Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2002, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2002 MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2002 27 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, síml: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Ornn númen Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Ritsfjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Samningur t frysti Forvígismenn Evrópusambandsins hafa komið samn- ingnum um Evrópska efnahagssvæðið fyrir í frysti. Þar mun hann liggja i ríflega hálft annað ár eins og Chris Patten, utanríkismálastjóri ESB, benti á í viðtali við DV á fóstudag. Þetta er kuldaleg staðreynd. EES-samningur- inn var landsmönnum himnasending á sinum tíma. Hann hefur aukið stórlega á hagsæld þeirra. Og hann hefur reynst þeim svo vel að gamlir andstæðingar hans hafa þagað þunnu hljóði í árafjöld. Það mun reynast íslendingum og öðrum EFTA-ríkjum erfitt að geta ekki hreyft við þessum viðamikla samningi svo árum skiptir. Ekki svo að skilja að samningurinn sé orðinn stórkostlegur gallagripur, heldur sakir þess að tíminn er ekki á bandi hans. Nauðsynlegt er að styrkja samninginn og laga hann að breyttum aðstæðum í við- skiptalífi þeirra ríkja sem tengjast honum. Takist það ekki á allra næstu mánuðum, eins og útlit er fyrir, getur það hæglega skaðað íslensk milliríkjaviðskipti. í ítarlegu fréttaljósi um heilsu EES-samningsins sem birtist hér í blaðinu í síðustu viku kom fram að heldur hefur hallað á EES-ríkin í samskiptum þeirra við Brussel- valdið. Þetta birtist einna áþreifanlegast með þeim hætti að Evrópusambandið getur skyndilega tekið ákvarðanir sem kannski virðast ekki mikilvægar en umturna engu að síður forsendum tiltekinna viðskiptasamninga sem í gildi eru án þess að íslendingar og aðrar EFTA-þjóðir hafi neitt um það að segja. Um þetta eru gjarnan nefnd tvö dæmi eins og bent var á í fréttaljósinu - þar sem „hurð skall nærri hælum“. Annars vegar er það þegar ákvörðun var tekin um díoxíð í mat og hins vegar þegar verið var að fjalla um bann við sölu á mjöli til dýrafóðurs, en í því tilviki átti að banna innflutning frá íslandi til meginlandsins vegna hættu á kúariðu! í þessum efnum voru endanlegar ákvarðanir teknar í ráðherraráði ESB, þar sem íslendingar áttu enga aðkomu, þrátt fyrir augljósa hagsmuni. Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur sagt í þessu sambandi að engin stórvandamál séu á ferðinni og engir stórir hagsmunir í hættu. Hann telji þó rétt að samning- urinn verði prófarkalesinn eftir átta ára gildistíma, en menn þurfi ekki að fara á taugum. Flokksbróðir hans og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, Tómas Ingi 01- rich, segir umræðuna um galla EES-samningsins snúast um smámál og líkir umræðu síðustu daga við pólitískt moldviðri. Þetta er einn tónn umræðunnar. Allt annan tón er að heyra úr utanríkisráðuneytinu. Þar hafa embættismenn áhyggjur af samningnum og telja afar brýnt að á honum verði gerðar endurbætur. Þeir geta reyndar ekki bent á eitt atriði öðru fremur sem bein- línis æpi á endurskoðun, en hins vegar sé ljóst að þegar allt sé skoðað saman - pólitískir þættir og viðskiptalegir - kalli það á endurbætur sé þess nokkur kostur. Ástæða er til að hlusta á þessa menn, enda engir sem þekkja samninginn betur í framkvæmd. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hefur verið óþreytandi við að benda á annmarka samningsins á síð- ustu vikum - og fengið nokkuð bágt fyrir, einkum hjá samstarfsflokki sinum i rikisstjórn. Það er athyglisvert að fylgjast með því hversu fús Sjálfstæðisflokkurinn er til þess að loka á umræðuna um þessi Evrópumál. Formað- ur flokksins spyr með nokkrum þjósti hvort menn geti bent á alvarlega galla i samningnum. Það er rétt hjá hon- um að þeir eru ekki til, en tónninn er rangur. Sigmundur Ernir. I>V Skoðun Vitlausasta hugmynd í heimi Kjallari Nýlega ritaði Ami Ibsen hugvekju í Lesbók Morgun- blaðsins undir fyrirsögn- inni: Vitlausasta hugmynd í heimi. Þar fjallaöi Ámi um viðræðuþátt Egils við Fischer og Sæma rokk. Ég skildi það svo að fyrirsögn- in ætti við það sem Egill sló fram að fá Fischer hingað og greiða honum 10 m. doll- ara fyrir viðvikið. Ég held að flestir geti tekið imdir með Áma að það væri ekki viturlegt. Fyrir um áratug reyndu nokkrir skákáhugamenn án árangurs að fá Fischer hingað tU lands og þá á 20 ára afmæli einvígisins sem hér var haldið. Það tókst ekki og þó flestum væri þá ljóst að Fischer ætti við and- lega erflðleika að etja vom þeir ekki svo augljósir sem nú eftir 11. septem- ber. Snillingur í útlegð Saga Fischers er hörmuleg og í raun er þama mannlegur harmleik- ur að gerast. Ég er nokkuð viss um að sagan mun dæma Bandaríkja- menn hart fyrir meðferðina á Guðmundur G, Þórarinsson verkfræöingur En Fischer. Robert Fischer hefur aldrei gert flugu mein. Hann er einhver skærasta stjaman sem komið hefur fram á skákhimni heimsins. Nær einn síns liðs lagði hann Sovétríkin að veUi í þjóðaríþrótt þeirra. Hér var um nær ofurmann- legt afrek að ræða. Hann var hyUtur við komu sína tfl Bandaríkjanna sem þjóðhetja ásamt — Mark Spitz sundkappa. sniUingurinn, sem með demonískri einhyggju hafði fóm- að skákgyðjunni öUu lífi sínu, batt ekki bagga sína sömu hnút- um og samferðamenn. Hann tefldi ekki eina einustu skák opinberlega í 20 ár frá því að hann vann heimsmeistaratitUinn. Margir sóttu að honum að tefla og eftir þessi 20 ár freistaðist hann tU að tefla einvígi við Spassky í Sveti Stefani í Júgóslavíu. GaUinn var bara sá að Bandaríkjamenn höfðu lýst yfir samskiptabanni við Júgóslavíu. Umsvifalaust var gefln út handtökuskipun á skák- Robert Fischer. - „Bandaríkjamenn hafa sett þennan einmana snilling á bekk með morðingjum og nauðgurum í Júgóslavíu, heimilislaus og ættingja- og vinalaus býr hann við hugarang- ur sitt. Ekki er að undra þó þetta hafi skaðað hann andlega. “ sniUinginn og liggur hún hjá öU- um lögreglustjórum í þessu stóra landi, við broti Fischers liggur 10 ára fangelsi. Vinalaus snillingur Enginn sem að þessu skákein- vígi í Júgóslavíu kom hefur haft af því nokkur óþægindi, hvorki Spassky eða skákdómarinn Loth- ar Schmidt, nema Fischer sem var útlægur ger. í 10 ár hefur hann flækst miUi landa, einstæð- ingur, án ættingja og vina. Eignir þær sem hann átti í Bandaríkjun- um voru þar í geymslu og voru gerðar upptækar vegna vangold- inna leigugjalda. Einu ættingjar hans, móðir og systir, létust báð- ar á þessum árum og hann gat ekki einu sinni verið við jarðar- farir þeirra vegna réttvísi Banda- ríkjamanna. Bandaríkjamenn hafa sett þenn- an einmana sniUing á bekk með morðingjum og nauðgurum í Júgóslavíu, heimUislaus og ætt- ingja- og vinalaus býr hann við hugarangur sitt. Ekki er að undra þó þetta hafi skaðað hann andlega. Guðmundur G. Þórarinsson Prófarkalestur og aulabrandari Ég hlustaði agndofa á forsætisráð- herra fjaUa um þróun EES-samnings- ins á viðskiptaþingi. Skilningur hans á utanríkismálum birtist í því aö for- maður Sjáifstæðisflokksins telur að íslendingar þurfi ekki meiri breyting- ar á samningnum en það sem hann kaUaöi sjálfur „prófarkalestur". Þessi viðhorf lýsa vanþekkingu sem er beinlínis skaðleg fyrir íslensk fyrir- tæki. Réði eintrjáningsháttur formanns Sjálfstæðisflokksins ferðinni er víst að það tæki hann ekki langan tíma að klúðra samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Við sáum öU hvemig svip- uð afneitun rústaði íslensku krónuna á ótrúlega skömmum tíma. Utanríkis- ráðherra er sem betur fer aUt annarr- „Samningurinn um Evrópska efnahags- svæðið er langmikilvœgasti alþjóða- samningur sem íslendingar gerðu á seinni helmingi síðustu aldar. Honum ber að þakka langmestan hluta góðœris síðustu ára. Forysta Jóns Baldvins í því efni verður seint fullþökkuð. “ ar skoðunar. Hann skynjar vandann sem felst í óbreyttum EES-samningi með svipuðum hætti og forysta Sam- fylkingarinnar, Alþýðusamband ís- lands, Samtök iðnaðarins, og yfir- gnæfandi meirihluti forystumanna í atvinmUífi okkar. Það er ekki oft sem formaður Sam- fylkingarinnar andvarpar: Guðisélof fyrir Framsókn. En það gerði ég þeg- ar ég hlustaði á formann Sjálfstæðis- flokksins snúa neitun forystumanna ESB um breytingar á EES-samningn- um upp í aulabrandara um rottueitur. Evran og ísland Samningurinn um Evrópska efna- hagssvæðið er langmikUvægasti al- þjóðasamningur sem íslendingar gerðu á seinni helmingi síðustu aldar. Honum ber að þakka langmest- an hluta góðæris síðustu ára. For- ysta Jóns Baldvins í því efni verður seint fuUþökkuð. En það hefur margt breyst á þeim tæpu tíu árum frá þvi samn- ingurinn var gerð- ur. Evrópusamband- ið er í örri þróun. Samstarf ríkja þess breytist ört, meðan samningurinn um EES breytist ekki í takt við þarfir at- vinnulífsins. Það er öUum ljóst, sem eitthvert skyn bera á þarfir atvinnu- lífsins, að tU langframa upp- fyUir hann ekki kröfur ís- lenskra fýrirtækja. Ábyrgir stjórnmálamenn reyna að skflgreina með hvaða hætti samkeppnishæfni þeirra verður tryggð. Það er hlut- verk okkar sem setjum leik- reglur samfélagsins. Upptaka evrunnar er prýðilegt dæmi. Hún veldur því að kostnaöur fyrirtækja minnkar, verðlag lækkar vegna aukins verðskyns neytenda sem geta nú á augabragði borið saman verð í öUum löndum evrunnar, hagur þeirra eflist því vegna aukinnar sam- keppni, og gagnsæi í viðskiptum eykst. Sameiginlegur gjaldmiðiU leið- ir því tU stórbættrar samkeppnis- hæfni fyrirtækja í löndum evrunnar. Vextir eru þar að auki miklu lægri í löndum evrunnar en hér á íslandi, og aðild okkar að sameiginlegum gjaldmiðli myndi því hafa í för með sér mun lægri vexti en rikja í dag. Samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs í framtíðinni, og þarmeð velsæld ís- lands, getur oltið á því hvort við tök- um upp evruna. Það getum við hins vegar ekki gert í krafti EES-samnings- ins. Prófarkalesarinn Forsætisráðherra er hættur að fylgjast með og staglast án raka á því að fslendingar myndu tapa landhelg- inni gengju þeir í ESB. Þar sUast hann í sömu lest og Vinstri grænir. Sérfræðingar Samfylkingarinnar komust hins vegar að þeirri niður- stöðu í 202 blaðsíöna Evrópuúttekt að það stangaðist ekki á við hagsmuni ís- lensks sjávarútvegs að sækja um að- Ossur Skarphéðinsson formaöur Samfylkingarírmar Ud. Evrópuhópur Fram- sóknarflokksins komst að sömu niðurstöðu. Hvar eru rök forsætisráðherra og Vinstri grænna gegn þess- um niðurstöðum? Við íslendingar áformum stóraukið laxeldi. Okkur skortir þó toUfrjálsan að- gang að neysluglöðum mörkuðum Evrópu tU að svo verði. Við væntum okk- ur líka mikfls af stóraukn- um veiðum á norsk-íslensku síldinni. Vonarmarkaðir okkar fyrir hana eru í lönd- um Austur-Evrópu sem nú eru að ganga inn í ESB. Við inngönguna faUa hins vegar niður fríverslunarsamn- ingar við þessi ríki og þar með toU- frjáls aðgangur okkar. Prófarkalestur Davíðs Oddssonar á EES-samningn- um bjargar því ekki. AöUd að ESB sæi aftur á móti tU þess. Prófarkalestur Davíðs Oddssonar gerir fslendingum ekki heldur kleift að verða með í nýjum og mikUvægum sviðum samstarfs í Evrópu, svo sem á sviði öryggis- og varnarmála. Hann breytir ekki heldur þeirri staðreynd að hjá ESB er hvorki áhugi né þekk- ing á EES-samningnum, og þarafleið- andi enginn vUji tU að laga hann bet- ur að hagsmunum okkar. EES-samningurinn dugar enn þá. Ábyrgir stjórnmálamenn búa hins vegar í haginn fyrir framtíöina. Það gerum vi,ð, sem vUjum gefa þjóðinni kost á að kjósa um aðUd að Evrópu- sambandinu sem kæmi þá í stað EES- samningsins. Hinir, sem halda aö ESB snúist um að eitra fyrir nagdýrum, ættu auövitað fremur að halda sig við prófarkirnar. Þeir skaða minnst þar. Össur Skarphéðinsson Ummæli Auðvelt að klúðra „Og það kann líka að vera rétt að það sé nauðsynlegt að efla byggðakjama á borð við Akureyri tU þess að treysta stöðu lands- byggðarinnar í heUd. En það er líka jafn morgunljóst að þrátt fyrir góð áform og velvUja stjómvalda (sem ekki er nokkur ástæöa til að efast um) þá er afskap- lega auðvelt að klúðra byggðamálun- um þannig að landsbyggðin standi enn haUari fæti eftir en áður ... og því t.d. hvort byggðakjarni á borð við Eyjafjarðarsvæðið sogar tU sín aUt eyrnamerkt fé tU byggðamála og alla nýsköpun í atvinnumálum á landsbyggðinni þannig að ekkert verði eftir tfl viðreisnar og uppbygg- ingar á öðrum og smærri stöðum." Jóhannes Sigurjðnsson í Húsavíkur- blaöinu Skarpi F j árf estingarf íf lalæti „Þyngsta ábyrgðin er auðvitað Daviðs og ríkisstjómarinnar aUr- ar. í góðærisfyUiríinu voru þeir fyUstir aUra. f fjárfestingarfíflalát- unum voru þeir mestu fíflin. AUt Landssímaklúðrið, LUjan sem enginn vUdi kveðið hafa, hefur sýnt það skýrt og greinilega að rík- isstjóm fslands er alls ekki treystandi fyrir fjármunum þjóðar- innar. Þetta er aUs ekkert „smá- mál“ þó að Davíð segi það - eins og guð hafí talað - heldur snýst þetta um traust. Þjóðin getur ekki treyst mönnum sem hafa farið svona Ula með völd sín. Þeir eiga aUir að segja af sér. Hún er betur komin án þessarar ríkisstjórnar." Ármann Jakobsson á Múrinn.is Spurt og svarað Eiga Islendingar að stefna að því að verða tvítyngd þjóð? Gísli Sigurðsson islenskufræð ingur: Eins og að breyta klukkunni „Erum við ekki tvítyngd? Enska og danska hafa verið kennd í skólum hér áratugum saman svo flestir íslendingar geta bjargað sér á þeim tungum. Allar hugmyndir um að gera íslendinga tvityngda til að mæta þörfum úUendinga eru álíka skynsamlegar og að breyta klukkunni til að við séum á sama skriístofutíma og ótilgreindar erlendar þjóðir. Tungumáli þjóðar verður ekki breytt með valdboði heldur breytist það með fólkinu og lýtur eigin lögmálum. Þegar er komið til móts við fólk sem er aðeins mælt á erlendar tung- ur með ýmsum hætti hér á landi, svo sem með námskeiöum í skólum sem aðeins eru haldin á ensku. Á stórum vinnu- stöðum, eins og til dæmis ÍE, er ekkert vandamál fyrir út- lendinga að nota önnur tungumál en íslensku." Bjamey Friðriksdóttir, Alþjóðahúsi: Áttatíu ólík móðurmál „Við eigum að stefha að því að halda íslensku sem opinbéru tungu- máli okkar. Hins vegar fmnst mér að við eigum að leggja rækt við þann mannauð í samfélagi okkar sem er fólginn í hinu tvítyngda fólki. Áætlað er að hér á landi búi fólk með um áttatíu ólík móðurmál - og þann auð og þekkingu eigum við að nýta okkur. En síðan eigum við að leggja áherslu á aö finna leiðir til að auövelda innflytjendum að læra íslensku því meðal inn- flytjenda er mikill vilji til þess. Útlendingar sem hingað koma eiga oft erfitt meö að fá hér vinnu við hæfi því meðal margra íslendinga eru vissir fordómar gagnvart því að íslenskukunnátta þessa fólks sé ekki nógu góð. Þar er þörf á hugarfarsbreytingu." Georg Kr. Lárusson, Útlendingaeftirlitinu. Enskan verði annað tungumál „Ég tel æskilegt að íslendingar tali sem flest tungumál þó líkleg þró- un sé sú að enska verði okkar annað tungumál. ísland er stöðugt að færast nær öðrum lönd- um og þjóðum og samskiptin að verða meiri. Útlending- um hér á landi fer fjölgandi og því er okkur nauðsyn að vera sem best fær um að tjá okkur á fleiri tungumálum en bara íslensku, í menningarlegu, viðskiptalegu og fé- lagslegu tilliti. Hjá Útlendingaeftirlitinu verðum viö oft vör við erfiðleika sem stafa af ónógri tungumálakunn- áttu og erfiöleikamir eru á báða bóga. Að mínu mati er þó lykilatriði ef við ætlum á annað borð að heimila út- lendingum búsetu hér á landi að efla íslenskukunnáttu þess fólks sem flytur hingað frá útlöndum." Toshiki Toma, prestur innflytjenda á fslandi: Alþjóðleg nútímaþjóð „Slíkt fer eftir því hvaða skiln- ing við leggjum í hugtakið tví- tyngd þjóð. Ef það þýðir að enska verði annað tveggja opinberra tungumála á íslandi þá er ég ekki fylgjandi slíku. Mér fmnst það vera eðlilegt að íslenska sé hér opinbert tungumál. Hins vegar má segja að enska sé í rauninni alþjóð- legt tunguniál og flestir tslendingar hafa hana á valdi sínu. í viðskiptum og menntun, og raunar á fleiri sviðum, verðum við að nota ensku mikið - en það tel ég þó ekki merkja að við séum tvítyngd held- ur það að við erum nútímaþjóð sem á sitt eigið móð- urmál - en hefur einnig almenna kunnáttu i tungu- máli sem'kalla má alþjóðlegt." Þessi hugmynd var sett fram á Viöskiptaþingi í sl. viku. Segir að þetta sé nauösyn svo enskumælandi fólk geti falliö sem best inn í atvinnulíf hérlendis. Og aftur öfugt. Misskilningur - eða hvað? Nýlega gaf samgöngu- ráðuneytið út tillögu stýri- hóps að samgönguáætlun 2003-2014. Samhliða lagði samgönguráðherra fyrir Al- þingi tvö frumvörp til laga í þeim tilgangi að lögfesta samræmda samgönguáætl- un. Samgönguráðherra stefnir siðan að því að leggja fram á Alþingi þings- ályktunartillögur um sam- gönguáætlun á næsta hausti. Tillaga stýrihópsins er lögð fram þetta löngu áður í þeirri vissu að skap- ast muni öflug og málefnaleg um- ræða um samgöngumál í þjóðfélag- inu. Sú umræða og þau sjónarmið sem fram koma munu að líkindum hafa áhrif á þá tillögugerð sam- gönguráðherra. Víðtæk kynning fram undan Að sjálfsögðu eru skiptar skoðanir um sjálfa stefnumótunina en almenn samstaða er um að mfkilvægt hafí veriö að setja fram tillögu að heild- stæðri og samræmdri áætlun í flug-, siglinga- og vegamálum. Jafnframt að teknir séu með í áætlunargerðina þættir sem eru órjúfanlegir hlutar samgöngustefnunnar, eins og t.d. ör- yggismál, umhverfísmál, gjaldtaka af samgöngum og almenningssamgöng- ur. Á næstu misserum mun sam- göngm-áðuneytið standa fyrir viða- mikilli kynningu á tillögu stýrihóps- ins í því skyni að fá fram sem flest sjónarmið. Stórfrétt byggð á misskiln- ingi - eða hvað? Það kom mér undarlega fyrir sjón- ir þegar ég las frétt í DV fostudaginn 1. febrúar, sem undirrituð var af Herði Kristjánssyni blaðamanni, að í tillögu stýrihóps aö samgönguáætl- un væri vísvitandi beitt blekkingum til þess eins að tryggja að höfuðborg- arsvæðið fengi minni skerf af vegafé en landsbyggðin. Því tii rökstuðn- ings kýs blaðamaðurinn að vísa í nafnlausar heimildir sem er afar óhefðbundin leið þegar tölfræði er annars vegar. í greininni er fullyrt að blekking- in felist í því að vantelja um það bil 300 millj. km akstur á höfuðborgar- svæðinu. Þetta er auðvitað alrangt hjá blaðamanninum enda aflaði hann sér hvorki heimilda hjá Vega- gerðinni né samgönguráðuneytinu áður en fréttin var birt um- ræddan föstudag. Eftir að fréttin birtist sendi aðstoð- arvegamálastjóri blaða- manninum m.a. greinar- gerð til útskýringar sem birt var í lesendadálki DV fimmtudaginn 7. febrúar. Greinargerð aðstoðarvega- málastjóra fylgdu þá jafn- framt athugasemdir Harðar blaðamanns þar sem þrá- stagast er á því að hann hafi samt haft rétt fyrir sér í fréttinni og vitnar því til stuðnings til lesendabréfs Amars Sigurðssonar arkitekts í DV með eftirfarandi hætti: „Reyndar staðfestir opið bréf frá Erni Sigurðs- syni til vegamálastjóra í DV i gær að frétt blaðsins var rétt“. - Opna bréf- ið var reyndar til samgönguráð- herra! Staðreyndirnar liggja fyrir Sannleikurinn í þessu máli er skýr og það er ekki verið að beita neinum blekkingum til þess að aflaga hann. - Allur akstur á landinu kemur fram á bls. 17 i tillögu stýri- hóps að samgönguáætlun 2003-2014. - Tiilaga stýrihópsins fjallar þó ein- göngu um þann hluta vegakerfis landsins sem ríkið fjármagnar og ber ábyrgð á. í grundvallaratriðum er hér átt við þjóðvegi. Þessir þjóðvegir eru annars vegar í dreifbýli og hins vegar þéttbýli. Stofnbrautakerfí höf- uðborgarsvæðisins er stór hluti þjóð- vegakerfisins og fullyrða má að allar meginumferðaræðar höfuðborgar- svæðisins séu á ábyrgð ríkisins. Það þýðir að ríkið sér um að greiða stofn- kostnað þessara brauta, viðhald þeirra og þjónustu, eins og t.d. snjó- mokstur. Aðrar götur á höfuðborgarsvæð- inu en stofnbrautir eru ekki á ábyrgð ríkisins. Þetta þýðir t.d. að Máshólamir, þ.e. gatan sem ég bý við, er ekki á ábyrgð ríkisins. Sú gata var byggð og íjármögnuð af Reykjavíkurborg. Viðhald hennar og þjónusta er fjármögnuð af tekjum borgarinnar. Máshólamir falla því á engan hátt undir verksvið ríkisins og akstur þar er því auðvitað ekki tekinn með í samgönguáætlun sem fjallar eingöngu um þjóðvegi á veg- um ríkisins. Mælingar í áratugi Akstur á þjóðvegum, þar sem Vega- gerðin framkvæmir talningar, er tal- inn vera um 1.100 millj. km á árinu 2000. Að mati Vegagerðarinnar er mikið öryggi í þessum mælingum og hafa þær víða verið stundaðar svo áratugum skiptir. Allur annar akstur á þjóövegum og götum í þéttbýli er talinn vera 1.050 millj. km og er heild- arakstur á landinu öllu því áætlaður um 2.150 millj. km. Samkvæmt þessu mati er akstri þannig skipt í meginat- riðum að um 900 millj. km eru eknir í dreifbýli en um 1.250 millj. km eru eknir í þéttbýli. Inni í þeirri tölu er 300 millj. km akstur á götum á höfuð- borgarsvæðinu þrátt fyrir staðhæf- ingar um annað. Ef tillögur stýrihópsins verða sam- þykktar verður veruleg aukning á framlögum til byggingar stofnbrauta á höfuðborgarsvæðinu frá því sem verið hefur og á síöasta fjögurra ára tímabili áætlunarinnar verða fram- lögin meira en tvöfalt hærri en nú er. Ég geri mér ekki grein fyrir því hvaða hvatir liggja að baki skrifum Harðar blaðamanns en hefði haldið að ritstjórn DV legði áherslu á það við sína blaðamenn að þeir héldu sig við staðreyndir. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Ár Fjárhœð 1999-2002 4135 millj.kr.skv. vegaáœtlun 2003-2006 6800 millj.kr.skv. tillögu að samgönguáœtlun 2007-2010 7800 millj.kr.skv. tillögu að samgönguáœtlun 2011-2014 9800 millj.kr.skv. tillögu að samgönguáœtlun „£/ tillögur stýrihópsins verða samþykktar verður veruleg aukning á framlögum til byggingar stofn- brauta á höfuðborgarsvœðinu frá því sem verið hefur og á síðasta fjögurra ára tímabili áœtlunarínnar verða framlögin meira en tvöfalt hœrri en nú er. “ Vilhjálmur Þ. Vithjálmsson, formaöur stýrihóps um gerö samgöngu- áætlunar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.