timar, kr. 5.900 (3.000 kr. afsláttur) 3.15 tíma 6 vikna kort, kr. 9.900 (Absolute Minecure, að verðmæti 3.300 kr.,fylgir meðan birgðir endast.) Hringdu og pantaðu frtan prufutíma t síma 553 3818. Meðal þess sem við bjóðum upp á: Vöðvabólgumeðferð Byggist á 30 mín. meðferð í hvert skipti. Þú finnur strax mun eftir einn tíma. Grindarbotnsvöðvar Þvagleki er algengt vandamál hjá konum. Tímar í Trimformi hafa gefið góða raun ef um slappa grindarbotns- vöðva er að ræða Vöðvaþjálfun f Trimformi er hægt aö þjálfa upp alla vöðva líkamans. Auka vöðvaþol og vöðvamassa. Appelsínuhúð Höfum margra ára reynslu í að vinna á appelsínuhúð og eftir 10 tíma meðferð er sýnilegur árangur. Grenningarmeðferð Ef tekið er vel á samsvara 40 mínútur í Trimformi kröftugri 10 tíma hreyfingu. Sláðu til, nýttu þér tilboðin og byrjaðu strax. Við höfum metnaðinn og reynsluna. Skráðu þig í netklúbbinn okkar, www.trimform.is Sendum nýustu tilboðin. Munið vinsælu gjafakortin V TRIM Grensásvegi 50 ^ Tilboðin gilda til 20. febr. '02. FORM Opið mán.-fim. 8-22, föstud. 8-20, laug. 10-14. M ...aðe/'ns betra Verið velkomin í sýningarsal okkar og kynnið ykkur 2002 línuna. Fagleg ráðgjöf, stutturafgreiðslutími og persónuleg þjónusta. Þúþarft ekki að leita lengra til að fá það betra Stuttur afgreiðslutími Lágmúla 8 • S(mi 530 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.