Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2002, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2002, Blaðsíða 25
37 MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2002 I)v Tilvera Kærasta prins- ins í höllinni Friðrik krónprins í Danmörku hef- ur fengið ástralska kærustu sína, Mary Donaldson, til að gista hjá sér í Amalienborgarhöll í kóngsins Kaupin- hafn. Hirðstjóri Margrétar Þórhildar drottningar staðfesti það við frétta- mann danska blaðsins Berlingske Tidende á dögunum. Dönsku vikublöðin sem sérhæfa sig í fréttum af kóngafólkinu og öðru mektarfólki staðhæfðu að Mary heíði búið hjá prinsinum frá því um áramót en hirðstjórinn vísaði því aifarið á bug. Mary Donaldson flutti til London frá Sydney skömmu fyrir jól. Jennings látinn Bandarlski kántri-kóngurinn Way- lon Jennings er látinn á 65. aldursári eftir áralanga baráttu við sykursýki. Jennings var vel metinn tónlistarmað- ur um allan heim og þekktur fyrir sinn sérstæða stíl bæði hvað varðar söng og útfærslu. Hann seldi meira en fjörutíu milljónir hljómplatna á ferlin- um og náði 89 sinnum inn á Billboard- sveitasöngvalistann, þar af sextán sinnum í efsta sætið og 53 sinnum á topp tíu listann. Jennings var góður vinur Buddy heitins Hollys og frægt var þegar hann missti af flugvélinni sem Buddy fórst með árið 1959. Jennings sagði einu sinni í viðtali að hann ætti Buddy mikið að þakka. „Hann var sá íyrsti sem fékk trú á mér þótt ég hefði ekki meiri stjömuhæfileika en gamall gúmmískór. En hann hafði trú á mér og líkaði tónlistin min,“ sagði Jenn- ings. Willis að linast Hörkutólið Bruce Willis segist vera búinn að fá meira en nóg af því að leika harðjaxla og vonandi verði hlut- verk sitt í myndinni Hart’s War, sem frumsýnd verður næstu daga, það síð- asta í þeim dúr. „Ég er orðinn þreytt- ur á því að hlaupa um stræti veifandi byssu í ölium myndum. Þeir verða að flnna einhvern annan til að gera það,“ segir Willis. í Hart’s War leikur Will- is stríðsfanga í seinni heimstyrjöld- inni sem lendir í því sem háttsettasti fanginn í þýsku fangelsi að glíma við morðmál, þar sem svartur landi hans er sakaður um morö á hvítum her- manni. „Ég tók að mér hlutverkið vegna þess að söguþráðurinn endur- speglar kynþáttavandamálin á svo hreinskiiinn hátt, ekki sist vandamál- in heima í Bandaríkjunum," segir Willis. Afmæli Heimdallar: Stuttbuxna- strákar í 75 ár Heimdallur, félagsskapur ungra sjálfstæðismanna í Reykjavik, fagn- aði 75 ára afmæli sínu á veitinga- staðnum Rex í Austurstræti á fostu- daginn. Komu þar saman núverandi og fyrrverandi Heimdellingar, rifj- uðu upp gamla tima og slógu á létta strengi. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður var sæmdur heiðursmerki Heimdallar og Sam- band ungra sjálfstæðismanna færði félaginu gjöf og ámaðarkveðjur. Þá heiðraði Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra og formaður flokksins, Heimdeflinga með nærveru sinni og flutti stutt erindi þar sem hann meðal annars tæpti á mikilvægi fé- lagsins sem aðhaldsafls fyrir þá sjáifstæðismenn sem eldri væru og þroskaðri. Stuttbuxnastelpur Helga Árnadóttir, stjórnarmaöur í Heimdalli, og Elva Dögg Melsteö Lottómær voru í sannkölluöu afmælisskapi. DV-MYNDIR EINAR J Forsætisráðherra flytur Helmdalli árnaðaróskir Davíö Oddsson, forsætisráöherra og formaöur Sjálfstæöisflokksins, ávarpaöi Heimdellinga í tilefni dagsins. Jón Stelnar heiðraður Jón Steinar Gunnlaugsson hæstarréttarlögmaöur var sæmdur heiöursmerki Heimdallar fyrir störfsín í þágu flokksins. Hér óskar Björgvin Guömundsson, formaöur Heimdallar, Jóni Steinari til hamingju. íslenskir hnefaleikamenn: Frelsinu fagnað Áhugamenn um hnefaleika komu saman á Players sportbar í Kópavogi á laugardaginn til að halda upp á að áratugagamalt bann við ólympískum hnefaleikum hefur verið numið úr gildi hér á landi. Nú geta íslenskir hnefaleikarar lumbrað hver á öðrum með góðri samvisku og þurfa ekki að hafa minnstu áhyggjur af því að lög- reglan banki upp á og hneppi menn í varðhald fyrir barsmíðamar eða geri æfingatækin uppptæk. Ekki þurfa þeir heldur lengur að stunda íþrótt sína í dimmum skúmaskotum og kjallaraholum þar sem enginn sér tfl heldur geta þeir æft og keppt fyrir opnum tjöldum. Eins og gefur að skflja var létt yfir mönnum á laugar- dagskvöldið og greinilegt á stemning- unni að íslenskir hnefaleikakappar eru langþráðu frelsi fegnir. Rauðhetta frumsýnd: Sígilt ævintýri á fjalirnar Ævintýrið um Rauðhettu og úlfinn nýtur alltaf jafnmikilla vinsælda meðal yngstu kynslóð- arinnar og hér á landi vex ekki það barn úr grasi sem ekki kynnist sögunni af stúlkunni rauðklæddu og raunum hennar. Eins og algengt er með sígildar sögur hefur Rauðhetta verið seinni tíma höfundum endalaus uppspretta hugmynda og hafa margir gert sínar eigin útfærsl- ur af þessu gamla ævintýri. Nú hefur danska leikkonan Charlotte Böving gert leikgerð af Rauöhettu þar sem hún styðst meðal annars við lítt þekkta og lengri gerð hins góðkunna ævin- týrs. Afraksturinn var frum- sýndur í Hafnarfjarðarleikhús- inu á laugardaginn fyrir smekk- fullum sal af börnum á öllum aldri sem vildu sjá og heyra sög- y una góðu eina ferðina enn. Með helstu hlutverk í sýningunni fara leikararnir Björgvin Frans Gíslason, Jóhanna Jónas og Þór- unn Erna Clausen sem leikur tit- ilhlutverkið. Með hanskann á lofti Bubbi Morthens og Ómar Ragnarsson höföu ástæðu til aö brosa á laugardaginn þegar haldið var upp á aö áratuga- gamalt bann viö ólympískum hnefaleikum hefur veriö numiö úrgildi. Hér eru þeir félagar ásamt fyrsta flutningsmanni tillögunnar, Gunnari Birgissyni alþingismanni. DV-MYNDIR EINAR J Alllr komu þelr aftur Þrátt fyrir aö hafa lent í ýmsum raunum í leikritinu, eins og aö villast í skógin- um og dvelja í úlfsmaga um tíma, stigu allir leikararnir heilir fram í lokin og var fagnaö ógurlega af smáfókinu í salnum. Rauöhetta að tjaldabaki Þaö mæddi mikiö á Þórunni Ernu Clausen leikkonu í verkinu en hún fór meö hlutverk Rauöhettu sjálfrar. Hér er hún ásamt systur sinni, Ragnheiöi Clausen, og lítilli frænku þeirra sem einnig heitir Ragnheiöur. I faömi fjölskyldunnar Björgvin Frans Gíslason fer meö hlutverk trúbadorsins (svo) í sýningunni. Hér hann aö lokinni sýningu ásamt foreldrum sínum, leikurunum Eddu Björgvins og Gísla Rúnari. C <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.