Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2002, Blaðsíða 28
 * W Lá mikið á í heiminn: Faðirinn tók á móti sjálfur „Mér brá náttúrlega alveg gífur- lega en þetta leystist ótrúlega vel,“ segir Jónatan Vemharðsson, sem á Valentínusardaginn, þann 14. þessa mánaðar, brá sér i hlutverk ljós- móður og tók á móti dóttur sinni í heiminn. „Konan min, Sylvía, var farin að veikjast og ég búinn að hringja upp á fæðingardeild til að boða komu okkar en hún skrapp að- eins í sturtu. Þá var sú litla bara til- búin að mæta og ekki annað að gera en bretta upp ermar.“ Jónatan segir það hafa hjálpað sér að hafa áður verið viðstaddur fæðingar og kveðst ekki yfirliðagjam. Sylvía og dóttirin unga fóm í sjúkrabíl upp á deild skömmu eftir fæöinguna og dvöldu þar í sólarhring. Þeim heilsast báð- um vel. -Gun. Rasismi á út- varpsstöð MR Árshátið Menntaskólans í Reykjavík verður haldin á Broad- way nk. fimmtudag. I tilefni af því hefur verið starfrækt útvarpsstöð, Útvarp MR, sem sendir út á FM 96,2 en útsendingu lýkur á fimmtu- dag. Aðallega hefur verið send út tónlist, en nýlega brá svo við að tveir af þáttarstjórnendum sáu ástæðu til að vera með brandara á milli laga og það voru brandarar á kostnað asískra innflytjenda. Þáttarstjórnendum var snarlega kippt úr stúdíóinu og fengu þeir al- varlega viðvörun, en þeim sem lengst vildu ganga þótti ástæða til að reka þá úr málfundafélaginu Framtíðinni. Það gekk þó ekki svo langt og málið kom heldur ekki til kasta nýs rektors MR, Yngva Pét- urssonar. -GG Vikuveðrið: Frost og snjór Norðanáttin og frostið sem ríkj- andi er í dag lætur undan síga fyr- ir austan- og suðaustanátt á morg- un. Henni fylgir snjókoma og élja- gangur um sunnanvert landið. Hit- inn verður um ffostmark sunnanlands en frost verður norðanlands. Seinni part vikunnar snýst vindur aftur til norðlægrar áttar með éljum fyrir norðan og tiu stiga frosti. Þá léttir til syðra. Um næstu helgi er aftur búist við suðaustanátt með snjókomu vest- an til og frosti um allt land. Vetur kommgur minnir sem sagt á sig í þessari viku enda þorraþrællinn i lok hennar. Þá er viðeigandi að frost sé á Fróni, jafnvel svo að frjósi í æðum blóð. -Gun. HOLL ERU HEIMA- FENGIN RÁO! FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJ ALST, OHAÐ DAGBLAÐ MANUDAGUR 18. FEBRUAR 2002 Tók á mótl sjálfur Sylvía Reynisdóttir og Jónatan Vernharösson ásamt hinni nýfæddu og óskíróu dóttur. DVWYND HARI Formaður VG um milljónaviðskipti Símans við stjórnarformann: Farsinn verði rann sakaður í heildina samgönguráðherra vill ekkert segja Friðrik Pálsson. „Gamli máls- hátturinn um að nú séu góð ráð dýr á hér greini- lega við í nýju samhengi og merkingu," sagði Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, í sam- tali við DV í gær- kvöld. Tilefnið voru upplýsingar um milljóna króna greiðslur Landssímans tO Góðráða ehf., ráðgjafarfyrirtækis Friðriks Pálssonar, stjómarformanns Sím- ans. Árið 1999 innheimtu Góðráð rúmlega 5 milljónir króna auk virð- isaukaskatts hjá Landssímanum vegna ráðgjafarstarfa Friðriks Páls- sonar og annars kostnaðar vegna starfa hans. Þetta er fyrir utan laun hans sem stjórnarformanns en þau telja á annað hundrað þúsund mán- aðarlega. Þetta fyrirkomulag er í samráði við samgönguráðuneytið sem yfirfer alla reikninga Góðráða ehf. og vísar þeim til forstjóra Sím- - Steingrímur J. Slgfússon. Sturla Böövarsson. ans. DV hefur ekki upplýsingar vun viðskipti Góðráða og Landssímans árin 1999 og 2000 eða það sem af er árinu 2002 en Friðrik Pálsson segir þau vera mun minni en um var að ræða árið 2001. Steingrímur J. segir að í raun sé sér alvarlega bmgðið yfir því hugar- fari...sem virðist vaða uppi allt í kringum einkavæðinguna. Menn virðast geta gengið í opinbera sjóði og skammtað sér sjálfir að vild. Sið- an er reynt að hjúpa allt einhverri leynd og allar upplýsingar þarf með töngum að draga fram í dagsljósið," segir hann. Hann segir óumflýjanlegt að sín- um dómi að einkavæðingarfarsi Landssímans verði rannsakaður í heild. Velt við hverjum steini og síð- an axli þeir ábyrgð sem hana eigi að bera. „Menn eiga ekki að komast upp með að benda hver á annan og kenna öllum öðrum um en þeim sjálfúm. Ég hef velt upp spurningunni um hvort samgönguráðherra beri ekki að víkja úr embætti eftir þessa mis- heppnuðu einkvæðingartilraun. Sturla Böðvarsson er hinn vænsti maður og ég efast ekki um að hann er að reyna að vinna verk sin vel. Málið snýst hins vegar ekki um hans persónu, heldur um hvort það geti gengið endalaust þannig fyrir sig hér á landi að enginn beri pólitíska ábyrgð hversu rosalegt sem klúðrið er,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra vildi í gærkvöld ekkert tjá sig um samninginn við Góðráð. „Ég vil ekkert um þetta segja. Það er mitt svar við þessu,“ sagði Sturla. Sjá nánar á bls. 2 -rt/sbs Réttarhöldum fram haldið í máli ákæruvalds gegn dagforeldrum: Þóra Steffensen réttarmeinafræð- ingur mætir fyrir Héraðsdóm Reykjaness í dag þar sem hún verð- ur spurð út í rannsókn sína á 9 mánaða dreng sem lést eftir að hafa verið í daggæslu á heimili í Kópa- voginum í mai á siðasta ári. Þóra komst m.a. að þeirri niðurstöðu að áverkar bamsins hefðu verið það alvarlegir að ljóst væri að drengur- inn hefði ekki verið fær um að sýna eðlilega hegðun eftir að það hlaut þá. Þama var átt við skert meðvit- undarástand eða að geta sýnt eðli- legar hreyflngar. Þóra, sem bar einnig vitni í máli ríkissaksóknara í svokölluðu Öskjuhlíöarmáli, hef- ur viðtæka menntun og reynslu á sínu sviði, ekki síst erlendis. Þegar foreldrar litla drengsins komu með hann í dagvistunina að morgni 2. maí er óumdeilt að hann sýndi eðlilega hegðun og var í góðu skapi þó svo að hann hefði verið óvær um nóttina. Samkvæmt þessu mun framburður Þóra skipta miklu máli en ákæruvaldið mun líklega vilja sýna fram á að drengurinn hefði hlotið svokallað Shaken Baby-Syndrome eftir að það fór í daggæsluna. Dagfaðir er ákærður í málinu fyrir manndráp af gáleysi með því aö hafa hrist bamið. Kristleifur Kristjánsson, sér- fræðingur í barnalækningum, bar fyrir dómi á föstudag að útilokað væri að drengurinn hefði hlotið áverkana áður en hann fór í dag- gæsluna. Það vora dagforeldrarnir sem hringdu á sjúkrabíl síðdegis þann dag sem atburðirnir áttu sér stað. Barnið lést 42 klukkustund- um síðar á sjúkrahúsi. Þegar Þóra hefur borið vitni og tveir aðrir sérfræðingar, munu sækjandi og verjendur taka til máls og flytja málið. Við svo búið taka þrír héraðsdómarar það til dóms. -Ótt Bíllinn hafnaði við hjónarúmið „Við vöknuðum í hvitum ryk- mekki og sáum ekki handa okkar skil. Konan mín, Björg Bragadóttir, hélt það væri kominn jarðskjálfti og hljóp út. Þá sá hún að bíll hafði keyrt inn í herbergið okkar,“ segir Þorvaldur Þráinsson í Kingstrup á Fjóni í Danmörku en hann og kona hans fengu bíl inn að hjónarúmi um hálfflmm í gærmorgun. Þorvaldur UV-MYNU: PUKVALUUK Inn að rúml Húsbóndinn hafói setiö innan viö vegginn þar til klukkustund áöur en bíllinn kom. var nýlega sofnaður því hann hafði setið við að horfa á íshokkí til hálf- fjögur um nóttina. „Ég sat einmitt við vegginn sem bíllinn kom inn um,“ segir hann. „Rúmið fylltist af múrsteinum og sjónvarpstækið kom fljúgandi yflr okkur. Ég fékk stein í hausinn og vankaðist aðeins." Þor- valdur segir ökumenn bílsins hafa verið á bak og burt þegar þau rönk- uðu við sér. Þeir hafi verið á stoln- um bíl en náðst skömmu síðar, enda góðkunningjar lögreglunnar. Þess má geta að þau Björg og Þorvaldur eiga tvo drengi, Hauk Þorra og Ingva Þór. Þeir era sjö og ellefu ára. Öll sluppu þau við meiðsl. -Gun. Ólafsfirðingar þurfa að vanda fjárhagsáætlun Eftirlitsnefnd með fjármálum sveit- arfélaga telur óhjákvæmilegt að bæj- arstjóm Ólafsfjarðar grípi til viðeig- andi ráðstafana í rekstri bæjarfélags- ins til að auka framlegð þess. Þetta kemur fram í bréfi til stjórnar sveit- arfélagsins 22. janúar sl. Einnig sé nauðsynlegt að fjárfestingum verði haldið í lágmarki þannig að sveitarfé- lagið geti lækkað skuldir sínar. Til að bæta fjárhagsstöðu sveitar- félagsins sé mikilvægt að áform sveitarfélagsins um breytt rekstrar- form veitufyrirtækja nái fram að ganga. Ennfremur telur nefndin mikilvægt að sveitarstjórn vandi betur til fjárhagsáætlana og kostnað- areftirlit verði eflt. Eftirlitsnefndin hefur óskað eftir því að innan þriggja mánaða geri bæjarstjóm nefndinni grein fyrir þeim ráðstöf- unum sem hún hyggst standa fyrir til að bæta rekstur og og fjárhags- stöðu sveitarfélagsins. -GG . n .. A A A A n .. A . A .. A .. ft _ KXKÍÖOmXKK f Gitarinní Stórhöfða 27, X s. 552 2125. 3L jl Rafmaqns gítar, X magnari m/effekt 'K'ól og snúra 33.900kr'K , A A A A A A A A rt n KKKKKXXKKK Talaðu við okkur um : ,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.